Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Víðir sótti en Eyjamenn sigruðu samt GARÐSVÖLLUR, 1. deild: Víðir-ÍBV 1:2 (1:1) Mark Víðis: Guöjón Guðmundsson á 37. mín. Mörk ÍBV: Ómar Jóhannsson á 26. og 88. mín. Gul spjöld: Ólafur Amarson, ÍBV Dómari: óli Ólsen og dæmdi hann mjög vel. Áhorfendur: 330 EINKUNNAGJÖFIN: VÍÐIR: Gísli Heiðarsson 2, Klemens Sæ- mundsson 3, Björn Vilhelmsson 2, Ólafur Róbertsson 2, Guðjón Guömundsson 3, Vil- berg Þorvaldsson 2, Hlíðar Sæmundsson (vm. á 86. mín.) lék of stutt, Grótar Einarsson 3, Mark Duffield 3, Gísli Eyjólfsson 3, Þorvaröur Þorkelsson 1, Guömundur Jens Knútsson 2, Svanur Þorsteinsson (vm. á 74. mín.)2. Samtals: 26 ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson 3, Viðar Elíasson 3, Elías Friðriksson 2, Lúðvík Bergvinsson 3, Jóhann Georgsson 2, Ómar Jóhannsson 3, Heimir Hallgrímsson 2, Leifur Hafsteinsson 2, Jón Atli Gunnarsson 2, Friörik Sæbjörnsson (vm. á 77.) lék of stutt, Bergur Ágústsson 3, Ólafur Arnarson 2, Tómas I. Tómasson (vm. á 67. mín.) 2. Samtals: 27. Víðir lék undan strekkingsvindi í fyrri álfeik og sótti stanslaust til að byrja með og skall oft hurð nærri hælum við Vestmannaeyja- markið, mikil pressa en eins og enginn Víðismanna þyrði að skjóta. Er líða tók á leikinn áttu Eyja- menn eitt og eitt skyndiupphlaup og á 10. mínútu átti Jóhann hörku- skot af vítateigslínu en rétt yfir. Ómar skoraði síðan á 26. mínútu með hörkuskalla eftir góða fyrirgjöf frá Berg. Eftir markið sóttu heimamenn mjög stíft og á 31. mínútu átti Gretar Einarsson fast skot frá víta- teigshorninu en Þorsteinn varði vel í horn. Guðjón fyrirliði Guðmunds- son skoraði fyrir heimamenn. Hann fékk sendingu inn í miðjan vítateig, snéri sér við og skaut við- stöðulaust alveg út við markstöng. Vel að verki verið hjá honum því hann var aðþrengdur af varnar- mönnum ÍBV á meðan hann gerði þetta laglega mark. Sókn Víðis hélt áfram, Guðjón skallaði en Þorsteinn varði í horn. Klemens skallaði rétt yfir eftir aukaspyrnu og Guðmundur komst einn innfyrir vörn ÍBV en Þorsteinn bjargaði með úthlaupi. Heimamenn sóttu meira til að byrja með í síðari hálfleiknum og Viðar bjargaði á marklínu eftir að Þorsteinn hafði misst af knettinum í úthlaupi. Klemens skaut góðu skoti af vítateig en rétt framhjá. Leikurinn jafnaðist síðan og liðin skiptust á um að sækja. Ómar ein- lék skemmtileg upp undir enda- mörk á 85. mínútu en skaut yfir úr þröngu færi. Þremur mínútum síðar skoraði hann síðan beint úr hornspyrnu. Guðjón kom að vísu aðeins við knöttinn með kollinum en það virtist ekki gera gæfumun- inn því boltinn hefði trúlega farið í netið hvort eð var. Litlu munaði aö Eyjamenn bættu þriðja markinu viö á síðustu mínútu leiksins. Lúðvík lék þá á þrjá heimamenn og komst í gegn- um vörnina en Gísli bjargaöi með úthlaupi. Þannig lauk veru Eyja- manna í 1. deildinni í ár og það má með sanni segja að þeir hafi kvatt hana með sæmd. • Jón Grétar Jónsson skorar hér annað mark Vals eftir að Guðna Bergssyni hafði mistekist að koma knettinum yfir marklínuna. Skagamennirnir horfa angistaraugum á markið því staðan var þar með orðin 2:1 fyrir Val. Fyrsti sigur Vals á Skaganum í fimm ár — Nægði samt ekki til að halda titlinum AKRANESVÖLLUR, 1. deild: ÍA-VALUR 2:3 (0:1) Mörk ÍA: Guöbjörn Tryggvason á 47. minútu og Guöjón Þóröarson á 82. mínútu. Mörk Vals: Sigurjón Kristjánsson á 6. rnínútu, Jón Grótar Jónsson á 79. mínútu og GuÖni Bergsson á 90. mínútu. Dómari: Kjartan Ólafsson dæmdi ágætlega, en var stundum of fljótur á sér. Áhorfendur: 953. Jafntefli í Hafnar- firði og Blikar