Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
B 19
JÓRASPJALL VIÐ JÓNBERG HALLDÓRSSON UM SJÓMANNSLÍF
Jón Berg Halldórsson
Ljósmynd Morgunblaðið/Ámi Johnsen
„Þér hefði
verið nær.
Jón Berg Halldórsson,
gamalreyndur sjómaður úr
Eyjum, var lengi stýrimaður og
skipstjóri þar. Lengst var hann
á Kristbjörgu með Sveini
Hjörleifssyni, skipstjóra og
útvegsbónda. Jón Berg var
frægur meðal sjómanna fyrir
prakkarastrik sín á léttu
nótunum. Og reyndar er það
alloft sem það tíðkast hjá
sjómönnum að glettast létt við
næsta mann. Það er svona eins
konar krydd i tilveruna í lífi
sjómannsins. Jón Berg er
hættur til sjós fyrir nokkru,
starfar nú sem verkstjóri á
Kef lavíkurf lugvelli og býr í
Hafnarfirði. En við hittum
hann að máli og það voru
rifjaðar upp nokkrar
glettnissögur frá sjónum,
lúkarssögur.
„Einu sinni þegar við vorum
strákar í Eyjum, á uppvaxtarárun-
um, þá var ég að vinna með Guðjóni
Ármanni Eyjólfssyni, sjóliðsforingja
og skólastjóra Stýrimannaskólans
og Helga Magnússyni smið, tré-
smíðameistara. En við vorum miklir
vinir og áttum heima austur á
Bæjum. Við vorum að vinna í þurrk-
húsinu eins og gengur. Eitt kvöldið
þá höfðum við Helgi hirt tvo fiska,
stungið þeim undan og komið þeim
fyrir afsíðis. Okkur hefur líklega
langað í saltfísk. Síðan að loknum
vinnudegi þá erum við á heimleið
að læðast yfír túnin, og þegar Ár-
mann sér að við erum með fískana
segir hann með miklum þunga og
gagnrýnistón hvort við séum að
stela físki. Ég hefði aldrei trúað
þessu að ykkur dytti þetta í hug
segir hann. Nú okkur var hálf
brugðið, sáum hvað við vorum að
gera og ákváðum að skilja fiskinn
eftir og skila honum næsta dag.
Við földum því fískana undir steini,
síðan héldum við áfram. Stuttu
seinna þá stansar Ármann mikið
hugsi og segir: „það er nú helvítis
skömm að henda fiskinum. Þá fer
ég nú heldur með hann heim. Hann
fer síðan til baka og nær í fískinn
en við sátum eftir tómhentir sak-
leysingjamir.
Sker framundan
Þegar Ármann var nýlega orðinn
sjóliðsforingi þá var hann um tíma
á Tý í kringum Eyjar. Þá fór hann
eitt sinn með troðfulla trillu af fólki
í kringum Eyjar. Meðal farþega var
Bjami Herjólfsson. Honum þótti
Ármann sigla nokkuð nálægt iandi
á köflum, snýr sér að Ármanni og
spyr hvort það sé ekki hættulegt
að sigla svona nálægt landi ef eir.-
hver sker væm nú á slóðinni. Ég
þekki þetta eins vel og tærnar á
mér, ég er búinn að vera í sjómæl-
ingum hér svarar Guðjón Ármann
að bragði. Bjami tekur því, fer fram
á, og skömmu seinna kallar Bjami
skyndilega, sker framundan. Það
urðu brak og brestir í bát, því Ár-
mann var svo snöggur að setja úr
fullu áfram í afturábak. En menn
höfðu gaman af því hvað sjóliðs-
foringinn hrökk við við athuga-
semdina.
Helvítið hann Jón Berg
Hér er ein um Svenna Tomm,
Svein Tómasson, sjómann og nú
prentara í Eyjum. Hann var vélstjóri
á sínum tíma og hann hafði það
fyrir sið að fara upp á eldhúsborð
hjá kokknum og gá hvort það væri
farið að lensa. Kokkurinn var ekki
mjög hrifínn af þessu. Ég stakk
eitt sinn upp á því að full fata af
sjó væri höfð til taks og vippað
yfír Svenna þegar hann gáði út um
lúguna. Ég lagði hins vegar áherslu
á það að ég yrði að vera innstur í
borðsalnum til þess að hann grunaði
mig ekki. Svo kom tækifæri og einn
var nógu hugaður og Svenni fékk
fulla fötu af sjó yfir sig, yfír haus-
inn. Hann kom rennblautur inn og
blótaði mikið helvítinu honum Jón
Berg að gera sér þetta. Það getur
ekki verið hann sagði kokkurinn,
hann situr héma inni í borðsalnum.
Ja, ef hann hefur ekki gert það
sjálfur þá hefur hann fengið ein-
hvem til þess fyrir sig svaraði
Svenni að bragði.
