Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
Gaman að
byrja svona
— sagði Jóhann Ingi
„ÞETTA var mjög góður sigur og
gaman að byrja keppnistímabilið
svona,“ sagði Jóhann Ingi Gunn-
arsson, þjálfari Essen, í samtali
við Morgunblaðið, en lið hans
vann yfirburðasigur á Dortmund,
22:11, í fyrstu umferð deildar-
keppninnar í handknattleik.
ísienska handknattleikslandslið-
ið sá leikinn, sem tekinn var upp
fyrir þýska sjónvarpið og sýndur
að hluta til síðar um daginn.
„Leikurinn var jafn fyrstu 20
mínúturnar en eftir það tókum við
leikinn í okkar hendur. Vörnin hjá
Essen er fræg, og hún var í miklu
stuði í síðari hálfleik. Þá fengum
við aðeins á okkur fjögur mörk og
þar af tvö úr vítaköstum. Það er
stórkostlegt sé tillit tekið til þess
að í liði Dortmund eru frægir kapp-
ar og þeirra aðalsóknarmaður er
enginn annar en Ungverjinn
Kovacs." sagði Jóhann Ingi. Joch-
en Fraatz gerði 13 mörk fyrir
Essen, en hann leikur nú ekki að-
eins í horninu eins og áður, heldur
er Jóhann Ingi að prófa hann inni
á miðjunni og það gaf góða raun
á sunnudaginn. Alfreð átti einnig
góðan leik og skoraði þrjú mörk.
Lið Sigurðar Sveinssonar,
Lemgo vann Schutterwald 22:19
og gerði Sigurður „sinn skammt"
af mörkum - 9 í allt. Gummersbach
tapaði fyrr í vikunni fyrir Schwab-
ing með einu marki, en Kristján
Arason lék ekkert með. Mikil harka
er hlaupin í deilu Hameln og
Gummersbach varðandi félaga-
skipti hans, og engar líkur nú á
því að hann leiki með Gummers-
bach fyrr en eftir áramót.
Turner rekinn
GRAHAM Turner, framkvæmda-
stjóri Aston Villa, var á sunnudag-
inn látin fara frá félaginu enda
hefur gengi þess verið vægast
sagt hörmulegt upp á sfðkastið.
Ekki er enn búið að ráða fram-
kvæmdastjóra í hans stað en tvö
nöfn hafa aðallega verið nefnd í
þessu sambandi. Keith Burkin-
shaw fyrrverandi stjóri hjá Totten-
ham og Don Howe sem áður var
há Arsenal. Einnig hefur heyrst að
Tommy Docherty, fyrrverandi
stjóri United og fleiri liða sé í sikt-
inu hjá Villa.
David Basant heitir markvörður
spútnikana í Wimbledon og þykir
hann all sérstakur markvörður.
Auk þess að verja vel í leikjum liðs
síns þá stjórnar hann leiknum eins
og miðjumaður væri. Hann tekur
til dæmis allar aukaspyrnur liðsins
langt fram yfir miðju vallarins og
eftir leik liðsins við Everton sagði
Kendall stjóri þeirra að þetta væri
einstakur markvörður.
John Wark, skoski landsliðs-
maðurinn í Liverpool, hefur nú í
hyggju að yfirgefa félagið. Hann
lysti því yfir um helgina að hann
vildi fara frá Liverpool en Dalglish
var ekki lengi að svara og sagði
að það kæmi ekki til greina að
hann yrði seldur frá féiaginu.
Torfi Ólafsson:
Varði heims-
meistaratitilinn
TORFI Ólafsson, heimsmeistari
unglinga f kraftlyftingum, varði
titilinn á heimsmeistaramótinu á
Indlandi á laugardaginn. Torfi
sigraði með yfirburðum í yfir-
þungavigt og lyfti samtals 790 kg
sem var næstbesti árangur á
mótinu.
