Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 44

Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 Hugnr í mönnum á aðalfundi Ferða- málasamtaka Vesturlands Stykkishólmi. AÐALFUNDUR ferðamálasamtaka Vesturlands var haldinn í Hótel Stykkishólmi þriðjudaginn 21. okt. sl. Var fundur þessi mjög vel sóttur víðast hvar úr umdæminu og sýnir það áhuga þann sem ferða- mál eiga nú i fólki og fyrirtækjum. Kynning á WOLTZ snyrtivörum í dag kl. 14.00-18.00 Topptískan Miðbæjarmarkaðinum Förðunarmeistari farðar viðskiptavinina Fundurinn hófst með því að Sig- urður Skúli Bárðarson, Stykkis- hólmi, formaður samtakanna, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna og fagnaði góðri sókn. Fundarstjóri var Guðmundur Lárusson skip- stjóri, Stykkishólmi. Sigurður Skúli flutti skýrslu stjómarinnar um störf yfírstandandi árs og greindi frá þeirri grósku sem þegar er komin í ferðamál landsmanna. Ferða- mannastraumur er að aukast og með meiri samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir hljóta þessi mál að ná bæði aukningu og festu. Þeir sem komið hafa í Vestur- landsumdæmi og notið ferða og leiðsagnar hafa látið mjög vel af þessum kynnum. Og á hótelum er þegar farið að líta til næsta sum- ars. Þá hafa ýmis nýmæli verið á döfínni; siglingar hraðbáta með leiðsögumönnum um Breiðaijörð og hefir gefíst vel og mun tekið upp víðar. Sigurður kvað ýmsa erfíð- leika í starfínu og það færi ekki fram hjá neinum að mörgu þyrfti að breyta í ferðamálum og koma til betri vegar. Nefndi nokkur dæmi í því sambandi svo sem starfsemi ferðaþjónustu ríkisins o.fl. Óli J. Ólason, ferðamálafulltrúi Vesturlands, tók næst til máls og flutti ítarlega skýrslu. Hann er í hálfu starfi hjá samtökunum. Hann nefndi nokkur viðfangsefni, m.a. gat hann um vinnu sem lögð hefði verið í að koma á ferðaþjónustu- braut við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Bæði skólastjóri og menntamálaráðuneyti hefðu tekið vel í þær hugmyndir og nú væri að fylgja þeim eftir. Taldi nauðsyn- legt í fyrsta lagi að halda svæðis- bundin námskeið fyrir leiðsögu- menn og í öðru lagi að athuga með samvinnu við ferðaþjónustu bænda SNORRABHAUT 56 SIMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 um almennt námskeið fyrir starfs- fólk í ferðaþjónustu. Þá ræddi hann um hugmynd sem hann hefði reifað ásamt Reyni Adólfssyni, ferðamálaftr. Austur- lands, um að fá útvarpið til að hafa ferðaþætti frá landsbyggðinni. Þetta varð til þess að Vesturland fékk góðan þátt í útvarpið en með alltof stuttum fyrirvara, en gott fólk fékkst til að taka saman leiðar- lýsingu allt frá botni Hvalfjarðar til Gilsfjarðarbotns. Þá ræddi Óli um upplýsingamið- stöð. Nokkur hreyfing hefði komist á það mál m.a. með skipun nefnd- ar, en betur má ef duga skal. Hann sagði að hugmynd hefði komið fram um að ferðamálasam- tök umdæmanna og bænda stofn- uðu sameiginlega ferðaskrifstofu. Þetta mál væri í athugun. Hann fór nokkrum orðum um markaðsmálin. Ræddi um auglýsingar og að aug- lýsingastofum hefði verið skrifað og óskað eftir tillögum frá þeim um sameiginlegar auglýsingar hjá aðilum á Vesturlandi. Þá voru end- urprentuð 1.000 stk. af upplýs- ingabæklingi samtakanna, en nauðsynlegt væri að gefa hann út endurskoðaðana sem fyrst. Þessi bæklingur hefír komið að gagni. Ferðakaupstefna var haldin á Akra- nesi. Góð þátttaka var frá söluaðil- um í Reykjavík og frá fjölmiðlum komu yfír 20 manns. Þetta er þeg- ar farið að bera árangur. Þá var tekið þátt í AJþjóðakaupsteftiu í september sem VestNord-nefndin í ferðamálum stóð að. Þá minntist hann á samvinnu ferðamálasam- taka landsins og fundar á Selfossi í mars sl. þar sem aðalmál fundar- ins var kynningarmál, fjármál samtakanna og upplýsingamiðstöð. Allt væri þetta til að auka samhug f ferðamálum og þegar margar hendur ynnu að þessu væri árang- urs að vænta. Þetta kæmi þétt og jafnt. Óli sagði að hann teldi að nú eftir 5 ára starf samtakanna mætti segja að þau væru á krossgötum. Ef allir aðilar legðu sig fram mætti mikils vænta. Halldór Bjamason, markaðsstjóri Evrópufl. Ajnarflugs, var mættur á fundinn og flutti athyglisvert er- indi um ferðamál og urðu miklar umræður um erindi hans. Var hon- um sérstaklega þakkað. Sigurður Skúli Bárðarson baðst undan endurkosningu sem formað- ur og voru honum þökkuð farsæl störf af fundarmönnum. í stjóm vom kosin: Óskar Bald- ursson, Ferstiklu, Kristleifur Þor- steinsson, Húsafelli, Sveinbjöm Sveinsson, Stykkishólmi, en fyrir vom Halldór Brynjólfsson, Borgar- nesi, Jóh. Ellertsson, Reykjavík, Friðrik Jónsson, Akranesi og Guð- jón Yngvi Stefánsson, Borgamesi, sem er í stjóm kjörinn af samtökum sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.