Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
4-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
B 21
BOLUNGARVIK
Sjómaður frá 11 ára aldri
ViÖtal við Vagn
Hrólfsson í Bol-
ungarvík
Vagn Hrólfsson skipstjórí og
útg-erðarmaður á mb. Hauki ÍS
122 frá Bolungarvík, var aðeins
11—12 ára þegar hann hóf
sjómennsku hjá Elíasi
Guðbjartssyni á trillunni Fríðu.
En eftir því sem hann segir sjálf-
ur hóf hann ekki alvöru sjómennsku
fyrr en hann var orðinn 14 ára.
Upp úr áramótunum 1954—1955
byijuðu rækjuveiðar frá Bolungar-
vík á mb. Öldunni, sem Sveinn
Sveinsson á Isafirði átti. Með Sveini
var Guðmundur Rósmundsson og
var Vagn ráðinn sem háifdrætting-
ur. Vagn var orðinn sjóveikur eftir
að þeir lögðu af stað og hafði
Sveinn á orði við Guðmund að rétt
væri að snúa aftur með drenginn,
því það gæti aldrei orðið neitt gagn
honum til sjós.
En það fór öðruvísi því Vagn, sem
nú er 48 ára, hefur verið á sjó alla
tíð síðan og reyndar tók Sveinn
miklu ástfóstri við drenginn og
heimsótti hann oft til Bolungarvíkur
næstu árin.
Þegar Vagn var 15 ára fékk
hann hæsta vinninginn í Happ-
drætti Háskólans. Þegar hann fór
til Einars Guðfínnssonar að sækja
vinningsupphæðina sagði Einar:
„Strákur, þú kaupir þér bát.“ Einu
eða tveimur árum seinna kaupir
hann sé svo trillu suður í Ólafsvík,
hún var tæp þrjú tonn og hét Ýmir.
Síðan hefúr hann verið á eigin bát-
um að mestu og síðan 1978 á núver-
andi Hauki sem er um 30 tonn.
En sjómennskan er í blóðinu,
hann átti annan Hauk, 5 tonna, í
tvö ár eftir að hann fékk þann sem
hann er nú á og þá réru með honum
tvö bama hans, Hrólfur 18 ára og
Margrét 16 ára.
En Vagni er ýmislegt annað til
lista lagt en að veiða þorsk og ýsu.
Hann er áhugasamur tónlistarmað-
un.
Ég var bara smápatti þegar ég
fór að sitja hjá harmonikkuleikur-
unum á böllunum í Víkinni og gaf
þeim jafnvel gotterí til að fá að
Morgunblaðið/Olfar Ágústsson
Vagn Hrólfsson til hægri á leið norður á Hesteyri vorið 1983ásamt
Guðmundi Þórðarsyni byggingarmeistara á Isafirði til að undirbúa
mót sjóstanga veiðimanna um sumarið. í baksýn er Bolungarvík og
fjallið Ernir.
standa nær. Fyrsta hljóðfærið mitt
var munnharpa, en strax og ég var
farinn að hafa tekjur keypti ég mér
harmoniku, þá 14 ára.
Ég gat aldrei fengið neina til-
sögn, en var samt farinn að spila
á böllum innan við tvítugt. Á árun-
um 1957—1958 spilaði ég í hljóm-
sveit með þeim Birgi Bjamasyni,
Jónatani Sveinbjömssyni og Kristni
Ámasyni og með Siggu Maggý fyrir
söngvara. Síðar kom svo Sigga Nóa
sem píanisti og þar sem við lékum
oftast í Félagsheimilinu voru við
bara kölluð hljómsveit hússins.
Einhvem tímann á þessum árum
fékk ég mér saxófón og spilaði á
hann ásamt harmonikkunni.Ég
ætlaði að nota tækifærið tilað
komast í tónlistarskóla hjá Óla Kitt
með saxófóninn, en þar sem ég var
alltaf á sjónum varð lítið úr náminu.
Tvö sumur spilaði ég svo með
Hagalín Guðmundssyni frá Ingj-
aldssandi og Gunnari Hóim frá
ísafírði. Við sþiluðum á bændahá-
tíðum í Djúpinu á Flæðareyri og
HesteyriÝ Jökulfjörðum og í Aðal-
vík. Það var mjög skemmtilegur
tími.
