Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 1

Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 244. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Falklandseyjar: Le Monde: Lýst yfir 200 mílna landheled London, AP. BREZKA stjórnin lýsti i gær yfir 200 mílna fiskveiðilandhelgi við Falklandseyjar, sem tæki gildi strax. Jafnframt kunngerði hún, að frá og með 1. febrúar nk. yrði byrjað að veita leyfi til fiskveiða innan 150 milna þar og yrðu allir, sem þar vildu veiða, að verða sér út um slík leyfi. Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra tilkynnti þessar aðgerðir í neðri málstofu brezka þingsins í gær. Sagði hann, að Bretar kynnu „að beita valdi, ef nauðsyn krefði" til þess að tryggja réttindi sín. Voru þessi ummæli túlkuð sem aðvörun til Argentínumanna, sem gera kröfu um yfirráð yfir Falklandseyjum. Árið 1982 háðu þessar þjóðir stríð um eyjamar, sem lauk eftir 72 daga með ósigri Argentínu. Howe sagði, að 200 mílna land- helgi yrði sett strax til vemdar fiskistofnum við eyjamar, en frá og með 1. febrúar nk. yrðu allir, sem veiða vildu við eyjamar, að fá til þess sérstakt leyfi og myndu stjómvöld á Falklandseyjum annast þessar leyfísveitingar sjálf. George Foulkes, talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkis- málum, sagði að hér væri á ferðinni „mjög ögrandi ákvörðun," sem erf- itt yrði að framfylgja, þar sem allt hafsvæðið væri um 70.000 fermílur að flatarmáli (rúml. 180.000 ferkm). Norður-Noregxtr: Kreppuástand í síldariðnaðinum Ósló, frá Jan Erík Laure, fréttarítara Morgunbladsins. KREPPA vofir nú yfir síldarút- veginum i Norður-Noregi. Svo lítill afli hefur borist á land, að innan skamms verða ekki eftir nema sex verksmiðjur í þessum landshluta en eru 11 nú. Kom þetta fram á ráðstefmj, sem haldin var um framtíð síldveiða og vinnslu í Norður-Noregi, og var einnig fullyrt, að verði ekki hring- nótabátunum, sem eru 40, fenginn annar kvóti, t.d. þorskkvóti, muni þeim lagt fljótlega. Það sýnir best hvemig ástandið er, að 1983 komu á land 11 milljónir hektólítra en það, sem af er þessu ári, aðeins 1,8 milljónir. „Jafnvel þótt aflinn aukist frá því, sem nú er, liggur það í augum uppi, að hann mun ekki nægja öllum verksmiðjunum," sagði Thor Giæ- ver, formaður í samtökum síldar- verkenda í Norður-Noregi. Sfldveiðamar í Norðursjó geta ekki bjargað verksmiðjunum í Norð- ur-Noregi vegna þess hve um langan veg er að fara. Kom það fram í máli manna á ráðstefnunni, að þá báta, sem hafa aukakvóta, t.d. á rækju eða ufsa, yrði kannski hægt að gera út áfram en að þeir, sem aðeins mega veiða í hringnót, ættu sér enga möguleika. Genf: Spellvirki í Kaupmannahöfn SPELLVIRKI voru unnin á ýmsum stöðum i Kaupmannahöfn í gær, aðallega á skrifstofum vestur-þýzkra fyrirtækja og stofn- ana. Talið er, að hústökumenn frá Hamborg hafi verið þarna að verki og þeir verið að hefna fyrir, að þeir voru bornir út úr húsum, sem þeir höfðu lagt undir sig þar í borg. Mynd þessi sýnir, hvernig umhorfs var í vestur-þýzku menningarstofnun- inni í Kaupmannahöfn, eftir að tugir hettuklæddra manna höfðu ruðst þar inn og brotið þar allt og bramlað. Sýrlending- ar stöðvuðu hryðjuverk- in í París París, AP. SÝRLENDINGAR áttu mikinn þátt í þvi að stöðva hryðjuverkin, sem settu allt á annan enda i Paris í síðasta mánuði. Skýrði blaðið Le Monde frá þessu i gær. Blaðið tilgreindi ekki heimildir sinar, en staðhæfði, að svonefnd- ur „Abdallah-hryðjuverkahópur“ hefði þá fallizt á að „fresta ölhim frekari aðgerðum þar til í febrúar 1987“, eftir