Morgunblaðið - 26.10.1986, Page 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986
______ HAMSKERIMM ÞÓRARINN HELGASON
__________ÁAKRANESITEKINN TALI
Hef
uppstoppað
fuglsem
frystikistu
Í16ár
Þeireru ekki margiríslendingarnir sem bera starfsheitiÖ „hamskeri“ogþað vaknar auðvitað
sú spurninghvað hamskeri sé. Það liggurað hluta til í nafninu, þeirskera hami. En þeir
gera meira, þeir stoppa upp dýr ogýmsirþeirra verða geysisnjallir í iðn sinni, stoppa dýr,
fugla, fiska og skordýr jafnvel upp þannig að erfitt getur verið að átta sig á þvi að viÖkomandi
dýr er í raun dautt en ekíd sprelllifandi. Mjög fáir Islendingar kunna hamskurÖ, e. t. v. fleiri
heldur en opinberlega eru kunnirfyrir, en fáir engu aÖ síÖur. Einn þeirra erÞórarinn
Helgason, SkagamaÖur, annar Jón Magnússon i Reykjavík og sáþriÖji FriÖrik Jensson í
Vestmannaeyjum. Einhverja fleiri mœtti sjálfsagt nefna, en verÖur látiÖ ógert, því hér verÖur
rœtt aÖeins viÖ Þórarin og hann spurÖur um eitt og annaÖ varÖandi forvitnilega iÖn sína.
Þórarinn sýslar við duggandarkollu sem festi sig í neti í Mývatni á
nýliðnu sumri og drukknaði.
Hálmbolti sem endar inni í duggandarham.
Það lá einna beinast við
að spyija Þórarin hvemig
á því stóð að hugur hans
stefndi til jafnsjaldgæfr-
ar iðnar hér á landi og
raun ber vitni. Þórarinn: „Ég var
alltaf mikill áhugamaður um nátt-
úrufræði, alveg frá bamæsku og
hafði það frá föður mínum. Ein-
hveiju sinni vomm við saman í
Reykjavík og litum á safnið í Lau-
gamesskóla, en dýrin þar hefur Jón
Magnússon stoppað upp. Þá var það
að ég fékk þá flugu í höfuðið að
læra uppstoppun, eða hamskurð
eins og það heitir. Ég var líklega
6—8 ára gamall þegar þetta var,
og það var árið 1969 að ég afréð
að skella mér í námið. Ég fór til
Skotlands, nánar tiltekið í „Royal
Scottish Museum" f Edinborg og
komst ég þar að fyrir tilstilli Finns
heitins Guðmundssonar fuglafræð-
ings. Pyrst var ég úti einn vetur,
kom síðan heim þann næsta og lauk
náminu svo af þar næsta vetur.
Annars er misjafnt hversu lengi
menn em að læra hamskurð, allt
eftir því hvað þeir kjósa sjálfir.
Námið er nær eingöngu verklegar
æfingar á ýmsum dýmm allt frá
skorkvikindum upp í stór spendýr
og fiska."
Verða menn ekki að vera jafn-
vígir á allt?
„Það er auðvitað æskilegt að
geta sem mest í þessari iðn sem
öðmm, en erlendis er mikið um að
menn sérhæfi sig. Þannig var á
safninu í Edinborg, en þar störfuðu
Qórir hamskerar og var verkaskipt-
ing meðal þeirra, einn sá um fugla,
annar um físka, sá þriðji um spen-
dýr og sá fjórði um skordýr."
En hvað með aðferðir, hvernig
er hægt að láta steindautt dýr
líta út fyrír að vera lifandi?
„Þetta er spuming um að temja
sér rétt handbrögð hvað uppsetn-
inguna sjálfa varðar, en vinnu-
brögðin em frekar fábrotin. Ef við
tölum um fugla, þá er langsamlega
algengast að troðið sé inn í þá
hálmblöndu. Þeir em skomir upp
og hreinsað innan úr þeim. Síðan
látnir þoma. Það tekur misjafnlega
langan tíma og munar mestu hversu
feitir viðkomandi fuglar em. Þannig
em sjófuglar lengi að þoma, miklu
lengur en t.d. hrafn, sem hefur lítið
fítulag. í millitíðinni hnoða ég hálm-
bolta sem kemur í stað innvolsins
og þegar hamurinn er tilbúinn, treð
ég hálminum inn í hann og sauma
saman. Ég styðst við myndir í bók-
um þegar ég stilli fuglinum upp og
reyni að ná sem eðlilegastri stell-
ingu. Puglinn festi ég við steininn
eða greinina með því að renna sér-
stökum vír undir húðina á fótunum,
þræða hann upp með beininu og inn
í búkinn. Bora svo ofan í steininn
eða greinina og steypi vírinn þar
fastan með gifsi.
