Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
B 11
Sviss:
Ómar meiddist
í góðum leik
Zurích, frá Önnu Bjarnadóttur, fróttaritara
Ómar Torfason var leiddur
blóðugur út af leik Luzern gegn
Young Boys, YB, i' svissnesku
deildarkeppninni f knattspyrnu á
laugardag.
Hann átti góðan leik og sýndi
hvað í honum býr en fékk olnboga
mótherja síns í augabrúnina um
miðjan seinni hálfleik og það
sprakk fyrir. Hann var saumaður
og gerði lítið úr meiðslunum í sam-
tali á sunnudag. „Þetta var mikil
Italía:
Juventus
og Napoli
unnu góða
útisigra
ÞAU tvö lið sem flestir spark-
fræðingar telja að muni berjast
um ítalska meistaratitilinn í knatt-
spyrnu, Juventus og Napoli, unnu
bæði góða útisigra í fyrstu um-
ferð rtölsku knattspyrnunnar,
sem leikin var á sunnudaginn.
Það er mikilvægara en margir
gera sér grein fyrir því aldrei í
sögu ítalskrar knattspyrnu hefur
lið orðið meistari sem tapar
fyrsta leik sínum. Útlitið hjá
Milan-liðunum er því strax orðið
dökkt, því bæði töpuðu fyrir smá-
liðum um helgina.
Diego Maradona byrjaði glæsi-
lega, hann skoraði guilfallegt mark
með einstaklingsframtaki í útileik
Napoli gegn Brescia, mark sem
dugöi til 1:0 sigurs. Juventus vann
einnig á útivelli góðan sigur gegn
Udinese. Varnarmaðurinn Sergio
Brio og miðvallarmaðurinn Man-
fredonia gerðu mörkin í 2:0 sigri.
AC Milan tapaði illa á heima-
velli fyrir Ascoli, og það var enginn
annar en Liam Brady sem var í
aðalhlutverkinu í leiknum, hann
átti stórleik fyrir Ascoli og lagði
upp eina markið í leiknum. Og Int-
er Milan tapaði fyrir Empoli, í fyrsta
leik þeirra síðarnefndu í 1. deild-
inni ítölsku. Roma gerði marka-
laust jafntefli á heimavelli gegn
Como, þrátt fyrir að vera nánast
stöðugt í sókn.
Morgunblaðsins.
óheppni en ég læt það ekki draga
úr mér,“ sagði Ómar. „Ég verð að
fara varlega í skallana á næstunni
en vonast til að eiga góðan leik
gegn Spartak Moskau í UEFA-
keppninni á miðvikudag og flýg svo
heim í landsleik á sunnudag."
Luzern tapaði 1:2 fyrir YB,
svissnesku meisturunum. YB skor-
aði fyrsta mark leiksins eftir
fríspark strax á 2. mínútu. Hvorugu
liðinu tókst síðan að nýta góð
marktaekifæri fyrr en á 52. mínútu
þegar Ómar gaf Bernaschina bolt-
ann og hann skoraði af 25 metra
færi. Lið Luzern barðist hart í
seinni hálfleik og leiknum hefði átt
að Ijúka með jafntefli en YB fann
gat í vörn Luzern og tókst að skora
sitt annað mark á 86. mínútu.
Ómar fékk góða umsögn í fjöl-
miðlum eftir leikinn og haft er eftir
Friedel Rausch, þjálfara Luzern,
að það megi sannarlega ekki af-
skrifa hann. „Hann átti traustan
og góðan leik með liðinu þangað
til að hann varð að fara út af,"
sagði Rausch.
Baden, lið Guðmundar Þor-
björnssonar, tapaði 1:2 fyrir Olten
í keppninni í annarri deild á sunnu-
dag. Baden er í 7. sæti í annarri
deild en Luzern er í 14. sæti í
fyrstu deild.
• Maradona skoraði glæsilegt
mark fyrir Napoli um helgina.
• Klinsmann skoraði eftir send-
ingu frá Ásgeiri Sigurvinssyni.
