Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 Vinnur þú til að borga skatta? eftir Vilhjálm Egilsson Um þessar mundir tekur ríkið inn í skatttekjum upphæð sem svarar til 12.000 króna á mánuði fyrir hveija konu, bam og karl í landinu. Fyrir fjörurra manna fjölskyldu samsvarar þessi upphæð 48.000 krónum. Ein fyrirvinna vinnur í dagvinnu 160—173 tíma á mánuði eftir störfum og skattamir koma því út sem 275—300 krónur á tímann í dagvinnu sé miðað við að fjögurra manna flölskylda hafi eina fyrirvinnu. Skattamir eru teknir inn í bein- um sköttum, s.s. tekju- og eignar- skatti og óbeinum sköttum eins og söluskatti og tollum. Þegar tekið er tillit til þess að sumir borga enga eða mjög lága skatta þá er ljóst að ýmsar fjölskyldur greiða mun meira en meðaltalsreikningamir gefa til kynna. Fólk vinnur ekki til að borg'a skatta Langflestir borga skattana sína einungis vegna þess að þeir þurfa „Margir eru því komnir í skattavítahring. Skattareikningurinn hefur forgang og síðan þarf að vinna auka- vinnu til þess að komast af. En þá kemur nýr skattareikningur og þá þarf aftur að fara á stúfana til þess að hala uppí hann.“ þess samkvæmt lögum. Aldrei hef- ur t.d. komið upp dæmi þar sem fólk beinlínis greiðir meiri skatta en það á að gera til þess að ríkið geti notað peningana fyrir öll góðu málin sem sjaldnast fá viðunandi úrlausn. Þegar vömr eða þjónusta hækka í verði vegna aukinnar skattlagn- ingar er minna keypt. Skýmstu dæmin um þetta má e.t.v. fínna í áfengisversluninni. Fólk sem nær að versla mikið áfengi rétt fyrir verðhækkanir prísar sig sælt, þrátt fyrir að ríkið fái meiri skatttekjur eftir verðhækkunina. Og venjulega minnkar salan á áfengi rétt eftir hækkun, en eykst svo aftur er frá líður. Það er líka athyglisvert að fólk er mjög fljótt að skipta um áfengistegundir ef verðhlutföll milli tegunda breytast. Þá hugsar enginn um hvað hægt væri að bjarga mörg- um áfengissjúklingum ef ríkið græddi meira á áfengissölunni. Það er rejmdar almennt lögmál að viðskipti í hverri mynd sem þau nefnast dragast saman eftir því sem þau em skattlögð meira. Þetta skapar erfíða siðferðilega mótsögn í starfsemi ríkisins. Ríkið á að halda uppi starfsemi eins og skólum, heil- brigðisþjónustu, almannatrygging- um og láta gott af sér leiða á fleiri sviðum. En einstakir skattgreiðend- ur hafa ekki það á tilfinningunni að þeir séu að gera góðverk þegar þeir borga skatta. Þannig má segja að ríkið sé gott meðan einstakling- amir séu slæmir. Velferðin er að meira og minna leyti fengin með nauðung. Þessi siðferðilega mótsögn er Vilhjálmur Egilsson ekki umtalsvert vandamál meðan skattamir em hóflegir og ríkið hef- ur aðeins þá starfsemi með höndum sem nýtur stuðnings mikils meiri- hluta skattgreiðenda. Þá lætur fólk sig hafa það að borga skattana nokkuð samviskulega, þótt flestir kysu sjálfsagt að fá sömu þjónustu frá ríkinu fyrir lægri skatta. Minnka verður ríkisumsvifin Hin siðferðilega mótsögn verður hins vegar að vemlegu vandamáli þegar skattamir em háir. Þá bæt- ast alltaf fleiri og fleiri í þann hóp sem telur rangt að borga svo háa skatta og greiðir skattana sína ein- ungis vegna þess að það er lagalega rétt en ekki siðferðilega