Það er yfirleitt öðm visi farið
með spendýrin. í flestum tilvikum
era þau flegin og húðin þurrkuð
og á meðan er hönnuð afsteypa úr
gifsi og síðan grind sem húðin er
síðan lögð á og klædd með. Það
færist í vöxt að trefjaplast sé notað
í stað gifs, það er léttara og að
mörgu leyti handhægara í vinnslu."
En hvernig eru fiskar settir
upp, er það ekki gerólík aðferð?
Jú, það er önnur tækni, enda
ólíku saman að jafna. Tvær að-
ferðir em notaðar á fiska. Ein er
að gera afsteypu úr gifsi og mála
á hana rétta liti. Hin er að roð-
fletta, þurrka roðið og klæða síðan
afsteypu með því. Síðari aðferðin
gefur ágæta raun í byrjun, en
geymsluþolið er lélegt, fískurinn
gulnar og verður fyrir litatapi. Fyrr-
nefnda aðferðin hefur endalaust
geymsluþol að kalla, en er vanda-
söm, því það verður að hitta á rétta
liti. Fisk sem á að uppstoppa verður
að setja tafarlítið í plast með vatni
í og frysta eins fljótt og auðið er.
Laxar og silungar verða oft skellótt-
ir, en það þarf ekki að spilla, það
er oftast hægt að laga það með lit-
unum. Það má heita afar óheppilegt
að blóðga fisk, því hann missir nátt-
úralegan lit og því hætta á að hann
verði aldrei í raun eins og hann var
nýveiddur."
Hvar er línan dregin um hvað
er hægt að stoppa upp og hvað
ekki?
„Ef við ræðum um fugla, þá em
þeir orðnir of gamlir ef fiðrið er
farið að losna frá búknum, en þetta
er breytilegt eftir árstíðum, öll rotn-
un er hægari í kaldara veðri. Þegar
fuglinn er á annað borð kominn í
plast, virðist vera hægt að geyma
hann furðu lengi. Þannig uppstopp-
aði ég einu sinni rauðbrysting sem
hafði legið í frystikistu í 16 ár.
Þetta kann þó að vera breytilegt
og fara svolítið eftir eðli fuglsins
sem í hlut á, því ég hef lent í öðmm
fuglategundum sem hafa verið mun
skemur i frosti og hafa verið þurrir
eftir geymsluna. Það hefur lýst sér
þannig að kjötið hefur virst gróa
við haminn og verður erfitt að eiga
við slíkt."
í kjölfarið á sfðustu spurningu
væri ekki úr vegi að spyrja hvar
linan er dregin hvað þú getur
tekið að þér að gera.
„Ég get svo sem tekið ýmislegt
að mér á þessu sviði, en fyrir kem-
ur að fólk biður um skrýtna hluti.
Ég get nefnt sem dæmi, að það er
afar vinsælt að láta uppstoppa súl-
ur, enda tignarlegir og fallegir
fuglar. Fólk hefur verið að biðja
mig um að uppstoppa fyrir sig súl-
ur með vængina úti. Ég hef í
sumum tilfellum verið að reyna að
hafa vit fyrir viðkomandi, því það
er eins og það geri sér ekki grein
fyrir hinu mikla vænghafi súlunn-
ar. Dæmi em þess að fólk hafi ekki
komið súlunum fyrir heima hjá sér.
Svo er annað og það er að verð-
lagningin er furðuleg. Þannig
myndi hrafn kosta meira út úr
minjagripabúð heldur en skógar-
þröstur, en það lýsir engan veginn
þeirri vinnu sem þarf að leggja í
þessa fugla. Smærri fuglamir em
vandasamari og í þá fer meiri tími
heldur en fugl eins og kmmma sem
er fljótur að þoma og auðveldur í
uppstoppun einmitt fyrir hversu
stór hann er. Stundum kemur verð-
lagnin á þessum náttúmgripum af
stað umræðum.
Við þetta má bæta, að ég reyni
að koma mér undan því að upp-
stoppa búrfugla og önnur gæludýr,
en það er talsvert beðið um það.
Þessir smáfuglar fara oft úr ein-
hveijum pestum og em gjaman illa
famir, lausfiðraðir og svoleiðis.
Þeir verða því iðulega ekki fyrsta
flokks og þar sem tilfinningasemi
ræður ríkjum f þessum dæmum hef
ég viljað sleppa við slíkt."
Koma menn með fálka, emi,
snæuglur og slíkt?
„Ég get ekki svarað því hvort
mikið sé um slíkt sfðustu þijú árin
eða svo, því ég tók mér frí og er
rétt að byija aftur. En áður var það
árvisst að menn hringdu og spurðu
hvort ég tæki að mér að uppstoppa
fálka og smyrla. Þetta var ævinlega