Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
B 3
Pólverjarnir
ekki
sigurvissir
TVEIR pólskir blaðamenn koma
með liði Katowice hingað til
lands, annar frá blaði f Katowice,
hinn frá Varsjá. Að sögn þeirra
munu leikmenn Katowice leika
þennan leik af varkárni, og munu
gera sig ánægða með jafntefli.
Blaðamennirnir sögðu að það
væri langt frá því að pólsku leik-
mennirnir færu sigurvissir í leik-
inn — þvert á móti óttuðust þeir
Framliðið mjög.
Ætlum
að
vinna
þennan
leik
— segir Ásgeir
Elíasson
„VIÐ ætlum okkur að vinna þenn-
an leik og eigum að hafa alla
burði til þess,“ sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram um leikinn
gegn Katowice í kvöld. „Við vitum
að þetta er þokkalegt lið, en það
er reynslulaust f Evrópukeppni,
og það erum við staðráðnir í að
nýta okkur. Við vitum hinsvegar
lítið um liðið og einstaka leik-
menn þess og munum því leika
okkar vanalega leik gegn því,“
sagði Ásgeir.
Nokkrir leikmenn Fram hafa átt
við smávægileg meiðsli að stríða
að undanförnu, þeirra á meðal
Friðrik markvörður Friðriksson,
Guðmundur Steinsson, Pétur
Ormslev og Gauti Laxdal. „Þeir eru
allir svolítið skakkir eftir leikinn
gegn KR á laugardaginn. Friðrik
mun nánast alveg örugglega leika
gegn Katowice, en það kemur ekki
í Ijós fyrr en nokkrum klukkustund-
um fyrir leikinn hvort hinir þrír leika
allir. Þeir voru ekki á æfingu í
gærkvöldi, og það verður ákveðið
eftir læknisskoðun í dag hvort þeir
eru nógu góðir til að keppa. Ég á
þó frekar von á því að við getum
stillt upp okkar allra sterkasta liði
í kvöld,“ sagði Ásgeir Elíasson.
Sporting
kom í gær
PORTÚGALSKA liðið Sporting
Lissabon, sem leikur gegn ÍA í
Evrópukeppni félagsliða á Laug-
ardalsvellinum á morgun, kom til
landsins í gær.
í liði Sporting er valinn maður í
hverri stöðu, en þeirra lykilmaður
og sá frægasti er Mexíkaninn
Manuel Negrete. Hann og Mara-
dona skoruðu tvö fallegustu
mörkin í heimsmeistarakeppninni
í Mexíkó fyrr í sumar og voru sér-
staklega verðlaunaðir fyrir.
Ekkert íslenskt lið hefur leikið
fleiri Evrópuleiki en ÍA, en leikurinn
á morgun er sá 25. í röðinni og
þó oft hafi verið leikið gegn fræg-
um mótherjum, hafa Skagamenn
staðið sig vel og einu sinni komust
þeir í 2. umferð í Evrópukeppni
meistaraliða.
Forsala aðgöngumiða á leikinn,
sem hefst klukkan 18 á morgun,
er í versluninni Óðni á Akranesi
og á Laugardalsvelli frá klukkan
12 á morgun.
-. nijl ,r * fm k V -
« '.'-<1 ***Vi*fe—« -,0** «» <>>•; y >-:•>•>:-
?? V''
y i « irl|'ji|r)jL • —■; ■
Morgunblaöið/Einar Falur
• Leikmenn Katowice æfðu á Valbjarnarvelli f gær og klæddu sig vel. Þeir leika gegn Fram á Laugardalsvellinum kl. 18 í dag.
Katowice mótherji Fram í kvöld:
Frægast fyrir
glímumenn sína
— en knattspyrnumennirnir eru á framfarabraut
MÓTHERJAR Framara, leikmenn
Katowice, komu hingað til lands
á sunnudag og æfðu á Laugar-
dalsvellinum í gær. Liðið hefur
átt velgengni að fagna það sem
af er vetri og allir sterkustu leik-
Aðstæður
Fram íhag
— segir Andrzej Strejlau,
fyrrverandi þjálfari Fram
„ÚRSLITIN í landsleik Islands og
Frakklands sýna, að íslensk
knattspyrna er enn á uppleið.
