Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÖNÍ1986
rr r
B 17
EyjabAtur öalar sæ, Latli & Sœfaxa kippir. MoiBunbiaðia/Siguixeir
komast að stigunum og þeir því
hrein dauðagildra ef menn duttu
milli skips og bryggju. Einnig mætti
gæzla vera miklu meiri við hafnir
landsins.
Landg-ang-ar og ljóstýra
á bryggjustiga
Þá hef ég mikið velt því fyrir
mér hvort það væri ekki ráð að
setja ljóstýru við hvem stiga. Það
ætti ekki að kosta mikið, en væri
mikið öryggisatriði. Og einnig tel ég
I að hafnimar sjálfar ættu að eiga
, landganga til þess að lána skipum.
, Ég skora á menn að athuga það.
Þetta em atriði sem menn verða
að horfast í augu við af fullri alvöru
og ekki bara láta sitja við orðin tóm.
Við hér í Eyjum emm t.d. búnir
, að missa tvo menn í höfnina frá
I síðasta sjómannadegi. Og það er
I búið að bjarga tveimur sem var
hreinlega bjargað af tilviljun frá
i dmkknun.
Ótrúlegar úrtölur
í öryggismálum
Eitt gott og mikilvægt innlegg í
öryggismálunum er Markúsametið.
Það tók þó tímana tvo að koma
því í gegn. Við hér í Eyjum tókum
Markúsi strax vel þegar hann
kynnti netið fyrir okkur. Við emm
vanir að horfa opnum augum og
jákvætt á hlutina fordómalaust og
sáum strax að þama var tæki sem
s var til bóta. Markús sendi strax
mjög mörg net hingað. Hann barð-
ist fyrir þvi að fá umsagnir og mér
, fínnst, þegar litið er yfír reynslu
hans í þeim efnum, að enginn hafí
■ viljað taka af skarið, þ.e. enginn
sem skipti máli og réði úrslitum í
ta
þessu bráðnauðsynlega atriði. Sigl-
ingamálastofnun lögleiddi að vísu
netið en ekkert fremur en hún
lögleiddi þá ýmsa hluti án þess að
krefjast þes að þeir væm notaðir
eða mæla neitt sérstaklega með
því. Menn hafa alltof oft verið
haldnir fordómum og afturhalds-
semi í sambandi við nýjungar í
björgunartækjum og öryggismálum
sjómanna og kerfið hefur verið allt-
of seinvirkt. Til sönnunar mínu máli
þá vil ég vitna í bréf frá siglinga-
málastjóra til samgönguráðuneytis-
ins 11. júlí 1983, en þar segir um
Markúsarnetið: „Siglingamálastjóri
hefur þegar viðurkennt þessi björg-
unamet fyrir alllöngu síðan en
þannig að þau verði viðbót við
hefðbundin björgunartæki í skipum.
Þessara neta er ekki krafízt í ís-
lenzk skip samkvæmt gildandi
reglum en þau hafa þegar verið
sett um borð í allnokkur íslenzk
skip sem viðbótarbúnaður. Ekki er
vitað til þess að netin hafi enn sem
komið er verið notuð til björgunar
í íslenzkum skipum. Þegar eftirlits-
menn Siglingamálastofnunar ríkis-
ins við ársskoðun búnaðar hafa
spurt um þessi net í þeim skipum
sem vitað var að þau hafí verið
sett um borð í af hálfu eigenda, þá
hefur oft komið í ljós að þau voru
geymd á stöðum neðan þilja, sem
ekki hefði verið fljótlegt að fínna
þau eða taka í notkun ef þurft hefði
í skyndi.
Þessi staðreynd virðist benda til
þess að áhafnir skipa leggi ekki
mikla áherzlu á að þessi björgunar-
net séu tiltæk. Þó ber einnig að
hafa í huga, að staðir ofan þilfars
þar sem hentugt væri að hafa bjarg-
búnað eru fáir og em flestir þegar
uppteknir meðal annars fyrir annan
öryggisbúnað sem krafizt er að sé
tiltækur skv. gildandi reglum. Að
fenginni framangreindri reynslu
virðist því vera vafasamt að réttlæt-
anlegt sé að bæta þessum björgun-
ametum við þann búnað sem þegar
er krafízt samkvæmt gildandi ís-
lenzkum reglum. Því er þó ekki að
neita að í vissum tilvikum geta slík
björgunamet komið að gagni við
björgunarstörf á sjó en enn sem
komið er hafa þau ekki verið notuð
svo vitað sé þótt komin séu í allmörg
íslensk skip.“ Tilvitnun lýkur. Þetta
bréf er undirritað af þáverandi
siglingamálastjóra, Hjálmari R.
Bárðarsyni og sýnir náttúmlega
ekkert annað en það hvílík úrtölu-
mennska hefur ráðið ferðinni í
þessum efnum.