• Stefan Kuntz, markakóngur-
inn i Vestur-Þýskalandi á síðasta
tímabili, gerði mark Uerdingen.
0 Michael Rummenigge hefur
leikið vel fyrir Bayern í haust og
skoraði fyrir lið sitt í Kaiserslaut-
ern.
Vestur-Þyskaland:
Ásgeir átti mjög
góðan leik þegar
Stuttgart vann
— Bayern Múnchen lék vel í búningi Brasilíumanna
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaðsins l Vestur-Þýskalandi.
ÁSGEIR Sigurvinsson átti mjög
góðan leik með Stuttgart gegn
Dortmund f vestur-þýsku deild-
inni á laugardaginn. Hann hafði
mikla yfirferð, átti fjölda góðra
sendinga og var að mínu mati
afgerandi besti leikmaðurinn á
vellinum. Hann er yfirleitt í liði
vikunnar hjá dagblöðunum hér í
Vestur-Þýskalandi, t.d. í fjórða
skipti í liði vikunnar hjá Bild, sem
erfrábært eftir sex umferðir. Mér
finnst hann leika álíka vel núna
og veturinn sem Stuttgart varð
meistari, og Stuttgart-liðið spilar
mjög skemmtilega og fallega
knattspyrnu.
í leiknum gegn Dortmund, sem
fram fór á hinum skemmtilega
heimavelli Dortmund að viðstödd-
um 36 þúsund áhorfendum, var
Stuttgart áberandi betra liðið og
eftir að það komst yfir með heppn-
ismarki Hartmans á 17. mínútu var
sigurinn aldrei í alvarlegri hættu.
Kiinsmann bætti öðru marki við í
byrjun síðari hálfleiks með skalla
eftir aukaspyrnu Asgeirs, en Dort-
mund tók sprett undir lokin og þá
náði Raducanu að skora sárabóta-
mark fyrir heimamenn. Mjög var
hrópað að Eike Immel, fyrrum
markverði Dortmund sem nú leikur
með Stuttgart, en hann stóð sig
vel í leiknum þrátt fyrir það og gaf
þannig þessum fyrrverandi aðdá-
endum sínum langt nef.
Tæplega 40 þúsund áhorfendur
voru á heimavelli Hamburg og
fylgdust með viðureign topplið-
anna Hamburg og Leverkusen.
Kóreumaðurinn Cha kom Lever-
kausen óvænt yfir með banana-
skoti af rúmlega 30 metra færi, en
í síðari hálfleik náði HSV að knýja
fram sigur. Það var ungur leikmað-
ur, Dittmer að nafni, sem gerði
sigurmarkið, en hann „fannst" hjá
utandeildaliði í vor, og þykir minna
mjög á Horst Hrubesch í útliti og
framgöngu, stór, Ijóshærður og
„hrossalegur".
Kaiserslautern og Bayern
Munchen gerðu jafntefii, 1:1, i
Frakkland:
Marseille er nú eitt í
efsta sæti deildarinnar
Fri Bemharð Valssyni, fréttaritara Morgunblaðsins I Frakklandi.
MARSEILLE trónir nú eitt á toppi
1. deildar í Frakklandi. Liðið sigr-
aði Toulon á laugardaginn með
þremur mörkum gegn engu í leik
þar sem Toulon var sterkari aðil-
inn framan af. Staðan var 1:0 fyrir
Marseille þegar 15 minútur voru
til leiksloka, en þá kom inná ung-
ur leikmaður, Patrik Cubaynes
að nafni, og hann náði að snúa
gangi leiksins við á sex mínútum
með því að skora tvö mörk og
gulltryggja sigurinn. Bestur í liði
Marseille var Júgóslavinn
Sliskovic, en þeir Förster og Gir-
esse virðast ekki komnir í topp-
form.