eru fallnir í 2. deild KAPLAKRIKAVöLLUR 1. deild: FH-UBK 2:2 (2:1) Mörk FH: Pálmi Jónsson á 24. mín. og Magn- ús Pálsson á 33. mín. Mörk UBK: Magnús Magnússon á 4. mín. og Guðmundur Guðmundsson á 68. mín. Gul spjöld: Halldór Halldórsson, Ólafur H. Kristjánsson og GuÖmundur Hilmarsson úr FH og þeir Ólafur Björnsson og Hákon Gunn- arsson úr UBK Dómari: Ólafur Lárusson og haföi hann ekki góö tök á leiknum. Áhorfendur: Um 850 EINKUNNAGJÖFIN: FH: Halldór Halldórsson 2, Ólafur H. Kristjáns- son 2, Leifur Garðarsson 2, Ólafur Jóhannes- son 2, Ólafur Hafsteinsson 2, Hörður Magnússon (vm. á 73. mín.) lók of stutt, GuÖ- mundur Hilmarsson 2, Ingi Björn Albertsson 3, Ólafur Danívalsson 2, Kristján Gíslason 2, Hlynur Eiríksson (vm. á 46. mín.) 2, Magnús Pálsson 2, Pálmi Jónsson 3. Samtals 24 UBK: Örn Bjarnason 2, Siguröur Víöisson 1, Þorsteinn Geirsson (vm.á 68. mín.) 2, Ingvald- ur Gústafsson 2, Magnús Magnússon 3, Ólafur Björnsson 2, Vignir Baldursson 2, Há- kon Gunnarsson 2, Guömundur Guðmunds- son 3, Guömundur Valur Sigurðsson 2, Jón Þórir Jónsson 2, Steindór Elíasson (vm. á 46. mín.) 2, Rögnvaldur Rögnvaldsson 3. Samtals 24 Breiðablik varð að bíta í það súra epli að falla í 2. deild ásamt Vestmanneyingum með því að gera jafntefli, 2:2, í síðasta leik sínum við FH á laugardaginn. Dvöl Breiðabliks og ÍBV í 1. deild var þvf skammvinn að þessu sinni. Breiðabliksmenn fengu óska- byrjun er þeir skoruöu eftir aðeins 4 minútur á Kaplakrikanum og fór þá um marga Hafnfirðinga sem höfðu fjölmennt á leikinn. En Breiöablik varð að vinna FH með þriggja marka mun til að halda sæti sínu í 1. deild. Markið gerði miðvörðurinn sterki, Magnús Magnússon, með skalla eftir auka- spyrnu. Þremur mínútum síðar fékk Jón Þórir tilvalið tækifæri til að bæta öðru markinu við er hann komst einn innfyrir vörn FH. Hann lét hins vegar Halldór Halldórsson, markvörð, verja frá sér. Fyrsta stundarfjórðunginn var vörn FH mjög mistæk FH-ingar komu síðan meira inn í leikinn eftir að taugatitringurinn var farinn úr þeim. Pálmi jafnaði fyrir FH á 24. mín. er hann skoraði af stuttu færi eftir góða sókn FH. Áður hafði Pálmi átt skalla rétt framhjá eftir aukaspyrnu. Magnús Pálsson kom síðan FH yfir er hann skoraði með skalla eftir horn- spyrhli Guðmundar Hilmarssonar, sem Ólafur Danívalsson hafði framlengt. Vel að þessu marki staðið þar sem Breiðabliksmenn voru illa á verði. Seinni hálfleikur var frekar tíðindalítill, þar var harkan í fyrir- rúmi enda fengu fimm leikmenn að sjá gula spjaldið hjá Ólafi dóm- ara. Tvö umtalsverð marktækifæri litu dagsins Ijós í hálfleiknum og komu þau bæði í hlut Breiðabliks og tókst þeim að skora úr því síðara. Steindór Elíasson átti fyrst skalla rétt yfir eftir hornspyrnu og síðan skoraði Guðmundur Guð- mundsson, besti leikmaður Breiðabliks, með föstu skoti frá vítateig sem fór undir Halldór markvörð. Leikurinn bar þess merki að vera mikilvægur báðum liðum. Blikar lögðu allt í sölurnar fyrstu mínúturnar en náðu ekki að halda það út. FH-ingar voru fastir fyrir og gáfust aldrei upp og verða úr- slit leiksins að teljast sanngjörn. Ingi Björn lék sem aftasti maður i vörninni og stóð vel fyrir sínu. Ungur leikmaður, Hlynur Eiríks- son, vakti athygli fyrir góða bar- áttu. Blikar eru með lið sem getur náð langt en vantar stöðugleika. Rögnvaldur Rögnvaldsson og Guð- mundarnir á miðjunni voru áber- andi bestir og gerðu fá mistök. EINKUNNAGJÖFIN: Lið ÍA: Birkir Kristinsson 2, Heimir Guðmunds- son 2, Guöjón Þóröarson 2, Siguröur B. Jónsson 2, SigurÖur Lárusson 3, Sveinbjörn Hákonarson 3, Guöbjöm Tryggvason 