Sjómenn virða starf
þingmannanefndarinnar
Ég vil taka það fram að ég er
mjög ánægður með það sem áunnizt
hefur á undanfömum ámm í öiygg-
ismálum sjómanna og það sem verið
er að vinna að, sjálfvirka sleppibún-
aðinn, þ.e. Sigmundsgálgann og
eftirlíkingar hans og það er verið
að vinna að mörgum góðum málum.
Ég nefni gallan sem brýnt dæmi. Ég
er þakklátur þingmannanefndinni,
öryggismálanefnd sjómanna, fyrir
fmmkvæðið sem hún hefur staðið
fyrir og hefur valdið byltingu í
þessum málum og ég veit að sjó-
menn virða það. En það má ekki
láta deigan síga, það verður að
halda áfram. Oryggisfræðslan er
fagnaðarefni og ég fagna nám-
skeiðunum sem em haldin og verða
haldin um allt land. Og ég er
ánægður með Þór og það framtak
Slysavamafélags íslands og fleiri
aðila. Það er langt frá því að það
sé búið að ná endanlegu takmarki
í þessum málum og að íslenzkir sjó-
menn búi við það öryggi sem þeir
þurfa og eiga skilið. Það hefur mikið
verið gert og mikið áunnizt, en það
er mikið verk framundan. Ég hef
lesið fleiri hundmð sjóslysaskýrslur,
ónákvæmar og illa gerðar, og þess
vegna fagna ég nýorðinni breytingu
á skipan rannsókna sjóslysa og
vonast til að hún haldi áfram að
gefa út skýrslur a.m.k. þær, sem
skipta miklu máli og menn geta
lært af. Þá vil ég eindregið hvetja
til þess að stöðugleikamælingar
skipa verði gerðar. Þær em bráð-
nauðsynlegt verk og það er brýnt
að það sé farið yfír allan bátaflotann
þótt ugglaust stærsti hluti hans sé
f lagi hvað þetta varðar. En það
verður að taka verkið í heild og ég
tel það eitt af stóm málunum að
skipafloti Iandsmanna verði stöðug-
leikamældur og að síðan verði
fylgzt með öllu í þeim efnum, áfram
öllum breytingum og öllu sem
breytt getur hlutfalli stöðugleika
skipanna.
• •
Oskraði arfavitlaus
niður á dekk
En af því að við höfum nú rætt
hér um mörg alvörumál varðandi
sjómenn og þeirra starf, þá held ég
að það væri rétt að enda þetta
spjall á einni góðri sögu á léttu
nótunum eins og siður er sjómanna
á góðum stundum. Það var hér á
ámm áður að Bjamhéðinn Elíasson
skipstjóri og útgerðarmaður var
pokamaður á togaranum Bjamarey
frá Vestmannaeyjum. Þá vildi svo
illa til að eitt sinn þegar trollið kom
upp þá var pokinn fráleystur. Skip-
stjórinn, Jón Bjöm, sem var frægur
aflaskipstjóri, varð alveg arfavit-
laus og öskraði niður á dekk til
Bjamhéðins að á allri sinni sjó-
mannstíð hefði hann aldrei séð þetta
áður. Með þessum öskmm fylgdi
viðeigandi bölv og ragn. Bjam-
héðinn sem er þekktur fyrir hnyttin
og snögg tilsvör var að binda fyrir
pokann, reif sig upp undir ræðunni
og kallaði upp í gluggann til Jóns
Björns: „Það er þá kominn tími til
aðþúsjáirþað.““
-á.j.
Redring
vikurgrill
ánægja — án amsturs
Nú er auðvelt að grilla á skömmum tíma, vik-
urgrillið sér um það. Rafmagn hitar upp vikur
og fitan drýpur á heitan vikurinn — útkoman
ósvikið glóðargrill.
KJÖLUR SF.
Hverfisgötu 37 símar 21490 - 21846
Sumrná
-pc
Námskeiðið kynnir vel öll grundvallaratriði
við notkun IBM-PC og algengan hugbúnað.
o
Dagskrá:
• NotkunarmöguleikarlBM-PC
• PC-Dos stýrikerfið
• Ritvinnslaá IBM-PC
• Töflureiknirinn Multiplan
• Gagnasafnskerfið D-base III
• Bókhaldá IBM-PC
I
Tími: 14. og 15. júníkl. 10-12 og 13-17.
Tölvunámskeið
fyrir fullorðna
Gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið fyrir fólk á
öllum aldri. Námskeiðið kynnir vel notkun tölva og
tækja sem tölvan stjórnar. Nemendur fá innsýn í notkun
ritvinnslu, töflureikna og gagnasafnskerfa.
Tími: 16., 18., 23. og 25. júníkl. 19.30-22.30.
Kennt er á Apple lle og IBM-PC. Ennfremur fá nem-
endurað kynnast undratölvunni Macintosh.
Innritun í símum 687590 og 6867S0
Velkomin á sumarnámskeið!
LMTölvufræðslan
Ármúla 36, Reykjavík.