Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 30
30 É
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986
Landar okkar í Luxemborq
í SLEN SKUKENN SL A
Leikfélagið
Spuni
ILúxemborg er starfandi æði
öflugt íslendingafélag, enda
eru þar búsettir eigi færri en 400
landar okkar. Vegleg þorrablót
eru þar haldin auk alls kyns spila-
og skemmtikvölda og á þjóðhátíð-
ardaginn, 17. júní, skemmta þeir
sér að sjálfsögðu allir saman.
En þar með eru ekki öll afrek
félagsins upptalin. Leikfélagið
Spuni er nefnilega al-íslenskt
fyrirbæri, sem stofnað var þar árið
1975. í síðustu viku var hópurinn
staddur hér á landi og sló upp
tveimur sýningum. Verkið, sem
tekið var til meðferðar að þessu
sinni ber heitið „Kammermusik"
og er eftir Arthur Kopit. Um þýð-
ingu sá Elísabet Snorradóttir en
leikstjómin var í höndum Andrés-
ar Sigurvinssonar. Eftir tvær sýn-
ingar í Stúdentaleikhúsinu, fyrir
fullu húsi, hélt hópurinn síðan inn
í Þórsmörk en mun í dag, sunnu-
dag, halda aftur til íslendinganý-
lendunnar í Lúxemborg.
Morgunbl&ðið/Einar Falur
„Spuni“ i öllu sínu veldi. Aftari röð frá v.: Guðmunda Guðmundsdóttir, Pétur Valbergsson, Bjargey Eyjólfsdóttir, Þórhildur Hinriksdóttir,
Sigrún Ingvarsson, Ingunn Richter, Ingvar Einarsson og Elsa Walderhaug. Fremri röð: Ásdís Sveinsdóttir, Drífa Sigurbiarnardóttir op-
Sigríður Aradóttir.
En frá Lúxemborg berast okk-
ur fleiri fregnir, því ekki alls
fyrir löngu barst okkur eftirfar-
andi bréf frá Elínu Hansdóttur
fréttaritara Morgunblaðsins þar í
borg:
Fyrir nokkrum vikum hófst hér
í Lúxemborg íslenskukennsla fyrir
böm þeirra íslendinga sem hér
eru búsettir. Alls eru það um 56
böm sem njóta þessarar þjónustu.
Kennt er í tveimur hópum: annars
vegar eru böm yngri en 12 ára,
hinsvegar þau sem eldri eru.
Kennslan fer fram í Junglinster
jen bæjaryfírvöld lána okkur skól-
ann í 4 tíma á hveijum sunnudegi,
okkur að kostnaðarlausu og fyrir
þann velvilja erum við mjög þakk-
lát.
Kennarar eru tveir, þau Andrés
Sigurvinsson og Ella íCristín
Karlsdóttir. Er fréttaritari leit inn
í kennslustofuna var Andrés önn-
um kafínn við að kenna krökkun-
um að veiða samhljóða úr nöfnum
sínum, sem skrifuð voru á töfluna.
Undantekningalaust tala allir
krakkar hér íslensku, en mismikill
er þó orðaforði þeirra.
I ljósi þess að hér er um að
ræða böm, sem læra fjögur
tungumál í einu er óhætt að segja
að þau standi sig vel. Fjögurra
ára gömul byija þau í leikskóla,
þar sem þau læra luxemborgísku,
en það er hið talaða mál í landinu,
þó ekki sé það til sem ritmál.
Bömum er því kenndur lestur á
þýsku en strax á öðru ári hefst
svo frönskunámið. Þegar stúd-
entsprófí er náð eiga allir að vera
Nokkrir nemendanna.
Kíkt inn I kennslustund.
jafnvígir á bæði málin, enda hvort
tveggja opinbert mál í landinu.
Til samanburðar við nám á ís-
landi má geta þess að hér geta
böm fallið á prófum strax í fyrsta
bekk. Er þetta liður í síu þeirri,
sem í skólakerfínu er. Þjóðfélagið
telur sig einfaldlega ekki hafa
þörf fyrir meira en 22% háskóla-
menntaðs fólks. Eins og gefur að
skilja eigum við íslendingar dálítið
erfítt með að sætta okkur við
þetta kerfi og fara því flest okkar
böm til íslands er þau komast á
menntaskólastig. Það ætti því að
vera ljóst að mjög mikils virði er
að krakkamir læri sem mest í
móðurmálinu. Þess má að lokum
geta að menntamálaráð íslands
hefur veitt okkur styrk til þessa
viðfangsefnis og fæmm við þeim,
er hlut eiga að máli, okkar hjart-
ans þakkir.