Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. Morgunbiaflia/Einar Faiur Ekkí emvörðimgn hagur fámeimrar stéttar, heldur íslenskrar menningar KvikmyndasjóÖur fœr á nœsta ári 55,4 milljónir skv. fjárlögum, rúmlega helmingi hœrri upphœÖ en í ár. Hér er rœtt viÖ framkvœmdastjóra sjóÖsins, GuÖbrand Gíslason um hvernig stööu sjóÖsins og íslenskrar kvikmyndagerÖar í Ijósi breyttra aÖstœÖna. Ljóst er að vegur kvikmyndagerðar í landinu eflist á næsta ári, þar sem nú hefur verið ákveðið að framfylgja lögum sem sett voru um Kvikmyndasjóð árið 1984, þess efnis að til hans renni allur söluskattur af kvikmyndasýningum. Er um að ræða talsverða fjármuni, en gróflega reiknað hefði söluskatturinn orðið um 48 milljónir króna á þessu ári. Fjárveiting til sjóðsins nam hins vegar 26 milljónum króna, 16 milljónum í fyrstu veitingu og 10 milljónum í aukafjárveitingu tii hans í ár. A fjárlögum fyrir næsta ár er hlutur kvikmyndasjóðs 55,4 milljónir króna. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Guðbrand Gíslason, framkæmdastjóra Kvikmyndasjóðs um hveiju aukin fjárráð sjóðsins myndu breyta varðandi kvikmyndagerð á Islandi, sem hann telur mjög nauðsynlegt að efla einmitt nú. að er auðvitað fagnað- arefni fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn að sjóðurinn fái fullt framlag frá ríkinu á næsta ári, en það hangir meira á spítunni en einvörðungu hagur þessarar fámennu stéttar. í heild- ina litið er verið að tala um framtíð íslenskrar menningar og fslenskrar vitundar og það höfuð- atriði að við höslum okkur völl í kvikmyndagerð. Þess hefur aldrei verið meiri þörf en nú, þegar inn í landið kemur óhemju mikið af erlendu myndefni sem við verðum að eiga mótvægi við. Sumt af erlenda efninu er mjög gott, en um leið er gífurlega mikið af því rusl og B-myndir,“ segir Guð- brandur. „Það kom nýlega fram hjá menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna að hætta er á ákveðnu menningarrofi í íslensku þjóðfé- lagi, í ljósi þess að tengsl fjöl- skyldnanna innbyrðis fara minnkandi, foreldrar vinna mikið utan heimilis og hafa ekki tíma til að miðla bömum sínum nauð- synlegri vitneskju um tilveruna. Hvar fá þá unglingamir þessa vitneskju. Jú, þeir fara í bíó og leigja myndbönd í stórum stíl og við vitum að á mörgum heimilum þegar að foreldramir era að rejma að sofa úr sér vikuskammt af vinnuþrejrtu á laugardags- og sunnudagsmorgnum, þá er mjmd- bandstækið oft nærtækasta bamapían. Böm og unglingar era á mótun- arskeiði og mjög móttækileg fyrir utanaðkomandi áhrifum og þau áhrif og viðhorf sem oft koma fram í kvikmjmdum era snögg- soðnar hugmyndir um réttlæti, oft þannig að sá sem neytir afls- muna sigrar og kúrekasiðferðið er alsráðandi. Þetta era hins veg- ar ekki íslensk viðhorf. “ -Hvernig má þá koma á því mótvægi sem þér finnst skorta? „Það sem þarf er að framleiða myndir af öllu tagi þar sem ísland og íslensk rejmsla er í brenni- depli." -ísland og fslenskt, vill fólk sjá séríslenskt myndefni? „Á það hefur rejmt og svarið er eindregið já. Rejmslan sýnir okkur að íslenskar myndir hafa fengið yfir 100.000 áhorfendur, eins og kvikmjmdin „Með allt á hreinu“, sem er í sjálfu sér heims- met og við eigum aðrar myndir sem á milli 40.000-70.000 áhorf- endur hafa séð. Ég hugsa að kvikmjmdajöframir í Holfywood þættust góðir ef þeir gætu fram- leitt kvikmjmd sem íjórðungur bandarísku þjóðarinnar færi að sjá. En ég er ekki í vafa um áhuga Islendinga fyrir íslenskum kvik- myndum og með hliðsjón af aðsókn á nýjustu myndina, Stellu í orlofí nú fyrstu vikuna, er ég viss um að íslendingar vilja frekar sjá íslenskt en erlent." •En nú höfum við dæmi og það fleiri en eitt um íslenskar kvikmyndir sem fengu ekki nærri þá aðsókn sem til þurfti? „Það er allveg rétt. Nú á allra síðustu áram höfum við haft tvær kvikmyndir sem fengu dræma aðsókn, en þá verður líka að hafa hugfast að það era ekki allar kvik- myndir svokölluð kassastykki og ég er ekki viss um að við yrðum ánægð með þær allar eins. Það verður líka að gefa fólki í þessari listgrein sem öðram, tækifæri á að þrejrfa sig áfram, öðlast reynslu og innsæi. Við verðum að hafa svigrúm til að gera kvik- myndir sem höfða til smærri hóps en nánast allra landsmanna." -Er kannski núna fyrst kom- inn grundvöllur fyrir gerð kvikmynda sem ekki