Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
r 10 B
*
*
t:
KA missti
af titlinum
„VIÐ klúðruðum þessum leik og
um leið misstum við af titlinum.
Við áttum fleiri fœri, en þeir skor-
uðu úr sínum," sagði Gústaf
Baldvinsson, niðurbrotinn þjálf-
ari KA, eftir að KA hafði tapað
1:2 fyrir Vikingi á sunnudaginn
Svekkjandi
að missa
mörkin
og þar með tapað fyrsta heima-
leiknum í 2. deild í sumar.
Heimamenn byrjuðu vel og
skoruðu strax á 4. mínútu. Tryggvi
Gunnarsson fékk knöttinn á miðj-
um vellinum, óð upp og skoraði
framhjá úthlaupandi markverði
Víkings.
Eftir því sem leið á hálfleikinn
náðu Víkingar tökum á leiknum,
spiluðu ágætlega og Andri Mar-
teinsson fékk tvö góð marktæki-
færi, sem honum tókst ekki að
nýta. Akureyringar fengu einnig
færi, en mörkin urðu ekki fleiri í
hálfleiknum.
Morgunblaöiö/Skapti Hallgrímsson
• Tryggvi Gunnarsson hefur skorað 28 mörk í 2. deildinni í sumar en fær trúlega ekki skráð nema 17
mörk þar sem mörkin 11 sem hann gerði gegn Borgnesingum verða sennilega þurrkuð út.
- segirTryggvi
Gunnarsson,
markakóngur
í 2. deild
„ÞAÐ er svekkjandi að missa
mörkin og það særir mig mest
að búið er að hampa Borgnesing-
um fyrír að vera með í sumar, en
svo sýna þeir svona framkomu í
lokin,u sagði Tryggvi Gunnars-
son, markakóngur 2. deildar í
knattspyrnu, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Þessar reglur um að við höld-
um stigunum en töpum mörkunum
eru fáránlegar. Hins vegar er ég
ánægður með þessi 17 mörk, en
skemmtilegra hefði verið að halda
þeim öllum, því ég skoraði 28
mörk í 2. deild í sumar.
Við áttum skilið jafntefli í siðasta
leiknum og það hefði verið sætt
að vinna deildina, en við unnum
okkur upp í 1. deild og það er fyr-
ir öllu.“
Leikur Tryggvi Gunnarsson
með KA næsta ár?
„Já, svo framarlega sem ég fæ
vinnu, en ég er atvinnulaus sem
stendur og það getur ekki gengið
til lengdar," sagði Tryggvi Gunn-
arsson.
Stórsigur
Þróttar
ÞRÓTTUR vann stórsigur á lán-
lausum Njarðvíkingum í 2. deild
á sunnudaginn, en úrslit leiksins
skiptu í raun ekki máli, því
Njarðvíkingar voru fallnir í 3. deild
fyrir leikinn. Þróttarar óðu í fær-
um allan leikinn, en tókst „að-
eins“ að skora átta mörk.
Gestirnir fengu einnig færi, en
það iá ekki fyrir þeim að skora.
Þróttarar fengu nánast að gera
það sem þeir vildu í leiknum, nema
hvað Ólafur Birgisson, markvörður
Njarðvíkinga, varði oft vel frá þeim
úr sannkölluðum dauðafærum.
Atli Helgason skoraði glæsilegt
mark á 2. mínútu og tveimur
mínútum síðar skoraði Sverrir
Brynjólfsson annað markið með
góðu skoti. Sigfús Kárason bætti
þriðja markinu við með skalla á
13. mínútu og fjórða markið gerði
hann á 26. mínútu og þannig var
staðan í hálfleik.
Sigurður Hallvarðsson gerði
næstu þrjú mörk og Sigfús inn-
siglaði 8:0 sigur á 88. mínútu.
Njarðvíkurliðið var mjög slakt í
þessum leik. Ólafur Birgisson
bjargaði liðinu frá enn stærra tapi,
en úti á vellinum var það aðeins
Helgi Arnarson, sem lét eitthvað
að sér kveða og víst er, að hann
myndi sóma sér mun betur í sterk-
ara liði.
Sigfús Kárason var bestur í liði
Þróttar, en Sigurður Hallvarðsson
fékk flest færin.
- S.G.
Siglf irðingar góðir í lokin
A 53. mínútu jafnaði Andri af
stuttu færi eftir góða samvinnu við
Atla Einarsson og Björn Bjartmars
skoraði sigurmarkið þegar um 20
mínútur voru til leiksloka eftir góða
sendingu frá Trausta Ómarssyni.
KA herti sóknina eftir markið,
en Víkingar vörðust vel og fengu
reyndar gott marktækifæri, þegar
10 mínútur voru til leiksloka, en
Akureyringar björguðu á línu.
KA hefur oft leikið betur, en
Erlingur Kristjánsson var bestur
að þessu sinni. Víkingsliðið var
jafnt með Andra Marteinsson sem
besta mann og var hann jafnframt
yfirburðamaður á vellinum.
- A.S.
SIGLFIRÐINGAR héldu áfram á
sigurbraut og unnu Einherja 3:2
í síðustu umferð f 2. deild á
sunnudaginn. Siglfirðingar voru
mun betri í fyrri hálfleik, en Gúst-
af Björnsson, þjálfari, fór út af í
hálfleik og við það jafnaðist leik-
urinn.
