Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986
57
Unnur við keppnislaugina. í baksýn er dýfingarmeistarinn Itmii á
níræðisaldri.
*0«irtE
jsmm ;
mm .
Úlfar, Stefán og Jónas fyrir framan töflu á Ólympíuleikvanginum,
þar sem skráð eru nöfn sigurvegara á leikunum 1936.
Berlín ásamt bflstjóra og rútu og
var farið með fólkið á besta hótel
í Berlín. íslendingamir þáðu boð
hjá íþróttafulltrúa borgarinnar og
færði Úlfar honum bréfhníf að gjöf
frá ÍBR. í hádegisverðarboði hjá
Ólympíunefnd Berlínar afhenti Ul-
far nefndinni hvaltönn frá Ólympíu-
nefnd íslands og borgarstjóri
Berlínar fékk fagran vasa með
Reykjavíkurmerkinu frá Reykjavík-
urborg. Auk fjölmargra matarboða
var farið með íslendingana á söfn
og sýningar, þeir voru sérstakir
gestir á minningarleikum um Jessie
Owens ásamt öðrum íþróttamönn-
Hópurinn við Berlínarmúrinn.
um frá leikunum 1936 og tóku þátt
í minningarhátíð um Ólympíuleik-
ana.
„Allt var fyrir okkur gert, leið-
sögumaðurinn yfirgaf okkur aidrei
og rútan var ætíð til taks, hvert sem
við vildum fara“ sagði Jónas. „Þetta
var fastmótuð dagskrá í þijá daga
og allt stóðst upp á sekúndu, rétt
eins og á Ólympíuleikunum 1936,
en þeir vöktu sérstaka athygli fyrir
góða skipulagningu" sagði Stefán.
Úlfari og Haferkamp þakk-
að
„A minningarmótinu um Owens
hvarflaði hugurinn aftur og það var
ólýsanleg tilfínning að rifja upp
gömlu minningamar og horfa á
eklq'u Owens í heiðursstúkunni,- þar
sem Hitler sat áður.. Konumar
höfðu yndi af því að vera með í
ferðinni og ein táraðist jrfír því að
vera viðstödd. Allir í hópnum em
Haferkamp, sendiherra, og Úlfari
sérstaklega þakklátir fyrir þeirra
stóra hlut í að gera þetta _að vem-
leika" sagði Stefán. „Já, Úlfar var
driffjöðurinn í þessu," sagði Jónas
„ og án hans miklu undirbúning-
svinnu, sendiherrans og Flugleiða
hefðum við aldrei farið út í þetta
æfíntýri. Og þegar út var komið
var Úlfar svo sannarlega á heima-
velli."
Ekki gafst tími til að fara í laug-
ina, sem þeir kepptu í fyrir 50 ámm,
en þau skoðuðu hana og horfðu á
dýfíngarmeistara á níræðisaldri
sína listimar. „Hann hafði engu
gleymt síðan 1936, þegar við sáum
hann síðast, og ef eitthvað var, þá
var hann betri núna“ sagði Stefán.
Þau hittu gamla keppendur og verð-
launahafa og þótti gaman að hitta
meistarana.
Flugvélin hét Jessie Owens
„Það var ekki nóg með að vel
væri tekið á móti okkur, heldur
vomm við kvödd með virktum.
Gljáfægðir Bensar biðu fyrir utan
hótelið og ekið var með okkur á
flugvöllinn. Við kepptum á
Ólympíuleikunum fyrir 50 ámm,
hetja leikanna var Jessie Owens,
og þegar við gengum að flugvélinni
sáum við að hún hét Jessie Owens.
Endaspretturinn gat ekki verið
betri" sagði Jónas Halldórsson og
var greinilega farinn að hlakka til
næsta afmælis.
Samantha Fox ástfangin
§ öngkonan breska,
Samantha Fox, er ástfangin.
Sá lukkulegi heitir Dave Lea
ogþykir einn sá besti á
Bretlandseyjum í Kung
Fu-sjálfsvamaríþrótt. Fox
hefur til þessa eingöngu
helgað sig starfínu og margoft
sagt í viðtölum að hún hafí
ekki tíma til að standa í
ástarsambandi. Hún býr heima
hjá foreldrum sínum og hefur
að sögn aldrei verið við mann
kennd. En í Hamborg komst
upp um parið. Þau bókuðu sig
inn á glæsilegt hótel undir
fölskum nöfhum, en árvakur
ljósmyndari þefaði þau uppi.
KJÖTMIÐSTÖÐIN Simi 686S11
Flokkur U.N.I.
Aðeins 249 kr. kg.
Allt skorið og pakkað
Þrefalt vasaljós.
Meira Ijós með
OSRAM Halogen
Nú
þrefalt
meira Ijós
Aöur
— Nýja Halogen-
vasaljósið frá
OSRAM hefur alla
kosti halogen-
tækninnar:
| — Þreföld meiri birta,
meö sömu raf-
hlöðum.
— Þreföld
langdrægni, og
tvöföld ending Ijós-
gjafans miðað við
önnur vasaljós.
— Meðfærilegt, vatns-
varið og öruggt.
OSRAM
Ijóslif andi
orkusparnaður
Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og
kaupfélögum. Heildsölubirgðir.
JðHANW ÓIAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588
Sovéskir dagar 1986
Tónleikar og danssýning
SÖng- og dansflokkurinn „Lazgí“ frá Sov-
étlýðveldinu Úzbekistan í Miðasíu heldur
tónleika og danssýningu í Þjóðleikhúsinu,
sunnudaginn 5. október kl. 14. Fjölbreytt
efnisskrá. Aðgöngumiðasala í Þjóðleik-
húsinu.
MÍR.
■4