Þá hló hann ekkl
Einu sinni voram við á Hannesi
lóðs í Svíþjóð, í breytingum, og
maður var svona að dytta að einu
og öðra. Eitt kvöldið málaði ég kló-
settið og setuna líka. Það var orðið
áliðið kvölds og ég var ekkert að
setja neitt viðvöranarspjald. Stuttu
seinna vil svo til að Jói Páls skip-
stjóri þarf að nýta tækjabúnaðinn
um borð. Hann kom síðan til mín
og kvartaði mikið yfír þessari djöf-
ulsins verkun að vera að mála set-
una og láta menn ekki vita. Lalli
vélstjóri, hann grét svo hrikalega,
að út úr flóði. Og ég hef aldrei
heyrt mann hlæja eins mikið yfír
einu atviki. Nú, vegna þess að Jói
hafði sest á setuna blauta þá hafði
raskast listræn málning og kvöldið
eftir þá málaði ég setuna aftur.
Kemur ekki Lalli skömmu seinna
alveg trítilóður, hann hafði þá sest
á setuna líka. Hann hló ekki það
kvöldið.
Bomban á þilfarið
Þegar Sveinn Hjörleifs skipstjóri
tók eitthvað í sig þá var það fram-
kvæmt. Við voram einu sinni á
netum og allt í einu finn ég púður-
lykt svo mér datt ýmislegt í hug.
Við vorum nefnilega um borð með
mjög sterkar neyðarbombur, norsk-
ar. Og skömmu áður höfðum við
verið að ræða um þessar bombur.
Það gekk svona á ýmsu í stríðninni
um borð, og Sveinn hafði ætlað að
stríða mér og kastaði sprengju á
dekkið og hún sprakk með miklum
látum. Ég lét mig hins vegar detta
á þilfarið og lá síðan hreyfingarlaus
en Svenna brá ógurlega og hrópaði
strákar mínir, strákar mínir, berið
hann inn og verið nú fljótir.
Krakkarnir hopp-
uðu í rúminu
Sveinn keypti eitt sinn hjónarúm
út í Noregi og kom með það heim
á Krissunni. Nokkram dögum
seinna bað hannokkur nokkra
stráka um borð að koma með sér
og flytja rúmið í viðgerð. Hann
sagði að krakkamir hefðu verið að
hoppa í því. Við sögðum honum að
vera ekki að kenna krökkunum um
þetta, það væri eitthvað allt annað
sem ylli því að rúmið hrindi. En það
var nú svo að rúmið var alltaf í
viðgerð og það var talsvert fjallað
um þessa meðferð á rúminu, þar
til að það kom í ljós að það vantaði
löpp undir mitt rúmið. Hún fannst
löngu síðar og þá lagaðist ástandið.
Hver er nú í rétti?
Þegar traffíkin var á sínum tíma
fyrir austan, og Rússarnir vora þar
gráir fyrir jámum og skip við skip,
þá var Sveinn dálítið gjarn á það
að svína á skipum. Ég fann að þessu
og sagði Sveinn þá fátt en hélt
gjaman sínu striki. Einu sinni kall-
aði hann á mig upp í brú og sagði
á sinn snaggaralega hátt, ,jæja,
hver er nú í rétti“? „Þú ert í rétti,"
svara ég og horfði á svakalegt
rússneskt móðurskip, algeran
dreka, framundan. En Sveinn
hnykkir á og segir: það væri réttast
að keyra þig í kaf helvítið þitt. En
báturinn hjá okkur hann var eins
og árabátur við hlið rússneska
drekans.
Skvett on me
Einu sinni í Norðurssjónum send-
um við konunum okkar kveðjur í
sjómannaþættinum með laginu
Help. í næsta sjómannaþætti feng-
um við lagið Help yourself. Einu
sinni var skipshöfn úr Eyjum á
veitingastað í Englandi, og þá gerð-
ist það að einhver Englendingur var
dónalegur við kvennmann þarna
inni og hún ætlaði að skvetta úr
glasi á hann, en hann beygði sig
og sagði: „Why did you skvett on
me“. Þetta var ágætis strákur úr
Eyjum.
Flautað á bæði borð
Einu sinni vorum við á leið út á
Krissunni í svarta þoku. Ég fór
niður og bað stýrimann að leysa
mig af á meðan. Það var trompet
til um borð, ég fór niður með
trompetið, fíautaði öðram megin
fyrst síðan stjornborðs megin og lét
tónana líða út í loftið. Um leið og
ég bytjaði að flauta var skellt hurð
bakborðs megin síðan stjómborðs
megin. Ég hljóp á milli og flautaði
í gríð og erg til skiptis í bak- og
stjómhurðunum í brúnni. Þar til
stýrimaðurinn kallar niður „Jón
Berg, Jón Berg það er skip héma
alveg rétt hjá okkur að flauta, þú
verður að koma strax upp því ég
sé ekkert í radamum.
Korter fyrir jól
Jói danski var eitt sinn með
Gæsa o gþetta var rétt fyrir jól. Jói
danski hringdi heim og talaði við
sína heittelskuðu, hana Siggu í
Framtíð. Sigga spurði: „Hvenær
kemur þú heim Jói minn. Jói lítur
á Gæsa sem stóð við talstöðina og
Gæsi segir, „korter fyrir jól.“ „Við
komum heim korter fyrir jól, svar-
aði Jói þá samstundis."
