Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986
32
Neil Kinnock í vígahug á flokks-
Mexikó:
Tólf millj-
arðar doll-
ara í ný lán
Washington, AP.
STJÓRN Mexíkó hefur náð
samningum við ýmsar alþjóð-
legar lánastofnanir og við-
skiptabanka um ný lán að
fjárhæð 12 milljarðar dollara.
Samningar þessir ná einnig til
nýs greiðslufyrirkomulegs á
eldri lánum að fjárhæð 50
milljarðar dollara.
Helmingur nýju lánanna eða
um 6 milljarðar dollara koma frá
ýmsum viðskiptabönkum í heim-
inum. Þetta er í fyrsta sinn, sem
viðskiptabankar hafa heitið þvf
að leggja fram fé til að létta
skuldabyrði þróunarlanda, síðan
James A. Baker, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna kunngerði
áætlun sína fyrir einu ári um
að fá viðskiptabanka í ýmsum
löndum til samstarfs í þessu
skyni.
Samningar þeir, sem Mexí-
kóstjóm hefur nú gert, náðust
eftir að Reagan Bandaríkjafor-
seti hvatti foiystumenn á vett-
vangi fjármála í heiminum til
þess á þriðjudag að grípa til virk-
ari aðgerða til eflingar efna-
hagslífínu í heiminum.
Kvikmyndin „í ljósaskiptunum“;
AP/Símamynd
Mark Chen, faðir ungu stúlkunnar,
sem beið bana við töku myndarinnar
„The Twilight Zone“, brast í grát er
hann bar vitni í réttarhöldum í gær. Á
minni myndinni sést þyrlan, sem slysinu
oUi.
Framleiðendurnir
sakaðir um mann-
dráp af gáleysi
Chen var með dóttur sinni þar sem
tökur myndarinnar fóru fram, en
hann var sofandi þegar kvikmynda-
tökumaðurinn kom og sótti stelpuna.
„Dóttir mín og Myca Le léku í
atriði með leikaranum Vic Morrow.
Þeir komu og tóku bömin ..." sagði
Chen og brast í grát.
Stúikumar tvær og Vic Morrow
biðu bana þegar þau fóm yfír ána
við það að þyrla hrapaði á þau vegna
bellibragða og sprenginga. Landis,
Folsey, þyrluflugmaðurinn og fleiri
hafa verið sóttir til saka fyrir mann-
dráp af gáleysi.
Loa Angeles, AP.
MARK CHEN, faðir sex ára
stúlku, sem lést við tökur mynd-
arinnar „The Twilight Zone“,
bar í gær vitni fyrir rétti. Grát-
andi sagði hann að framleiðindur
kvikmyndarinnar hefðu aldrei
látið þess getið að stúlkubarnið
þyrfti að leika innan um spreng-
ingar og undir þyrlu.
Chen sagði að bróðir sinn, Peter,
sem var vinur Donnu Shuman, að-
stoðarframkvæmdastjóra myndar-
innar, hafí rætt við sig í júlí 1982
til að grennslast fyrir um það hvort
dóttirin Renee gæti komið fram í
myndinni.
Chen kveðst aðeins hafa fengið
þær upplýsingar að leikari myndi
bera Renee yfir fljót í einu atriði
myndarinnar þegar hann ræddi við
George Folsey, aðstoðarframleið-
anda „The Twilight Zone".
í yfírheyrslum við réttarhöldin í
gær kom fram að Chen hafði aldrei
verið beðinn um að útvega dóttur
sinni atvinnuleyfi og hvorki John
Landis, leikstjóri myndarinnar, né
Folsey hefðu greint frá því að
sprengjur yrðu sprengdar í umræddu
atriði.
þingi Verkamannaflokksins
London, frá Valdimari Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunbladsina.
TALSMENN breska Verkamannaflokksins segjast þess
fullvissir að ræða Niels Kinnock á landsþingi flokksins í
gær hafi aukið sigurlíkur flokksins í næstu þingkosningum
til muna.
Ræða Kinnocks var almenns eðl-
is, dæmigerð barátturæða, en lítt
farið í saumana á einstökum mála-
flokkum. Flokksformaðurinn
Erýndi harkalega stjómarstefnu
sflokksins. Hann sagði að
stefna flokksins hefði sundrað
bresku þjóðinni og jafnframt kallað
örbirgð_ og óhamingju yfír fjölda
fólks: „íhaldsmenn hafa beint öllum
kröftum sínum að því að gera hina
ríku ríkari og hina fátæku fátæk-
ari,“ sagði Kinnock og fór hörðum
orðum um atvinnuleysið.
Kinnock sagði að Ríkisstjóm
Margaret Thatcher bæri ábyrgð á
því og auk þess væru glæpir og
ofbeldi af ýmsu tagi sök ríkjandi
stjómarstefnu. Stefna stjómarinnar
meinaði stórum hópum fólks að búa
við sæmandi lífskjör og mannlega
reins.
Hann kvaðst höfða til siðferðis-
kenndar meirihluta bresku þjóðar-
innan „Þessi siðferðislegi meirihluti
Frankfurt:
320.000 titlar
á bókasýningn
Frankfurt, AP.
HIN árlega bókasýning í Frank-
furt var opnuð í gær 38. sinni.
Að þessu sinni er að finna
320.000 bókatitla á sýningunni.
Hans-Dietrich Genscher, ut-
anríkisráðherra Vestur-Þýzka-
lands, opnaði sýninguna og sagði
við það tækifæri að hún væri merki-
legt framlag í þágu upplýsingafrels-
is í heiminum.
