Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
15
Hug’leiðing
aðaustan
Fjölmiðlar - fiskveiðar - ferðamál
eftir Rúnar
Pálsson
Það kemur íslensku þjóðinni
kannski á óvart að Austfírðingar
hafí tekið eftir toppfundi leiðtoga
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í
Reykjavík um daginn, þar sem rædd
voru afvopnunarmál. Einnig kemur
það þeim sömu ef til vill á óvart að
Austfirðingar láti sig nokkru skipta
friðarmál í heiminum. Lái ykkur hver
sem vill, þótt slík hugsun flökri að
ykkur eftir að hafa hlustað á fréttir
í sjónvarpinu þann 4. okt. sl. Þar var
sagt að heimsmál kæmu Austfírðing-
um ekki í hug því síldveiðar væru
það eina, sem þeir hugsuðu um. Það
er umhugsunarvert hvort fréttamað-
ur áðumefndrar fréttastofu sé starfi
sínu vaxinn til að gæta hlutleysis,
þar sem hann lítilsvirðir heilan lands-
fjórðung með slíkum fréttaflutningi.
Hins vegar má það til sanns vegar
færa að sfldveiðar skipta Austfirð-
inga miklu máli sem og aðra lands-
menn. Undanfarin ár hafa sfldveiðar
og söltun verið ríkur þáttur í atvinnu-
lífi Austurlands og skapað töluverðar
tekjur fyrir heimamenn og lands-
menn alla. Ef sala til Sovétríkjanna
bregst, þá blasa við miklir erfiðleikar
hjá mörgum fiskvinnslufyrirtækjum
á Austurlandi og afkomu fjöida heim-
ila er stefnt í voða, þar sem þau
hafa mjög treyst á þessa tekjuöflun.
Nú bregður svo við að Sovétmenn
eru ekki tilbúnir til að kaupa nema
lítið magn af sfldinni fyrir allt of lítið
verð. Einnig er útlit fyrir að sala á
heilfrystum fiski, sem Sovétmenn
hafa keypt í nokkrum mæli, falli al-
veg niður í ár, og einhveijir erfiðleik-
ar eru í sölu ullar- og skinnavamings.
Hvað eru rúmlega 80 starfsmenn
sovéska sendiráðsins að gera hér,
þegar útflutningur hvers konar vam-
ings til Sovét er í algjöru lágmarki
eða enginn? Eru þeir hér til að telja
olíu- og bensínlítrana, sem við kaup-
um af þeim á hæsta verði, eða til
að fylgjast með hveijir svolgra í sig
hið rússneska loft, sem flutt er inn
í hjólbörðum Lada-bifreiða í stómm
stfl.
Fjölmiðlar eru fullir af fréttum um
frábæran árangur af fundinum
fræga fyrir ferðamál á íslandi. Helstu
vitringar þjóðarinnar og aðrir stór-
snillingar hafa setið fyrir svörum í
fjölmiðlum þessa lands og reynt að
upplýsa fólk um, hvemig best verði
staðið að móttöku þessa væntanlega
aukna fjölda ferðamanna, sem topp-
fundurinn mun leiða af sér. Sumir
vilja reisa nýtísku heilsuhæli í einum
grænum, en aðrir flýta byggingu
hótela í Reykjavík. Þetta em í sjálfu
sér góðar hugmyndir, en í hita Ieiks-
ins gleyma þeir því, að flestir, sem
sækja vilja ísland heim, em hér
komnir til að kynnast íslenskri nátt-
úm og þjóðlífi. Því miður, fyrir suma,
er lítið af þessu að finna á heilsuhæl-
um eða á hótelum í Reylqavík.
Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnu-
vegur á Islandi og skilar hlutfallslega
meiri tekjum í þjóðarbúið, miðað við
járfestingu, en nokkur annar at-
vinnuvegur. Síðastliðin ár hafa
stjómmálamenn vart getað vatni
haldið vegna ágætis þessarar at-
vinnugreinar og lofað hana í ræðu
og riti. En sú fyrirgreiðsla, sem þess-
ari atvinnugrein hefur staðið til boða
er í öfugu hlutfalli við þann orða-
flaum, sem lofað hefur atvinnugrein-
ina. Nægir þar að nefna lögbundin
Rúnar Pálsson
„ Að lokum þessarar
hugleiðingar vil ég
benda alþjóð á að Aust-
firðingar eru ekki síður
upplýstir en aðrir lands-
menn, en hógværðin
hefur e.t.v. komið þeim
í koll, en það verður
ekki lengi úr þessu.“
framlög til Ferðamálaráðs, sem em
10% af tekjum fríhafnar á Keflavík-
urflugvelli en þau hafa verið skorin
niður um helming. Um 6% erlendra
ferðamanna til íslands koma til Seyð-
isfjarðar með skipinu Noirönu, en
þar sem skipið getur ekki flutt mikið
fleiri farþega til landsins neyðast
aðrir ferðamenn til að koma fyrst til
Reykjavíkur eða koma alls ekki, því
það er ekkert gistirými fyrir þá (þrátt
fyrir byggingu hótela, vegna væntan-
legs ijölda ferðamanna).
Þótt einkennilegt megi teljast virð-
ist fáum af stórsnillingum okkar
hafa komið í hug að önnur innkomu-
leið til landsins en Keflavík komi til
greina. Ég tel mér skylt að upplýsa
helstu vitringa vora um, að stysta
leiðin frá stómm hluta Evrópu til
íslands er til Austurlands. Einnig vil
ég benda þeim á, að Egilsstaðaflug-
völlur er þannig í sveit settur að
þangað er allt að 20 mínútum styttra
flug en til Keflavíkur. En það er einn
galli á gjöf Njarðar. Egilsstaðaflug-
völlur er í dag miklu hentugri sem
kálgarður en lendingarstaður fyrir
flugvélar, enda má sjá það á þeim
flugvélum, er þurfa að nota hann að
staðaldri.
Að lokum þessarar hugleiðingar
vil ég benda alþjóð á að Austfirðing-
ar em ekki síður upplýstir en aðrir
landsmenn, en hógværðin hefur e.t.v.
komið þeim í koll, en það verður
ekki lengi úr þessu. Þeirra þjónustu-
lund er mjög rík og aðstaða til
móttöku ferðamanna er betri en
flesta gmnar og þeir em tilbúnir til
frekari uppbyggingar. Þess vegna
em þeir reiðubúnir til að losa feiða-
mannaflöskuhálsinn í Reylqavík ef
almennilegur flugvöllur yiði byggður
á Egilsstöðum.
Að lokum þetta. Lifið heilir, landar
góðir — við emm ein þjóð.
Höfundur er umdæmisstjóri Flug-
leiða á Egilsstödum.
NYTT SÍMANÚMER
69-11-00
f ín föt skapa
góða ímynd
BJARNI O/SlA