4, Júlíus Ingólfsson 2, Hafliöi Guöjónsson vm. á 60. mínútu 1, Ólafur Þórðarson 2, Valgeir Baröa- son 2, Pótur Pótursson 2. Samtals: 26. Liö Vals: Guömundur Hreiðarsson 3, Ársæll Kristjánsson 2, Guðni Bergsson 3, Þorgrímur Þráinsson 2, Valur Valsson 2, Óttar Sveinsson vm. á 77. mínútu lók of stutt, Ingvar Guö- mundsson 3, Hilmar Sighvatsson 2, Magni B. Pétursson 2, Ámundi Sigmundsson 3, Sig- urjón Kristjánsson 3, Jón Grétar Jónsson 2. Samtals: 27. „Ég óska Fram til hamingju með titilinn. Framarar hafa sýnt jöfn- ustu leikina, en við töpuðum tveimur fyrstu og því fór sem fór. Ég er ánægður með sigurinn gegn ÍA, en auðvitað eru viss vonbrigði að tapa íslandsmeistaratitlinum á markahlutfalli," sagði lan Ross, þjálfari Vals, í samtali við Morgun- blaðið eftir leikinn. Mikil barátta var í leik ÍA og Vals á Akranesi á laugardaginn, en mikinn hluta leiksins voru Skagamenn mun ákveðnari og virt- ist sem þeir væru að berjast um titilinn, en ekki Valsmenn. Vals- menn tryggðu sér sigur á síðustu mínútu leiksins, en misstu íslands- meistaratitilinn í hendur Framara á lakara markahlutfalli. Sigurjón Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu Ingvar Guðmundsson sendi inn teig Skagamanna og þar var Sigur jón á réttum stað og skoraði örugglega af stuttu færi. Skagamenn náðu yfirhendinni eftir markið og Guðbjörn Tryggva- son, besti maður leiksins, fékk tvö marktækifæri á næstu 20 mínút- um, en Guðmundur Hreiðarsson, markvörður Vals, var vel á verði í bæði skiptin. Valsmenn fengu gott tækifæri til að auka muninn á 29. mínútu, þegar Sigurjón gaf góða stungu- sendingu á Jón Grétar Jónsson, en skot Jóns fór í varnarmann og í horn. Að öðru leyti fór fyrri hálfleikur að mestu fram á milli vítateiganna, án þess að leikmenn næðu að skapa sér verulega góð færi. Seinni hálfleikur var öllu fjörugri og Skaoamenn’jöfnuðu leikinn á 47. mínútu. Guðbjörn fékk knöttinn á eigin vallarhelmingi, brunaði upp hægri kantinn og eftir gott þríhyrn- ingsspil við Valgeir Barðason og Sveinbjörn Hákonarson endaði samleikurinn með sendingu Svein- bjarnar fyrir Valsmarkið, þar sem Guðbjörn var kominn og skallaði í markið. Mjög vel að verki staðið hjá Guðbirni í alla staði. Valsmenn sneru vörn í sókn og tveimur mínútum síðar var Jón Grétar í dauöafæri, en Birkir Krist- insson, markvörður ÍA, bjargaði með úthlaupi. Jón Grétar var aftur á ferðinni á 65. mínútu, en Skaga- menn náðu af honum knettinum inni í vítateig og vildu Valsmenn fá vítaspyrnu, en dómarinn var ekki á sama máli. Fjórtán mínútum fyrir leikslok fékk Sveinbjörn knöttinn eftir aukaspyrnu, en Guðmundur Vals- markvörður varði glæsilega fast skot í horn. Síðustu 11 mínúturnar voru skoruð þrjú mörk. Jón Grétar kom Val yfir á 79. mínútu, þegar hann skoraði af stuttu færi eftir horn- spyrnu, en Guðjón Þórðarson jafnaði úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Á síðustu mínútu leiksins innsiglaði Guðni Bergsson sigur Vals með góðu marki. Ár- sæll Kristjánsson sendi langa sendingu fram völlinn, Guðni hafði betur í einvígi við Guðjón og skor- aði af öryggi framhjá Birki, sem hreinlega „fraus" í markinu. Valsmenn unnu því leikinn, en urðu að sætta sig við 2. sætið í deildinni að þessu sinni. Liðið lék ágætlega á köflum, en sýndi samt enga meistaratakta. Skagamenn börðust vel með Guðbjörn Tryggvason sem besta mann. Varnarmennirnir gerðu samt slæm mistök, sem kostuðu mörk og auk þess var greinilegt, að landsleikurinn á dögunum sat enn í Pétri Péturssyni, sem kom óneitanlega niður á sóknarleikn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.