Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 B S 2. deild: Völsungar sigur- vegarar Lið Völsungs frá Húsavfk, sigur- vegari í 2. deildinni i knatt- spyrnu, eftir sigurleikinn á Selfossi á sunnudag. Aftari röð frá vinstri: Freyr Bjarnason, formaður Völsungs, Þórhallur Óskarsson, aðstoðarmaður, Bjarni Pétursson, Eiríkur Björg- vinsson, Birgir Skúlason, Helgi Helgason, Grétar Jónasson, Sveinn Freysson, Skarphéðinn ívarsson, Sigmundur Hreiðars- son, Guðmundur Ólafsson, þjálfari, og Ævar Kárason, for- maður knattspyrnuráðs. Fremri röð frá vinstri: Magnús Hreið- arsson, Svavar Geirfinnsson, Sigurgeir Stefánsson, Haraldur Haraldsson, Þorfinnur Hjalta- son, Vilhelm Fredriksen, Jónas Hallgrtmsson, Kristján Ólgeirs- son og Björn Olgeirsson, fyrir- liði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson PK 1 t. • * æ > t V. 1 \i ■ ■ 1 Y\ W, r 1 PFf Vítaskyttan brást ekki og Vöisungar unnu deildina ÞAÐ BRUTUST út mikil fagnaðar- lœti á íþróttavellinum á Húsavík á sunnudaginn er Guðmundur Maríasson dómari blós f flautu sína til merkis um að leik Völs- ungs og Selfoss í 2. deild vœri lokið. Vitað var fyrir fram að hér vœri um síðasta leik Völsunga f 2. deild að rœða — f bili að minnsta kosti — þar sem 1. deild- arsætið var tryggt, en það sem meira var: Völsungur hafði sigrað í 2. deild eftir 2:1-sigurinn þar sem Víkingar unnu KA á Akureyri á sama tíma, og þær fréttir fóru eins og eldur í sinu meðal fólks- ins á Húsavíkurvelli. Það verður að segjast eins og er að leikurinn á Húsavik var ekki mikið fyrir augað. En það gleymist fljótt þegar haft er í huga hvað var í húfi. Völsungar voru mjög óör- uggir í fyrri hálfleiknum og þá voru Selfyssingar ákveðnari. Tómas Pálsson skoraði eina mark hálf- leiksins fyrir Selfyssinga á 20. mín. Páll Guðmundsson gaf fyrir markið frá hægri og Tómas skoraði örugg- lega af stuttu færi. Vörn Völsungs var víðs fjarri og Tómas var ekki í vandræðum með að senda bolt- ann í netið. Völsungar hresstust síðari hluta hálfleiksins en færin létu á sér standa. Það var svo ekki liðin nema ein mínúta af seinni hálfleik er Jónas Hallgrímsson jafnði. Eftir langa fyr- irgjöf inn í teig skallaði hann aftur fyrir sig, frá markteig, í bláhornið. Markvörður Selfyssinga virtist eiga alla möguleika á að verja en engu að síður sigldi knötturinri í netið. Völsungar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Færin voru þó ekki mörg — en þegar aðeins um þrjár mínútur voru til leiksloka fengu Völsungar vítaspyrnu. Björn Ol- Lokastaðan Völsungur 18 12 2 4 24:15 38 KA 18 11 4 3 32:16 37 Vfkingur 18 10 4 4 33:18 34 Selfoss 18 9 4 6 28:16 31 ‘ilnherjl 18 8 2 7 18:23 28 KS 18 8 4 6 23:23 28 Þróttur 18 8 2 8 28:26 26 ÍBl 18 4 6 8 22:35 18 Njaróvfk 18 4 6 12 20:67 14 Skallagrímur 18 0 0 18 0:0 14 geirsson átti f höggi við varnar- mann innan vítateigs og féll og Guðmundur dómari dæmdi um- svifalaust víti. Hann var í góðri aðstöðu og sagði eftir leikinn: „Ég var ekki í vafa um að þetta var brot. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um.