Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 33 iar út- »að? lengst og starfsævi styst. Og á end- anum munu sjúklingamir gjalda fyrir með versnandi þjónustu illa borgaðra lækna í hlutastarfí. Hvemig skyldi dæmið líta út frá þjóðhagslegum sjónarhóli? Á næstu 10—15 ámm verða 600—700 íslensk- ir læknar erlendis. Venjulega er þetta fólk sem flokkast undir „góða náms- menn“. Langoftast fjölskyldufólk, menntaðir makar og böm. En lækn- ar kunna bara eitt fag; lækningar. Og þeir snúa ekki aftur eftir 10—15 ár og gera „eitthvað" annað. Þótt „hlíðin sé fögur" munu fæstir að loknu 10—15 ára námi leggja faglegt sjálfsmorð og eftiahagsþrengingar á sig eða fjölskylduna. Kolskeggi fam- aðist jú betur en Gunnari Hámundar- syni forðum daga. Það má fullyrða að stór hluti þessara lækna hefði valið sér annað fag í háskóla hefðu þeir haft rökstudda leiðsögn varðandi atvinnuhorfur og þörf í læknastétt. Eins og málum er háttað er giap- ræði fyrir ungt fólk að leggja út í læknisfræðinám. Og ekki síður er það þjóðfélagslegt glapræði að þetta fólk skuli ekki fara í annað „arð- bært“ nám t.d. viðskipti, verkfræði, fískvinnslufræði, tækninám o.s.frv. Það er alvarlegt mál fyrir íslend- inga að glata þessu fólki úr landinu; þetta er útflutningur á menntamönn- um áþekkur vandamáli þróunar- landa, á vondri amerísku nefht „braindrain". Og ekki síður alvarlegt mál ef hægt er að koma í veg fyrir það. Og þar stendur hnífurinn í kúnni; það er hægt, en enginn gerir sig líklegan til að taka það að sér. Ekki einu sinni hagsmunafélag lækna eða íjármálavaldið. Það er löng saga að baki ^öldaút- skriftum úr læknadeild og verður sú saga ekld rakin hér. Hefur í fjölmörg ár verið bent á aðsteðjandi hættu en ýmis öfl, reyndar ekki síst stúdentar og ungir læknar, hafa gert lítið úr henni. Hvemig sem á málið er Iitið er öllum ljóst árið 1986, að í mikið óefni er stefht. Það skiptir engu máli hvort er einhveijum um að kenna. Það sem skiptir máli em aðgerðir til lausnar vandans og það skjótar aðgerðir. Slíkar aðgerðir koma til með að skipta unga lækna gífurlega miklu máii og einnig þjóðarbúið. Tími til- finningaseminnar og bjartsýninnar er liðinn og rökhyggja verður að ráða. Hvað er þá til ráða? sem fyrr sagði verða 600—700 íslenskir læknar sér- menntaðir erlendis á næstu 10—15 ámm. Langflestir þeirra munu starfa áfram erlendis uns atvinnutækifæri býðst á íslandi. Þeir munu þannig viðhalda sérþekkingu sinni, oft á bestu spítölum erlendis, og verða flestir tilkippilegir að flytja aftur heim ef tækifæri býðst á fyrstu 5 og kannski uppundir 10 ámm að loknu sémámi. Venjulega kemur samt að því, þegar afkvæmin em 12—14 ára, að gera þarf upp um endanlegt þjóð- emi. Það er ljóst afl mikill lækna — „varaforði“ verður til taks um ára- bil. Má fullyrða að næstu 10—15 árin verði ekki beinlínis þörf á að útskrifa lækna frá læknadeildinni til að fullnægja vöntun á læknum. Verð- ur ódýrast og auðveldast að nota varaforðann í stað þess að sóa mann- afla og fjárfestingu eins og gert er nú. Hinsvegar væri óæskilegt, að starfsemi læknadeildar yrði fiyst al- gerlega. Miklu eðlilegra væri að flármagn, starfskraftar og aðstaða yrði