Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
OLIVETTI
• M-24 býður eftirfarandl kostl:
• 16 bita 808« CPU
• vandaður 12“ brúnn skjár
• 102. lykla lykllborð þar af
• 18 lorritanlegir aukalyklar
• 8MHZ klukka
• Tengill fyrir 8087 reikniörgjörva
• 640 kb RAM minni
• 2x360/720kb diskettudrif
• RS 232 og parallel tengi
• Dagatal og klukka.
• Verð frá kr. 69.900,-.
• Pantanir óskast sóttar.
• Næsta sending væntanieg um 15. nóv.
• Góó greióslukjör
• Kaupleigusamningar.
BENCO HF.
BOLHOLTI 4. SÍMI 91—21945.
GLÆSILEGT
GISTITILBOB
Mánudaga tll fímmtudaga bjóðum við gistingu í tvær nætur
eða fleiri á sérstöku tilboðsveröi. Ef gist er tvær nætur kostar
það aöeins 3.300 kr. fyrir einn og aðeins 4.100 kr. fyrir
tvo. Þriggja nátta gisting kostar aðeins 4.600 kr. fyrir einn
og aðeins 6.200 kr.fyrir tvo. Morgunverður er Innlfallnn
svo og aðgangur að sundlaug, gufubaðl og hellsuræktar-
aðstððu.
Funda- og ráðstefnuaöstaða hótelsins er mjög góð og því
ættu allir sem halda ráðstefnur og vinnufundi að íhuga tilboð
þetta sérstaklega.
Tilboð þetta stendur aðeins næstu 3 mánuði.
HÓTEL ÖRK býður mjög glæsilega aðstöðu fyrir hvers konar
einkasamkvæmi. Salir hótelsins taka allt frá 35 manns til 400
manns í einu. Þeir, sem halda einkasamkvæmi hjá okkur um
helgar, geta fengiö sérstök afsláttarkjör á gistingu.
Hvernig væri að slá á þráðinn og kanna
málið?
HVERAGERÐI
Breiðumörk 1, Sími 99-4700.
Kristinn Sveinsson lýsir húsinu fyrir gestum sinum við vígsluathöfnina.
Nýtt svínasláturhús
formlega tekið í notkun
S VÍN ASLÁTURHÍJ S Kristins
Sveinssonar byggingameistara
að Eirhöfða 12 í Reykjavík var
formlega tekið í notkun við
hátíðlega athöfn um síðustu
helgi. Talsvert á annað hundr-
að manns, starfsmenn við
bygginguna svínabændur og
fleiri, voru viðstaddir athöfn-
ina.
Kristinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að mikil þörf væri
á svínasláturhúsi hér á aðal mark-
aðssvæðinu. Hann sagði að
sláturhúsið væri mjög vel búið
tækjum og sagðist hann vera viss
um að það kæmi framleiðendum,
kaupmönnum og neytendum til
góða. Kristinn er búinn að slátra
í húsinu í tæpan mánuð og sagði
hann að viðbrögð framleiðenda
og kaupmanna væru góð og liti
því vel út með reksturinn. Að sögn
Kristins er hægt að slátra 150
svínum á dag í svínasláturhúsi
hans.
Forstjórinn kominn í slátrunina
daginn eftir vígsluna.
Svinasláturhús Kristins Sveinssonar að Eirhöfða 12 i Reykjavik.
Leiðrétting
Höfundur greinarinnar „Svip-
myndir úr ferðalagi", sem birtist
í blaðinu í gær, er Þórir S.
Gröndal, en nafn hans féll þvf
miður niður. Biðst blaðið afsök-
unar á þeim mistökum. Pjöldi
greina eftir Þóri hefur sem
kunnugt er birst í Morgunblað-
inu á undanfömum árum.
Þessi mynd var tekin er þau Júlíus og Guðrún afhentu rúmlega
160 kr. til björgunarsveitarinnar Alberts á Seltjarnamesi.