Morgunblaðið - 26.10.1986, Side 15

Morgunblaðið - 26.10.1986, Side 15
MORGUNBLAÐE), SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 C 15 v Með mikilli eljusemi hefur Albðnum tekiet sð suka landbúnað um 70*K». Upphafíð er að ferða- klúbburinn Garða- bakki með Þorstein Magnússon skólastjóra Bankaskólans í farar- broddi, en hann er gamalreyndur leiðsögumaður, ráðgerði ferð um Ítalíu, Grikkland og Júgoslavíu. Við skipulagningu ferðarinnar kom upp sú hugmynd að reyna hið ómögu- lega, þ.e. að fá að fara inn í Albaníu og st)rtta þannig leiðina til Júgo- slavíu. „Var bent á að íslenska sendiráð- ið i Svíþjóð gæti hjálpað okkur við að fá vegabréfsáritun," segir Magn- ús, „en það hafðist ekkert upp úr því. Eftir nokkra eftirgrennslan var okkur sagt að til að fá vegabréfs- áritun yrðum við að hafa örugga gistingu, en það er erfítt, því það eru tiltölulega fá hótel í Albaníu, þó íbúamir séu 2,7 milljónir. Til dæmis eru aðeins tvö hótel í sjálfri höfuðborginni, Tirané. Préttum við loks af ferðaskrifstofu í Bristol i Englandi, sem var í sambandi við albönsku ríkisferðaskrifstofuna og í gegnum ensku ferðaskrifstofuna var ferð okkar skipulögð. Við þurft- um að láta ijósrita passana og senda til Grikklands. Eftir að ferðin var hafin og við komin til Aþenu fórum við svo með passana okkar strax í sendiráð Albana og fengum þá degi fyrir brottför. Það var snemma morguns, sem við lögðum upp frá grísku borginni Kalambaka í átt til landamæra- stöðvar í suðurhluta Albaníu, sem heitir Kabavije. Á milli Grikklands og Albaníu er einskismanns land markað af skógarijóðri þar sem búið er að koma upp hliði og stóðu þar vopnaðir verðir. Við þurftum að bíða í klukkutíma Grikklands- megin en loks kom merki að handan um að hleypa okkur yfir. Albaniumegin stóð lítið steinhús. Okkur var skipað þar í biðröð fyrir framan, því aðeins nokkrum var hleypt inn í einu. Þetta hefði ekk- ert gert til ef það hefði ekki rignt og engin okkar var með regnkápu hvað þá regnhlíf. Þegar inn var komið var gramsað f töskunum okkar og við látin fylla út skýrslu þar sem við vorum meðal annars beðin um að gera grein fyrir því, hvort við hefðum í farteskinu ýmis tæki eins og ljósmyndavél, segul- bandstæki, sjónvarp, ísskáp, þvottavél eða önnur heimilistæki, eiturlyf, bækur eða sprengiefni. Ég hafði haft með mér lítið sjónvarps- tæki, sem er á stærð við litla ÁróAursspjöld með áletrunum elns og „Uppfyllum skyidur okkar og ryðjum öllum hindrunum úr vegi“, mátti sjá f öllum borgum og basjum. vasabók auk straumbreytis af svip- aðri stærð. Verðimir virtust mjög spenntir fyrir tækinu og ég kveikti á því fyrir þá, og við náðum júgo- slavneska sjónvarpinu, en þeir eru óvanir að sjá annað en hið albanska vegna þess að sjónvarpsútsendingar nágrannaríkjanna eru skermaðar af.- Gerðu þeir athugasemd í skýrsl- una en létu mig halda tækinu. Þegar tollaeftirlitinu lauk sém tók 2-3 tíma komum við farangrin- Árið 1944 lýsti Enver Hoxha yfir stofnun hins albanska alþýðurfkis. um fyrir upp á nýtt í rútinni, sem við þessir 32 ferðalangar höfðum til fararinnar. Þegar hér var komið sögu var albanski leiðsögumaðurinn okkar mættur. Hann var 35 ára gamall menntaskólakennari og í fylgd með honum var 18 ára aðstoðarmaður hans. Nú var haldið til strandbæjar, sem heitir Saranda, þar er mjög fallegt. En miðað við strandbæi í vestur Evrópu var þar ekki mikið um að vera né margbrotin bað- strandaraðstaða. Ekið var með okkur að eina hótelinu í bænum. Leist okkur ágætlega á okkur. Her- bergin voru heit og hrein með góðri snyrtiaðstöðu og útvarpstæki var í herberginu. Allt var þó mjög fáorot- ið. Ég var því hissa, þegar ég kíkti inn í sturtuklefann, þar sem ég sá inniskó til að hafa í baðinu. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu ókum við til Buthrotum þar sem er að finna rústir af al- bönskum smábæ frá 12-13 öld. Þegar hér var komið sögu vorum við orðin þreytt, því við höfðum tekið daginn snemma. Við vorum því fegin að komast á hótelið aftur þar sem var tekið mjög vel á móti okkur. Búið að dekka upp langborð úti undir berum himni, og okkur boðið upp á ágætis kvöldverð. Daginn eftir fórum við til fæð- ingabæjar Enver Hoxha, þess manns sem mest áhrif hefur haft á öriög Albaníu og stjómaði landinu einráður þar til fyrir um þrem árum er hann lést. Mannsins, sem leiddi Albaníu á vit kenninga Marx, Leníns og Stalíns fyrir 42 árum síðan og mótaði þetta síðasta vígi stalínismans. Fæðingabær Hoxha heitir Gji- rokastar og er á leiðinni til höfuð- borgarinnar Tirané. Þegar við komum inn í bæinn stoppuðum við á aðal torginu en þar hafði safnast Sjá næstu sfðu. London — Glasgow Helgar- og vikuferðir London alla fóstudaga Verð frá Glasgow alla fimmtudaga Verð frá kr. 12.950 kr. 12.670 FERÐÁSKRIFSTOFAN Tjamargötu 10, gengið inn frá Vonarstræti Símar 28633 og 12367

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.