Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
Dramatískur end-
ir á skákeinvígi
Skák
Margeir Pétursson
Undanfarin tvö ár hafa þeir
Gary Kasparov, núverandi
heimsmeistari, og Anatoly
Karpov, fyrrverandi heimsmeist-
ari, borið höfuð og herðar yfir
aðra stórmeistara. Það hefur oft
verið sagt að næstu menn komist
ekki með tærnar þar sem þeir
hafa hælana og þvi miður virðist
svo sem sumir af sterkustu skák-
mönnunum utan Sovétríkjanna
viðurkenni þetta. Það er sorg-
legt, því ef menn trúa því ekki
sjálfir að þeir geti orðið beztir
er útilokað að þeir verði það
nokkurn tímann. Júgóslavneski
stórmeistarinn Ljubomir
Ljubojevic, sagði t.d. nýlega í
blaðaviðtaii að hann ætti enga
möguleika gegn risunum tveim-
ur. Þetta kom löndum hans á
óvart, því þeir hafa margir hald-
ið því fram að hann væri beztur,
en taugaóstyrkur hefði hindrað
hann í að ná æðstu metorðum.
Sjálfstraustinu virðist einnig far-
ið að hraka.
I þeirri lotu heimsmeistarakeppn-
innar í skák sem nú er að ljúka
hefur kynslóð þeirra Ljubojevic,
Hollendingsins Jans Timman,
Svíans Ulfs Andersson og Sovét-
mannanna Alexanders Beljavsky
og Rafaels Vaganjan lotið í lægra
haldi fyrir yngri mönnum, þeim
Artur Jusupov, 26 ára, og Andrei
Sokolov, 23ja ára. í úrslitaeinvígi
áskorendakeppninnar náði Sokolov
síðan að yfirbuga landa sinn eftir
gifurlega harða og spennandi bar-
áttu.
um undir. „I raun er aðstaða hans
vonlaus," sagði t.d. blaðamaður
hins útbreidda svissneska skákblaðs
„Die Schachwoche". Hárrétt at-
hugasemd, því í slíkum einvígjum
hefur það örsjaldan gerst að tveggja
vinninga bil hafi verið brúað í að-
eins flórum skákum. Sokolov lét sér
þó ekki aðeins nægja að jafna, hann
vann næstu þijár skákir og átti
vinningsstöðu í þeirri fjórtándu og
síðustu, þegar hann þráskákaði til
að tryggja sér sigur i einvíginu.
Ellefta einvígisskákin birtist hér
í skákþætti Mbl. fyrir skömmu. Hér
á eftir fara þijár síðustu skákimar:
12. einvígisskákin:
Hvítt: Artur Jusupov
Svart: Andrei Sokolov
Nimzoindversk vöm
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3
Það kemur á óvart að Jusupov
skuli með vinning í forskot gefa
kost á Nimzoindversku vöminni. f
skákum 4, 6, 8 og 10 var tefld
drottningarindversk vöm, 3. Rf3 —
b6 og hann fékk þokkalega stöðu
í þeim öllum.
3. - Bb4, 4. e3 - 0-0, 5. Bd3 -
c5, 6. Rf3 - d5, 7. 0-0 - Rc6, 8.
a3 — Bxc3, 9. bxc3 — Dc7, 10.
cxd5 - exd5, 11. Rh4 - Re7, 12.
Ha2?!
Á velmektardögum þessa af-
brigðis, fyrir 3—4 áratugum, var
hér oftast leikið 12. a4 eða 12. g3.
f framhaldinu reynist hróksleikur-
inn ekki nytsamur.
12. - Rg6, 13. Rxg6 - hxg6, 14.
f3 - Bf5!
Þar sem svartur getur stöðvað
peðsframrásina e3 — e4 stendur
hann nú þegar vel að vígi.
15. Be2 - Hac8, 16. g4 - Bd7,
Svarta staðan er mun traustari
og nú fer Sokolov að notfæra sér
veikleikana í uppbyggingu hvíts.
23. Hel - Bb5, 24. Bc2 - Dc4,
25. Ddl — cxd4, 26. cxd4 — Hec7,
27. Bb3 - Dc6, 28. Dd2 - Ba4,
29. Ba2 - Db5, 30. Db4 - Dd7,
31. Bbl - Bc2, 32. Bxc2
Einföldun stöðunnar eykur á
stöðuyfírburði svarts, en 32. Ba2 —
a5! 33. Dd2 (33. Dxb6? - Hb7 og
Bb2 fellur) Db5, 34. Bal var enn
verra.
