Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKIPimVlNNUIÍF FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ 1986
Japan
Og sólin geng-
ur til viðar
Stöðug hækkun á gengi japanska yensins er farin að valda þvi að
japanskir bílaframleiðendur neyðast til að leita eftir aðstöðu erlendis
fyrir bilasmiðjur sinar. Með aukinni sókn i að koma upp smiðjum i
helztu markaðslöndum sinum, í öðrum ríkjum Austur-Asíu og i Norður-
Ameriku, hætta japanskir bflaframleiðendur á að smiðjur þeirra i Japan
verði verkefnalitlar. Á stuttu timabili hefur það gerzt að japönsku
fyrirtækin Fuji Heavy Industry og Isuzu, sem smiða bæði bfla af milli-
stærðum, hafa skýrt frá áformum um að reisa i sameiningu bflasmiðju
í Bandaríkjunum, sennilega i Mið-vesturríkjunum; japanski bílafram-
leiðandinn Suzuki og bandariska risafyrirtækið General Motors ætla
að taka upp samvinnu um smiði bfla i smiðjum, sem fyrirtækin ætla
að koma sér upp í Kanada. Þá hefur verið skýrt frá þvi að viðræður
séu hafnar milli fulltrúa General Motors og San Fu um að GM kaupi
hlut í San Fu, sem er bílasmiðja á Taiwan, en nokkur samvinna hefur
verið með þessum fyrirtækjiun að undanfömu. Innbyrðis tengsl fyrir-
tækja í bílaiðnaðinum era margvísleg. Úr því GM á nú 34% hlutabréfa
í Isuzu og Fuji Heavy Industries er i tæknisamvinnu við San Fu er
þá ekki líklegt að GM og Fuji Heavy taki einnig upp einhvers konar
samstarf?
Þegar 230 yen fengust fyrir hvem
dollara var það japönskum bílafram-
leiðendum hagstætt að smíða bíla
sína heima. Fyrir ári kostaði hver
starfsmaður japönsku bílasmiðjanna
vinnuveitanda sinn sem svarar 13,50
doilara (um 555 kr.) á tímann þegar
allur tilkostnaður er reiknaður með.
Var það talsvert lægri kostnaður en
bandarískir bflaframleiðendur þurftu
að greiða, þar sem hver starfsmaður
kostaði að meðaltali 23—25 dollara
á tímann (um kr. 950 til kr. 1.030).
Nú er þetta hlutfall breytt. Fyrir
dollarann fást um 165 yen og hver
starfsmaður í Japan kostar nú sem
svarar 18—20 dollurum á timann (um
740 til 825 kr.). Þessi minnkandi
launamismunur leiðir til þess að
vaxandi áhugi er hjá japönskum bfla-
framleiðendum á að koma sér upp
bflasmiðjum í öðrum ríkjum Austur
Evrópu — þar sem gjaldmiðlar fylgja
frekar gengi dollara - til viðbótar
smiðjum sínum í Norður-Ameríku.
Nomura-rannsóknarstofnunin í
Japan hefur reiknað út að ef gengi
yensins ætti eftir að komast í jafn-
vægi og haldast til dæmis í 160
yenum fyrir dollara, kostaði svo til
___ hluta-
fjáreign
— tækni-
samvinna
s^ssssssi
Pony-bflar frá Suður-Kóreu á leið á Bandaríkjamarkað.
það sama að smíða bfl af minni gerð
í Japan, Suður-Kóreu og á Taiwan.
Ef hinsvegar yenið héldi áfram að
hækka, yrði smíðin ódýrari í Suður-
Kóreu og á Taiwan. Sá möguleiki
veldur Lee Iacocca, sljómarformanni
Chrysler, áhyggjum. Chrysler á 20%
hlut í Mitsubishi-bflasmiðjunum í
Japan og hagnaður Chrysler af sölu
Mitsubishi-bfla hefur þegar dregizt
saman vegna hækkunar yensins.
Með því að flytja smíðina til ann-
arra ríkja í Austur-Asíu gætu jap-
anskir bílaframleiðendur aðallega
sparað í launakostnaði. Starfsmaður
í bflasmiðjum í Suður-Kóreu hefur
að jafnaði sem svarar 2,50 dollurum
á tímann (um 103 kr.). Á Taiwan
eru launin aðeins hærri. Til að nýta
sér þennan launaspamað em uppi
Flug
Methagnaður hjá
Brítish Caledonian
Næst stærsta flugfélag Bret-
lands, British Caledonian, náði á
síðasta fjárhagsári mesta hagn-
aði í sögu sinni. Veltan jókst um
17%.
Rekstrarhagnaður flugfélagsins
á sl. Qárhagsári nam 31,5 milljón-
um dollara sem jafngildir tæplega
1,3 milljarði íslenskra króna og sem
fyrr segir hefur reksturinn aldrei
skilað jafn miklum arði. Árið 1984
varð 23,3 milljón dollara hagnaður
. af rekstrinum (932 milljónir íkr.)
