Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
4"
Sá besti og sá el
Kom mér
verulega
á óvart
— sagði Gauti Laxdal efni-
legasti leikmaðurinn
„ÞARNA rættist draumur, sem
mig hafði ekki einu sinni dreymt,
og því kom útnefningin mér veru-
lega á óvart,“ sagði Gauti Laxdal,
miðvallarleikmaðurinn skemmti-
legi hjá Fram, í samtali við
Morgunblaðið skömmu eftir að
hann var kosinn efnilegasti leik-
maður íslandsmótsins af leik-
mönnum 1. deildar. Gauti er 20
ára stúdent frá MH, lék fyrst með
meistaraflokki Fram í fyrra og
hefur verið einn besti leikmaður
íslandsmeistaranna í ár.
„Ég byrjaði í Ármanni, en gekk
yfir í Fram í 4. flokki og stóri draum-
urinn var alltaf að leika í meistara-
flokki. Fram var með mjög gott lið
í fyrra, en við strákarnir í 2. flokki
vorum alltaf til taks, ef á þurfti að
halda. Guðmundur Jónsson hagaði
æfingum eins og gert var hjá
meistaraflokki og á þessari stundu
er ég mjög þakklátur Ásgeiri Elías-
syni fyrir að hafa gefið mér tæki-
færi í fyrra og treyst mér eins og
hann hefur gert í sumar. Það var
mikil iyftistöng að fá að spila með
Ásgeiri og Ómari Torfasyni í fyrra,
þó ég hafi ekki leikið nema í 10
mínútur, og að leiká með Pétri
Ormslev í ár hefur verið mjög upp-
byggjandi.
Þó ég nefni þessa þrjá menn
sérstaklega, þá hafa allir leikmenn-
irnir verið mjög hjálplegir, reyndir
meistaraflokks- og landsliðsmenn,
sem hafa hjálpað mér mikið og án
þeirra hefði ég aldrei fengið þessa
ánægjulegu viðurkenningu.
Draumurinn um að spila í meist-
araflokki hefur ræst og það er
stórkostlegt að vera leikmaður í
toppliðinu í 1. deild."
Hvaða leikur er eftirminnileg-
astur í sumar?
„Leikirnir í sumar hafa allir skipt
miklu máli. Takmarkið var að vinna
íslandsmeistaratitilinn, og sú
hugsun var alltaf til staðar í hverj-
um leik. En erfiðasti leikurinn var
gegn KR á laugardaginn. Ég var
mjög taugaóstyrkur fyrir leikinn,
en róaðist þegar baráttan á sjálf-
um vellinum hófst. Eftir á að
hyggja, þá er þetta langerfiðasti
leikur, sem ég hef spilað, bæði
andlega og líkamlega. Ég var ger-
samlega búinn að leik loknum,
jafntefli og við íslandsmeistarar.
Því gleymi ég aldrei."
Hefur þú hugsað um atvinnu-
mennsku í knattspyrnu?
„Nei. Mitt takmark var að kom-
ast í meistaraflokk Fram og það
tókst."
Hvað með framhaldið?
„Knattspyrnan hefur verið núm-
er eitt tvö og þrjú og ég hef lagt
allt í hana. Reyndar innritaði ég
mig í læknadeild Háskólans í sum-
ar, en sá fram á, að námið yrði
að bíða. Núna er ég á því, að þetta
hafi verið rétt ákvörðun, en pabbi
er örugglega ekki á sama máli.
Hins vegar er ég að hugsa um að
fara til Bandaríkjanna næsta haust
í háskólanám tengt íþróttum, en
auk knattspyrnunnar hef ég mikinn
áhuga á skíðum."
Morgunblaðið/Einar Falur
Docherty og Guðmundur
•Tommy Docherty fyrrverandi framkvæmdastjóri Manchester United og fleiri liða í Englandi var
heiðursgestur á lokahófinu og hann afhenti Guðmundi og Gauta verðlaunin. Hér sést hann óska
Guðmundi til hamingju með áfangann.
sumar en brá sér þó nokkrum sinn-
um í stöðu miðjumanns þegar
þess þurfti með. Guðmundur skor-
aði í öllum leikjum sínum í íslands-
mótinu nema fimm. Mest skoraði
hann þrjú mörk í leik en fjórum
sinnum skoraði hann tvö mörk í
leik.
Gauti Laxdal er efnilegasti leik-
íslands-
meistarar
Fram
•íslandsmeistarar Fram ánægðir að
leikslokum. í aftari röð frá vinstri eru:
Jóhann kristinsson framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar Fram, Ásgeir Elías-
son þjálfari, Jónas Björnsson, Gauti
Laxdal, Þorsteinn Þorsteinsson, Þor-
steinn Vilhjálmsson, Steinn Guðjónsson,
Viðar Þorkelsson, Guðmundur Baldurs-
son, Pétur Ormslev, Guðmundur Torfa-
son og Hatldór Jónsson formaður
knattspyrnudeildar Fram. Fremri röð frá
vinstri: Örn Valdimarsson, Ormarr Ör-
lygsson, Kristinn R. Jónsson, Arnljótur
Davfðsson, Guðmundur Steinsson fyrir-
liði, Friðrik Friðriksson, Jón Sveinsson
og Þórður Marelsson.
Morgunblaöið/Júlíus
ÞAÐ MÁ með sanni segja að
síðasta helgi hafi verið Fram-
helgi. Knattspyrnuliðið Fram
tryggði sér íslandsmeistaratitil-
inn á laugardaginn, Guðmundur
Torfason, sóknarmaður Fram,
var kosinn besti leikmaður ís-
landsmótsins f knattspyrnu árið
1986 og Gauti Laxdal félagi hans
úr Fram, var kjörinn efnilegasti
leikmaður mótsins. Það er ekki
margt fleira sem ein knattspyrnu-
deild getur óskað sér á einni
helgi.
Það eru leikmenn félaganna
sem leika í 1. deild sem kjósa besta
og efnilegasta leikmann viðkom-
andi íslandsmóts og er þetta i
þriðja sinn sem slik kosning fer
fram. Áður höfðu Bjarni Sigurðs-
son og Guðmundur Þorbjörnsson
verið kosnir þeir bestu og Guðni
Bergsson og Halldór Áskelsson
þeir efnilegustu. Þeir sem kjörnir
hafa veriö þeir bestu eru nú báðir
farnir utan þar sem þeir hafa gerst
atvinnumenn í íþróttinni og ekki
er ólíklegt að Guðmundur Torfason
fái tilboð um slíka samninga á
næsíunni.
Guðmundur Torfason varð i
sumar markakóngur 1. deildar en
hann gerði alls 19 mörk í þeim 18
leikjum sem hann tók þátt í með
Fram í mótinu. Mörg þessara
marka hafa veriö sérlega glæsileg
og er skemmst að minnast glæsi-
marks hans beint úr aukaspyrnu í
leiknum'gegn Þór fyrr í sumar.
Mörkin hefur Guðmundur gert á
mjög fjölbreytilegan máta — með
skalla, hægri fæti eða þeim vinstri
— allt eftir því hvernig boltinn hef-
ur legið fyrir honum í það og það
skiþtið. Hann er fjölhæfur leikmað-
ur sem lék mest í framlínunni í