Monaco vann sinn annan sigur
í deildinni er liðið fékk Nantes í
heimsókn. Nantes var betri aðilinn
í fyrri hálfleik og náði forystu með
marki Anziani, en í síðari hálfleik
gaf liðið eftir og Monaco náði betri
tökum á leiknum. Daninn Sören
Busk jafnaði um miðjan hálfleikinn
og Bijotat bætti síðan við tveimur
mörkum. Fyrir Nantes, sem leikur
gegn Dundee í Evrópukeppni ann-
að kvöld, eru þessi úrslit ekki
uppörvandi og víst að leikmenn
þurfa að taka sig saman í andlitinu
ef sigur á að vinnast i þeim leik.
í öðru sæti í 1. deild, einu stigi
á eftir Marseille, kemur Bordeaux.
Liðið lék á útivelli gegn Sochaux
og sigraði 2:0. Sochaux sótti samt
lengst af og það var ekki fyrr en
undir lokin sem Bordeaux náði að
knýja fram sigur með tveimur
mörkum, frá Vercruysse og
Vujovic. í liði Bordeaux bar mest
á júgóslavnesku bræðrunum Zor-
an og Zlatko Vujovice.
Sá leikur frönsku knattspyrn-
unnar sem vakti mesta athygli um
helgina var tvímaelalaust leikur
Parísarliðanna Racing og PSG.
Fyrir leikinn var PSG, sem vann
deildina í fyrra með glæsibrag, í
fjórða sæti með 11 stig, en Racing
í næst neðsta sæti með aðeins
fimm stig. Það þótti því kominn
tími til að Luiz Fernandez og félag-
ar hans í Racing færu að sýna
eitthvað, og það tókst þeim. Þeir
unnu leikinn með tveimur mörkum
gegn engu, og gerði hinn frægi
Uruguay-maður, Enzo Francesc-
oli, bæði mörk Racing með glæsi-
legu einstaklingsframtaki.
Rocheteau skoraði mark PSG.
• Enzo Francescoli gerði tvö
mörk fyrir Racing Paris um helg-
ina.
Kaiserslautern. Bæjarar þakka
Udo Lattek, þjálfara sínum, hinn
góða árangur liðsins í KaiserslauU
ern, því árum saman náði Bayern
aldrei að vinna þar, þar til fyrir
þremur árum að Lattek ákvað að
láta lið sitt leika í landsliðsbúningi
Brasilíu. Það hreyf, Bayern hefur
ekki tapað þar síðan. Rummenigge
gerði mark liðsins um helgina, en
Roos svaraði fyrir heimamenn.
Uerdingen gerði jafntefli við
Dusseldorf í slökum leik að við-
stöddum aðeins 8 áhorfendum.
Atli Eðvaldsson átti þokkalegan
leik. Kuntz skoraði fyrir Uerdingen
en Bockenfeld fyrir Dusseldorf. Þá
vann Köln sinn fyrsta sigur gegn
Homburg, og Woodcock gerði eitt
markanna í 3:0 sigrinum.
En það sem vakti hvað mestá
athygli í vestur-þýsku knattspyrn-
unni var að Hannover 96 vann sinn
áttunda sigur í röð í 2. deild og
hefur 16 stig eftir átta umferðir,
sem er nýtt met. Þjálfari liðsins
er danskur, og það sem meira er,
á leik liðsins gegn Braunschweig
um helgina komu rúmlega 50 þús-
und áhorfendur.
Eftir sex umferðir er Bayern
Múnchen efst í 1. deild með 10
stig, Leverkusen, Hamburg og
Bremen hafa 9 stig, Stuttgart 8
stig. Uerdingen hefur sex stig og
er nokkru neðar á töflunni.
Belgía:
Arnór
skoraði
Arnór Guðjohnsen skoraði gott
mark í útisigri Anderlecht gegn
Molenbeek í belgísku deildinni
um helgina. Hann átti mjög góðan
leik og virðist vera að tryggja sér
fast sæti í liðinu eftir nokkur erf-
ið keppnistímabil. Þrjú lið eru efst
og jöfn með fimm stig eftir þrjár
umferðir f Belgíu, Bruges, Stand-
ard Liege og Ánderiecht.