Á síðasta ári flutti British Cale-
donian tæplega 2,3 milljón farþega
í áætlunarflugi og er það 8,5%
aukning á milli ára. Þá flutti félagið
66 þúsund tonn af frakt og pósti
sem er 10% aukning.
Flugfélagið er aðeins hluti stærra
móðurfyrirtækis, British Caledon-
ian Group. Aðrir hlutar þess em
Caledonian Airmotive sem annast
viðhalds- og verkfræðiverkefni og
tvöfaldaðist hagnaðurinn á síðasta
ári. Caledonian hótelkeðjan sem
einnig skilaði arði sl. ár. British
Caledonian þyrlufyrirtækið sem
jók veltuna vemlega á síðasta ári
en skilaði tapi. Loks er að nefna
Caledonian Leisure sem einbeitir
sér að ódýmm pakkaferðum og
varð tap á þeim rekstri.
Hinn litríki stjómarformaður
fyrirtækisins, Sir Adam Thomson,
sagði í viðtali við tímaritið Airline
Executive að vissulega hefði hagn-
aðurinn aukist vemlega og miðað
við rekstraraðstæður væri hann
viðunandi. Taldi hann erfitt að spá
sérstaklega fyrir um hver árangur-
inn yrði á þessu ári.
í ár var fyrirhugað að bjóða
ijölda nýrra hlutabréfa til sölu á
breskum kauphallarmarkaði en því
var nýlega frestað. Sir Adam sagði
ástæðuna vera „óáreiðanlega"
stefnu bresku stjómarinnar varð-
andi samkeppni í flugmálum. Telur
hann núverandi stefnu, sem var
mörkuð fyrir tveimur ámm, vera
langt frá hinni upphaflegu sem
breska flugmálastofnunin mælti
með nokkmm ámm fyrr og gerði
ráð fyrír aukinni samkeppni bresku
flugfélaganna á alþjóðaflugleiðum.
Sir Adam segir núverandi stefnu
hafa verið markaða til að vemda
hagsmuni ríkisflugfélagsins British
Airways og auðvelda þannig sölu
þess á frjálsum markaði þegar fram
líða stundir.
Þrátt fyrir þessi vandamál varð
árangur British Caledonian eftir-
takanlegur á síðasta ári eins og
tölumar hér að framan bera með
sér. Félagið hóf áætlunarflug til
New York með góðum árangri og
einnig til Saudi Arabíu en það hefur
ekki tekist eins vel.
British Caledonian hyggst á
næstunni selja tveggja ára gamlar
þotur sínar af gerðinni Airbus 310
því þær henta félaginu ekki eftir
að það fékk aðrar flugleiðir út-
hlutaðar af flugmálayfirvöldum.
Eftir tvö ár tekur félagið í notkun
glænýja gerð af þotum, Airbus 320,
sem forráðamenn félagsins binda
miklar vonir við.
áform um það hjá Nissan, næst-
stærsta bflaframleiðanda í Japan, að
flytja inn takmarkaðan fjölda smærri
bfla sem smíðaðir verða hjá Yue
Loong-bflasmiðjunum á Taiwan, sem
Nissan á 24% hlut í. Það yrði þá í
fyrsta sinn sem ein af stærri bfla-
smiðjunum í Japan seldi innflutta bfla
á heimamarkaði. Aðrar bflasmiðjur
hafa svipuð áform á prjónunum. í
febrúar keypti Toyota, stærsti bfla-
framleiðandinn í Japan, 22% hlut í
Kuo Zui-bflasmiðjunum á Taiwan,
en fyrir átti Hino, vörubfladeild
Toyota, 42% I Kuo Zui.
Japanskar bflasmiðjur hafa um
nokkurt skeið átt aðild að bflasmíði
í Suður-Kóreu. Mitsubishi á 15% hlut
í Hyundai, stærstu bflasmiðjum
Kóreu. Hyundai nýtur tækniaðstoðar
frá Mitsubishi og vonast til að geta
selt 100.000 Pony-bfla í Bandaríkj-
unum í ár gegnum sölukerfí Mitsub-
ishi þar. Annað japanskt bflafyrir-
tæki, Mazda, á 8% í Kia-bflasmiðjun-
um kóresku, en Ford-fyrirtækið
bandaríska á hinsvegar 24% hlut í
Mazda. í ráði er að Ford hefji sölu
á 85.000 Kia-bflum í Bandaríkjunum
í september á næsta ári (Ford á
einnig meirihluta í Lio Ho-bflasmiðj-
unum á Taiwan).
Það er bagalegt fyrir erlenda aðila
- hvort heldur þeir eru japanskir eða
bandarískir — sem smíða bfla til út-
fíutnings á Taiwan eða í Suður-
Kóreu, að f hvorugu landinu hefur
vaxið upp iðnaður til að smíða bfla-
og vélahluta. Þá er bflasmíðin í báð-
um löndum enn mjög smá í sniðum.
