Morgunblaðið - 26.10.1986, Page 25

Morgunblaðið - 26.10.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 C 25 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS / \jr i/wwi flwn u/nr lj lt 8 - Þessir hringdu Hver kannast ekki við þetta hús sem hýsir Rás tvö? Einhveijar deil- ur hafa sprottið upp vegna hússins sj&lfs en nú skipast menn í flokka eftir því hvort þeir vilja selja Rás 2 eða ekki. Bréfritari vUl ekki selja og finnst honum nóg um ljótan munnsöfnuð sem einn andstæð- ingur hans hefur haft í frammi. Seljið ekki Rás 2 Núna undanfama daga hefur verið rifist um að fá að selja Rás 2 og margir látið ljót orð falla. Mig langar að segja nokkur orð. Þegar Rás 2 kom fékk hún marga hlustendur en nú er Bylgjan komin og hefur því hlustendum Rásarinnar fækkað á Reykjavíkursvæðinu. Til hvers þessi rifrildi um Rás 2. Það er engin skylda að hlusta á hana og þeir geta bara slökkt á útvarpinu sem ekki vilja hlusta. Og þú Ragn- ar Halldórsson, fáðu þér bara ný eyru og láttu þennan flna orðaforða sjást einhversstaðar annarsstaðar og leyfðu okkur hinum að hlusta með ánægju. UBG Sæti í Hallgrímskirkju Kvenfélag Hallgrímskirlg'u hef- ur nýverið afhent byggingar- nefndinni gildan sjóð til greiðslu á 300 sætum í kirkjusalinn stóra, sem samkvæmt upphaflegri áætl- un á að rúma 1200 manns. Árið 1974 gaf Kvenfélag Hallgríms- kirkju öll sætin í kirkjusalinn í tumálmunni, sem þá var vígður. Eftir frásögnina í Morgunblað- inu 7. þ.m. um Hallgrímskirkju, hafa borist margar góðar gjafir, aðrar en frá kvenfélagskonunum, til að kosta kaupin á sætum Hallgrímskirkju, en kostnaðurinn við hvert þeirra er kr. 2.500. Um leið og þakkað er fyrir þessr kær- komnu gjafir, er minnt á að póstfang Hallgrímskirkju er Póst- hólf 1016, 121 Reykjavík. Byggingamefnd Hallgríms- kirkju Pourquoi Pas? Kæri Velvakandi í Morgunblaðinu miðviku- daginn 17. september er grein um franska rannsókn- arskipið Pourquoi Pas? og er nafn skipsins stafsett á fjóra vegu, en engin þessara staf- setninga er rétt. Rétt stafsetning er: Pour- quoi Pas? Með þökk fyrir birtinguna Óskar Björnsson Mynd þessa mun gamansamur góðvinur Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, hafa gert af höfundi Hallgrímskirkju á fyrri árum. Hver er höfundurinn? Veit einhver lesenda Morgun- blaðsins hver er höfundur lagsins við testann: Manstu þegar nóttin kom í ágúst, ástin mín .... Sá sem býr yfír þessari þekkingu er vin- samlegast beðinn að láta Velvak- anda vita. Rásin betri Guðmunda hringdi: Hvað hefur Bylgjan fram yflr Rás 2, það þætti mér gaman að vita því linnulaust er skrifað um það í blöðin hvað Rás 2 er allt f einu orðin drep- leiðinleg og menningarsnauð. Hvað gerir Bylgjuna svona menningar- lega? Ég hef hlustað mikið á báðar stöðvamar og ef eitthvað þá er Rás- in miklu betri, tónlistin fjölbreyttari og dagskráin vandaðri. Einhver létt- ruglaður skrifaði um það um daginn að varla flnndist nokkur sála lengur sem hlustaði á prumpið á Rás 2. En er það ekki bara litla sæta einka- framtakið sem er svona frábært án tillits til innihalds? Ég bara spyr. Saltið óhóf- lega notað Húsmóðir í Vesturbænum hringdi: Ég hef tekið eftir því að salt- kjötið og rúllupylsumar, sem maður hefur verið að kaupa í búðum, er alltof oft brimsalt. Jafnvel svo að leggja verður það í vatn yfir nóttina áður en hægt er að borða það. Þetta þykir mér slæmt, má nú ekki ögn spara saltið í kjötið kjötiðnaðarmenn góðir? Siguijón Oddsson og tóbaksdósimar Karlmaður af Austurlandi hringdi: Silfurtóbaksdósir fyndust á Jök- uldal á Austurlandi. Á þær er letrað: Siguijón Oddsson, 1887 - 11/10 1954. Sá sem veit eitthvað nánar um þessar tóbaksdósir eða á tilkall til þeirra er beðinn að hringja í s. 97 - 1063. Hver hefur týnt Valdortt kven- mannsreiðhjóli? Kona hringdi og sagðist hafa fundið í garði sínum lillablátt, þriggja gíra kvenmannsreiðhjól. Það var fyrir tveimur mánuðum að hjólið kom í garðinn og er eigandinn beð- inn að hringja í síma 38714. Við höfum opið hús í dag milli 1(13.00) og 5(17.00) fyrirþá fjölmörgu sem komast ekki frá á virkum dögum. Tilefnið er ærið, því bæði eigum við 22ja ára afmæli í dag og svo hefur aldrei fyrr né síðar sést stórkostlegra úrval húsgagna í einni verslun. HLSGÖGIM húsgagnaAöllin 8ÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.