Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 37

Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 37 AKUREYRI Líkan gert eftir tillögum að stækkun Samkomuhússins. Þrjár tillögur um breytingar á Sam- komuhúsinu hafa verið lagðar fram ÞORSTEINN Gunnarsson, leik- ari og arkitekt, hefur gert könnun á stækkunarmöguleikum á Samkomuhúsinu á Akureyri og lagt fram teikningur þar um. Hugmyndir Þorsteins voru rædd- ar í bæjarráði síðastliðinn fimmtudag. Seint í nóvember verður haldið á Akureyri málþing um menningar- mál og verður þá einmitt rætt um framtíð þess málaflokks í bænum. Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjómar og formaður menningar- málanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að áður en nokkur afstaða yrði tekin um framtíðar- húsnæði leiklistar í bænum yrði að skoða menningarmál í víðara sam- hengi. „Þetta málþing er liður í því að safiia saman sjónarmiðum og fá hugmyndir til að byggja upp stefnu í menningarmálum. Það hefur kom- ið upp hugmynd að byggja við Amtsbókasafnið, að byggja sér- staka menningarmiðstöð, að byggja listasafn og nú að stækka Sam- komuhúsið. Við þurfum að ákveða hvaða stefnu við viljum taka áður en við tökum afstöðu hvað gert verður," sagði Gunnar Þorsteini Gunnarssyni var á sínum tima falið að athuga hvort hægt væri að stækka Samkomu- húsið svo að vel færi. Jafnframt var ákveðið að gera könnun á innra skipulagi hússins, þegar fyrir lægi ákvörðun um það hvort af stækkun þess yrði. „Húsið er byggt á fyrsta tug þessarar aldar og er eitt veglegasta hús sinnar gerðar á íslandi," segir Þorsteinn í greinargerð sinni. „Hús- ið er lítið breytt frá upprunalegri gerð sinni. Það hefur þó verið lengt til norðurs, og nýlega hefur verið reistur skúr við vesturhlið þess, sem hýsir búningsherbergi leikara." Þorsteinn leggur fram þijár tillögur sem sýna hvemig hugsanlegt væri að stækka húsið, ýmist til norðurs, suðurs eða vesturs. „Lögð er á það áhersla, að í teikningunum er engin tilraun gerð til að hanna stækkun Samkomuhússins eða viðbyggingu Getraunir: Hægt að greiða með greiðslukorti NÚ GETA Akureyringar greitt getraunaseðla sína með greiðslukortum, VISA- eða Euro-korti. Boðið er upp á þjónustu þessa á tveimur stöð- um í bænum, á skrifstofu knattspyrnudeildar Þórs í íþróttahúsi Glerárskóla og í Sporthúsinu í Hafnarstræti. Samkomuhúsið í dag þess, þær ber einungis að skoða sem hugmyndir og leiðsögn, umræðu- grundvöll fremur en endanlega lausn," segir Þorsteinn. Fyrsta tillaga Þorsteins er á þá leið að hækka norðurhluta hússins og lengja það til suðurs. Þá sæti tuminn áfram á miðri austurhlið- inni. í tillögu sem þetta felur í sér er gert ráð fyrir að hægt yrði að dýpka leiksviðið um helming og endurbæta aðkomu leikhúsgesta verulega. Engar líkur em þó taldar á að þessi hugmynd hljóti hljóm- grunn - til þess breytist útlit hússins allt of mikið. KVENFÉLAGIÐ Framtíðin af- henti í fyrradag Dvalarheimilinu Hlíð átta sjúkrarúm að gjöf. Einnig dýnur í rúmin og borð við þau. Samtals kostaði þetta kvenfélagið 730.000 krónur en það fékk niðurfellingu söluskatts og tolla eins og jafnan þegar líknarfélag kaupa slíka hluti. Áslaug Einarsdóttir, formaður öldrunarráðs, þakkaði rausnarlega gjöf, en hún er einmitt félagi í Framtíðinni._ Guðrún Óskarsdóttir, formaður Framtíðarinnar, rakti við þetta tækifæri sögu félagsins í stuttu máli og kom þar fram að kvenfé- lagskonur hafa í gegnum árin unnið mörg góðverk. Félagið var stofnað 13. janúar 1894 og var ætlunin með stofnun þess að hjálpa fátæk- um bömum og bágstöddum. Guðrún sagði: „Að sjálfsögðu breyt- ist verkefnaval eftir því sem árin Skamkvæmt tillögu númer tvö yrði byggt hliðarsvið til vesturs, „sem myndi eflaust henta leik- hússtarfseminni betur en nýtt baksvið," eins og segir í greinar- gerð Þorsteins. Á miðri vesturhlið yrði byggð ný álma þar sem bún- ingsherbergi leikara yrði staðsett á tveimur hæðum. Auk þess er gert ráð fyrir að byggður yrði gangur við vestanvert