Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJDDAGÚR 16. SEPTEMBER 1986
í2 B
Nottingham Forest
burstaði Aston Villa
og er í efsta sæti
— Robson hafði góð áhrif á United. Tony Cottee gerði þrjú
Fré Bob Hennessy, fróttamanni MorgunblaAsins á Englandi.
AP/Símamynd
S Gary Stevens, leikmaður Tottenham, sœkir hér að David Speede hjá Chelsea og markvörðinn, Jerry
Murphy, langar greinilega Ifka að ná knettinum.
NOTTINGHAM Forest vann stór-
sigur á Aston Villa, 6:0, og skaust
þar með í efsta sœti ensku 1.
deildarinnar. Wimbledon, sem
hafði forystu fyrir síðustu um-
ferð, tapaði fyrir Everton á
heimavelli og fóll niður í 4. sœti.
Liverpool vann sigur á nýliðunum
Chartton og er í nœstefsta sæti
með 13 stig eins og Forest. Bryan
Robson hafði góð áhrif á leik
Manchester United er hann lék
sinn fyrsta leik á tfmabilinu eftir
meiðsli sem hann varð fyrir á HM
í Mexfleó. United vann stórsigur
á Southampton og var þetta fyrstl
sigur liðsins f deildinni til þessa.
Mikið rigndi á Bretlandseyjum á
laugardaginn og voru skoruð alls
37 mörk f 1. deild.
Litla Wimbledon varð undir í við-
ureigninni við Everton strax eftir
fjórar mínútur. Metaðsókn var á
heimavelli þeirra eða 11.000
manns. Það var Kevin Sheedy sem
skoraði fyrst eftir varnarmistök.
Alan Cork náði aö jafna fyrir
heimamenn fyrir leikhlé en Gra-
eme Sharp skoraði sigurmarkið
með skalla í upphafi seinni hálf-
Jeiks.
Charlton hélt hreinu
í 55 mínútur
Charlton lék varnarleik með
„sweeper" á móti Liverpool en allt
kom fyrir ekki. Það tók þó leikmenn
Liverpool 55 mínútur að koma
knettinum í netið. Fyrra markið
gerði Mölby úr vítaspyrnu eftir að
Ronnie Whelan hafði verið brugðið
innan vítateigs. lan Rush skoraði
seinna markið á 80. mínútu og var
þetta fimmta mark hans í sex leikj-
um. Áhorfendur 37.413.
Aston Villa tapaði sínum fimmta
leik í deildinni af sex. Nú var það
Notthingham Forest sem tók þá í
kennslustund. Það má því ætla að
það sé farið að hitna undir Graham
Turner framkvæmdastjóra. Franz
Carr skoraði fyrst eftir 7 mínútur
og Garry Birtles bætti öðru mark-
inu við um miðjan hálfleikinn og
þannig var staðan í leikhléi. í seinni
hálfleik var sama upp á teningnum,
stóð ekki steinn yfir steini hjá Villa.
Nigel Clough skoraði þriðja markið
og síðan bætti Neil Webb við
tveimur og Birtles einu. Áhorfend-
ur 17.045.
Fyrsti sigur M. Utd.
Bryan Robson fyrirliði enska
landsliðsins virtist í mjög góðri
æfingu er hann lék sinn fyrsta leik
fyrir United á þessu tímabili. Hann
stjórnaði leik liðsins af miklu ör-
yggi. Frank Stapleton var í miklu
stuði og skoraði tvö mörk og
fiskaði eitt víti, sem Jesper Olsen
skoraði úr á 22. mín. Hin tvö mörk
United gerðu Peter Davenport og
Norman Whiteside. Mark South-
ampton gerði Colin Clarke og var
þetta hans 7. mark í deildinni.
Áhorfendur 40.135.
