Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 29
aeet HsaöTso .os HUOAaTJTMMra ^aiaAjfmuoflOM
t
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
8S
29
Valdabarátta og handtökur í íran:
Vildu binda enda
á Persaflóastríðið
Nikósfu, Kýpur, AP.
HÁTTSETTUR, íranskur embættísmaður sagði í gær, að tekist hefði
að koma upp um samsæri „óvina byltingarinnar". Hefðu þeir lagt á
ráðin um að þvinga fram friðarsamninga við íraka.
Kom þetta fram í ræðu, sem
Hussein Musavi, forsætisráðherra,
flutti til þjóðarinnar á þriðjudags-
kvöld en daginn áður hafði Ima-
fréttastofan skýrt frá því, að
háttsettir menn hefðu verið hand-
teknir og sakaðir um landráð. Meðal
þeirra væm vandamenn Husseins
Aii Montazeri, erkiklerks, sem út-
nefndur hefur verið eftirmaður
Khomeinis. Er þar er um að ræða
son Montazeris, Ahmad, og tengda-
son, Medhi Hashemi.
Talsmenn Mujahedeen Khalq-
skæmliðahreyfíngarinnar héldu því
fram i síðustu viku, að handtökum-
ar, sem Khomeini hefði sjálfur
fyrirskipað, væm liður í valdabar-
áttunni milli fhaldssamra og rót-
tækra hópa í stjómkerfinu.
Undirrótin að þessum átökum væri
sá gífurlegi kostnaður, sem væri
af stríðinu við íraka.
Ima sagði frá því á mánudag,
að Khomeini hefði farið fram á, að
íslömskum lögum yrði fylgt „út í
ystu æsar“ í máli Hashemis og „án
tillits til ósvífínna qg ögrandi yfír-
lýsinga þeirra, sem honum tengj-
ast“. Að sögn fréttastofunnar em
Hashemi og félagar hans sakaðir
um að hafa gerst sekir um morð
bæði fyrir og eftir byltinguna 1979,
um mannrán, ólöglega vopnaeign,
falsanir og neðanjarðarstarfsemi.
Hashemi er einnig sakaður um að
hafa unnið fyrir Savak, lejmiþjón-
ustu keisarans. Hver sakargiftanna
um sig nægir til dauðadóms. Has-
hemi var áður yfirmaður þeirrar
stjómarstofnunar, sem sér um sam-
skiptin við fslamskar hreyfíngar
erlendis.
Montazeri, tengdafaðir Has-
hemis, hefur oft látið í ljós óánægju
með hve íslömskum lögum er fram-
fylgt á harðneskjulegan hátt og
haft í hótunum við byltingarverð-
ina, sem lúta aðeins Khomeini en
ekki hemum.
Suður-Afríka:
Fulltrúar Rauða krossins fá
frest til að koma sér úr landi
krossins yrði leyft á ný að heim-
sækja stríðsfanga í írönskum
fangelsum. Heimsóknir af þessu
tagi voru bannaðar eftir að fulltrú-
arRauða krossins kváðust hafa
orðið vitni að aftöku sex íraskra
stríðsfanga í írönsku herfangelsi í
október 1984.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, og Edda
Guðmundsdóttir, kona hans,
skoðuðu í gær Kínamúrinn þar
sem hann liggur um Badaling
norðvestur af Peking. Á mynd-
inni er Steingrímur með
myndavél en hann tók myndir
af þessu mikla mannvirki og
ýmsu öðru, sem fyrir augu bar.
Opinberri heimsókn forsætis-
ráðherrahjónanna lýkur í dag.
Genf, AP.
STJÓRN Suður-Afríku hefur
gefið öllum erindrekum og fuU-
trúum Alþjóða Rauða krossins
(IRC) frest til 30. nóvember tíl
að koma sér úr landi.
Alþjóða Rauði krossinn harmaði
þessa ákvörðun í gær, en hún er
tekin í framhaldi af brottvikningu
fulltrúum Rauða krossins í Suður-
Afríku af ársfundi samtakanna í
Genf sl. laugardag.
í yfírlýsingu stjómar Alþjóða
Rauða krossins sagði að ákvörðun
stjómarinnar í Pretoríu kæmi fyrst
Bandaríkin:
Aðskilnaður enn við lýði
Detroit, AP.