húsið, sem tengdi álmumar innbyrðis. Viðbyggingin norðan við húsið, þar sem leikhús- stir ganga nú inn, yrði fjarlægð. stað þeirrar viðbyggingar yrði byggt nýtt anddyri. Jafnframt yrði líða. 1899 segir í grein í Stefni að Framtíðin sé eitt þarfasta og þrótt- mesta félag hér í bæ. Þá er sagt að félagið eigi 300 krónur í sjóði. Ekki veit ég hve mörgum er ljóst að á Framtíðarfundi 4. desember 1912 varð umræða um hvort ekki myndi fært að stofna súkrasamlag. Þetta fór fyrir bæjarstjóm, sem var mjög hlynnt þessu. Það var talað við Verkamannafélagið Einingu og að fmmkvæði félagsins var Sjúkra- samlag Akureyrar stofnað með 600 króna framlagi úr sjúkrasjóði Ein- ingar. Framtíðin lagði til 200 krónur, Akureyrarbær 200 krónur og ýmis önnur félög 600 krónur. Þetta var í febrúar eða mars 1913. Eining sá um verklegu fram- kvæmdina. 1936 var svo nýtt sjúkrasamlag stofnað, sem stendur enn.“ Guðrún sagði að árið 1937 hefði verið gerð bylting á áformum fé- aðkomu leikhúsgesta breytt fiá því sem nú er og komið í upphaflegt horf. „í þessarri tillögu er kappkost- að að halda breytingum á ytra útiliti hússins í lágmarki. Jafnframt er áformað að láta efnisval og út- færslu smáatriða lúta lögmálum gamla hússins," segir Þorsteinn. Þorsteinn lýsir þriðju tillögunni svo: „í þessari tillögu er annars vegar gert ráð fyrir veigamiklum breytingum á innra skipulagi húss- ins og hins vegar verulegri stækkun hússins upp í brekkuna. Samkvæmt tillögunni yrðu síðari tíma viðbyggingar fjarlægðar og krónur og 94 aura. „Bæjarstjóm fór fram á það við félagið að það lánaði peningana til sjúkrahús- byggingar, sem var samþykkt og jafnframt skuldbatt félagið sig til gamla húsið héldi sér óbreytt, að öðru lejiti en því, að milli hússins og brekkunnar kæmi nútímaleg bygging. í henni væri leiksvið, tvö hliðarsvið og verkstæði leikhússins. Aðkoma leikhúsgesta yrði flutt á miðja austurhlið hússins, og forsal leikhúsgesta, fatahengi og veitinga- sölu yrði komið fyrir á jarðhæðinni austanverðri. Róttækar breytingar yrðu gerðar á sætaskipan í áhorfendasal, þar sem leiksviðið yrði eftir breytinguna staðsett í nýbyggingunni. Þorsteinn segir að auka mætti sæti fyrir áhorfendur um 30% frá því sem nú er. Hann segir: „Framan við leik- sviðið mætti koma fyrir hljómsveit- argryQu, sem auk þess væri hægt að nota sem framsvið, þegar gryfl- unnar væri ekki þörf. Yfir aðalhluta leiksviðsins mætti byggja lítinn leiksviðstum. Suðurálmu hússins, þar sem leik- sviðið er nú staðsett, yrði breytt f* búningsherbergi leikara á tveimur hæðum, en norðurálma hússins yrði innréttuð fyrir skrifstofur LA og fieira. Þessi tillaga byggir á þeim sjón- armiðum, að varðveita beri gamla húsið sem sjálfstæða heild, en ný- byggingin skuli hins vegar í stóru sem smáu bera merki síns eigin tíma." Þær tillögur sem bestan hljóm- grunn fengu hjá bæjaryfirvöldum vom önnur og þriðja tillaga. Ljóst er að þriðja tillagan er mjög dýr - kostar sennilega einhveija tugi milljónir króna, en tillaga númer tvö er mun ódýrari. „Yrði farið eftir tillögu númer tvö yrðu vandræði leiklistarinnar í bænum leyst til bráðabirgða en yrði tillaga númer þijú fyrir valinu yrði um varanlega lausn á málum leiklistarinnar að ræða,“ sagði Gunnar Ragnars, for- seti bæjarstjómar. að safna til sjúkrahússins næstu 10 árin. Það er álit sumra að Framtíð- arkonur hafi átt sjúkrahúsið fok- helt, því bærin byrjaði ekki að endurgreiða lánið fyrr en 2 árum eftir að það var tekið.“ Kvenfélagið Framtíðin: Gefur Dvalarheimilinu Hlíð átta sjúkrarúm Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við eitt sjúkrarúmið; frá vinstri: Áslaug Einarsdóttir, formaður öld- runarráðs, Cecil Haraldsson forstöðumaður öldrunarþjónustu á Akureyri, Hlín Gunnarsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfor- stjori dvalarheimila, Kristin Haraldsdóttir, Margrét Kröyer og Guðrún Óskarsdóttir formaður Framtíðarinnar. lagsins. Þá átti félagið 34.107

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.