Cottee með þrennu
West Ham nældi sér í mikilvæg-
an sigur gegn QPR og var það
fyrst og fremst fyrir stórleik Tony
Cottee sem gerði öll þrjú mörk
Hammers. Hann skoraði á 7., 11.
og 79. mínútu. Robbie James
minnkaði muninn úr vítaspyrnu fyr-
ir QPR og John Byrne átti síðasta
orðið fimm mínútum fyrir ieikslok.
Áhorfendur 19.257.
Chelsea vann sinn fyrsta leik í
deildinni gegn Tottenham á White
Hart Lane. Miðvallarleikmaöurinn
Mike Hazard sem lék áður með
Tottenham var þeim erfiður á laug-
ardaginn. Hann skoraöi 2 mörk
fyrir Chelsea í fyrri hálfleik. Clive
Allen minnkaði muninn fyrir Tott-
enham en Kerry Dixon skoraði
þriðja mark Chelsea rétt fyrir leiks-
lok. Áhorfendur 28.202.
Wednesday náði
tvívegis forystu
Sheffield Wednesday komst
tvívegis yfir gegn Leicester en
missti það jafnharðan niður aftur.
Lee Chapman kom Wednesday
yfir strax á 14. mínútu og sóttu
heimamenn mun meira í fyrri hálf-
leik en tókst ekki að bæta við þrátt
fyrir mörg góð marktækifæri. Gary
McAllister jafnaði fyrir Leicester í
upphafi síðari hálfleiks. Chapman
kom heimamönnum aftur yfir en
Steve Moran, sem keyptur var
nýlega til Leicester fyrir 300 þús-
und pund, jafnaði með skalla rétt
fyrir leikslok. Áhorfendur 21.603.
Watford gerði út um leikinn
gegn Norwich í síðari hálfleik.
David Williams skoraði fyrst fyrir
Norwich á 19. mínútu og þannig
var staðan í hálfleik. Leikmenn
Watford komu svo ákveðnir til leiks
í síðari hálfleik og skoruöu þrjú
mörk. Kevin Richardson, Worrell
Stirling og Luther Blisset sáu um
þau. Þetta var fyrsta tap Norwich
á tímabilinu. Áhorfendur 15.487.
Newcastle án sigurs
Newcastle tapaði sínum fjórða
leik og var þetta stærsta tap liðs-
ins í 30 ár gegn Coventry. Fyrirliði
Coventry, Brian Kilcline, skoraði
fyrsta markiö beint úr aukaspyrnu
í fyrri hálfteik. Dave Bennett og
Micky Adams bættu við tveimur
mörkum fyrir heimamenn í seinni
hálfleik. Áhorfendur 11.370.
Oxford var nær sigri í jafntefli,
0:0, á heimavelli gegn Manchester
City. Arsenal nældi í fyrsta stigið
á útivelli á þessu keppnistimabili í
markalausu jafntefli við Luton.
——.
Úrslit
1. deild: Coventry — Newcastle 3:0
Liverpool — Charlton 2:0
Luton — Arsenal 0:0
Man. Utd. — Southampton 5:1
Norwich — Watford 1:3
Nott. Forest — Aston Villa 6:0
Oxford — Man. City 0:0
QPR-West Ham 2:3
Sheff. Wed. — Leicester 2:2
Tottenham — Chelsea 1:3
Wimbledon — Everton 2. deild: 1:2
Birmingham — Huddersfield 1:1
Crystal Palace — Sheff. Utd. 1:2
Grimsby — Derby 0:1
Leeds — Reading 3:2
Millwall — Bradford 1:2
Oldham — Stoke 2:0