höfða til alls fjöldans, þ.e. með aukinni fjárveitingu til kvikmjmda- sjóðs? „Það verður tíminn trúlega að leiða í ljós, en ég held nú að flest- ir hugsi um að gera myndir sem ganga, eins og það er sagt. Hins vegar megum við ekki setja mönn- um stólinn fyrir dymar með að gera metnaðarfullar listrænar kvikmyndir, við megum ekki missa þann spón úr askinum. En íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum er alltaf að Qölga og með fleira fólki koma mismunandi viðhorf og mismunandi reynsla, sem verður til þess að fjölbreyti- leikinn í íslenskri kvikmjmdagerð eykst, sem er það sem við þurfum. Aðstæður nú era, eins og einn góður maður benti á, ekki ósvip- aðar og á tímum Guðbrands biskups, þegar Guðbrandsbiblía var prentuð og því þannig bjargað að við töpuðum ekki íslensku tungunni. íslenska kvikmjmda- gerðin gegnir sama hlutverki í nútímaþjóðfélagi mjmdmálsins. Það era 3000 til 4000 titlar á myndbandamarkaðnum og þar af held ég að íslenskar kvikmyndir á myndböndum séu tólf talsins. Þess vegna segi ég að það er ekki verið að bjarga lítilli starfs- stétt kvikmyndagerðamanna með eflingu sjóðsins, heldur er þama á ferðinni mikilsverð ákvörðun í menningarpólitíkinni og það þarf nú dálítinn kjark til að taka slíkar ákvarðanir á sama tíma og reynt er að halda í horfínu öllum út- gjöldum ríkisins. Sem betur fer eigum við hér menntamálaráð- herra sem er kjarkmaður og svo fjármálaráðherra sem er það ung- ur að áram að hann hefur sjálfur verið alinn upp á tímum mynd- máls og skilur á sjálfum sér áhrifamátt þess í lífí ungs fólks. Nú, fyrst ég er að nefna vildar- menn íslensku kvikmjmdagerðar- innar, þá er þar að auki einn maður sem gerði sér grein fyrir nauðsjm hennar manna fyrst og gerði ráðstafanir til að koma kvik- myndasjóði á fót, en hann var stofnaður 1978. Það er Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðunejrtinu og við eigum honum ekki síst að þakka að íslenska kvikmjmdaævintýrið fór jrfírleitt af stað.“ -Nú er stutt síðan ljóst var að fjárframlag til sjóðsins yrði aukið. Hefur sú ákvörðun breytt einhveiju nú þegar? „Já, breytingamar era strax famar að sýna sig. Þær sjást m.a. á því að fjöldinn allur af kvikmyndagerðarmönnum hefur dustað rykið af handritum sem þeir hafa skrifað, en svo ekki lagt í að gera kvikmynd út frá á liðn- um áram.“ -Þýðir þetta að fjöldi manns geri kvikmyndir áriega héðan í frá? „Þetta þýðir ekki að allir fari af stað hér og nú. Hins vegar þýðir þetta að fréttin um skilning stjómvalda á þessu máli örvi menn stórkostlega til aukinnar listssköpunar á sviði kvikmjmda. Þar með verður úr fleira að velja þegar úthlutunamefnd sjóðsins fer að undirbúa úthlutun og það hlýtur að vera af hinu góða.“ -Verður lialdið áfram á sömu nótum og á þessu ári þeg- ar styrkir voru veittir til gerðar tveggja kvikmynda, Skyttanna og Stellu í orlofi. Færri og stærri styrkir? „Það hefur verið stefna stjómar sjóðsins og ég hygg að hún sé að færast nær því að geta fylgt henni með góðu móti. Stjómin hefur reynt að gera þetta, enda er engum greiði gerður með því að íta honum á flot með einhveiju lítilræði, til þess eins að sjá hann sigla í kaf. Slíkt hefur því miður gerst og það er auðvitað mjög slæmt fyrir hlutaðeigandi ein- staklinga, en það er ekki fyrst og fremst þeirra vegna sem stjóm sjóðsins vill koma þessum málum í lag, heldur líka vegna þess að haldi slíkir hluti áfram að gerast, hæfíleikafólk geri kvikmjmd og brenni sig mjög illa á þeim fram- kvæmdum, verður það til þess að þetta fólk einfaldlega hættir í fag- inu, eða fer erlendis til að vinna við það. Það er mjög dapurlegt til þess að vita að fólk hafí lagt peninga og vinnu í fimm, sex ára nám erlendis, komið heim, gert sína fyrstu kvikmynd, tapað á því aleigunni og farið að vinna við óskyld störf. Það nær náttúrulega engri átt og ég veit að slíka hluti vill sjóðsstjómin koma í veg fyrir og á sama tíma standa vörð um kvikmjmdagerðina þannig að við töpum ekki hugvitinu og kunnátt- unni sem er til staðar nú þegar og eykst með hveiju árinu." -Hefur þú eínhveijar hug- myndir um hvemig úthlutun sjóðsins verður háttað næst? „Það er alfarið á valdi úthlutun- amefndar, sem skipuð er af stjóm sjóðsins, hversu margar mjmdir verða styrktar og hve mikið. Sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.