Framarar léku til úrslita í bikar-
keppninni og eru nýkrýndir
íslandsmeistarar og ef þeir leika
eins og þeir best geta verður
þetta erfitt hjá Katowice,11 sagði
Andrzej Strejlau, fyrrverandi
þjálfari Fram og núverandi
fræðslustjóri pólska knattspyrnu-
sambandsins, í samtali við
Morgunblaðið.
Strejlau kom með pólska liðinu
til íslands á sunnudaginn í boði
knattspyrnudeildar Fram. „Leikur
Fram og Katowice á Laugardals-
vellinum getur farið hvernig sem
er. Fram hefur reynslumeiri leik-
menn, en Katowice tekur nú í
fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni.
Þá eru allar aðstæður Fram í hag
og stuðningur áhorfenda getur
haft mikið að segja. Katowice
treystir á hagstæð úrslit í heima-
leiknum eftir hálfan mánuð, en liðið
er ekki sigurvisst fyrir leikinn í
Reykjavík," sagði Andrzej Strejlau.
Morgunblaðiö/Einar Falur
• Andrzej Strejlau, fyrrum þjálf-
ari Fram, sem hingað er kominn
með Katowice frá Póllandi, spáir
jöfnum og spennandi leik í kvöld.
menn þess eru með í Islands-
förinni.
En þó Katowice sé að verða
þekkt lið í pólsku knattspyrnunni,
er félagið ekki eingöngu knatt-
spyrnulið. Félagið heitir fullu nafni
íþróttafélag námumanna í
Katowice, og er eitt stærsta
íþróttafélag í Póllandi með mikinn
fjöida iþróttamanna í ýmsum
íþróttagreinum innan sinna vé-
banda.
Frægastir allra íþróttamanna
félagsins eru glímumennirnir, en
þeir hafa unnið til margra tuga
verðlauna á Ólympíuleikum,
heims- og Evrópumeistaramótum
í rómverskri glímu. Íshokkílið
Katowice er einnig margfaldur
pólskur meistari og skylminga-
menn liðsins eru í heimsklassa.
Þá hafa tennismenn félagsins orð-
ið pólskii meistarar.
Knattspyrnuliðið hefur átt erfið-
ara uppdráttar og verið ýmist í
annarri deild eða þeirri fyrstu und-
anfarin 20 ár. Það kom síðast upp
1982 og hefur vegur þess stöðugt
farið vaxandi. Það komst í úrslit
pólsku bikarkeppninnar í vor, en
tapaði á vítaspyrnukeppni fyrir
Widzew Lodz, tvöföldum meistur-
um landsins, í úrslitaleiknum.
Besti leikmaður liðsins og aðal-
stjarna þess er hinn 24 ára gamli
framherji Jan Furtok, sem var í
pólska landsliðshópnum í Mexíkó
í vor. Hann er leikinn, fljótur og
markheppinn og sá leikmaður sem
Framarar verða að hafa góðar
gætur á. Miðjumaðurinn Marek
Biegun er einnig í landsliðsklassa
og lék sinn fyrsta landsleik í ár
þegar Pólverjar mættu Túnis.
En leikmenn Katowice hafa
fæstir reynslu af alþjóðlegri knatt-
spyrnu og það reynsluleysi gætu
Framar nýtt sér í leikjunum. Lið
Katowice leikur í gulum, grænum
og svörtum búningum og verður
þannig skipað í leiknum í kvöld:
Markvörður:
Sek (nr. 1)
Varnarmenn:
Nazimek (2)
Piekarcayk (3)
Zajaz (5)
Kaplas (4)
Miðvallarleikmenn:
Biegun (6)
Nowvocky (7)
Knyzos (8)
Framlínumenn:
Koniarek (10)
Furtok (9)
Kubisztal (11)
Meistaraflokkur kvenna
í Þrótti
óskar að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk
strax
Uppl. gefur: Vigdís Páls í síma 672700 á daginn
virka daga, heima 36531.