rétt. En smám saman fara þá undirstöður skattheimtunnar að molna niður. Fólk hættir að fá samviskubit útaf því að svíkja undan. Mjög mikilvægt er að sníða starf- semi ríkisins að því sem samræmist almennri vitund fólks um réttláta skattheimtu. Fullyrða má að skatt- heimtan sé of mikil núna. 12.000 krónur á mánuði á hvert manns- bam í landinu er tala sem þarf að lækka. Sumir stjómmálamenn munu reyndar segja að heildar- skattheimtan sé ekki of há. Vandamálið sé að einhverjir tiltekn- ir einstaklingar greiði ekki nógu mikla skatta. Þetta eru yfírleitt stjómmálamenn sem vilja gera góð- verk fyrir annarra fé. En við verðum að varast þessa stjómmálamenn. Við getum ekki leyst vandamálin með því að elta uppi örfáa einstakl- inga og gera eignir þeirra og tekjur upptækar með sköttum. Til dæmis er athyglisvert að 13% skattgreið- enda greiða tvo þriðju af tekjuskatt- inum til ríkisins. Of háir skattar eru almennt vandamál en ekki spuming um nokkra einstaklinga. Víst vinnur fólk til að borga skatta Eitt af því erfíðasta við íslenska skattakerfíð er að tekjuskatturinn er miðaður við tekjur fyrra árs. Skattgreiðendur fengu nú um mitt sumar skattareikning fyrir árið í fyrra. Skattgreiðslumar í hveijum mánuði hækkuðu verulega hjá mörgum þessarra skattgreiðenda enda hafði fyrirframgreiðslan mið- ast við tekjumar á árinu 1984. Árið 1984 var nefnilega rýrt ár, en árið 1985 kom mun betur út en reiknað var með og fólk er að greiða skattana af tekjuaukning- unni nú á síðari árshelmingi 1986. Ekki var óalgengt að mánaða- greiðslur tekjuskattsins hækkkuðu um tugi þúsunda hjá fólki. Slíkar hækkanir valda mikilli röskun á fjárhag heimila. Margir eru því í þeirri stöðu núna að þurfa að auka við sig vinnu til þess að eiga eitt- hvað til ráðstöfunar eftir að skatta- reikningurinn hefur verið greiddur. En það versta er að fólk fær svo sendan skattareikning fyrir þá vinnu á næsta ári, og þarf þá jafn- vel aftur að auka við sig vinnu og tekjur þá. Margir em því komnir í skattavítahring. Skattareikningur- inn hefur forgang og síðan þarf að vinna aukavinnu til þess að komast af. En þá kemur nýr skattareikn- ingur og þá þarf aftur að fara á stúfana til þess að hala uppí hann. Staðgreiðslan sjálfsögð Staðgreiðsla tekjuskattsins hefur oft komið til umræðu á undanföm- um árum. Flestir munu sammálá um að sjálfsagt sé að taka upp stað- greiðslu, þannig að fólk lendi ekki í skattavítahring. En einhvem veg- inn hefur aldrei tekist að koma staðgreiðslunni á. Veigamesta ástæðan er líklega sú að fólk hefur haft vantrú á því að stjómmálamenn gerðu slíka breytingu á skattkerfínu án þess að hækka skattana um leið. Þegar tekjuskatturinn er staðgreiddur yrðu skattprósentumar að lækka til þess að halda sömui skattbyrði. Ennfremur yrði framkvæmdin nokkru flóknari, ekki síst ef prósen- tumar em margar og frádráttarliðir margir. Það myndi því auðvelda mjög að koma á staðgreiðslu ef tekjuskattskerfíð væri einfaldað. Einfaldara tekju- skattskerfi Engu hefur sjálfsagt verið jafn- oft lofað á undanfomum ámm og áratugum^og að leggja niður tekju- skattinn. Á síðustu þrem ámm hafa verið stigin ýmis skref til lækkunar hans og skattieysismörkin hækkuð