Morgunblaðið - 30.10.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
19
Kvenfélagið
Hringurínn:
Köku- og
föndurbasar
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn
heldur árlegan köku- og föndur-
basar i Fóstbræðraheimilinu
sunnudaginn 2. nóvember. Þar
verður mikið á boðstólum af
handavinnu, föndurvörum og
gómsætum kökum, ailt á góðu
verði, segir í fréttatilkynningu
frá Hringnum.
Basarinn opnar kl. 14.00 á
sunnudag. Allur ágóði af sölunni
rennur í Bamaspítalasjóð Hrings-
ins.
Iðntæknistofnun
Islands:
Námskeið fyr-
ir starfsfólk
í ullariðnaði
DDNTÆKNISTOFNUN íslands
hefur að undanfömu haldið nám-
skeið fyrir stjómendur pijóna-
og saumastofa, verkstjóra,
„prjónatækna" og hönnuði. I
fréttatilkynningu stofnunarinn-
ar segir að námskeiðin séu þáttur
í því að bregðast við þeim vanda
sem íslenskur ullariðnaður á við
að striða. Kynntar eru ýmsar
nýjungar i tækni og hönnun, og
áhersla Iögð á að efla samskipti
fagfólks innbyrðis og starfs-
manna af öllum stigum fram-
leiðslunnar.
Námskeiðunum lauk með spá-
stefnu sl. þriðjudag, þar sem þátt
tóku framleiðendur, undirverktak-
ar, hönnuðir og fulltrúar útflutn-
ingsráðs. Um 60 manns af öllu
landinu tóku þátt í námskeiðnum.
Verklegur hluti þeirra fór fram í
Akraprjóni á Akranesi, en sá fræði-
legi á Hótel Akranesi og hjá
Iðntæknistofnun í Reykjavík. Meðal
leiðbeinenda var danskur ráðgjafí,
Karl Otto Ditlevsen, sem mikið hef-
ur fengist við að auka tengsl
hönnuða og framleiðenda. Aðrir
leiðbeinendur eru innlendir og
starfa flestir í greininni. Unnur G.
Kristjánsdóttir, starfsmaður Trefja-
deildar ITÍ, hefur skipulagt og
stjómar námskeiðunum.
Auglýsingar22480
Afgreiðsla 83033
tJtvegsbankinn
.kynnir
nýja, almenna
. Með henni geta allir sem spara stefnt á hina háu vexti bundinna reikninga.
Allir, — ekki bara þeir fjársterku.
Og þetta getur fólk gert af fullu öryggi, því það hefur góða
baktryggingu: Reynist bindingin því ofviða, getur það komið í
bankann, sótt fé sitt og náð fullri ávöxtun Innlánsreiknings
með Ábót.
SVONA BERÐU ÞIG AÐ
Þú þarft að eiga fé á Innlánsreikningi með Ábót og stefna á að
taka það ekki út í 18 mánuði. Svona einfalt er það. Og þú þarft
ekki að tilkynna bankanum þennan ásetning þinn. Eigirðu
ekki fé á Innlánsreikningi með Ábót þá geturðu auðveldlega
bætt úr því á næsta afgreiðslustað bankans.
OG VEXTIRNIR HLAÐAST UPP
Þessi nýja sparnaðaraðferð er Lotusparnaður.
Fyrsta lotan stendur í 18 mánuði og gefur háa vexti.*
Önnur lota tekur strax við, ef eigandinn lætur féð standa
óhreyft áfram. Hún stendur í 6 mánuði og gefur enn hærri
vexti.*
Þriðja lota stendur í 6 mánuði og enn hækka heildarvextir*
af öllu sparifénu.
Fjórða lotan varir einnig í 6 mánuði og að henni lokinni er
hæstu vöxtum* Lotusparnaðarins náð.
EINSTAKT ORYGGI
Geðhjálp með
fyrirlestur um
sjálfstraust
GEÐHJÁLP heldur fyrirlestur i
dag, fimmtudag’, 30. október
1986. Gunnar Eyjólfsson, leikari,
flytur erindi um sjálfstraust.
Fyrirlesturinn verður haldinn
klukkan 20.30 í kennslustofu á 3.
hæð geðdeildar Landsspítalans.
Fyrirspumir, umræður og kaffiveit-
ingar verða eftir fyrirlesturinn.
Aðgangur er ókeypis, og allir vel-
komnir.
Hið einstæða við Lotusparnað er að þú getur hafið hann hvenær sem er, alveg
formálalaust, og hætt honum jafn óformlega.
Þurfir þú á hinu sparaða fé að halda, þá tekur þú það út og rýfur þar með
Lotusparnaðinn í það sinn. Þú fcerð vexti á alla uþþhœðina, samkvæmt því
lotustigi sem þú náðir. Og þótt þú náir ekki að Ijúka fyrstu lotu, þá fœrðu
samt fulla Ábótarvexti fyrir allan þann tíma sem uþþbœðin stóð óhreyfð.
ÞETTA ER ÖRYGGI SEM FORSJÁLIR KUNNA AÐ META.
«LlOlTlU
SPARNAÐUR
HIN NÝJA, ALMENNA SPARNAÐARAÐFERÐ
* Vaxtatölur verður leyfilegt aö kunngera nk. þriöjudag
V|S/tíimA9