Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 38

Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 38
38 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 UL i rrui l \ ■■ »4> NI \NNA Brando ígrundar nú vandlega hvort hann eigi að taka tilboði Clmino. Brando og Cimino Nýlega barst með vindinum að Marlon Brando, sem dró sig í hló frá skarkala heimsins árið 1980, hafi verið gert tilboð sem hann getur ekki hafnað. Að vísu heyrist um slík tilboð á nokkurra daga fresti, en þetta er talið merkilegt þar sem miklar líkur eru á að leikarinn þekkist boðið. Hér er um að ræða myndina „Sikileyingurinn" sem Michal Cim- ino er að gera eftir bók Mario Puzo. Cimino vill fá Brando til að leika Don Croce, og þeir sem hafa lesiö bókina vita að Don Croce er helsti mafíuforingi bókarinnar, andstæðingur Guiliano, sem bókin fjallar annars um. Cimino hefur boðið Brando 5 milljónir dollara fyrir þriggja vikna vinnu. Gárung- arnir segja að með þessu áfram- haldi verði myndir framtíðarinnar teknar á nokkrum dögum heima hjá stórleikurum eins og Marlon Brando. GERALDINE PAGE: Lætur best að leika ömmur Lögreglustjórinn (Sam Waterston) og kona hans sem er öryggisvörður hjá BioTek (Kathleen Quinlain) standa frammi fyrir mikilli ógn þegar tilraunadýrið sleppur úr prfsundinni. BÍÓHÖLLIN: Tvleggjað vopn Kjarnorka og efnavopn. Bjargvættir mannkyns eða tortímendur? Kvikmyndagerðarmennirnir Hal Barwood og Matthew Robbins eru ekki á þeirri skoðun að kjarnorka og efnavopn séu algóð, yfir alia gagnrýni hafin, það má sjá á myndinni sem þeir fólagar gerðu árið 1985 og nefnist Varúðarmerki (Warning Sign) og fjallar einmitt um það sem meirihluti mannkyns hefur verið að ræða síðustu vikurnar eftir slysið í Chernobyl: hættuna sem lífi á jörðu stafar af tvíeggjuðum vopnum. Sagan. Einhvers staðar í Juta eru bækistöövar fyrirtækis sem nefnist BioTek, en það sérhæfir sig í tilraunum á erfðaeiningum líf- vera. Starfsmennirnir eru sagðir vinna að merkilegri uppgötvun, þeir framleiða korn sem dafnar í söltu vatni. En bygging fyrirtækis- ins er svo stór að fæstir starfs- mennirnir vita að þessi tilrauna- starfsemi er aðeins sýndar- mennska; megintilgangurinn er annar. Bak við luktar dyr eru vís- indamenn á vegum ríkisins að finna upp vopn sem hér er ekki hægt að lýsa því enginn veit hvern- ig það lítur út, en eitt vita menn þó: verði einhver fyrir barðinu á þessu vopni, rennur á viðkomandi stjórnlaust æði, hermenn stráfella „Eg hef leikið gamlar konur frá sautján ára aldri og tekist bara vel,“ segir Geraldine Page og bætir við: „Ég hef alla tið litið skringilega út, óg þótti of hávax- in og þess vegna fókk ég alltaf aukahlutverk, lék mest ömm- ur“. En það virtist engu skipta, hún breytti litilmótlegustu hlut- verkum í hin stórfenglegustu og er nú á hátindi ferils síns, hlaut Óskarsverðlaun fyrir Ferðina til Nægtalandsins eftir að hafa verið útnefnd alls sjö sinnum siðustu þrjátíu árin. Geraldine Page setti met í Óskarsútnefningum, þ.e.a.s. aðeins hún hefur verið útnefnd sjö sinnum án þess að hljóta verðlaunin, það var fyrir myndir eins og Sweet Bird of Youth meö Paul Newman og Interiors eftir Woody Allen. Geraldine Page Geraldine Page og Rebecca DeMornay leika í Ferðinni til Nægtalandsins. Borgarstjórinn (Yaphet Kotto) reynir að sannfæra fréttamenn um að engin hætta sé á ferðum. gerir ekki upp á milli hlutverka, henni þykir vænt um hvert og eitt en í nýlegu rabbi við „The Christian Science Monitor" seg- ist hún þó ekki geta annað en þótt vænt um hlutverk sitt í Ferðinni til Nægtalandsins. Ekki vegna verðlaunanna, segir leik- KÓLUMBÍA: Marquez skrifar kvikmyndahandrit almenna borgara og sjúklingar ráðast á lækna sína. Tilrauna- svæðis vísindamannanna er vand- lega gætt, en dag einn verður slys í byggingunni. Röð mannlegra mistaka leiðir til þess að tilrauna- vopn þetta sleppur út og hefst þá barátta yfirvalda til að halda því í skefjum. Fólkið. Sam Waterston (sem lék blaðamanninn í The Killing Fields) leikur lögreglustjórann í bænum sem sagan gerist (; Kathleen Qu- inlain leikur konu hans, en hún er öryggisvörður í byggingu BioTeks, hún læsist þar inni ásamt öðru Rithöfundurinn Garcia Mar- quez er ákaflega snokinn fyrir kvikmyndum og er það svosem ekkert einsdæmi. En merkilegra er þó að hann er farinn að skrifa kvikmyndahandrit og á kvik- myndahátfðinni sem haldin var í Rio de Janero um áramótin (Fest- rio) sagði hann frá tveim myndum sem hann hefur tekið þátt í að skapa. Fyrri myndin er gerð eftir frum- samdri sögu Nóbelsskáldsins og heitir Tími til að deyja (Tiempo de Morir). Útgangspunktur skáldsins við samningu handritsins var gamalt orðtæki: „Aðeins eitt er verra en óttinn við að deyja og það er að myrða." Sagan segir frá blóð- hefndum í grandíösum stíl, en Marquez kann manna best að blanda húmor saman við ofbeldi, eins og t.d. morðinginn sem verður að leita í angist að gleraugum sín- um í brjóstvasanum áður en hann getur hleypt af byssunni. „Tími til að deyja" var kosin besta mynd kvikmyndahátíðarinn- ar og vakti leikstjórn Jorge Ali Triana athygli. Hann hafði ekki unnið að kvikmynd áður, en Mar- quez hefur bersýnilega mikið álit á honum, því þeir vinna um þessar mundir að kvikmyndahandritinu eftir sögu skáldsins, Liðsforingjan- um berast engin bréf. Jorge Ali Triana segist ekki gera myndir af hætti bandarísku leik- stjóranna, heldur reynir hann að tengja saman hefðir í suður- amerískri kvikmyndagerð og mag- íska raunveruleikann sem einkenn- ir skáldsögur Marquezar og ann- arra suður-amerískra rithöfunda. Marquez segir að ekki komi til greina að gera mynd eftir frægustu bók hans, Hundrað ára einsemd. fólki; Yapket Kotto leikur borgar- stjórann, fulltrúa ríkisstjórnarinn- ar, en verk hans er að gera sem minnst úr slysinu og yfirvofandi hættu; og Richard Dysart leikur vísindamanninn sem fann upp þetta vopn. Warning Sign vakti frekar litla athygli þegar hún var sýnd í Bandaríkjunum á síðasta ári og lít- ið hefur farið fyrir henni í öðrum löndum. En leikstjórinn Hal Bar- wood fullyröir að efni myndarinnar eigi eftir að verða jafn ágengt og umtalað og kjarnorkan sem nú geislar víða um heim. Rithöfundurinn Marquez er far- inn aö skrifa kvikmyndahandrit eftir sögum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.