“ Selfyssingar voru ekki á sama máli og mótmæltu hraust- lega, en þaö breytti engu. Jónas Hallgrímsson, vítaskytta Völs- unga, sté fram á þessu örlagaríka augnabliki og tryggði liði sínu efsta sætiö í deildinni með öruggu marki. Aö sögn Völsunga er þetta 22. vítaspyrnan í röð sem Jónas skorar úr og hefur hann, að þeirra sögn, aldrei klúðrað slíkri spyrnu. Góður árangur það! Eins og áður sagði var leikurinn ekki sérlega góður. Bestu menn Völsungs voru Birgir Skúlason, Kristján Olgeirsson og Helgi Helgason og Jónas sem geröi mörkin tvö. Sigurður Halldórsson, þjálfari Selfoss-liðsins, var bestur sinna manna, en hann þjálfaði ein- mitt Völsunga í fyrra. Ágætur dómari var Guðmundur Maríasson. - SH • Bjöm Olgeirason hampar bik- arnum. Morgunblaðiö/Skapti Hallgrímsson • Jónas Hallgrimsson skorar hér úr vitaspyrnu og tryggir þar með Völsungum sigur i deildinni. Jónas hefur tekið 22 vftaspymur fyrir Völsung f gegnum tfðina án þess að misnota neina þeirra. Græddum á því að hin liðin afskrifuðu okkur um mitt mót - sagði Björn Olgeirsson fyrirliði Völsunga „MÉR ER efst í huga þakklæti til allra Húsvikinga nær og fjær fyrir stuðninginn í sumar,“ sagði Björn Olgeirsson, fyrirliði Völsunga, f samtali við Morgunblaðið eftir leikinn við Selfyssinga. „Við stefndum ekkert sérstak- lega á þetta í vor. Ég sagði i vor að við færum í gang eftir 5-6 um- ferðir en það tók okkur reyndar 8 umferðir að komast í gang. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur öfugt við undanfarin ár. Við höfum alltaf verið mjög góðir i byrjun móts og dalað síðari hlut- anum." Hvað kom til að þetta breyttist núna? „Guðmundur þjálfari á rosalega mikinn þátt í þessu. Hann er með góðar æfingar og hann hefur gjör- breytt hugarfari leikmanna. Þá græddum við á því að hin liðin afskrifuöu okkur um mitt mót. Við töpuðum þá tveimur leikjum í röð, gegn Einherja og ÍBÍ, en þá bitum við bara á jaxlinn!" Björn þakkaði einnig knattspyrnuráði Völsungs: „knattspyrnuráöið er frábært og þegar viö vorum að dala í sumar náðu þeir upp stemmningunni á ný með alls kyns brögðum! Þá vil ég nefna Önnu Garðarsdóttur sjúkraþjálfara. Hún á miklar þakkir skildar frá okkur. Hún gerði ótrú- lega hluti fyrir okkur í sumar - menn voru stundum óleikhæfir á miðvikudegi en léku á föstudegi, eftir meðhöndlun hennar. Nú, og svo eigum við besta stuðnings- mannahóp í heimi miðað við hausatölu!" sagði Björn. Hvernig lýst þér á framhaldið? „Ég fer ekkert að hugsa um 1. deildina strax - pæli bara í henni í vetur. En ég er mjög ánægður, þetta er óskastaða sem komin er upp, 2 liö frá Noröurlandi fara í 1. deild. Og ég vil nota tækifærið til að óska KA til hamingju með 1. deildarsætið." Stemmningin á Húsavík eftir leikinn var frábær og sagði Björn ástandið hafa veriö svona í heila viku, síðan Völsungar tryggðu sér sæti í 1. deild. „Menn hafa verið að takast í hendur í heila eftir að sætið varð öruggt, en það er al- gjör „gullmoli" að vinna þetta svona í dag og verða efstir," sagði Björn Olgeirsson fyrirliði kampa- kátur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.