Torfi lyfti 300 kg í hnébeygju og
reyndi næst við 310 kg, en dómar-
arnir samþykktu ekki lyftuna. Því
sleppti hann þriðju tilraun til að
spara kraftana. í bekkpressu lyfti
Torfi 170 kg, en mistókst tvisvar
við 180 kg. Hann tryggði sér síðan
heimsmeistaratitilinn með því að
lyfta 300 kg í réttstöðulyftu. í ann-
ari tilraun lyfti hann 320 kg og
reyndi loks við 337’/2 kg, sem var
heimsmetstilraun.
• Torfi Ólafsson á æfingu fyrir heimsmeistaramótið.
Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
• Félagarnir Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson voru atkvæðamestir íslensku landsliðsmannanna í
leiknum gegn Vestur-Þjóðverjum í gærkvöldi.
Landsleikurinn í handknattleik í gærkvöldi:
Jafntefli gegn
Vestur-Þjóðverjum
— Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson áttu góðan leik
Fró Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttamanni Morgunblaðsins í Vestur-Þyskalandi.
ÍSLENSKA handknattleikslands-
liðið, sem nú er á keppnis- og
Morgunblaðið/Júlíus
æfingaferð í Vestur-Þýskalandi
gerði í gærkvöldi jafntefli gegn
landsliði Vestur-Þjóðverja. Hvort
lið gerði 19 mörk í leiknum, en í
hálfleik var staðan 9 mörk gegn
8 íslendingum í vil. íslendingar
voru óheppnir að sigra ekki í
leiknum.
Leikurinn í heild var heldur köfl-
óttur. Vestur-Þjóðverjar byrjuðu
öllu betur og komust með miklum
hamagangi í 5:2 eftir aðeins átta
mínútna leik. En þá komust
íslensku strákarnir í gang, náðu
frumkvæðinu í leiknum og komust
yfir fyrir leikhlé. Munurinn hefði átt
að verða meiri í hálfleik, því vörn
þjóðverja átti í verulegum erfiðleik-
um með sóknarleikinn íslenska, og
aðeins stórleikur Andreas Thiel í
markinu kom í veg fyrir að (slend-
ingar hefðu nokkurra marka
forystu í leikhléi.
Jafnræði var síðan með liöunum
í síðari hálfleik, þó þaö íslenska
hefði lengst af frumkvæöið. Leikur-
inn var fremur slakur í heild, og
tæplega þúsund áhorfendur sáu
hann í litlu íþróttahúsi í Wermel-
skirchen. í lið Vestur-Þýskalands
vantaði þrjá leikmenn frá Essen,
og íslendingar léku án Alfreðs
Gíslasonar, sem ekki fékk leyfi frá
Essen fremur en hinir þýsku félag-
ar hans.
Páll Ólafsson átti mjög góðan
leik í gærkvöldi og skoraði fimm
mörk. Sigurður Sveinsson var
sömuleiðis mjög ógnandi og gerði
átta mörk, þar af sex úr vítaköst-
um. Júlíus Jónasson gerði þrjú
mörk, Kristján Arason 2 og Guð-
mundur Guðjónsson eitt. Af
Vestur-Þjóðverjum voru Schwalb
og Bauert atkvæðamestir og
gerðu 5 og 6 mörk.
Næsti leikur liðanna fer fram í
kvöld, og verður þá leikið í Lemgo,
á heimavelli Sigurðar Sveinssonar.
Búist er við fleiri áhorfendum að
þeim leik, og má reikna með að
þar leiki íslendingar sem næst á
heimavelli, því Sigurður er hálf-
gerður dýrlingur í Lemgo
Jafntefli
FJÓRÐA umferö spönsku knatt-
spyrnunnar var leikin um helgina,
og Barcelona náði þá aðeins jafn-
tefli gegn nýliðum Sabadell, 1:1.
Meistarar Real Madrid unnu ör-
uggan sigur á Real Zaragoza á
heimavelli með þremur mörkum
gegn einu.