Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 62

Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 MMMfí Hverníg átti ég ab \jita. þab c& þú vArir i óturtu þeaar eg 5turtaS\ n'iðar ?" ást er... ... að koma heim á hveiju kvöldi. TM Rag. U.S. Pat. Otf.-all righta ruarvtd C1986 Ln Angatea Hmu SyndlcaU 'TARNOW6KI 730 Þessi símreikningur er hreint með ólíkindum. Það sagði ég i morgun, er ég talaði við hana Dúllu okkar í Mexíko. HÖGNI HREKKVÍSI „EG &A& EKKl UM Fyt.GPA(2S\ÆlMÍ I H Bréfritari segir það lágkúrulegan ósið að rægja fyrir alþjóð þann atvinnuveg sem nú á í erfiðleikum með sölu á afurðum sínum og telur að sjónvarpið eigi að biðjast afsökunar. Súpukjötið: Sjónvarpið biðji bændur afsökunar Páll Pálsson, Borg i Mikla- holtshreppi.skrifar: í fréttum sjónvarps á sunnudags- kvöld, 29. september, var sýnt hvemig það súpukjöt væri sem sjón- varpsfólk leggur sér til munns. Ef sjónvarpið ætlar að vera hlutlaus aðili í fréttum mætti það byija á að biðja bændur þessa lands, sem hafa séð þjóðinni fyrir hollri og góðri fæðu, afsökunar á þeim áróðri, sem sýndur var í sjónvarpi umrætt kvöld. Matreiðslumeistari sjónvarps- fólks hafði ánægju af að draga upp úr pottum sínum kjöttutlur, sem hann valdi til sýnis og lét þess get- ið að þannig væri súpukjötið, sem neytendur keyptu í búðum. Það er lágkúrulegur ósiður að rægja fyrir alþjó’ð, þann atvinnuveg sem nú á í erfiðleikum með sölu á sinni fram- leiðslu, þegar reynt hefur verið að fullnægja bragðlaukum neytenda með því að verðfella besta og holl- asta dilkakjötið. Yíkverji skrifar Vífílsstaðatúnið hefur lítillega verið í fréttum Morgun- blaðsins að undanfömu. Tveir hópar kylfínga beijast um túnið; Golfklúbbur Garðabæjar og hóp- ur, sem upprunalega mun hafa tengst rfkisspítölunum. Túnið umrædda er í eigu ríkisspítalanna og síðasta orðið um afnot af tún- inu mun vera hjá heilbrigðisráð- herra. Holl útivera í góðum félagsskap er talin nauðsynleg í þjóðfélagi nútímans þar sem hraði og streita eru einkenni á borgarbúanum. Golf á stöðugt vaxandi vinsældum að fagna og af hálfu ríkisspítalanna og ráð- herra heilbrigðismála væri golf- völlur fyrir almenning á Vífíls- staðatúninu í þágu málstaðarins. xxx Víkverji er svo lánssamur að hafa aldrei þjáðst af þeirri áráttu að eignast mótorhjól og skilur ekki þá einstaklinga, sem fá útrás við að þeysa á vélfákum sínum um stræti og torg. Þeim mun betur virðist þeim líða eftir því sem þeir hafa fleiri hestöfl á milli fótanna. Verst fínnst Víkveija þó að átta sig á því er hópar þessa fólks taka sig saman um miðnætti og geysast um íbúðahverfí. Skiptir hjólamennina engu þó allt venjulegt fólk sé farið að sofa, þeim mun hraðar og með meiri hávaða og skellum er þeyst um götur íbúðahverf- anna. XXX Víkveiji vandist því í upp- vextinum að hlusta á sunnudagsmessuna í útvarpinu og var sú athöfn jafn ómissandi og lyktin af lambakjötinu, sem steiktist í ofninum. Þessum sið hefur Víkveiji haldið fram undir þetta, en er nú kominn í nokkur vandræði. Nýja útvarpsstöðin, Bylgjan, bryddar upp á þeirri nýjung á sunnudagsmorgnum að útvarpa umræðuþætti um fréttir liðinnar viku. Þetta er þægilegur spjallþáttur þar sem víða er kom- ið við. í fýrsta þættinum var annar viðmælenda útvarpsstjór- ans séra Bemharður Guðmunds- son. Útvarpsmessan varð að víkja þennan dag og að mestu síðasta sunnudag. Þó heyrði Víkveiji hluta prédikunarinnar og þar tal- aði presturinn meðal annars um frelsi og frí og hvemig það væri notað. XXX Talsverður fyöldi fólks á eða leigir kartöflugarða og dugir uppskeran mörgum þeirra vetrar- langt. Góð vinkona Víkveija er í þessum hópi, en litlar líkur em þó á því að hún fítni af kartöflun- um úr garðinum. Þannig var, að vinkonan setti niður í garð sinn síðastliðið vor og tók öll fjölskyld- an þátt í puðinu. Fyrir nokkm var síðan kominn tími til að taka upp, en vegna anna og annarra áhugamála hafði alveg farist fyr- ir að reyta arfa úr garðinum. Vinkonan stormaði með sínu skylduliði í garðinn í grennd við Korpúlfsstaði. Undraðist hersing- in hversu lítill arfí var í garðinum og hve vel var sprottið. í lok vinnudags var bakið orðið bogið, en uppskeran áreiðanlega tíföld og allir í sjöunda himni. Svörtu pokunum var staflað inn í bílana og kartöflunum komið í geymslu. Þá kom babb í bátinn. Það kom sumsé í ljós, að vinkonan og hennar fólk hafði tekið upp úr vitlausum garði. Kartöflunum varð að skila til réttra eigenda og ekki nóg með það. Helgina á eftir var tekið upp úr garðinum, sem vinkonan hafði á leigu, eða svc hélt hún, en eitt- hvað mun gleðin hafa verið minni við vinnuna í það skiptið. Þó upp- skeran væri Iflca snöggtum rýrari úr þessum garði fannst þeim allt gott sem endaði vel. Þetta var bara alls ekki endirinn. í ljós kom að um vorið höfðu þau sett niður í vitlausan garð og áttu aðeins lítinn hluta þeirra kartaflna, sem upp höfðu verið teknar í síðara skiptið. Víkveija skilst að vinkonan og hennar fólk ætli ekki framar að taka kartöflugarð á leigu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.