Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 G 7 Ólafur Indriða- son - Minning Ólafur Indriðason fæddist að Áreyjum við Reyðarfjörð 4. október árið 1921. Foreldrar hans, þau Ind- riði Jóhannesson, bóndi á Areyjum og kona hans Hildur Einarsdóttir frá Seyðisfirði bjuggu þama ásamt bömum sínum. Yngstur þeirra var Ólafur. Þar var hann til tíu ára ald- urs. Þau bjuggu síðar á Austfjörð- um, til dæmis á Búðareyri og Norðfirði. Á því tímabili sem Ólafur var að vaxa úr grasi þótti ekki sjálfsagt að fara á skóla eins og nú er. Vinn- an skipaði æðsta sess og sá sem ekki vann var ekki mikilsmetinn. Ég man að hann hafði orð á því að sig hefði iangað í skóla, en á því vom engin tök. Hann hafði hagar hendur og var listamaður. Ég dáðist oft að smíðisgripunum hans. Þar kenndi mikiliar listfengi. Hann var einn af þeim fyrstu sem hafði bflinn fyrir atvinnutæki í þungaflutningum um langa og erf- iða fjallvegi. Þar brást aldrei karlmennska eða kjarkur eða út- sjónarsemi, sem hann hafði í ríkum mæli. Árið 1950 flutti hann til Reykjavíkur. Ólafur vann lengst af hjá Reykjavíkurborg sem verkstjóri og viðgerðarmaður. Hafði hann virðingu og hlýhug þeirra er hjá honum unnu. Þijú böm átti Ólafur af fyrra hjónbandi, Pál, Soffíu og Jónas, öll mannvænleg. Seinni kona hans er Guðríður Valdemarsdóttir og reyndist hún bömum hans mik- ill vinur. Það var bjart yfir samveru þeirra Ólafs og Guðríðar, gagn- kvæm virðing og skilningur. Svo kom síðasta karlmennsku- raunin, sjúkdómurinn sem sigraði að lokum. Þar stóð Guðríður við hlið hans, tilbúin að lina þjáningam- ar og standa við bak hans þar til yfír lauk. Maðurínn minn, Friðrik Jónasson kennari, og ég vomm svo heppin að búa í sama húsi og þau Ólafur og Guðríður. Þökkum við vináttu þeirra og tryggð. Guðríður og aðrir aðstandendur. Missirinn er mikill. Megi birta minn- inganna ylja ykkur um ókomna ævi. Magnea Hjálmarsdóttir kennari. Hann Óli afi okkar er dáinn. Það er erfitt að trúa því og skilja. Fyrir fjórtán ámm, þegar afi fór að búa með henni ömmu okkar, þá var ekkert okkar fætt. Það elsta okkar fæddist árið eftir. Við höfum því aldrei litið á hann öðmvísi en afa okkar og hann var okkur sannar- lega góður afi. Við lásum saman blöð og_ teiknuðum myndir með honum. Á eftir fengum við stundum kaffisopa. Þá vomm við alveg eins og fullorðna fólkið. Afí var listrænn í sér. Hann málaði myndir, renndi lampa, skálar og fleira úr tré. Við eigum muni frá honum sem við munum geyma vel. Þó að hann afi hafi kennt sér meins af þeim sjúkdómi, er hann síðar lést úr, fyrir nokkmm ámm, þá gátu þau amma átt góð ár sam- an í viðbót. Síðasta sex og hálfan mánuðinn var afi búinn að vera í sjúkrahúsi. Undir það síðasta fékk hann að koma heim um helgar þeg- ar heilsan leyfði, þó fremur hafi það verið af vilja en mætti. Honum þótti svo undur gott að koma heim. Amma var búin að vera dugleg við að hjúkra honum og hjálpa og það létti honum mikið. Aldrei kvartaði hann afi en reyndi þvert á móti að vera gamansamur þegar við og aðrir heimsóttu hann. Nú vitum við að honum líður vel og við þökkum fyrir að hafa átt hann fyrir afa. Við biðjum Guð að styrkja hana ömmu, alla ættingja og vini í sorg- inni. Bára, Heiðar og Valdimar. Góðan daginn! Frímerkjakaup Eigið þið íslensk frímerki sem þiö viljið selja? Ef svo er þá erum viö tilbúin til að kaupa ótakmarkaöan fjölda. Viö borgum allt frá ’/• og allt upp aö margföldu viröi þeirra. Klippiö aöeins frímerkin af umslögunum og sendið það sem þiö hafið. Viö sendum ykkur siöan borgunina um leiö. SSE-Frimærker, Postbox 1038,8200 Arhus N, Denmark. Símanúmer okkar í Tjamargötu 10 em 27208 27291 24530 17117 17757 29858 HAPPDRÆTTI DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA i SJÓMANNA | Geymið auglýsinguna. | Heba heldur við heilsunni Nóvembernámskeið hefjast 29. október Erobik — Fonda-byrjendaflokkar, fram- haldsflokkar, megrunarkúrar — sauna, Ijós. í Hebu geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað viðsitthæfi. Innritun og upplýsingar í símum: 42360 og 41309. Dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinn- um íviku. Kennari: Elísabet Hannesdóttir íþróttakennari. Heilsuræktm HEBA Auðbrekku 14 — Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.