Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Sáttur við að hætta núna - sagði Friðrik Friðriksson markvörður Fram „MAÐUR er nú eiginlega hálf- vankaður ennþá, en þó lagaðist maður við að fara f sturtu,u sagði Friðrik Friðriksson markvörður Fram þegar við náðum tali af honum þar sem hann var að koma úr sturtu eftir leikinn við KR. „Við ætluðum að leika annan leik en við gerðum. KR-ingarnir pressuðu okkur svo stíft og þvi breyttist þetta allt saman. Ég átti til dæmis í mestu vandræðum með aö losa mig viö boltann á annan hátt en sparka honum út. Þeir pressuðu Viðar mjög stíft og þess vegna varð ég að sparka frá mark- inu í staö þess aö henda. Ætli ég hafi ekki sparkað oftar út í þessum leik en samtals í öllum öörum leikj- um í sumar, ég gæti best trúað því. Þetta var alveg æöislegt og ég trúi þessu varla ennþá. Þetta var nú eins dramatískt og það getur orðiö. Valsmenn vinna uppfrá og við náum að halda jöfnu hér og vinnum á markahlutfalli. Svona á þetta að vera." — Ert þú nú að klára feril þinn hjá Fram f bili? „Já, ætli það ekki. Ég stefni á að fara í nám, helst til Danmerkur, og ég ætla að reyna að komast að hjá einhverju félagi þar. Það er að vísu ekki búið að ákveða hvaöa félag þaö veröur en ég nenni ómögulega að hætta í fótboltanum þó ég ætli í nám út. Ég er alveg sáttur að yfirgefa Fram á þessari stundu, það er að segja íslands- meistaratitillinn í höfn og þá er alveg tilvaliö að hætta," sagði Frið- rik Friöriksson markvöröur að lokum og var að venju hinn hress- asti. Morgunblaðið/Júlíus Markakóngurinn • Guðmundur Torfason varð markahæsti leikmaður 1. deildar í ár og skoraði alls 19 mörk. Hár er hann með íslandsbikarinn eftir- sótta og er hinn ánægðasti enda full ástœða til. Brosið minnkaði ekki á sunnudaginn er félagar hans f 1. deildinni kusu hann besta leikmann mótsins. MorgunblaðiÖ/Júlíus • Pétur Ormslev og Guðmundur kyssa hér bikarinn alsælir og þeir Friðrik og Ormarr bfða í ofvæni eftir því að komast að því allir vildu þeir kyssa hann. skemmtilega knattspyrnu og þó svo markalaust jafntefli hafi orðið í Laugardalnum þá voru þeir betri aðilinn. Stefán bjargaði nokkrum sinnum meistaralega í leiknum og vörnin með Gunnar Gíslason í broddi fylkingar er ekki árennileg. Miðjan er léttleikandi og sérstaka athygli vekur hversu Sæbjörn hef- ur náð sér á strik eftir slaka byrjun í sumar. Það er mikið af ungum og skemmtilegum strákum í liðinu og ef það heldur áfram næstu árin þeim leik sem það lýkur nú þá eru ekki mörg ár þar til þeir verða meistarar. Fram lék þennan leik talsvert öðruvísi en flesta aðra leiki í sum- ar. Friðrik sparkaði trúlega eins mikið frá markinu núna og hann hefur gert í öllum öðrum leikjum til samans. Mikil taugaspenna var greinilega í leikmönnum eftir að KR-ingar náðu tökunum á leiknum snemma í fyrri hálfleik. Lái þeim hver sem vill. Ekki er þó hægt að segja að liöið hafi verið slakt. Bar- áttan og viljinn til að gera það sem þurfti til að ná titlinum var til stað- ar og þeim tókst það sem þeir ætluðu sér og þaö var nóg. - sus Fjórtán ára bið Fram loks á enda Guðmundur Steinsson fyrirliði Fram: Sá stærsti og skemmtilegasti „ÞETTA var mikil taugaspenna allt saman. Við fréttum af stöð- unni uppi á Skaga þegar hún var 2:1 fyrir Val og síðan 2:2 og ég get ekki neitað þvf að ég var orð- in dálítið taugaveiklaður undir lokin á þessum leik,“ sagði Guð- mundur Steinsson fyririiði Fram eftir að lið hans hafði tryggt sér íslandsmeistaratitilinn f knatt- spymu árið 1986. Guðmundur er ekki óvanur því að taka á móti bikurum í knatt- spyrnu en á laugardaginn tók hann í fyrsta sinn á móti Islandsmeist- arabikarnum. Ætli það sé eitthvað öðruvísi en að taka á móti hinum öllum? Morgunblaöið/Júlíus • Guðmundur Steinsson „Ég hef oft tekið við bikurum en þessi