notuð til að styrkja sémám lækna á íslandi og þar með rannsókn- ir í læknisfræði, ekki síst í ljósi minnkandi möguleika íslenskra lækna til sémáms erlendis. Líklega yrði læknadeildin samt að útskrifa 5—10 nýja lækna árlega til að tryggja viðhald nýjustu þekkingar og þar með fyrirbyggja faglegt kynslóðabil innan stéttarinnar. Læknadeild há- skólans gæti þannig auðveldlega snúið þessu vandræðamáli úr vöm í sókn. Um leið yrði vinnufyrirkomu- lagi á spítölum gjörbreytt því yngri og óreyndari aðstoðarlæknum myndi fækka en reyndari læknar myndu ganga inn í störfin. Að loknum breyt- ingatímanum yrðu mun færri læknar útskrifaðir en gert er nú, trúlega 15—20 árlega. Ég hefi í greinarkomi þessu bent á eftirfarandi staðrejmdin 1. Ógnvænleg offjölgun er á læknum á Islandi. 2. Þessir læknar munu ekki skila sér aftur til íslands nema með sér- stökum aðgerðum. 3. Ungu fólki er ekki greiði gerður með því að veita því aðgang að læknisfræðinámi í jafti ríkum mæli og nú tíðkast 4. Ef ekki verður gripið í taumana munu íslendingar glata fjölmörgu menntafólki úr landi, sem annars myndi ganga í önnur störf. 5. Hægt er að leysa vandamálið með því að horfast í augu við það. Eða á læknamáli: Rétt lækning er háð réttri sjúkdómsgreiningu. Höfundur lýkur sémámi næsta vor ílyflækningum lyá NewBritain General Hospital við háskóiann í Connecticut 'i T 'J rp Pf 97 ' ir 1 MmM [ 1 i 1 I y Jjf | ,1-iB ■ 1 I Gamla prestsetrið í Görðum á Akranesi má muna sinn fífil fegri. Nú er unnið að endurbyggingu þessa sögufræga húss og er ráðgert að ljúka vinnu að utan fyrir veturinn. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að endurbyggja þetta merka hús og færa það í upprunalegt horf. Að sögn Gunnlaugs Haraldssonar, forstöðumanns Byggðasafnsins í Görðum, var Hjörleifur Stefánsson arkitekt fenginn til að mæla húsið upp og gera af því nýjar teikningar og í samræmi við þær er unnið að endurbyggingunni. „Við höfum fengið styrk til þessa verkefnis hjá húsfriðunarsjóði og eins hafa stjóm og forráðamenn Sementsverksmiðj- unnar styrkt þessa framkvæmd eftir megni. Á þeirra vegum hafa verið smíðaðir gluggar og hurðir en að öðru leiti fer framkvæmdin fram á vegum Byggðasafnsins." Gunnlaugur kvað hugmyndina vera þá að reyna að ljúka útivinnu að mestu fyrir veturinn og síðan hefj- ast handa við gerð innréttinga. Ráðgert væri að setja í húsið muni í eigu safnsins sem minntu á bú- setu, kirkju og kristnihald í Görðum og varðveita síðan húsið sem sýn- ingarhús í tengslum við Byggða- safnið. JG AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PAUL LEGG PLO sögð áför- um frá Túnis Hertar öryggisráðstafanir yfirvalda í Túnis undanfarnar vikur hafa rennt stoðum undir þær tilgátur að PLO, Frelsissamtök Palestínu, séu að undirbúa brottflutning frá Túnisborg, en þar hafa aðalstöðvar stjómmáladeildar samtakanna verið frá árinu 1982. Að sögn stjómarerindreka bendir margt til þess að ver- ið sé að undirbúa samdrátt, sem gæti falið í sér mikla fækkun starfsfólks PLO, eða úr 450 manns auk fjölskyldna þeirra í færra en 50. Meðal þeirra sem talað er um að fluttir verði á brott er hugsanlegt að verði yfirmaður öryggismála PLO, Salah