32. — Hxc2, 33. Hee2 — Hxe2,
34. Hxe2 — Hc4, 35. Del — a5,
36. h3 - Re8, 37. e4
Loksins nær hvítur að leika e3 —
e4, en nú er um hreina örvæntingu
að ræða, því hann hefur verið yfir-
spilaður stöðulega.
37. - Rc7, 38. Dg3 - Hc6, 39.
h4 — Re6, 40. exd5 — Dxd5, 41.
He5 - Dd6, 42. Dh2* - Dc7, 43.
He2 - Rf4.
*Ef 42. d5 þá He8! 43. dxe6 -
f6, og vinnur sklptamun.
44. He4 - f5!, 45. He8+
45. Hxf4 hefði verið svarað með
45. — Hc2 og hvítur er vamarlaus.
45. - Kf7, 46. Ha8 - He6, 47.
Dd2 - He2, 48. Dc3 - Rh3+ og
hvítur gafst upp. Slæm skák hjá
Jusupov, sem fann aldrei neina
áætlun eftir ónákvæmnina í 12.
leik. Þar með hafði Sokolov náð að
jafna og þrettánda skákin varð ör-
lagarík:
Hvítt: Andrei Sokolov
Svart: Artur Jusupov
Frönsk vöm
1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 -
Bb4, 4. e5 — Re7, 5. a3 — Bxc3+,
6. bxc3 - c5, 7. Rf3 - b6
Jusupov tefldi þetta afbrigði líka
í fyrstu og þriðju skákunum og
Andrei Sokolov teflir við Karpov
í febrúar. Fyrirhugað er að ein-
vígið fari fram í Lineares á
Spáni.
hefði væntanlega svarað með 13.
Bb5, eða 12. - Kg7.
13. cxd4 - Rbc6, 14. Rf3 - Rb4,
15. Rel - Bd7, 16. Ba3 - a5, 17.
c3! - Ra6
Svartur verður að leggja á flótta,
því 17. - Bxa4+? 18. Kd2 leiðir
augljóslega til manntaps.
18. Bd6 - Dd8, 19. Bd3 - Rc7,
20. Kd2 - Re8, 21. Ba3 - Kg7,
22. Rc2 - Rf5, 23. Bb2 - Dg54,
24. Ke2 - h5, 25. Hhbl - Hab8,
26. Re3 - Rc7, 27. Bcl - Dd8,
28. Df3 - b5, 29. Rxf5+ - exf5,
30. axb5 — Rxb5.
31. Bd2 - bc6, 32. Kfl - a4
Stig 1 2 3 4 5. 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Urslit:
ÍANDREI S0K0L0V 2620 0 1/2 0 1/2 1/2 1/2 1 1/2 0 1/2 1 1 1 1/2 7 1/2
ARTUR JUSUP0V 2660 1 1/2 1 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1 1/2 0 0 0 1/2 6 1/2
í febrúar á næsta ári mætir Sok-
olov Anatoly Karpov í einvígi þar
sem teflt verður um áskomnarrétt-
inn á Kasparov að ári. Það eru
ekki margir sem veðja á Sokolov
gegn hinum þrautreynda Karpov.
Einn hinna vantrúuðu er heims-
meistarinn sjálfur. „Ég veit ég
mæti Karpov á næsta ári,“ sagði
Kasparov í viðtali við blaðamann
AP-fréttastofunnar í síðustu viku.
Þar átti hann við að möguleikar
Sokolovs væm litlir sem engir.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem
þessi ungi Moskvubúi hefur verið
afskrifaður. Eftir að tíu skákum af
fjórtán í einvígi hans við Jusupov
var lokið var hann tveimur vinning-
17. Hb2 - b6, 18. Ba6 - Hce8,
19. Bd3 - Dc6, 20. Hg2 - He7,
21. Dd2 - Hc8, 22. Bb2 - Da4!
vann báðar. í 11. skákinni lék hann
hinsvegar 7. — Da5 og tapaði.