hótanir frá sýrlenzku leyniþjónustunni. í þessum hópi hryðjuverkamanna eru ftiemstir í flokki bræður Georges Ibrahim Abdallah, sem talinn er vera leiðtogi vopnaðra byltingarhópa í Líbanon. Hann er í haldi í Frakk- landi og eiga réttarhöld að hefjast þar yfir honum snemma á næsta ári fyrir hlutdeild i morðum á banda- rískum og fsraelskum sendistarfs- mönnum á árinu 1982. Talið er víst, að bræður hans hafí borið ábyrgð á fímm sprengingum, sem áttu sér stað í París dagana 8. - 17. september sl., en þar biðu 10 manns bana og 162 særðust. Abd- allahbræðumir eru búsettir i norðan- verðu Líbanon á svæði, sem Sýrlendingar ráða yfir. Heldur Le Monde þvi fram, að sýrlenzka leyni- þjónustan hafi hótað þeim bræðrum refsiaðgerðum, ef sprengingunum í París yrði ekki hætt. Þá eiga alsírsk stjómvöld að hafa hótað þeim bræðr- um viðurlögum. Frönsk stjómvöld höfðu í gær ekki enn tjáð viðbrögð sín við frá- sögninni í Le Monde. Fyrsti fundurinn um af- vopnunartillöerir Reaeans 1 o o SAMNINGAMENN rísaveldanna, sem ræða um langdræg kjarn- orkuvopn, hittust á nær þriggja klukktíma löngum fundi í Genf í gær. Var það fyrsti fundur þeirra síðan kunnugt varð, að Bandaríkjastjórn hygðist leggja fram nýjar tillögur í afvopnunar- viðræðunum við Sovétmenn. Afganistan: Landauðn blasir við Háttsettur foringi í stjórnarhernum gengur til liðs við frelsissveitimar Islamabad, AP. HÁTTSETTUR foringi í afganska hernum, sem gekk til liðs við skæruliða í síðasta mánuði, skoraði i gær á fyrri samhetja sina að snúa baki við stjómarhernum og ganga til liðs við frelsissveit- irnar í landinu. Maðurinn, sem heitir Sayed Mir Hashmatullah og var ofursti, sagði að afganski herinn væri í senn þróttlaus og kjarklaus og að kommúnisminn væri að eyðileggja landið. Kvaðst hann hafa verið í afganska hemum í 24 ár og hefði senn átt von á því að verða hækk- aður í tign og gerður að hers- höfðingja. Ástandið í Afganistan væri nú hins vegar orðið svo slæmt, að „landauðn blasir við.“ „Heimurinn verður að fá að sjá þau hryðju- verk, sem kommúnistar hafa framið í Afganistan - eyddar borg- ir, þorp og sveitir," sagði Hashmatullah. Hefði honum því verið meira en nóg boðið og hann ákveðið að snúa baki við stjómar- hemum. Hashmatullah sagði ennfrem- ur, að sovézki herinn réði alger- lega yfír stjórnarhemum í Afganistan. í stjómarhemum væru nú aðeins um 30.000 manns eftir, en þeir hefðu verið 100.000, er kommúnistar hrifsuðu til sín völdin 1978. Nú væri stjómar- herinn fyrst og fremst skipaður mönnum, sem neyddir væm til þess að ganga í hann. Sayed Mir Hashmatullah Þessar tillögur eru að meginefni byggðar á því, sem rætt var um á leiðtogafundinum í Reykjavík fyrr í jæssum mánuði. í tilkynningu, sem gefín var út um fundinn í Genf í gær, var ekki greint frá einstökum atriðum hans og var það gert í sam- ræmi við vilja beggja aðila. Vladimir Chemyshev, fréttaskýr- andi sovézku fréttastofunnar TASS, vísaði í gær þessum nýju tillögum Bandaríkjamanna á bug og lýsti þeim sem rangfærslum á því, sem samkomulag hefði náðst um í Reykjavík. Hélt hann því fram, að þessum nýju tillögum væri ætlað að spilla fyrir afvopnunarviðræðun- um. Chemyshev ítrekaði fyrri fullyrð- ingar ráðamanna í Kreml um, að Gorbachev og Reagan hefðu sam- þykkt að útrýma öllum langdræg- um kjamorkuvopnum innan tíu ára og þá ekki bara langdrægum kjam- orkueldflaugum. Kvartaði hann undan því, að Bandaríkjamenn hygðust hvergi hvika frá þeim áformum að halda áfram rann- sóknum á geimvopnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.