Khellef, betur þekktur undir nafninu Abu Iyad, sem talinn er ganga Yasser Arafat næstur að völdum. Yrði þá skrifstofa hans flutt til ein- hvers annars arabaríkis; hann hefur þó borið á móti því að yfir- völd í Túnis hafi farið fram á brottflutning hans. Einnig gæti komið til verulegrar fækkunar í starfsliði skrifstofu Arafats sjálfs, sem er fjölmennt. Rætt er um að verið sé að falast eftir aðstöðu fyrir aðalstöðvar PLO í Bagdad, höfuðborg íraks, eða Khartoum, höfuðborg Súdans. Yfirmaður stjómmáladeildar PLO, Farouk Khaddoumi — sem er einskonar utanríkisraðherra PLO — yrði þó líklegast áfram með aðsetur í Túnisborg, því þar era aðalstöðvar Arabandalagsins sem Palestínu- menn þurfa að eiga góð samskipti við. Þeir sem til þekkja benda á að PLo hafi að undanfömu verið að fækka starfsfólki sínu í Túnis — en þangað fluttu samtökin aðal- stöðvar sínar eftir að þeim var vísað úr landi í Líbanon árið 1982 — eða allt frá því ísraelar gerðu loftárás á búðir PLO við Túnis- borg í október í fyrra. Næstu vikumar eftir loftárás ísraela — sem varð 68 Palestínumönnum og Túnisbúum að bana — fluttu hundrað starfsmanna PLO með fjölskyldur sínar úr landi, aðallega til Bagdad. Nú síðustu vikumar hefur á ný komið skriður á brott- flutninginn, og enginn helztu leiðtoga PLO er í Túnis um þessar mundir. Fyrir nokkram mánuðum sagði Arafat að samtökin væra ekki lengur með neina menn und- ir vopnum í Túnis. Era aðalstöðv- ar herstjómar samtakanna nú í Norður-Yemen. Aðdragandinn að þeim algjöra brottflutningi starfsmanna PLO, sem búizt er við á næstunni, er sá að á undanfömum vikum hefur sambúð PLO við yfírvöld þar í landi farið hríð-versnandi, aðal- lega eftir að Túnisstjóm herti mjög á öryggiseftirliti í landinu seint á nýliðnu sumri. Skyndilega stóðu þá Palestínumenn sem komu til Iandsins án landvistar- leyfis frammi fyrir því að þeim var vísað frá; sérstöku flugvallar- hliði fyrir Palestínumenn var lokað og þeir verða nú að fara gegnum lögreglu- og tollskoðun eins og aðrir ferðamenn; og að sögn Palestínumanna hafa margir þeirra verið kvaddir fyrirvaralaust til lögreglunnar þar sem persónu- skilríki þeirra era könnuð til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki skæraliðar úr vopnuðum sveitum Palestínumanna. í sjálfu sér era þessar aðgerðir yfirvalda smávægilegar, og yfir- menn hjá PLO hafa ekki orðið fyrir neinum óþægindum. En það hefur bersýnilega angrað Pal- estínumenn að gripið var til aðgerðanna fyrirvaralaust og án samráðs við þá. Sagt er að Arafat hafi vísvitandi skilið vegabréf sitt eftir á flugvellinum við Túnisborg til að tjá þannig óánægju sína þegar hann fór þaðan í byijun september. Ástæðan fyrir aðgerð- um Túnisstjómar — sem valdið hafa þessum vinslitum — er vax- andi ótti við að tengjast, beint eða óbeint, alþjóðlegri hryðjuverka- starfsemi. Sagt er að þessi ótti hafí kviknað fyrst eftir loftárás ísraela á búðir PLO í Hamman Shatt, um 25 km frá Túnisborg, í fyrra. Á vissan hátt varð árásin til þess að styrkja samstöðu lands- manna með Palestínumönnum þar sem Túnisbúar vora einnig meðal fallinna, en árásin sýndi Túnis- búum einnig skelfíngarmynd hemaðarátaka, sem þeir hafa