Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 24
24 ’ B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 8. JÚNÍ 1986
Það þarf strangt eftirlit
og aðhald á fiskimiðunum“
— segir Sverrir Gunnlaugsson skipstjóri á Bergey frá Vestmannaeyjum
Skuttog-arinn Bergey lá við
bryggju í Friðarhöfn. Sverrir
Gunnlaugsson skipstjóri var á
róli við skipið.
„Ef við tökum fyrir stöðu fisk-
stofnanna," sagði hann, „þá má t.d.
nefna fyrst karfastofninn. Ég tel
að hann sé í stórhættu. Það hefur
verið gengið geypilega nálægt
honum síðustu ár og við höfum
áþreifanlega orðið varir við það,
sérstaklega við Suðurlandið á hefð-
bundnum karfamiðum og í rósa-
garðinum. Karfastofninn er ekki
svipur hjá sjón. Ég tel að þessi þró-
un eigi sér stað vegna kvótakerfis-
ins. Sóknin verður meiri í karfann
þar af leiðandi. Varðandi þorskinn
þá er það eini stofninn sem verulega
kveður að í dag. Þó hefur hann
brugðizt hér í vetur, en ég vona
að það sé einungis tímabundið því
slíkt hefur átt sér stað fyrr, en það
vekur hins vegar ugg að þorskveiðin
hefur brugðizt hér tvo vetur í röð,
sérstaklega þó nú í vetur.
Mun meira af smáfiski
Það lofar hins vegar góðu að við
erum famir að sjá mun meira af
smáfiski en mörg undanfarin ár og
ég tel að þessari tíðu lokanir og
strangara eftirlit í þeim efnum sé
farið að skila sér. Það er mun meira
af smáfiski fyrir norðan og austan
eftir því sem menn segja. Þetta
lofar því góðu ef rétt er á spöðunum
' lialdið. Ef lokunarkerfínu verður
haldið áfram, en það þarf að hafa
strangt eftiriit um aðhald í þessum
efnum. Fyrir stuttu t.d. kom upp
sú staða á Austíjarðamiðum að það
var enginn eftirlitsmaður á svæðinu
en aflinn á þann hátt að því hefði
verið lokað samstundis. Öllum bar
saman um það. Það er staðreynd
að menn fara ekki úr veiði fyrr en
í síðustu lög og yfírleitt þarf eftir-
litsmann til þess að menn sjái að
hlutimir gangi ekki í þessum efn-
um. Það er einnig mín reynsla að
það er misjafnt eftir landshlutum
hvemig menn taka á í þessum
málum. Og Austfírðingamir t.d.
passa vel upp á þetta og fara gjam-
• an áður en í óefni er komið. En það
er líka jafnljóst að Vestfírðingamir
fara síðastir frá veiðisvæðum.
Ýsan t.d. lofar nokkuð góðu. Það
er farin að sjást smáýsa í aflanum
í ríkari mæli en undanfarin ár. En
það er erfítt að tippa á ufsann, það
er fískur sem kemur og fer.
Sambandsleysi milli
fræðinga o g fiski-
manna
Jú, ég er ánægður með þessa
fiskveiðistjómun í dag að hafa
kvótakerfíð og sóknarval. Mér sýn-
ist það koma vel út. En ég tel að
það eigi að jafna þorskhlutfallið
milli norður- og suðurtogara í sókn-
armarki. Það er óeðlilegt að togarar
á norðursvæðinu skuli hafa rétt á
meiri þorskafla en togarar á suður-
svæðinu. Það skýtur skökku við.
Þegar sú viðmiðun var tekin upp,
var allt önnur staða í aflaskiptingu
sérstaklega varðandi karfann, en
nú er það úr sögunni og því er
bæði sanngjarnt og eðlilegt að jafna
þama á milli. Þá finnst mér t.d.
að það ætti að vera búið að fella
niður fyrir löngu friðaða hólfíð
vestur á Selvogsbanka. í fyrra bað
tég um frestun á lokun í eina viku
og það gekk fyrir sig. Þama voru
10-15 skip að veiðum. Eftir vikuna
var enn mjög góð ýsuveiði en það
sást ekki þorskur en frestun fékkst
ekki og þarna hlýtur að vera um
sambandsleysi að ræða. Menn þurfa
að horfa raunsærri augum á þetta.
Nokkrir af skuttogvrum Vestmannaeyja í Friðarhöfn.
Sverrir skipstjóri & Bergey.
og það er lykilatriði að þeir geri
það. Það kom í Ijós á þessari æfíngu
að það er betra að menn kunni tökin
á því sem um er að vera. Þegar ég
fór í þessa æfíngu þá settu strák-
amir að sjálfsögðu þyngsta mann-
inn um borð niður í aðgerðarsal og
þegar við komum með hann upp,
þá var ég gersamlega búinn, ger-
samlega þrotinn að kröftum. Það
er því sýnt að það er mikilvægt að
þjálfa menn í þessu og kenna tök
og rétt vinnubrögð.