En eftir því sem krakkamir mínir
fóru að stálpast, hafa þau lært að
spila. Hrólfur spilar á harmoniku,
Soffía á hljómborð, Haukur á
trommur og Pálína syngur. Við
höfum nú aldrei fengið okkur neitt
nafn, en gámngamir kalla okkur
Vagn Hrólfsson og co.
Vagn var á 5. ári þegar hann
missti föður sinn, en hann fórst af
mb. Svandísi frá ísafírði f mars
1943. Þá var hann sendur í fóstur
til fóstursystur föður hans, Soffíu
Vagnsdóttur, og manns hennar,
Guðmundar Jóns Guðmundssonar
að Hesteyri. Þar var hann til 7 ára
aldurs þegar skólaganga hófst, þá
flutti hann til móður sinnar, Soffíu
Bæringsdóttur og stjúpa síns Þórð-
ar Eyjólfssonar í Bolungarvík. En
hann var samt á Hesteyri á hverju
sumri þar til gömlu hjónin fluttu,
en síðasta árið var hann hjá Sölva
Betúelssyni, þá 12—13 áragamall.
Ég tók ástfóstri við þennan stað.
Minningin um sérstætt mannlíf og
ólíka lifnaðarhætti geymast mér í
huga. Að fara sjóðleiðis í næsta
fjörð til að heyja. Velta böggunum
til sjávar og flytja heim á brynging-
arbátum, svo dæmi sé tekið. Það
var alvanalegt, að tófur lægju í
flekkunum og fylgdust með hey-
vinnslu fólksins. Um 1960 frétti ég
að læknisbústaðurinn og skólahúsið
á Hesteyri væru til sölu. Ég skrífaði
þá sýslunefnd og falaðist eftir
kaupum og sagðist vilja eiga húsið
áfram fyrir norðan, en þá voru
mörg hús rifín og flutt burt. Ég
keypti síðan skólahúsið ásamt mági
Megnm róa 3 mánuði á ári
ViÖtal viÖBenedikt GuÖmundsson skipstjóra íBolungarvík
Það er mánudagsmorgun og
rólegt við bryggjuna í
Bolungarvík. Trillurnar eru
allar á sjó og stærrí bátamir
sem eiga einhvem kvóta eftir
hafa líka róið. Benedikt
Guðmundsson skipstjórí er að
ditt aað báti sínum Páli Helga
ÍS 142 ásamt bróður sínum,
Páli. Hann er ekkert sérlega
hress með fiskveiðistjóraunina,
segir það helvíti hart, að hver
trilla megi veiða því sem næst
allt áríð, en hann hafi
þorskveiðikvóta til u.þ.b. 3
mánaða.
Nú var að koma hótunarbréf frá
ráðuneytinu eina ferðina enn. 1984
sögðu þeir að við hefðum farið 100
tonn yfír kvótann, þá var ekkert
tillit tekið til kvóta sem við höfðum
keypt, af því að seljandinn hafí
gleymt að senda einhveria skýrslu.
Pabbi gamli (Guðmundur Rós-
mundsson) varð svo heitur, að hann
sagðist heldur fara f steininn en að
borga sekt að ósekju. Nú eru þeir
komnir með það niður í 3—4 tonn
og enn hanga sektarkvaðimar yfír
okkur. Á sfðasta ári fóm trillumar
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Benedikt Guðmundsson skip-
stjóri í Bolungarvík við bát sinn
PálHelga ÍS142. Hann sérfram
á atvinnuleysi að mestu það sem
eftir er ársins.
mínum, Einari Guðmundssyni, síð-
an hef ég verið þar á hveiju sumri
og oftast í mörg skipti. Það em
alveg dásamlegar stundir. Konan
mín, Bima Pálsdóttir, er jafnheilluð
af staðnum og hefur oft verið ein
þama langtímum saman að sumr-
inu með bömin.
Það er oft mannmargt og mikið
§ör. En mér er það samt minnistæð-
ast fyrir 3—4 árum þegar við vomm
þar 8 harmonikkuleikarar og spiluð-
um saman lengi kvölds. Hrólfur
sonur minn hefur numið harmon-
ikkuleik f Þýskalandi undanfarin ár
en hann var í heimsókn ásamt
kennara sinum, Elisabet Mose. Auk
þess var Emil Adolfsson harmon-
ikkukennari úr Reykjavík með
strákana sína sem allir spila á
harmonikku. Það er sífellt að auk-
ast að fólk búi þama nyrðra að
sumrinu. Þá er þetta lifandi þorp
og koma a.m.k. 2—3 bátar daglega
inn á leguna.
