Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
Dr. Charcot bannaði í öUum sínum leiðöngrum að fugl eðá skepna væru skotin nema tíl matar eða
i vísindaradnsókna. í síðustu ferðinni kom þessi mávur um borð og settist að, borðaði morgunverð úti
á þiljum, eins og sjá má. Þegar skipið var að farast sá Gonidec, sá eini sem komst af, að Charcot opnaði
búr fuglsins til að hann gæti a.m.k. flogið og bjargað sér.
sem Leo Kristjánsson, eðlisfræðing-
ur, hefur bent á. Og fyrstir manna
fóru þeir til rannsókna á berglögum
Rockall-kletts. Mælingakort, sem
sýnir leiðir rannsóknaskipsins í
þessum 13 leiðöngrum, sýnir býsna
þétt rannsóknanet á hafsvæðinu
milli íslands og Grænlands. Og þess
má geta að dr. Charcot lét 1923
teikna og gefa út hjá Service
Hydrographic fískikort Norður-
Atlantshafsins.
ÞINGFLOKKARNIR hafa nú
tilnefnt fulltrúa sína á þing Sam-
einuðu þjóðana i New York.
FuUtrúar Framsóknarflokks-
ins, Jón Sveinsson og Sjálfstæðis-
flokksins, Sigurbjörn Magnússon
dveljast nú ytra. EUefta næsta
mánaðar koma þeir heim en
Guðmundur H. Garðarsson,
Sjálfstæðisflokki, Ragnar Arn-
alds, Alþýðubandalagi, Guðrún
Agnarsdóttir, Kvennalista, og
ing, lækni, jarðfræðing, haffræð-
ing, veðurfræðing, bakteríufræð-
ing, kortagerðarmann og
fuglafræðing. Að auki hafði hann
alltaf í leiðöngrunum góðan teikn-
ara, auk ljósmyndara. Taldi athug-
ulan teiknara oft betri heimild. Einn
af teiknurunum var fyrri kona
Charcots, Meg, dótturdóttir rithöf-
undarins Victors Hugos. Því eru á
sýningunni í Challot-höll mikið af
teiknuðum og máluðum myndum
JÓn H. Guðmundsson, Alþýðu-
flokki halda utan. Vonast er til
að þinginu ljúki í byijun desemb-
er.
í fastanefnd íslands á þinginu
eru Helgi Gíslason og Pétur G.
Thorsteinsson, en auk þeirra
sitja Tómas Karlsson og Guð-
mundur Eiríksson þingið. Um
næstu mánaðamót tekur Hans
G. Andersen við starfi fastafull-
trúa.
hann, þar á meðal Freud sem var
nemandi hans. Var í haust í París
stór sýning um þennan frumkvöðul
í læknisfræði ásamt sýningu á þró-
un sjúkrahúsa í París frá miðöldum.
Fyrir orð þessa áhrifamikla föður
gerðist einkasonurinn læknir og var
þegar orðinn þekktur í öðrum grein-
um læknisfræði, þótt ávallt stund-
aði hann siglingar líka. Þegar
faðirinn dó sneri hann sér alfarið
og með fjölskylduauðinn að heim-
skautarannsóknum. Er á sýning-
unni ágrip af fyrri hluta ævi hans,
svo og síðasta hlutanum, dauða
hans við ísland og útförinni miklu
í Notre Dame kirkjunni á vegum
frönsku þjóðarinnar.
Dr. Charcot var sjötugur að aldri
er hann fórst. Reglum samkvæmt
hafði því annar maður verið gerður
skipherra og hann sjálfur nefndur
leiðangursstjóri á „Pourquoi pas?“.
En eitt af því síðasta sem eftir
honum er haft, er í bréfí til Freds
Matters áður en hann lagði upp
1936. „Ég fer á gamla skipinu ...
það verður líklega mín síðasta ferð.
Pourquoi pas? er komið til ára sinna,
ég líka“.
Fulltrúar á þingi
Sameinuðu þjóðanna
EGILL ÁRNASON HF.
PARKETVAL
SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111
Charcot- sýning í
Sjóminjasafni Parísar
mm
M
JUNCKERS
HARÐVIDAR
Parket
ÁLAGER
Hvittbeyki 12mm
Hvitt beyki 22 mm
BeykiA 12mm
BeykiB 12 mm
BeykiA 22mm
Askur22mm
EikB 12mm
Eik B 22 mm
GEGNHEILT OG VARANLEGT
Fór 27 rannsóknaleiðangra til heimskautasvæðanna
Frá Elínu Pálmadóttur í Paris
Kantata Skúla Halldórssonar
„Pourquoi pas?“ í flutningi Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í Saint Malo
og Karlakórs Reykjavíkur hljómaði
úr hátölurum, er opnuð var nýlega
í „Musée de la Marine" í Chaillot-
höll í hjarta París sýningin „Heim-
skautaævintýri Charcots", í tilefni
þess að 50 ár eru liðin síðan þessi
frægi vísindamaður og heimskauta-
fari fórst með skipi sínu við ísland.
