Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Walter Matthau og Polanski Þessi „svolitli leikur" fyrir Pol- anski tók níu mánuði um borð í átta milljón dollara seglskipi og Matthau hafði aldrei áður þurft að reyna eins mikið á sig líkam- lega frá því hann varð leikari. Myndin var tekin í Túnis og á Möltu svo eitthvað sé nefnt og Matthau lagði á sig mikla vinnu fyrir hlutverkið. í upphafi átti myndin að vera létt skop fyrir þá Polanski og Jack Nicholson fljótlega eftir aö þeir gerðu Kína- hverfið (Chinatown) en síðan eru liðin 12 ár. Michael Caine var einn af mörgum sem nefndur var í hlutverkiö áður en Matthau sagðist mundu taka það aö sér. Red sjóræningi er gamaldags, einfættur sjóhundur og Matthau sótti skylmingatíma, vann með sjúkraþjálfa til að fræðast um erfiðleika þess að vera einfættur og þjálfaði sig í einkatímum í cokneyframburði fyrir nú utan að stunda stranga líkamsrækt og kanna dyggilega ýmislegt er varðar tímabilið sem myndin ge- rist á. Þegar Matthau var spurður aö því hvernig honum líkaði að vinna með Polanski sagði hann: „Vegna þess að rök hans eru L)R H IVil ■\Vn\MyNDANNA Jennifer Jason Leigh og Rutger Hauer (hlutverkum sínum f mynd Paul Verhoeven, Flesh and Blood. Hollensk miðaldasaga með Rutger Hauer Hollenski leikstjórinn, Paul Ver- hoeven, fékk hugmyndina að nýjustu mynd sinni, Flesh and Blood (Hold og blóð), sem sýnd er í Háskólabíói, fyrir 13 árum þegar hann vann við ævintýraþætti fyrir börn, sem gerðust á miööldum, og voru sýndir í hollenska sjón- varpinu. Hvers vegna ekki að gera bíómynd fyrir fullorðna áhorfendur úr sama efnivið? Verhoeven skrif- aði handrit að bíómynd í samvinnu við rithöfundinn og sagnfræðing- inn, Gerard Soeteman, en það varð fljótlega Ijóst að verkefni sem þetta kostaði meiri peninga en Verhoeven gat látið sig dreyma um að afla að svo stöddu. Á næstu tíu árum komu Ver- hoeven og Gys Versluys, sam- starfsmaður hans og kvikmynda- framleiðandi, undir sig fótunum á hinum alþjóðlega kvikmyndamark- aði. Verhoeven gerði myndir eins og Turkish Delight, sem útnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin, og Soldier og Orange, sem hlaut Golden Globe- verðlaun. Hollenski leikarinn, Ruther Hauer, lék í báðum þessum myndum. í gegnum árin missti Verhoeven aldrei takið á Flesh and Blood, sem átti fyrst og fremst að vera raunsæ og sannverðug miðaldasaga. Hann og Versluys biðluðu til amerískra fyrirtækja um fjármagn og eftir nokkrar tilraunir gaf Orion Pictures grænt Ijós á framleiðsluna. Á með- an stóð yfir leit að tökustöðum um Evrópu þ.m.t. í Júgóslavíu, Rúm- eníu, Ungverjalandi og Tékkósló- vakíu en loksins féllst Verhoeven á þrjá staði á Spáni, Belmonte, Aceras og Avila. Og þá var bara að finna hentuga leikara í hlutverkin. Aðalpersónuna Martin, leikur Rutger Hauer en Martin þessi er foringi útlagahóps, sem fer um myrðandi, nauðgandi og rænandi á ótilteknum stað í Evrópu árið 1591. Jennifer Jason Leight leikur Agnesi, sem útla- gárnir ræna og hún fær Martin til að vera verndara sinn. Ástralinn, Tom Burlingson, sem lók í mynd- inni Maðurinn frá Snæá (The Man From Snowy River), leikur Steven, sem ástfanginn er af Agnesi og berst hatrammri baráttu við að frelsa hana úr klóm ruslaralýðsins og Jack Thompson (Breaker Mor- ant) leikur stríðsmanninn Hawk- wood, sem hjálpar Steven í baráttunni, en auk þeirra kemur fjöldi annarra leikara fram í mynd- inni. Einu sinni var Walter Matthau lýst eins og hrapandi spurninga- merki með andlit eins og óumbúið rúm. Hann hefur ekki verið upp á sitt besta núna í nokkur ár, stjörnuglampinn var aðeins farinn að dvína með held- ur ómerkilegum hlutverkum í gamanmyndum, sem almenning- ur nennti ekki að sjá. En hlutverk- ið í nýjustu myndinni hans er öðruvísi. Hann er sjóræninginn Red í mynd Polanskis, Pirates (Sjóræningjar), og hann þáði hlutverkið að beiðni sonar síns Charlie, sem hressa vildi upp á þreytta ímynd pabbans. Walter Matthau hafði þegar afþakkað hlutverkið einu sinni þegar Charlie bað hann að hugsa málið betur og loks féllst hann á það. í nýlegu viðtali sagði Matthau: „Sonur minn las handritið og sagði: Pabbi, þú verður að leika sjóræningjann. Þetta er mynd eftir Polanski