Plymouth *- Brighton 2:2
Portsmouth — Blackburn 1:0
Shrewsbury — Barnsley 1:0
Sunderland — Hull 1:0
WBA — Ipswich 3. deild: 3:4
Bournemouth — Bolton 2:1
Bristol Rovers — Mansfield 0:0
Carlisle — Walsall 0:3
Chesterfield — Bristol City 0:3
Darlington — Notts County 2:1
Fulham — Brentford 1:3
Gillingham — Middlesbrough 0:0
Port Vale — York 2:3
Swindon — Chester 1:1
Wigan — Newport 4. deild: 1:2
Aldershot — Lincoln 4:0
Burnley — Hartlepool 1:1
Cambridge — Exeter 2:2
Cardiff — Tranmere 0:2
Crewe — Wolverhampton 1:1
Orient — Scunthorpe 3:1
Preston — Hereford 2:1
Staðan
1. deild: Nott. Forest 6 4 11 16: 5 13
Liverpool 6 4 11 12: 5 13
Everton 6 3 3 0 10: 5 12
Wimbledon 6 4 0 2 8: 7 12
Coventry 6 3 2 1 7: 3 11
West Ham 6 3 12 10:11 10 1
QPR 6312 9:10 10 I
Luton 6 2 3 1 7: 5 9
Sheff.Wed. 6 2 3 1 10: 9 9
Arsenal 6 2 2 2 5: 4 8
Norwich 5 2 2 1 9: 9 8
Tottenham 6 2 2 2 6: 6 8
Watford 5 2 12 9: 6 7
Leicester 5 13 1 6: 6 6
Man.City 6 13 2 5: 5 6
Southampton 6 2 0 4 13:15 6 I
Chelsea 6 13 2 5: 7 6 1
Oxford 6 13 2 4: 8 6 I
Man. Utd. 5 113 3: 7 4
Charlton 6 114 3:10 4 1
AstonVilla 6 10 5 5:16 3 I
Newcastle 6 0 2 4 3:11 2 I
2. deild: Oldham 6 5 10 9: 0 16
Crystal Palace 6 4 0 2 8: 6 12
Portsmouth 5 3 2 0 6: 1 11
Sheff.Utd. 6 3 2 1 7: 5 11
Leeds 6312 8: 7 10
Blackburn 4 3 0 1 9: 3 9
Birmingham 6 2 3 1 7: 6 9
Plymouth 4 2 2 0 8: 4 8
Ipswich 5 2 2 1 7: 6 8
WBA 6 2 2 2 7: 8 8
Derby 4 2 11 3: 2 7
Sunderland 4 2 11 5: 7 7
Hull 6 2 13 3: 6 7
Brighton 5 13 1 5: 4 6
1 Markahæstirl
1. deild: Colin Clarke, Southampton 7
Neil Webb, Nottingham Forest 7
lan Rush, Liverpool 6
Tony Cottee, West Ham 2. deild: 6
Trevor Senior, Reading 6
Ron Futcher, Oldham 5
Simon Barker, Blackburn 4
Skotlandl
Úrvalsdeild: Aberdeen — Hearts 0:1
Dundee Utd.— Celtic 2:2
Falkirk — Hamilton 0:0
Hibernian — St. Mirren 0:1
Motherwell — Dundee 0:0
Rangers — Clydebank 4:0
1. deild: Airdrie — Kilmarnock 3:2
Brechin — Dunfermline 1:4
Dumbarton — Montrose 1:0
Forfar — Clyde 2:1
Partick Thistle — Morton 2:5
| Queen of the South — East Fife 2:0
2. deild: Arbroath — St. Johnstone 1:1
Berwich — Meadowbank 1:1
Queens Park — Albion 1:2
Stenhousemuir — East Stirling 3:2
Stirling Albion — Alloa 1:2
Stranraer — Ayr 0:0
Úrvalsdeild: DundeeUtd. 7 5 2 0 13: 5 12
Hearts 7 5 11 8: 3 11
Celtic 7 4 2 1 13: 5 10
Rangers 7 5 0 2 13: 6 10
Aberdeen 7 3 2 2 11: 5 8
Dundee 7313 6: 6 7
Motherwell 7 14 2 5: 8 6
Falkirk 7 13 3 4: 6 5
St.Mirren 7 13 3 4: 8 5
Clydebank 7 2 14 4: 9 5
Hibernian 7 12 4 4:13 4 1
Hamilton 7 0 16 213 1 I