Gústaf var allt í öllu í liði heima-
manna og aukaspyrnur hans
kostuöu gestina þrjú mörk í fyrri
hálfleik. Hafþór Kolbeinsson skor-
aði fyrsta markið á 13. mínútu eftir
aukaspyrnu Gústafs, en Ólafur
Ármannsson jafnaði fyrir Einherja
á 22. mínútu og var það eina mark-
tækifæri Einherja í hálfleiknum.
Á 33. mínútu hélt markvörður
Einherja ekki knettinum eftir auka-
spyrnu Gústafs, Friðfinnur Hauks-
son fylgdi vel á eftir og skoraði
annað mark KS. Fjórum mínútum
síðar skoraði Gústaf glæsilegt
mark beint úr aukaspyrnu utan
vítateigs. Skömmu síðar átti Bald-
ur Benónýsson skalla í stöng
Einherjamarksins og á 44. mínútu
small knötturinn í þverslá eftjr
aukaspyrnu Gústafs.
Einherji sótti meira í seinni hálf-
leik og á 61. mínútu skoraði
Hallgrímur Guðmundsson eftir
aukaspyrnu Njáls Eiðssonar og
staðan var orðin 3:2.
Það sem eftir var leiksins skipt-
ust liðin á um að sækja, en mörkin
urðu ekki fleiri og KS vann sann-
gjarnan sigur.
Gústaf Björnsson var besti mað-
ur vallarins meðan hans naut við,
en Njáll Eiðsson var bestur hjá
Einherja.
- R.Þ.
• Freyr Bjarnason, formaður Völsungs, heiðrar Guðmund Ólafsson,
þjálfara liðsins, í félagsheimili Húsavíkur eftir leikinn á sunnudaginn.
Guðmundur þjálfari Völsunqs:
• Húsvíkingar fjölmenntu í fé-
lagsheimilið á sunnudaginn eftir
að Völsungar höfðu tryggt sér
sigur í 2. deild. Ekki fengu allir
stóla en það skipti ekki máli.
Þessir ungu stuðningsmenn
Völsungs klöppuðu fyrir hetjun-
um lengi og innilega eins og aðrir
i salnum. Einhver hafði á orði að
sennilega hefðu aldrei verið jafn
margir samankomnir í salnum og
þarna.
Þetta gæti orðið
gott 1.
GUÐMUNDUR Ólafsson, þjálfari
Völsunga, var að vonum ánægður
þegar blaðamaður hitti hann að
máli eftir leikinn. „Leikurinn
skipti ekki máli um sæti í 1. deild
— en við áttum möguleika á að
hreppa bikarinn og það var mjög
mikil spenna í strákunum. Þess
vegna var þetta mjög lélegt hjá
okkur í fyrri hálfleiknum,“ sagði
Guðmundur.
„Við gerðum svo breytingar í
hálfleik, Kristján kom aftar á miðj-
una og Jónas fór framar og eftir
það fórum við að valda betur á
miðjunni og þar með að ná betri
tökum á leiknum. Það var mikil
Guðmundur
endurráðinn
GUÐMUNDUR Ólafsson hefur
verið endurráðinn þjálfari Völs-
unga. Hann skrifaði undir samn-
ing á laugardag, daginn fyrir
leikinn við Selfoss, og er Freyr
Bjarnason, formaður Völsungs,
tilkynnti það i félagsheimilinu eft-
ir leikinn, fögnuðu Húsvíkingar
Guðmundi innilega með miklu
lófataki. Enda hefur Guðmundur
gert góða hiuti með Völsungsliðið
— náði þeim árangri sem stefnt
hefur verið að í mörg ár en ekki
náðst fyrr en nú.
samstaða í mönnum fyrir leikinn
um að vinna hann og það tókst.“
Guðmundur sagði um ástæður
þess að þessi góði árangur náð-
ist: „í fyrsta lagi er mjög góð
samstaða í hópnum, í öðru lagi
höfum við alltaf getað stillt upp
sterkasta liðinu því við höfum aldr-
ei misst mann frá í sumar vegna
meiðsla eða í bann, og í þriðja lagi
þarf alltaf heppni til að ná árangri
og við höfum oft verið heppnir í
surnar."
Hvernig li'st þér á næsta sum-
ar?
„Mér líst mjög vel á það, það
veröur skemmtilegt," sagði Guð-
mundur. Hann bætti við að 1.
deildin yrði náttúrulega öðru vísi
en 2. deild, en „það þarf að sníða
liðinu stakk eftir vexti. Það þarf
að verða fyrr í æfingu og ná fleiri
„formtoppum" en í 2. deildinni.
Það þarf að auka þjálfun liðsins
um 15-20% frá því sem hún var í
sumar og leikmenn eru tilbúnir að
taka því. Þetta er líkamlega sterkt
lið — strákar sem eru búnir að
vera lengi saman og ganga í gegn-
um erfiða þjálfun sem nú er að
skila sér. Ég er viss um að þetta
getur orðið gott 1. deildarlið,"
sagði Guðmundur Ólafsson.