Það er oft mikið um að vera hjá
okkur á Hesteyri. Eitt sumarið
vomm við að halda upp á afmæli
Binnu. Á föstudagskvöldi kom um
60 manna hÓDur sjóstangveiði-
manna í heimsókn, það var matar-
veisla um kvöldið og mikið fjör. Á
laugardaginn komu milli 40 og 50
ættingjar og vinir í afmælisveisluna
og á sunnudag komum 30 manna
hópur samvinnustarfsmanna f
heimsókn. í þeim hópi var mikið
af góðu söngfólki svo mikið var
sungið og spilað.
Það var orðið áliðið kvölds þegar
þessu viðtali er lokið. Vagn kom
af sjónum um níuleytið og reiknaði
með að róa um sexleytið næsta
morgun, og þó að fréttamaður yrði
þreyttur af umhugsuninni einni, sá
ekki á Vagni. Hress og brosandi
vildi hann endilega sýna mér físk-
vinnslustöðina sína sem hann hefur
verið að byggja í hjáverkum undan-
farinár.
Úlfar
Að veiðum
meðsjó-
stanga veiðifólki
á Hauki.
Ámeðan
veiðifólkið
dró
þanngula
stóð Vagn
íbrúnni
oglék
á saxófón.
Morgunblaðið/Frtöa Proppé
nærri 100% fram úr leyfílegum afla.
Enginn sagði neitt við því og við
vissum að mest allur togaraflotinn
var að veiðum hér úti fram eftir
degi á gamlársdag, það er nú meiri
nákvæmnin hjá þeim að fiska akk-
úrat upp í kvótan á þeim degi. Ég
lét reikna það út fyrir mig hvað ég
fengi marga daga samkvæmt sókn-
arkvóta, það hefðu orðið 105 dagar.
Hinn tíminn átti að nýtast okkur
til rækjuveiða, en nú er bara engin
rækja í Djúpinu og verðið á henni
svo lágt að varia tekur því að fara
ásjó.
Við erum með 157 tonna kvóta
fyrir þetta ár og erum nú búnir að
veiða 140—150 tonn og 20 tonn
af rækju. Það er helvíti hart, að
eiga þennan góða bát, en þurfa að
leggja honum og líklega kaupa sér
plastara til að róa hálft árið svo
hægt sé að lifa af þessu starfí. Ég
held að menn séu nú famir að sjá
það almennt að kvótakerfíð er tóm
vitleysa. Skrapdagakerfíð með sín-
um tímatakmörkunum er örugglega
miklu betra en þetta, sagði Bene-
dikt Guðmundsson að lokum.
Úlfar.
Lada Samara er meðalstór,
3ja dyra rúmgóður og bjartur
bíll. Hann er framdrifinn,
með tannstangarstýri,
mjúkri og langri fjöðrun og
það er sérstaklega hátt undir
hann. Sem sagt sniðinn fyrir
íslenskar aðstæður.
Lada Samara hefur 1300 cm3,
4ra strokka, spræka og spar-
neytna vél, sem hönnuð er
af einum virtasta bílafram-
leiðanda Evropu. Bensín-
eyðsla er innan við 61 á hundr-
aðið í langkeyrslu, en við-
bragðstími frá 0-100 km hraða
er þó aðeins 14,5 sek.
Lada Samara er 5 manna og
mjög rúmgóður miðað við
heildarstærð. Aftursætið má
leggja fram og mynda þannig
gott flutningsrými. Hurðirnar
eru vel stórar svo allur um-
gangur er mjög þægilegur.
Það er leitun að sterkbyggð-
aribíl. Sérstök burðargrind er
í öllu farþegarýminu, sílsar eru
sérstyrktir og sama er að segja
um aðra burðarhluti. Lada
Samara hentar jafn vel á mal-
bikuðum brautum Vestur Evrópu,
sem á hjara norðurslóða.
Og þá er komið að því sem
kemur mest á óvart. Fyrir
Lada Samara þarftu aðeins
að borga frá 239 þúsund
krönum, því hann er á sér-
stöku kynningarverði.
Komdu á bílasýninguna um
helgina og fáðu að reynslu-
aka honum.
Opið frá kl. 10-17.
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf
Suðurlandsbraut 14 Slmi 38600 - 31236