haft blessunarlega lítil kynni af. Eða eins og einn talsmanna yfir- valda komst nýlega að orði: „Við tveimur körlum, öðram frá Líban- on, hinum með sýrlenzkt vegabréf en búsetu í Túnis. Haft er fyrir satt að atburður- inn í Marokkó hafi vakið svo mikla reiði hjá Habib Bourguiba Túnis- forseta, sem nú er 83 ára, að ráðherrar hans hafi síðan forðazt öll samskipti við Palestínumenn. Innanríkisráðherra Túnis, Zine el Abidine Ben Ali (sem sagður er valtur í sessi þar sem honum tókst ekki að koma í veg fyrir land- flótta Mohammed Mzalis fyrrum forsætisráðherra í september, en forsætisráðherrann var þá fallinní ónáð), virðist hafa ákveðið að ræða alls ekki við neina fulltrúa PLO. Að sögn erlendra sendifull- trúa er eina sambandið sem PLO hefur nú við yfirvöld einkaviðræð- ur Hakam Balaoui sendiherra PLO í Túnis — sem er áhrifamik- ill innan samtakanna — við Hedi Mabrouk utanríkisráðherra Túnis, en þar hefur ráðherrann ekki komið fram sem samningamaður ríkissljómarinnar, heldur aðeins viljað beita áhrifum sínum óform- lega. Yfirvöld hafa ekkert viljað láta Forseti Túnis, Habib Bourguiba, tekur á móti leiðtoga Frelsissam- taka Palestínumanna, Yasser Arafat, í höll sinni f Túnis. eram friðsöm þjóð; við erum óvan- ir vopnaskaki; munið það að sjálfstæðisbarátta okkar leiddi ekki til blóðugra átaka, eins og í Alsír, heldur var hún leyst með samningum." Ótti Túnisbúa fékk byr undir báða vængi aðeins nokkram dög- um eftir loftárásina þegar fréttin um ránið á farþegaskipinu Achille Lauro barst út um heim, en skipu- leggjandi ránsins var Abu Abbas, sem hafði aðsetur í Túnisborg. I ár hefur það enn aukið áhyggjur yfirvalda að æ oftar hefur það komið fyrir þegar hryðjuverka- menn era handteknir að þeir hafa borið fölsuð vegabréf frá Túnis. Talið er að mörg þessara vega- bréfa komi frá Líbýu þar sem þau vora gerð upptæk í fyrra þegar 30.000 verkamenn frá Túnis vora reknir úr landi. En yfirvöldum þótti loks nóg komið fyrir tveimur mánuðum þegar tvær konur bú- settar í Túnis vora handteknar í Marokkó með sprengiefni falið í postulínsvösum í fóram sínum. Yfirvöld í Marokkó skýrðu síðar frá því að konumar tvær hafi verið starfandi í óaldaflokki með uppi opinberlega um ástandið, en í einkaviðræðum viðurkenna tals- menn stjómvalda að málið sé „vandmeðfarið". Orðrómur þess efnis að stjómvöld ætli að óska eftir brottflutningi PLO er ekki talinn á rökum reistur. Það væri ekki í anda þeirra mannúðar- hugsjóna sem knúðu Habib Bouiguiba til að bjóða þeim til Túnis í upphafi. Stjómmálalega væri það andstætt vilja meirihluta æsku landsins, sem hefur samúð með málstað Palestínumanna, og það veikti sterka stöðu stjómvalda í utanríkismálum. Túnisstjóm getur nú sagt við róttækari araba- ríki: „Þið hvetjið PLO í orði, en við veitum þeim athvarf." Engu að síður virðist ríkis- stjómin halda fast við þá ákvörð- un sína að tryggja öryggi landsins og bægja frá hættunni á að hryðjuverk geti í framtíðinni á einhvem hátt verið tengd Túnis. Þær aðgerðir sem þessi ákvörðun hlýtur að hafa í för með sér, virð- ast óhjákvæmilega ýta á eftir brottflutningi PLO frá Túnis. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.