Fjöldi gesta var viðstaddur, fulltrú-
ar ráðuneyta og stofnana þeirra
sem að sýningunni standa, dóttir
og dótturdætur Charcots (en ekkja
hans sendi kveðjur) og sendiherra
íslands í París. Dan Lailler, yfír-
safnvörður í Saint Malo hafði veg
og vanda af þessari sýningu á 300
munum, handritum, kortum, mynd-
um og málverkum og persónulegum
munum — sem safn hans stóð að
í samvinnu við Sjóminjasafnið í
París og var sýningin opnuð í Saint
Malo 1. júní í sumar og nú flutt til
Parísar. Stendur hún til 1. desem-
ber.
Sýningin spannar ár heimskauta-
rannsókna dr. Charcots, heim-
skautaferðir hans til Suður- og
Norðurskautslandanna á árunum
1906—1936, og smíðin á rann-
sóknaskipum hans, framan af fyrir
eigið fé, þar á meðal „Pourquoi
pas“ eða „því ekki það?“, sem fórst
við Mýrar. Að sjálfsögðu eru hin
hörmulegu endalok þessa fræga
vfsindamanns, sem svo mjög komu
við íslendinga, ekki nema hluti af
sögu þessa manns, sem setti Frakk-
land fyrir eigið frumkvæði á blað
sögunnar í kapphlaupinu mikla um
heimskautalöndin um aldamót. En
nokkrir munir eru þarna þó frá
endalokunum við ísland, svo sem
hlutar úr skipinu er rak á land,
myndir frá Þjóðminjasafni frá
minningarathöftiinni í Reykjavík,
frásagnir úr 3 íslenskum blöðum
1936 og póstkort frá Charcot sjálf-
um með mynd af hesti og íslensk
svipa. En í vandaðri sýningarskrá
er sendiráði íslands þökkuð aðstoð
við að koma sýningunni upp og til-
nefndur sendiráðsritarinn Gunnar
Snorri Gunnarsson.
Það verður ljóst við að skoða
þessa minningarsýningu hve geysi-
mikið og merkilegt var starf þessa
„polar gentlemans“, eins og heim-
skautafarinn Shackelton kallaði
hann. Hann stóð fyrir 27 leiðöngr-
um til heimskautasvæðanna, fyrst
Suðurskautsleiðöngrum frá 1903,
þar til hann gaf út niðurstöður
rannsókna sinna og mælinga á
2000 km strandlengju í 13 bindum.
Og 1925—36 gerði hann út 13 rann-
sóknaleiðangra til Norðurskauts-
landanna, með bækistöð á
Grænlandi. Einkum þykja rann-
sóknir hans og hans manna á
eðlisfræði jarðar og á sviði haf-
fræði merkilegar. Jarðfræði hafs-
botnsins og setlögin voru þar stórt
verkefni. Leiðangursmenn munu
fyrstir hafa stundað segulmælingar
á þessu svæði, m.a. við ísland, svo
Líkan af seglskipinu Pourquoi pas?, sem dr. Charcot lét smíða i
Saint Malo árið 1907 eins og hann vildi hafa það. Það var tréskip,
sérstaklega styrkt til að sigla í ís og með 550 ha hjálparvél. í því
voru rannsóknastofur og 1000 binda vísindabókasafn og 28 manna
áhöfn.
Fljótandi
rannsóknastofur
í leiðöngrum sínum hafði dr.
Charcot alltaf um borð bestu sér-
fræðinga í mörgum vísindagreinum,
menn sem margir urðu síðar frægir
á sínu sviði, og „Pouquoi pas?“ var
í rauninni byggt eins og 3 fljótandi
rannsóknastofur með góðum bóka-
kosti í tengslum við „Musée d’Hist-
oire Naturelle" í París, þar sem
hann var framkvæmdastjóri. Avallt
hafði dr. Charcot um borð líffræð-
úr leiðöngrum hans, auk ljósmynd-
anna.
Jean-Babtiste Charcot var, áður
en hann varð „Commandant Charc-
ot“, eins og hann var ávallt kallað-
ur, alinn upp í vísindalegu umhverfí,
einkasonur taugalæknisins fræga,
prófessors Jean-Martins Charcots,
sem fyrstur manna rannsakaði
móðursýki og notaði dáleiðslu. Var
því ávallt unkringdur á sjúkrahúsi
sínu og heimili af ungum læknum
hvaðanæva að úr Evrópu sem dáðu
4
i