8. Rg5!
í 1. skákinni lék Sokolov 8. Bb5+
— bd7, 9. Bd3 og í þeirri þriðju 8.
a4. Nú fer hann strax í sókn á
kóngsvæng.
8. - h6, 9. Dh5 - g6
Jusupov tók sér 50 mínútna
umhugsunarfrest áður en hann lék
þessum leik. Annaðhvort hefur und-
irbúningurinn eða taugamar verið
í ólagi.
10. Dh3 - Dc7, 11. a4 - Kf8,
12. Kdl - cxd4?
Jusupov hefur ofmetið sóknar-
færin sem hann fær eftir c-línunni.
Betra var 12. — Ba6 sem hvítur
33. e6! - Rd6
33. — fxe6? gekk auðvitað ekki
vegna 34. Bf4, en 33. — f6 var
líklega skásta vömin.
34. Hxb8 - Dxb8,35. Bf4 - Dd8
Hvítur hótaði 36. Bxf5! — gxf5,
37. Dg3+
36. c4! — Re4, 37. exf7 — Kxf7,
38. De3 — dxc4, 39. Bxc4+ —
Bd5, 40. Hxa4 - He8
í þessari stöðu fór skákin í bið.
Þar sem Jusupov hefur peði minna
og opna kóngsstöðu em úrslitin
ráðin.
41. Ha7+ - Kg8, 42. Db3 - Rf6,
43. Be5 — Bxc4+, 44. Dxc4+ —
Dd5, 45. Dxd5+ - Rxd5, 46.
Hg7+ - Kf8, 47. Hxg6 - Ha8,
Artur Jusupov missti tveggja
vinninga forskot út úr höndunum
á sér.
48. g3 - Hal+, 49. Kg2 - Ha2,
50. Hg5 - Ke7, 51. Hxh5 - Ke6,
52. Hh6+ - Ke7, 53. Hh5 - Ke6,
54. Hh6+ - Ke7, 55. h3 - Re3+,
56. Kf3 - Rdl, 57. Kf4 - Hxf2+,
58. Kg5 - Rc3, 59. Ha6 - Re4+,
60. Kg6 — Rxg3, 61. Bxg3 —
Hg2, 62. Kxf5 - Hxg3, 63. h4 -
Hh3, 64. Hh6 - He3, 65. h5 -
Hel, 66. Hh8 - Kf7, 67. h6 -
Hal, 68. Ke5 - Ha6, 69. d5 og
svartur gafst upp.
Taflmennska Jusupovs í fjórt-
ándu skákinni einkenndist af
örvæntingu. Strax í 15. leik fómaði
hann peði og stuttu síðar öðm til
að ná kóngssókn. Skiptamunsfóm
Sokolovs í 33. leik skýrði línumar
og í lokastöðunni stendur svartur
til vinnings:
Artur Jusupov
Svart: Andrei Sokolov
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3
- b6, 4. Rc3 - Bb7, 5. a3 - d5,
6. xcd5 — Rxd5, 7. e3 — Be7, 8.
Bd3 — Rxc3, 9. bxc3 — c5, 10.
0-0 - 0-0, 11. De2, Rc6, 12. Bb2
— Hc8, 13. Hadl — cxd4, 14.
cxd4 - Bf6, 15. h4?!
15. e4 leiðir til mjög þekktrar
stöðu í Petrosjanafbrigðinu. 15. —
Rxd4 er þá vafasamt vegna 16.
Bxd4 - Bxd4. 17. Bb5.
- Bxh4, 16. e4 - Ra5, 17. d5!?
- exdö, 18. e5 — Rc4, 19. Bd4 —
He8, 20. g3 - Gb5, 21. Kg2 -
Hc6!, 22. Hhl - h6, 23. Hh5 -
Be7, 24. Hdhl - Bc5, 25. Hlh4
- Hg6, 26. Bal - b5, 27. Rd4 -
Hg5, 28. Hxg5 — Dxg5, 29. f4 —
Dd8, 30. Kh2 - Db6, 31. Rf5 -
Re3, 32. e6
Sókn hvíts virðist vera að skila
árangri, en nú nær Sokolov að ein-
falda taflið sér í vil:
32. - Rxf5!, 33. Bxf5 - Hxe6!,
34. Bxe6 — Dxe6, 35. Dxb5 —
Bb6, 36. f5 - Dxf5, 37. De8+ -
Kh7, 38. Hf4 - Dh5+, 39. Hh4 -
Df5, 40. Hf4 - Dh5+. Jafntefli,
en eftir 40. — Dc2+ á svartur auð-
unna stöðu.