AÐSKELNAÐUR svartra og hvítra er enn við lýði I Bandaríkjunum
, að þvf er segir í nýútkominni skýrslu félagsfræðinga við Michigan-
háskóla. Mest kveður að þessu á eldri þettbýlissvæðum í norðurfylkj-
unum einkurn og sér í lagi i Chicago og Detroit.
í skýrslunni segir ennfremur að fyrir 1968 en þá vom samþykkt lög
aðskilnaður svartra sé mun algeng-
ari en aðskilnaður ýmissa annarra
þjóðfélagshópa svo sem innflytj-
enda frá Suður-Ameríku þrátt fyrir
að blökkumenn eigi nú kost á meiri
menntun en áður var og búi að
flestu leyti við betri skilyrði.
Sérstök hverfí blökkumanna má
einkum finna í borgum þar sem
fjölgun íbúa er hæg. Sérstaklega á
þetta við borgir sem stofnaðar vory
um jafnan rétt svartra og hvítra til
húsnæðiskaupa.
Aðskilnaðarstefnan er ekki ein-
göngu bundin við húsnæðismál.
Einkum kveður að henni ( banda-
rískum skólum en samkvæmt
skýrslunni sækja blökkumenn lé-
legri skólana. Aðskilnaðar gætir
einnig innan heilbrigðiskerfísins, í
verslunum, gistihúsum og almenn-
ingsgörðum.
Einhverjum kalt. . .
Hinir landskunnu hitablásararfrá
AP/Símamynd.
Steingrímur
á Múrnum mikla
og síðast niður á því fólki sem
Rauði krossin hefði komið til hjálp-
arog aðstoðað í Suður-Afríku.
Pulltrúar samtakanna hafa heim-
sótt reglulega um 300 fanga, sem
eru í svokölluðu öyggishaldi, til að
ganga úr skugga um aðbúnaður
þeirra sé í samræmi við alþjóðalög.
Jafnframt hafa samtökin aðstoðað
um 20.000 flóttamenn frá
Mósambík, sem hafast við í Suður-
Afríku.
Auk þessa var frá því skýrt í
Genf í gær að fulltrúum Rauða
Vestur-Þýskaland:
Nýjar aðgerðir gegn
hryðjuverkamönnum
DUsseldorf, Bonn, AP.
RÚMLEGA 800 lögreglumenn girtu í gær af stórt fjölbýlishús í
DUsseldorf og við leit í meira en 20 íbúðum fundu þeir bæði skot-
færi og efni tíl sprengjugerðar. Vestur-þýska rikisstjórnin samþykkti
í gær að leggja fyrir þingið ný lög um hryðjuverkastarfsemi.
Aðgerðimar í gær vom liður í
rannsókn lögreglunnar á morðinu á
Gerold von Braunmuhl, starfsmanni
utanríkisráðuneytisins, en hann var
myrtur 10. október sl. Við leitina í
íbúðunum fundust auk skotfæranna
bréf þar sem hryðjuverkasamtökin
Rauða herdeildin segjast bera
ábyrgð á morði Braunmuhls. Maður
og kona vom handtekin.
Stjómin í Bonn hefur samþykkt
ný lög um hryðjuverkastarfsemi og
verða þau lögð fyrir þingið fyrir
helgi. Eiga þessi lög að auðvelda
hryðjuverkamönnum að gefa sig
fram við lögregluna og vitna gegn
félögum sínum. Það yrði þá í valdi
saksóknara að falla frá ákaem á
hendur þeim, sem það gerðu. í lög-
unum em hryðjuverk skilgreind á
miklu rýmri hátt en áður, ná þau
nú til tjóns, sem unnið er á ýmsum
tækjum og vélum, raflínum og al-
menningsfarartækjum. Með því
hafa stjómvöld kjamorkuandstæð-
inga í huga en þeir hafa víða unnið
vemleg skemmdarverk.
Hitablásarar:
Thermozone:
Geislaofnar:
Kambofnar:
Viftur:
— til notkunar: iðn.húsnœði, nýbyggingum, skipum.
— — lúguop, hurðarop, o.fl.
— — svölum, garðhúsum, lagerhúsnœði.
— — skipum, útihúsum, rökum stöðum.
— — skrifstofum, iðnaðar- og lagerhús-
, _4.5 kw. 1 fasa'
Stærðir: 2—23 kw. 1 fasa og 3 fasa.
2kw. lfasa•
Talið við okkur. - Við vitum allt um hitablásara.
•JTRÖNNING
Sundaborg,
sími 84000