Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986
_
Alfa Romeo 33QV. Vél 105 DIN Hö. 0-100 km. 9,5 sek. Hámarkshraði 190 km/klst.
ARGERÐ 1987 KOMIN
SÝNING UM HELGINA
OPIÐ KL.I3-I7
NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600
Nýr bátur
til Stykkis-
hólms
Stykkishólmi.
í GÆRKVÖLDI, 20. október,
kom nýr bátur til Stykkishólms.
Er báturinn búinn öllum nýjustu
siglingar- og fiskileitartækjum,
talstöðvum, sjónvarpi og mynd-
segulböndum. Þá eru farsímar
af nýjustu gerð og þvi enginn
vandi að gera viðvart hvar sem
báturinn er staddur.
Báturinn er stálskip 114 lestir
að stærð. íbúðir skipveija eru aft-
an við brú og eins eldhús og öll
þægindi. Það verður ekki annað
séð en öllu sé vel fyrir komið og
þægindi hin bestu.
Báturinn er keyptur frá Svíþjóð
og smíðaður í Karlstad árið 1983
og hefír verið á veiðum í 2 ár og
reynst vel. í skipinu er 775 Cater-
pillar-aflvél, aðalvél og 125 hesta
ljósavél af sömu tegund. Spilbún-
aður er tvisvar sinnum 12 tonna
spilvindur og 12 tonna veiðarfæra-
vinda. Auk þess er báturinn búinn
löndunarkrana 8 tonna. Lest báts-
ins er kassavædd og er um 100
rúmmetrar að stærð. Báturinn
heitir Om og ber einkennisstafína
SH 248 og er eigandi Rækjunes
— Björgin hf, Stykkishólmi.
Ég átti tal við Þorstein Björg-
vinsson, skipasmíðameistara í
Stykkishólmi, sem fór ásamt Sig-
uijóni Helgasyni framkvæmda-
stjóra til Svíþjóðar og Danmerkur
fyrr í haust til að athuga með
kaup og innflutning á bát, eftir
að fyrirtækið varð að taka úr notk-
un mb. Öm, 95 tonna gamlan
þýskan bát sem fór í úreldingu.
Þorsteinn sagði mér að hann hefði
litið á nokkra báta með tilliti til
íslenskra aðstæðna og þetta hafí
verið talin hagkvæmustu og bestu
kaupin. „Við héldum af stað til
íslands um seinustu helgi," sagði
Þorsteinn og reyndist báturinn
sérstaklega vel. „Kom það greini-
lega fram því við hrepptum vont
veður og urðum að bíða vars í
Færeyjum í tvo sólarhringa."
Skipstjóri á hinu nýja skipi verð-
ur Konráð Ragnarsson, Stykkis-
hólmi, og vélstjóri Hörður
Karlsson, Stykkishólmi. Báturinn
mun senn fara á skelfískveiðar.
Báturinn er smíðaður til hverskon-
ar togveiða.
— Arni
-
SÓLSKINSEYJAN
maHorka
Verð frá kr. 13.900
Nú seljum við síðustu sætin í haustferð-
irnartil Mallorka, sumaraukann sem slær
i gegn.
2. nov. — 10 sæti laus. Ferðaskrifstofa, Hallveigarstíg 1. símar 28388-28580. -