er sá stærsti og skemmti- legasti." — Hvernig fannst þér leikur- inn í dag? „Leikurinn var ef til vill ekki vel leikinn sem slíkur en það var mikið barist og það var það sem gerði gæfumuninn að við náðum jafn- tefli og þar með titlinum. Ég vil nota tækifærið og þakka stuðn- ingsmönnum okkar Framara fyrir dyggan stuðning í sumar,“ sagði Guðmundur að lokum og var í sjö- unda himni. LAUGARDALSVÖLLUR, 1. deild: KR - Fram 0:0 Gul spjöld: Pétur Ormslev Dómari: Þóroddur Hjaltalín og dæmdi hann ágætlega. Áhorfendur: 2.346 EINKUNNAGJÖFIN: KR: Stefán Jóhannsson 4, Loftur Ólafsson 2, Gunnar Gíslason 3, Ágúst Már Jónsson 3, Willum Þórsson 3, Björn Rafnsson 3, Sæbjörn Guðmundsson 3, Magnús Gylfason (vm. á 87. mín.) lék of stutt, Július Þoiíinnsson 2, Guö- mundur Magnússon 2, Gunnar Skúlasort 2, Heimir Guðjónsson 2, Stefán Steinsen (vm. á 73. min.) 1. Samtals: 29 FRAM: Friörik Friöriksson 3, Þorsteinn Þor- steinsson 2, Ormarr Örlygsson 2, Viöar Þorkelsson 2, Jón Sveinsson 2, Kristinn Jóns- son 3, Pétur Ormslev 3, Guömundur Torfason 2, Guömundur Steinsson 3, Gauti Laxdal 2, Arnljótur Davíösson 3 Samtals: 27 Framarar hófu þennan leik með látum og staöráðnir í að láta KR- ingana ekki yfirspila sig í fyrri hálfleik eins og Valsmenn geröu í umferðinni á undan. Þeir léku sinn bolta og sem dæmi um hversu kraftmiklir þeir voru fengu þeir tvær hornspyrnur á fyrstu mínút- unni. KR-ingar létu þessa góðu byrjun engin áhrif á sig hafa og tóku öll völd á vellinum eftir um stundar- fjórðungsleik. Þeir voru mun meira með boltann og gáfu Frömurum engan frið til að leika eins og þeir eru vanir. Willum átti lúmskt skot í stöngina og síðan tók Friðrik knöttinn af höfðinu á honum rétt áður en Willum nikkaði í netið. Sókn KR hélt áfram og margir sannfærðir um að þetta endaði með marki. Svo var þó ekki. Þrátt fyrir aö vera betri aðilinn á vellinum og vera meira með knöttinn þá tókst þeim ekki að skapa sér veru- lega hættuleg marktækifæri og ef það tókst þá var Friðrik á réttum staö. Metiðféll ekki Eins og flestir vissu sem á vellin- um voru var Guðmundur Torfason aö keppast við að skora sitt 20. mark í deildinni og slá þar með átta ára gamalt met Péturs Péturs- sonar frá Akranesi. Guðmundur var tvívegis nærri því að skora mark i þessum leik en hann lék að þessu sinni á miðjunni. Fyrst skaut hann föstu skoti úr þröngri stöðu en Stefán náði að verja í horn. Síðara tækifærið var enn nær því aö heppnast. Guðmundur Steinsson gaf þá góðan bolta á Arnljót sem renndi honum fyrir markið á Guðmund Torfason sem kom á mikilli ferð og skaut við- stöðulaust rétt utan teigs. Boltinn stefndi í bláhornið en á hreint ótrú- legan hátt tókst Stefáni að verja í horn. Frábær markvarsla þar. „Það hefði óneitanlega veriö gaman að sjá á eftir honum í netið þarna, en það er sigurinn í íslands- mótinu sem skiptir mestu máli núna,“ sagði GuðmundurTorfason að leik loknum og virtist langt frá því að vera svekktur yfir því að hafa ekki slegið met Péturs. Nú verða þeir markakóngar saman þar til einhverjum tekst að skora 20 mörk í deildarkeppninni. Þung sókn KR Stuðningsmenn Framara voru orönir mjög taugastrekktir er líða tók á leikinn og Vesturbæingar voru stöðugt í sókn. En þeim var óhætt að anda léttar þvi fréttir bárust af Akranesi þar sem Valur og ÍA höfðu hvort um sig gert tvö mörk og allt útlit fyrir jafntefli í Laugardalnum, þó svo allt gæti gerst. Ekkert gerðist þó í Laugar- dalnum annað en það að Framarar héldu jöfnu og urðu þar með ís- landsmeistarar — og það er náttúrlega alveg nóg. Fjórtán ára bið félagsins eftir íslandsmeistar- atitlinum er lokið og menn að vonum ánægðir með það. KR-ingar eru trúlega með besta liðið í íslenskri knattspyrnu um þessar mundir. Liöið leikur mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.