Kristilegt útvarp hefst í næsta mánuði:
„Viljum stuðla að andlegri
vakningu í þjóðfélaginu“
- segir Eiríkur Sigurbjörnsson, útvarpsstjóri
FRJÁLS kristileg fjölmiðlun hf.
er þessa dagana að koma upp
tækjabúnaði fyrir rekstur kristi-
legrar útvarpsstöðvar í Hamra-
borg í Kópavogi. Útsendingar
munu að öllum líkindum hefjast
um miðjan nóvember og munu
þær ná til höfuðborgarsvæðisins.
Tilgangur hiunar nýju útvarps-
stöðvar er að þjóna hinum
kristnu samfélögum og einstakl-
ingum í útbreiðslu á fagnaðarer-
indinu, að sögn Eiríks Sigur-
bjömssonar, útvarpsstjóra, en
auk hans standa að rekstrinum
þau Guðný Sigríður Sigurbjöms-
dóttir, Ingþór Amórsson,
Gunnar Sverrisson og Bjarndis
Jónsdóttir. Útvarpað verður á
tíðni FM 102,9.
„Við ætlum ekki að ana að neinu,
heldur er meiningin að fara hægt
af stað og síðan stefnum við á að
útvarpa frá kl. 10.00 til 17.00 dag-
lega og á kvöldin frá kl. 21.00 til
miðnættis," sagði Eiríkur. Dagskrá-
in, sem útvarpað verður yfír daginn,
verður §ármögnuð með sölu auglýs-
inga, en sú dagskrá er send verður
út á kvöldin verður íjármögnuð með
styrktaráskriftum, þ.e. þeir sem
hlusta á kvölddagskrána, verður
boðið að senda inn áskriftargjald
af fijálsum vilja. Eiríkur sagðist
vera mjög bjartsýnn á að þetta fyr-
irkomulag myndi takast vel. „Rætt
verður m.a. við fólk sem hefur gjör-
samlega öðlast nýtt líf í gegnum
kristna trú - fólk sem áður hefur
verið á kafí í fíkniefnum og öðrum
vímuefnum. Þá mun mikið af því
efni sem við flytjum höfða til eldra
fólks og einnig er meiningin að
útvarpa bamaefni á sunnudögum."
Yfír daginn verður kristilegri tón-
list útvarpað og á kvöldin verður
blandað efni svo sem spjallþættir
um kristna trú, rætt verður um lífið
og tilveruna út frá kristilegu sjónar-
Eirikur Sigurbjömsson, útvarps-
stjóri.
miði og tónlist fléttað inn á milli.
„Við munum bjóða hinum ýmsu
kristnu samfétögum, sem starfandi
eru hér á landi, að taka þátt í dag-
skrárgerð, en viljum ekki bendla
útvarpsstöðina við neinn einstakan
sérhóp. Við viljum einungis vinna í
anda kristinnar trúar, hveiju nafni
sem hún annars kann að nefnast.
Við viljum með þessu stuðla að
andlegri vakrlingu og spoma á
móti öðru því sem miður fer í þjóð-
félaginu. Það er trú mín að með
aðhaldi í rekstri, muni reksturinn
ganga upp,“ sagði Eiríkur.
Uppi eru hugmyndir um sjón-
varpsrekstur hjá Fijálsri kristilegri
fjölmiðlum hf., en þó hafa engar
ákvarðanir verið teknar ennþá varð-
andi hann. Eiríkur sagðist þó vera
í sambandi við bandarisku sjón-
varpsstöðina „Trinity Broadcasting
Network“, sem m.a. rekur sjón-
varpsstöðvar víða í Bandaríkjunum
auk Ítalíu. „Sjónvarpsstöðin er til-
búin til að aðstoða okkur í öllu því
sem við þörfnumst ef að þessu verð-
ur og einnig kemur til greina að
hún sjái okkur fyrir efni að ein-
hveiju leiti, en að sjálfsögðu verður
að taka tillit til aðstæðna þar sem
'Bandaríkjamenn eru mun róttækari
en við í trúmálum sínum," sagði
Eiríkur.