og leikarar eru til- búnir að myrða til að fá hlutverk í Polanski-mynd. Og þú verður að reyna eitthvað sem er ööruví- si; snúa baki við öllum þessum borgarahlutverkum þínum . . . Ég held að þú ættir að leika svolítið fyrir Polanski." „Disney“ á krossgötum Walt Disney hafði ástæðu til að brosa þvf honum gekk allt f hag- inn. hvers kyns myndir væru vinsælar og gerði myndir eftir þeim nótum. Það var að sögn þeirra manna, sem stjórna fyrirtækinu um þessar mundir, eina leiðin til að halda þessu gamla fyrirtæki gangandi. Þessi nýja stefna hefur reynst vel; Touchstone-armurinn á tvær af vinsælustu myndunum í Banda- ríkjunum það sem af er þessu ári, en þær eru „Down and Out in Beverly Hills" og „Ruthless People". Nafn Walt Disneys hefur síðustu fimmtíu árin verið sett í samband við barnaieg ævintýri og teikni- myndir og má fullyrða að enginn einstaklingur né nokkurt fyrirtæki hafi komist nálægt því sem Disney og samstarfsmenn hans hafa gert. En um þessar mundir eru blikur á lofti. Veldi Walt Disneys eins og það var í þá gömlu daga virðist riða til falls. Eða á ef til vill að orða það þann- ig að gamla snilldin, sem einkenndi allt handbragð meistarans, sé horfin, þar sem arftakar hans standi honum langt að baki. Má vera. En Disney-veldið er ennþá sterkt í Bandaríkjunum og sést það best á því hversu „Disney-landið" er vinsælt og ráðgert er að byggja annað í Evrópu. En það eru kvik- myndirnar, sér í lagi teiknimyndirn- ar, sem ráðamenn Disney-fyrir- tækisins hafa mestar áhyggjur af. Walt Disney stökk fram í sviðs- Ijósið árið 1928 þegar hann skóp teiknimyndafígúruna Mikka mús. En hann lét sér það ekki nægja. Disney skóp einnig fyrstu teikni- myndina með tali (hét „Stream- boat Willie"). Næstu árin voru einstaklega frjósöm og Walt Disn- ey bjó til mörg sín bestu ævintýri. Honum gekk vel og árið 1934 hófst Disney handa við fyrstu talteikni- myndina í fullri lengd. Það var gífurlegt verk enda tók þrjú ár að fullgera myndina. Mjallhvít og dvergarnir sjö var svo frumsýnd árið 1937 og markar sú mynd viss tímamót í sögu kvikmyndarinnar. Mjallhvít varð strax gifurlega vin- sæl meðal barna á ölium aldri, myndin hefur verið endursýnd ár eftir ár og vekur alltaf jafn mikla kátínu og hrifningu. Margar myndir fylgdu í kjölfarið, þeirra á meðal Bambi, Öskubuska og Pétur Pan, og með þeim gull- tryggði Disney sér vinsældir og frægð víða um heim. Myndirnar voru allar endursýndar á nokkurra ára fresti. Walt tók sjaldan áhættu i efnisvali, hann skkóp persónur sjálfur eða tók upp úr sígildum barnaævintýrum. En hann tók aft- ur á móti mikla áhættu þegar hann lét gera Fantasíu, sem er senni- lega metnaðarfyllsta og frumleg- asta teiknimyndin sem Disney- fyrirtækið hefur staðið að. Myndin var rándýr í vinnslu og hlaut ærið misjafnar viðtökur við frumsýningu 1940, því hún þótti dálítið í burtu frá því sem Disney-aðdáendur voru vanir, en höfundurinn ávann sér enn meiri virðingu fyrir vikið. Fantasía hefur síðan farið sigurför um heiminn og eru þeir margir, sem telja hana almerkustu mynd frá hendi Disneys. En svo virðist sem dagar frum- legheitanna séu liðnir. Til að sannfærast þurfa menn ekki annað en að bera saman stórbrotna teiknikvikmynd eins og Gosa sam- an við nýjustu teiknimyndina frá Disney-fyrirtækinu, Svarta pott- inn, sem nú er sýnd í einu reyk- vísku bíóhúsi. Listrænn metnaður á ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim sem stjórna Disney, enda hefur verið stofnað sérstakt fyrir- tæki innan Disney-veldisins, sem nefnist Touchstone og framleiðir myndir eins og „Splash" og „Ruth- less People"; gamanmyndir fyrir fullorðna. Sumir halda því fram að aftur- förin hafi byrjað strax eftir andlát Walt Disneys sjálfs árið 1966. Það er ekki ólíklegt, sérstakiega þegar þess er gætt að helstu samstarfs- menn Disneys annaðhvort létust um svipað leyti eða settust í helg- an stein. En það var óhjákvæmi- legt fyrir fyrirtækið að reyna nýjar leiðir þegar meistarinn var fallinn frá. Disney-fyrirtækið hætti að ein- blína á teiknimyndir, fór þess í stað að fylgjast betur með tískunnni, „Mjallhvft" var fysta teiknimyndin f fullri lengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.