í ár er ætlað að alls verði smíðaðir
um 350.000 bflar í Suður-Kóreu, á
Taiwan aðeins um 180.000. Það er
minna en fyrirhugað er að smíða í
Diamond Star-smiðjum Mitsubishi
og Chrysler í Miðvesturríkjum
Bandaríkjanna, sem eiga að afkasta
240.000 bflum á ári. Jafnvel þótt
afköst bflasmiðjanna á Taiwan verði
nýtt til hins ítrasta geta afköstin
vart orðið meiri en 300.000 bflar á
ári.
En ef unnið verður með fullum
afköstum geta þá bflasmiðjumar í
Austur-Asíu og japönsku smiðjumar,
sem þeim em tengdar, fundið næga
markaði fyrir bfla sína? í ár er ekki
reiknað með að eftirspumin eftir
nýjum bflum í Bandaríkjunum, á
stærsta markaði heims, verði mikið
meiri en heildarsalan þar á árinu
1985, sem var um 11 milljónir bfla,
og geti jafnvel orðið eitthvað minni.
Eftir um flögur ár er reiknað með
að bflaframleiðendur í Japan og
Suður-Kóreu verði famir að smíða
1,8 milljónir bfla í eigin bflasmiðjum
í Bandaríkjunum á árí, en þessi
rekstur var svo til óþekktur fyrir fjór-
um ámm. Nissan, Honda og Toyota
em nú þegar að stækka bflasmiðjur
sínar í Bandarfkjunum. Þetta hlýtur
að leiða til offramleiðslu og valda
því meðal annars að hætta verður
rekstri eldri og óhagkvæmari bfla-
smiðja. í vaxandi mæli em Japanir
nú famir að gera sér það ljóst að
svo getur farið að það verði þeirra
eigin bílasmiðjur sem neyðast til að
hætta rekstri - ekki aðeins bflasmiðj-
umar í Ameríku og Evrópu, þar sem
allur tilkostnaður hefur fram til þessa
verið mjög mikill í samanburði við
Japan.
(Heimild: The Economist)
Flug-vélaiðnaður
Hagnaður Fokkerjókst
um 40% á síðasta ári
Hollensku Fokker-flugvéla-
verksmiðjurnar eru íslendingum
að góðu kunnar því þær smíða
m.a. F27 flugvélarnar sem notað-
ar hafa verið í innanlandsflugi
hérlendis í tvo áratugi.
Nettóhagnaður Fokker fyrir-
tækisins á sl. ári nam 12,7 mil(j-
ónum dollara en það samsvarar
liðlega hálfum milljarði íslenskra
króna.
Það er athyglisvert að þessi góða
rekstrarafkoma Fokker varð þrátt
fyrir mikinn samdrátt í sölu F27
og F28 flugvélagerðanna, sem nú
er verið að hætta að smíða, og
einnig þrátt fyrir að hönnunar-
kostnaður F50 og F100 gerðanna,
sem eiga að leysa þær gömlu af
hólmi, hafi farið langt fram úr
áætlun.
Tekjur af flugvéla- og varahluta-
sölu og þjónustu minnkuðu úr 590
milljónum dollara árið 1984 í 505
milljónir á sl. ári. Samdrátturinn
nemur því 85 milljónum dollara.
Það vó jió að hluta á móti sölusam-
drættinum að tekjur af þróunar-
verkefnum jukust um 42 milljónir
dollara milli áranna 1984 og 1985.
Eiginfjárstaða Fokker batnaði
verulega á síðasta ári vegna þess
að nokkur flugfélög greiddu fyrir-
fram inn á pantanir sínar á nýju
Fokker-flugvélaverksmiðjumar náðu þeim merka áfanga á síðasta
ári að selja flugvél nr. 1000 af gerðunum F27 og F28. Nú er
hætt að smíða þessar vélar. Arftakarnir em F50 og F100 og
hefur sú fyrraefnda þegar hafið reynsluflug en sú síðarnefnda
Ieggur væntanlega í loftið um næstu áramót.
F50 og F100 vélunum. Einnig voru
gefín út ný hlutabréf um mitt síð-
asta ár sem að sjálfsögðu bættu
einnig eiginfjárstöðuna. Fyrirfram-
greiðslur inn á nýjar flugvélar námu
275 milljónum dollara á síðasta ári
en aðeins 60 milljónum árið áður.
Reiðufé fyrirtækisins jókst úr tæp-
Ipga 40 milljónum dollara í árslok
1984 í 135 milljðnir í lok síðasta árs.
Ákveðið hefur verið að endur-
skipuleggja rekstur Fokker og einn
liður í þeim aðgerðum er að síðar
á þessu ári verða settar á stofn sex
sjálfstæðar rekstrareiningar sem
munu skiptast þannig; Flugvéla-
smíði, geimbúnaðarsmíði, viðhalds-
og viðgerðardeild, Fokker í Banda-
ríkjunum, hollenskt viðskiptafyrir-
tæki að nafni Avio-Diepen og loks
deild sém mún annast ýmis sérverk-
efni.