Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 Byggðastefnu í stað „óbyggðastefnu“ eftirEinarK. Guðfinnsson Einar Benediktsson skáld taldi fátt vera jafn hættulegt þjóðemi íslendinga og „samflutning fólksins að einstökum stöðum á landinu", eins og hann orðaði það í frægri ritgerð í blaðinu Ingólfi fyrir rúmum 70 ámm. Og enn tölum við um sama hlut: „Samflutning fólksins að einstökum stöðum á landinu". Um svipað og skáldið var að skrifa vamaðarorð sín þá bjuggu um 80 prósent landsmanna í dreif- býli, en 20 prósent í þéttbýli. Núna er þessu hins vegar öfugt farið og rúmlega það. 91 prósent búa núna í þéttbýli, á móti 9 prósentum í sveitum. Gjörbreyting atvinnuhátta hefur augljóslega haft mest að segja um þessa þróun. Um sumt er hún svip- uð því sem að við sjáum annars staðar í vestrænum löndum. En þó er þar á skilsmunur. Fyrir það fyrsta þá hefur þessi þróun hér orðið miklu örari og enn- fremur þá hefur þéttbýlismyndunin „Það fé sem sogað hef- ur verið út úr útflutn- ingsgreinum — sem vel að merkja eru að lang- mestu leyti á lands- byggðinni, er miklu meira en það sem þang- að hefur verið flutt í formi styrkja, fjárveit- inga og tilfærslna úr ríkissjóði.“ orðið ríkust á einu svæði. Því hafa sumir hyllst til að kenna þjóðfélag okkar við borgríki. Það hefur verið nefnt byggða- stefna að reyna að snúa þessari þróun við. Stjómvaldsaðgerir hafa sumar haft þann yfírlýsta tilgang að gera byggðimar byggilegri svo að fólk sjái ekki þann kost vænstan að halda bortt úr heimkynnum sínum. Að ýmsu leyti hefur vel te- kist til. Svonefnd félagsleg þjónusta er miklu skárri nú en hún var fyrir árartugum. Samgöngur sömuleiðs og má svona lengi telja. Engu að síður leitar fólkið burtu. Þróunin á Vestfjörðum Ég hefí áður vakið á því athygli að á þeim 27 árum sem liðin em síðan að Vestfjarðakjördæmi varð til við sameiningu einmenningskjör- dæmanna árið 1959, hafí engin Qölgun hér orðið. Á sama tíma hef- ur landsmönnum hins vegar fjölgað um sem svarar 40 prósentum. Hefð- um við Vestfírðingar átt að halda í við íbúaþróunina flandinu í heild hefðu hér átt að búa um 14.400 manns. íbúar á Vestfjörðum em hins vegar aðeins um 10.400. Mis- munurinn er 4000 manns hvorki meira né minna sem er, ef við grípum til viðmiðunar samanlagður íbúafjöldi ísafjarðar, Suðureyrar og Súðavíkur. Þetta er meiri fjöldi en nú býr í byggðum Austur- og Vest- ur-Barðastrandasýslu og Vestur- ísafjarðarsýslu samanlagt. Það er að vonum að menn staldri við slíkar tölur. Spumingar vakna: Hvað veldur því að þrátt fyrir allt skuli fólki í kjördæmi eins og Vest- íjarðakjördæmi ekki fjölga nokkum veginn í takt við landsmeðaltal? Offjárfesting- í verslun syðra Ég nefndi það áður að mjög Einar K. Guðfinnsson megi rekja þessa þróun til breyttra atvinnuhátta. Fólki fækkar í fram- leiðslugreinunum en fjölgar í þjónustugreinunum, einkanlega hjá hinu opinbera. Hin opinbera þjón- usta hefur hrúgast siður. Hektari eftir hektara hefur verið lagður undir hátimbraðar verslanahallir syðra, án þess þó að nokkur spek- ingur dirfíst að halda því fram að um „offjárfestingu" geti verið að ræða í slíkri mektargrein. Til viðbótar þessu hef ég verið að sannfærast um að áherslur okk- ar dreifbýlinga í baráttu okkar fyrir skárri hlut, hafí ekki verið alls kost- ar réttar. Við höfum að vísu með réttu haldið því fram að hið opin- bera eigi ekki síður að leggja vegi, reisa sjúkrahús og skóla í dreifbýli en þéttbýli. í sumu höfum við haft árangur sem erfíði í baráttu okkar. En þetta hefur ekki verið nóg. Byggðastefnu í stað „óbyggðastef nu“ Það fé sem sogað hefur verið út úr útflutningsgreinum — sem vel að merkja em að langmestu leyti á landsbyggðinni, er miklu meira en það sem þangað hefur verið flutt í formi styrkja, fjárveitinga og til- færslna úr ríkissjóði. Við höfum alltof lengi horft framhjá því að kolröng gengisskráning í bland við þenslustefnu erlendrar lántöku, hefur mergsogið útflutningsgrein- amar á sama tíma og innflutningur hefur dafnað. Þetta hefur verið hin raunverulega „óbyggðastefna". Stefna sem að naut einstaks fylgis Alþýðubandalagsins, þó svo að Hjörleifur Guttormsson reyni að halda öðru fram með blekkingariðju sinni í fjölmiðlum. Þegar við reynum að móta byggðastefnu framtíðarinnar þarf einmitt að huga að þessu. Dreif- býlið er heimkynni framleiðslu og útflutningsgreinanna. Það er því krafa þess númer eitt að halda rétti sínum og fá eðlilegan skref í þeirri verðmætasköpun sem þar á sér stað. Byggðastefna er uppbygging- ar- og framleiðslustefna. Fyrir henni þurfum við að berjast og í engu liggja á liði okkar. Höfundur er útgerðarsljóri í Bol- ungarvík. EŒNFALT ÖRUGGT OG ARÐBÆRT Höfum í umbodssölu B ANKABRÉF - lausn sem hefur vantað • Mjög góð ávöxtun - 16.4%-17.4%. • Öryggi - Veðdeildlðnaðarbankanserskuldaii. • Stuttur binditími - frá 3 mánuðum. • Eins einfalt að kaupa bréfin og að leggja fé á bók. • Iðnaðarbankinn leggur féð inn á reikning þinn, ef þú vilt. • Hægt er að selja bréfin fyrir gjalddaga. Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Bankabréfin eru til sölu í öllum útibúum bankans. ® lónaóarbankinn -mP'm ktnki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.