vemlega. Enn er þó langt í land að skatturinn verði afnuminn alfar- ið. Og þeir sem vilja leggja niður tekjuskattinn til ríkisins gera yfír- leitt ráð fyrir því að sveitarfélögin fengju þá um leið ráðrúm til þess að hækka útsvarið. Þegar horft er raunsætt á málin er skynsamlegra að byija fyrst á því að einfalda tekjuskattskerfíð og taka upp staðgreiðslu fremur en að hamast á því að leggja skattinn niður. Einfaldasta útfærslan er að skatturinn verði ein lág prósenta fyrir alla á allar tekjur hveiju nafni sem þær nefnast. Síðan má ákveða afslætti og bamabætur til þess að setja skattleysismörk. Auðvelt er að koma á staðgreiðslu ef skattur- inn er einfaldaður með þessum hætti og þá ætti heldur ekki að vera munur á skattlagningu heimila eftir því hvemig fyrirvinnur skipta með sér tekjuöflun. Þessi leið rýfur líka skattavítahringinn. Margt mælir með því að einfalda tekjuskattskerfíð og nota eina lága prósentu á allar tekjur. í mörgum löndum hefur skattkerfíð þróast í þá átt að skatt prósentumar em háar en undanþágur margar fyrir ýmis konar sérhagsmunahópa. Bandaríkjamenn em nú að umbylta slíku kerfi og afnema flesta frá- dráttarliði og snarlækka prósen- tumar. Hér á landi hefur þróunin frekar verið í þá átt að hækka skatt- prósentumar og fjölga frádráttar- liðum. Það væri því í takt við tímann að taka upp eina lága tekjuskatts- prósentu á allar tekjur og stað- greiða skattinn. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Tilboð í styrkingu Mjóafjarð- arvegar í HAUST verður unnið við styrk- ingu 8,6 km kafla vegarins í Mjóafirði i ísafjarðardjúpi. Verk- ið hefur verið boðið út og á verktakinn að skila þvi af sér fyrir 10. nóvember næstkom- andi. Lægsta tilboðið reyndist vera frá Karli Bjömssyni og Aðalbimi Sverr- issyni, 2.834 þúsund krónur, sem er 92,7% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar sem var 3.059 þúsund krónur. Er þetta eina tilboðið innan áætlunar, fjögur vora á bilinu 3,1—3,2 milljónir kr., en sjötta til- boðið var 4 milljónir. TÖLVUR ÞIJOÐL Tölvusýning í Borgarleikhúsinu 8.-12. október. Spástefna Framtíðarþróun í tölvutækni á Hótel Sögu miðvikudaginn 8. október 1986. Dagskrá: 9.00— 9.15 Ráðstefnan sett. 1. hluti: Tölvunet og gagnabankar: 9.15—10.15 Stephen Mallinson, IBM Business Area Marketing Specialists in Telecommunications 10.15-10.30 Kaffi 10.30— 11.30 Björn Tuft, Hewlett Packard Telecommunication specialist, Grenoble 11.30— 12.00 Umræður og fyrirspurnir 12.00-13.30 Matur 2. hluti: Gervigreind og tölvutal: 13.30— 14.30 Hans Eske Sindby, DEC Program Manager for Artificial Intelligence in Denmark 14.30— 14.45 Kaffi 14.45— 15.45 Michele Pracchi, Hewlett Packard Dep. Manager H.P. labs., Bristol 15.45— 16.15 Umræður, fyrirspurnir og ráðstefnuslit 16.30 Hópferð frá Hótel Sögu til Borgarleikhúss á setningu tölvusýningar Fundarstjóri: Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans. Fyrirlestrar og umræður verða á ensku. Þátttökugjald verður kr. 3.500,00. Ollum er heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist í síma 12602 (kl. 10—16) eða 25088-289 (fyrir hádegi). SKRÁNINGARFRESTUR ER TIL 6. OKTÓBER.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.