Ægilegt hljóð
Já, maður hefur lengi verið við-
loðandi prakkaraskapinn og ekki
hefur maður nú lagt þetta á hilluna
þó maður sé ekki til sjós lengur.
Einu sinni kom ég fyrstur manna
í vinnuna á Keflavíkurflugvelli,
kveikti engin ljós og lét vera læst
eins og enginn væri kominn. Síðan
lét ég ískalt vatn renna á aðra
hendina og beið svo við dymar inn
í salinn. Eg greip svo óþyrmilga í
bringu þess fyrsta. Það var ægilegt
hljoð sem heyrðist úr barka blessaðs
mannsins.
Piataður
Einu siniú var ég ræstur um nótt
og sagt að báturinr. væri að slitna
frá. Þegar ég kom niður var allt í
lagi með bátinn og ekkert að. Óskar
Matt og Gísli Sigmars hittu mig
daginn eftir alveg snarvitlausir yfír
því að ég væri að ljúga það út og
líklega standa þeir enn þann dag í
dag í þeirri trú að ég hafi verið
þarna að verki, en þarna var ég
plataður líka.
Nonniminn
Þegar ég var á Krissunni með
Svenna þá var ég skráður skipstjóri
í siglingunum því ég hafði meiri
réttindi, en Sveinn var að sjálfsögðu
fiskiskipstjórinn. Við voram að
fiska í hann og ég var niðri í lest
að ísa. Þá kom gæsluflugvélin og
tók okkur í landhelgi. Sveinn kom
þá í hendingskasti að lúgunni, glott-
ir við tönn og segir: „Nonni minn,
það er buið að taka þig í landhelgi."
Endaði með slagsmálum
Einu sinni voram við Addi Óli í
vatnsslag. Bondó var kokkur um
borð og var alveg snaróður yfír
þessu. Þegar við fóram í koju um
kvöldið þá var búið að setja egg í
koddann hjá mér og eitt í sængina.
Ég fann eggið í koddanum en ekki
í sænginni, og það brotnaði. Ég tók
þá egg og braut það á kodda Jóns
bondó. Hann greip þá egg og rétti
Jóni Bondó þá, hann jánkaði þvf
og kom á móti mér klæddur í hlíra-
bol og rétti mér höndina. Um leið
og við tókumst í hendur lét ég egg
detta niður á bringuna á honum og
sló í. Þetta endaði með slagsmálum.
Rauða málningin
Einu sinni áttum við Rikki í Ási
árabát í Eyjum, við voram strákl-
U
ingar og okkur vantaði málningu.
Við vissum af málningu í gamalli
kró, Vonarkrónni. Okkur vantaði
smávegis af rauðri málningu á
botninn á bátnum. Vonarkróin var
hlaðið hús og það vora göt á. Ég
fór inn um eitt gatið og kíkti í eina
dósina en gleymdi af einhverjum
ástæðum að setja lokið á. Og þegar
Rikki sem stóð fyrir utan tók dósina
út þá hvolfdist yfír hann því hann
þurfti að teygja sig upp yfír sig til
þess að ná dósinni. Nú, það fór allt
úr dósinni yfír hann og hann haltr-
aði rauðmálaður heim, og einhveij-
ar konur á leiðinni fengu tauga-
áfall, því þær héldu að hann hefði
verið skorinn á háls. Satt að segja
var þetta nú aldrei þessu vant alveg
óviljandi því ég gleymdi að setja
lokið á dósina.
Ég kláraði afganginn
Einu sinni vora þeir þrír á Gæf-
unni, Einar J. Gíslason í Betel og
félagar. Kokkkurinn fer að elda og
það átti að elda siórsteik til tveggja
þriggja máltíða í senn. Kokkurinn
kemur síðan upp til að leysa menn
af í matinn. Einar í Betel fer fyrst-
ur, og þegar hann kemur upp þá
strýkur hann á sér magann og segir
svo strákamir heyri: „Ja, góður var
maturinn, ég kláraði afganginn.“
Hvert fór torfan?
Einu sinni voram við á sfld á
Krissunni. Sveinn var búinn að
fínna svakalega fina torfu, en þá
vildi svo illa til að hann þurfti
skyndilega á klósettið og bað Gústa
bróður sinn að halda torfunni inni
á asdik á meðan. Eftir nokkra stund
kom Svenni á harða hlaupum og
var að gera klárt en torfan var
horfín út af skalanum. Svenni rauk
upp og spurði Gústa hvar torfan
væri, hvert hún hefði farið. „Hún
fór þangað sagði Gústi og benti
eitthvað út í loftið." „Gastu ekki
passað helvítis torfuna, helvítis fífl-
ið þitt, segir Sveinn. Þér hefði verið
nær að skíta í buxurnar heldur en
tapa torfunni, svaraði Gústi að
bragði.“