Sýningin stendur yfír til 6. októ-
ber næstkomandi. Á henni kynna
sjöþúsund útgefendur frá 84 lönd-
um vöru sína .
væntir þess ekki af stjómmála-
mönnum að þeir búi fólki himnaríki
á jörðu. En þessi meirihluti krefst
þess að stjómmálamenn komi í veg
fyrir helvíti á jörðu."
Niel Kinnock ítrekaði loforð
breska Verkamannaflokksins um
að fækka atvinnulausum um eina
milljón á tveimur árum komist
flokkurinn til valda. Þá fór hann
mörgum orðum um þá stefnu
Verkamannaflokksins að gera Bret-
land kjamorkuvopnalaust. Hann
varði þá stefnu sína og sagði tíma
til þess kominn að þjóðir heims
vöknuðu til vitundar um ógn kjam-
orkuvopna og nauðsyn þess að
útrýma þeim með öllu.
Þingheimur reis á fætur að lok-
inni ræðu flokksformannsins og
fagnaði með fimm mínútna dynj-
andi lófataki. Ræðan féll bersýni-
lega í góðan jarðveg meðal flestra
flokksbræðra Kinnocks - en þó
ekki allra. Þeir, sem lengst standa
til vinstri innan flokksins, létu sér
fátt um fínnast og nokkrir vinstri
sinnaðir þingmenn Verkamanna-
flokksins sáu ekki ástæðu til að
rísa á fætur foringjanum til heið-
urs. Þótti þeim skorta á róttækar
stefnuyfírlýsingar og fyrirheit um
víðtæka uppstokkun efnahagslífs-
ins í átt til sósíalisma. En róttækir
vinstri menn eiga við ramman reip
að draga innan Verkamannaflokks-
ins um þessar mundir og lands-
þingsfulltrúar tóku flestir undir með
formanninum í gær er hann sagði
að flokkurinn yrði að einbeita sér
að því, sem hann gæti staðið við:
„Ef við lofum að gera of mikið einu
getur afleiðingin orðið sú að við
gerum ekki nokkum skapaðan
hlut.“
Gengi
gjaldmiðla
GENGI Bandaríkjadollars hélst
stöðugt gagnvart evrópskum
gjaldmiðlum. Gullverð féli i
Ziirich en hélst óbreytt í London.
Gengi Bandaríkjadollars var þannig
að fyrir hann fengust 2,0225 vest-
ur-þýsk mörk (2,0265), 1,6448
svissneskir frankar (1,6430),
2,2890 hollensky gyllini (2,2885),
1.401,50 ítalskar lírur (1.402,00)
og 1,3895 kanadfskir dollarar
(1,3875).
Brussel:
Gleðikonur í eina sæng
með Evrópubandalagi
Brnssel, AP.
GLEÐIKONUR frá sextán löndum koma nú saman í Brussel til
að halda annað alþjóðaþing sitt. Umhverfisvemdarsinnar á Evr-
ópuþinginu f Strasbourg buðu gleðikonunum að halda þingið og
hægri sinnuðum þingmönnum til mikillar armæðu verður það
haldið á skrifstofum Evrópuþingsins í höfuðborg Belgíu.
Belgíska ríkisstjómin hefur
fagnað hinum óvenjulegu fulltrú-
um, sem sitja þingið. Aftur á
móti skráðu tollverðir þátttakend-
ur sem listamenn, þegar þeir
komu til landsins, ef íbúar Bmss-
el skyldu láta í ljósi óánægju með
þessa tímabundnu fíölgun gleði-
kvenna í borginni.
Þingið hófst í gær og lýkur á
morgun. 179 gleðikonur ætla á
þinginu að ræða um rétt sinn í
starfi, samskipti við þær kynsyst-
ur sínar, sem ekki em falar,
alnæmi og aðra sjúkdóma, sem
standa starfsgreininni fyrir þrif-
um.
Margo St. James, sem stofnaði
„COYOTE" („Call Off Your Old
Ethics" eða „Slauffaðu gömlu sið-
fræðinni"), stéttarfélag gleði-
kvenna, sér um framkvæmd
þingsins.
Margo hefur barist fyrir því að
vændi verði lögleitt í Bandaríkjun-
um og bættri vinnuaðstöðu fyrir
allar konur síðan hún hætti að
starfa sem gleðikona fyrir áratug.
Margo flutti til Suður-Frakk-
lands í vor og þar hyggst hún
dvelja til frambúðar. „Eg flutti
af tveimur sökum; annars vegar
vegna þess að lögreglan hóf
skjmdiaðgerðir gegn gleðikonum
í San Francisco skammt frá heim-
ili mínu og hins vegar hefur mig
alltaf langað til að vera Banda-
ríkjamaður búsettur á erlendri
gmndu eins og Hemingway og
hinir foringjamir."
Margo sagði f viðtali að hún
hygðist halda áfram baráttunni
fyrir gleiðkonur í Bandaríkjunum.
„Einnig viljum við brúa bilið milli
gleðikvenna og annarra kvenna.
Kvenréttindakonur vilja senda
„slæmu“ stelpumar í endurhæf-
ingu svo þær verði eins og „góðu“
stelpumar. En konur ná ekki fram
rétti sínum með slíkum hætti.
Þessar kvenréttindakonur em
óheiðarlegar tepmr sem þykjast
vera bjargvættir. Þeirra afstaða
er þessi: „Hvem gæti langað til
að vera gleðikona,““ segir Margo
og heldur fram að þær séu ekki
fáar. Hún segir að ein milljón
gleðikvenna starfí nú í Banda-
ríkjunum og þar af hafí aðeins tíu
af hveijum hundrað leiðst út í
starfið vegna fjárhagsvandræða.