Gámafiskurinn gefur
aukið svigrúm
Ég held að það sé nú orðið svo
að það sé erfíðast að fá menn á
togarana. Þetta er mikil vinna og
mikil útivera. En það verður að
hafa sveigjanleik í öllum hlutum og
ég held t.d. varðandi gámafískinn
að það sé um eðilega þróun að
ræða. Þetta mun leita jafnvægis,
en það geta komið erfíðir kaflar.
Til lengdar held ég þó að þetta sé
í lagi. Það varð t.d. gerbreyting á
afkomu hjá okkur þegar við fórum
út í þetta og við höfum miðað við
að setja í einn gám úr hveijum 50
tonnum eða um þaf bil 20% af
aðgerðum afla. Og þí ð gefur okkur
verulega viðbót í kjöi am. Við vorum
t.d. núna að landa A7 tonnum en
af því fóru 29 tonn út í gámum.
Og þessi 29 tonn gáfu 22 þús. kr.
í hásetahlut. Satt bezt að segja
hefði ég ekki haldið mannskap í
haust ef þessi gámaþáttur hefði
ekki komið til kjaranna vegna. En
ég óska sjómönnum til hamingju
með daginn og góðrar framtíðar
þrátt fyrir allan gámafísk."
- á.j.
Það verða að vera rök fyrir því
þegar lokað er, þegar stöðvað er.
Annað er happa- og glappaaðferð
sem gengur ekki upp.
Mikilvægi
vöruvöndunar
Varðandi fískmeðferð, þá er lík-
lega lengi hægt að bæta meðferð
á fiski en fólk er farið að hugsa
meira um þessi atriði en áður og á
fáum árum hefur komið fram allt
annar og betri skilningur í þessum
efnum, enda um mikilvægt mál að
ræða. Aðbúnaður sjómanna er að
mínu mati yfírleitt góður og það
er allt annað líf að stunda sjóinn
nú í flestum tilvikum miðað við það
sem var áður.
Flýta þarf námskeiðum
fyrir sjómenn
Öryggismálin eru stór liður í
þessu öllu saman og það er aldrei
of mikið prédikað í þeim málum. Ég
lenti um borð í gamla varðskipinu
Þór fyrir viku, sem Slysavamafé-
lagið á nú og þar er um mikið
þarfaþing að ræða sem þarf að
komast í gagnið fyrir landið allt.
Það er stórkostlegt að eiga von á
skipi sem getur siglt hringinn í
kringum landið og sinnt öryggis-
málunum og það er stórt mál að
koma þessu í kring og setja hrygg
í það. Sú herferð sem hafíst hefur
verið handa um í námskeiðahaldi
fyrir sjómenn er af hinu góða og
stórkostlegt mál fyrir sjómanna-
stéttina og þjóðfélagið í heild og
það þarf að fylgja þessum nám-
skeiðum fast eftir, flýta þeim, bæði
með því að þau gangi á milli staða
landleiðina og sjóleiðina ef með
þarf. Þessu verki þarf að ljúka á
fáum árum. Námskeiðin munu leiða
til þess að sjómenn verða betur á
verði og viti betur hvað á að gera
og hvemig eigi að bregðast við ef
vandinn kemur upp. Það er því ljóst
að þessi námskeið munu stuðla að
færri dauðaslysum á sjó og almenn-
um slysum. Það hefur sem betur
fer orðið ákveðin vakning í þessum
efnum og menn eru famir að leggja
kapp á að sinna þessum málum,
sinna öryggismálum sem lengst af
hafa verið feimnismál um borð í
skipaflota landsins. Það er auðvitað
það eina sem er skynsamlegt og
snjallt að taka á í þessum efnum
og gera það sem gera þarf. Annað
er heimska. Við vomm með reyk-
köfun hjá okkur fyrir skömmu og
allir um borð tóku þátt í æfíngunni
sem fólst í því að sækja mann aftur
í aðgerðarsal, en tveir og tveir fóru
saman. Það var bundið fyrir augu
manna og settar ýmsar hindranir á
leiðinni úr brú og niður í aðgerðar-
sal og menn urðu að þreifa sig
áfram án þess að sjá nokkuð. Stýri-
maðurinn og 2. vélstjóri á skipinu
voru búnir að fara á fræðslunám-
skeið hjá Slysavamafélaginu og það
er ný skylda að hafa æfíngu í björg-
unar- og öiyggistækjum á þriggja
mánaða fresti en skipstjóri og stýri-
menn eiga að sjá um þessa hluti
Sverrir ásamt eiginkonu og börnum á heimili þeirra
Morgunbladið/Sigurgeir i Eyjum