Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 21 KEA og Kaupfélag Svalbarðseyrar eftír Askel Þórisson Eins og lesendum Morgunblaðs- ins er eflaust kunnugt fór stjóm Kaupfélags Svalbarðseyrar á síðasta ári fram á viðræður við stjóm KEA um að félögin yrðu sameinuð. Þá taldi stjóm KEA ekki aðstæður til þess að sameining ætti sér stað, en féllst hinsvegar á að taka rekstrarþætti KSÞ á ieigu á meðan athugun á málefnum KSÞ færi fram. Um þetta var gerður sérstakur samningur sem tók gildi 1. febrúar sl. og gilti til 1. ágúst. Stjóm KSÞ óskaði eftir því í júlí að samningurinn yrði framlengdur og var ákveðið að verða við þeirri beiðni, en sá samningur rennur út þann 1. nóvember nk. Hvort fram- hald verður á starfsemi KEA á Svalbarðseyri er síður en svo ömggt á þessari stundu. Þessi atburðarás er rifjuð upp svo lesandinn geti áttað sig á hvemig stóð á að KEA tók að sér ákveðna „KEA hefur engan áhuga á að „ráða lögum og lofum“ á Svalbarðs- eyri og hefði tæpast farið að skipta sér af rekstri á þeim slóðum ef ekki hefði komið til beiðni frá stjórn KSÞ.“ rekstrarþætti á Svalbarðseyri. Hinsvegar virðist það ekki öllum ljóst ef marka má viðtal við Helgu Eymundsdóttur (Mbl. 17. septem- ber sl.). Miðað við stöðu KSÞ, eins og hún var orðin 1. febrúar sl., er ljóst að fáir aðilar hefðu tekið beiðni stjóm- ar KSÞ um að halda uppi starfsemi á staðnum með þeim velvilja sem fram kom hjá stjóm KEA. Og það er einmitt vegna þeirrar ábyrgðar sem stjóm KEA sýnir atvinnustarf- semi í Eyjafírði að á Svalbarðseyri hefur tekist að halda uppi atvinnu þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Þar sem Helga gerði kjötvinnslu KEA á Svalbarðseyri að sérstöku umtalsefni er rétt að það komi fram, að þegar KEA tók við rekstrinum vom margir af stærstu viðskipta- vinum KSÞ hættir viðskiptum við félagið, búnir að gera viðskipta- samninga við aðra aðila og hafa ekki snúið aftur. Valur Amþórsson sagði réttilega í samtali við KEA Fregnir að IŒA hefði aldrei tekið að sér það hlutverk að halda áfram hallarekstri á Svalbarðeyri — heldur tekið að sér það verk að reyna að skipa málum á nýjan hátt þannig að reksturinn mætti vera hallalaus. Á sínum tíma kom í ljós að erf- itt var að reka kjötvinnslu á Svalbarðseyri. KSÞ tapaði vemlegu fjármagni á henni eins og hún var Askell Þórisson byggð upp og var tæpast hægt að ætla KEÁ að halda áfram á sömu braut. Eins og fyrr sagði höfðu við- skiptavinir horfið og engar líkur á að fá þá til baka. Það var því höfuð- nauðsyn að draga saman seglin og aðlaga reksturinn breyttum að- stæðum. Það er alrangt hjá Helgu að KEA hafl takmarkaðan áhuga á að byggja upp öflugt atvinnulíf á Sval- barðseyri. Hinsvegar hefur KEA ekki, eins og áður hefur komið fram, áhuga á að halda áfram halla- rekstri. Til að fyrirtæki geti staðið sig í baráttu viðskipta verður það að gæta ítmstu hagkvæmni. Hliðar- spor á þeirri braut geta haft slæmar afleiðingar eins og kunnugt er. KEA hefur nú nýverið tekið þátt í að stofna félag um kartöflurekstur á Svalbarðseyri og sýnt þannig í verki áhuga sinn á að efla atvinnu- líf á Svalbarðseyri, en KEA á 60% hlutafjár hins nýja félags. KEA hefur engan áhuga á að „ráða lög- um og lofum" á Svalbaiðseyri og hefði tæpast farið að skipta sér af rekstri á þeim slóðum ef ekki hefði komið til beiðni frá stjóm KSÞ. Áður en langt um líður ætti að vera ljóst hvemig mál skipast á Svalbarðseyri. Eflaust mun þorpið ná sér á strik enda býr bjartsýnt fólk á Svalbarðseyri. Það var t.d. ánægjulegt að lesa viðtal við Guð- brand Jóhannsson, fyrrum bónda sem búsettur er á Svalbarðseyri (Mbl. 17. sept.), en hann sagði að flestir Svalbarðseyringar væm viss- ir um að þorpið muni ná sér eftir þetta áfall (gjaldþrot KSÞ). „Ég held að þetta eigi eftir að ganga betur með nýjum eigendum (þ.e. kartöfluverksmiðjan). Ég hef trú á staðnum." Höfundur er blaðafulltrúi KEA Fimmtudaginn 9. október kl. 19:20 býöst fslendingum loksins dagskrá í stíl viö þaö sem sjónvarpsstöðvar austan hafs og vestan hafa á boðstólum Við ætlum okkur að koma landsmönnum skemmtilega á óvart - 365 daga á ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.