Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
53
LYGAR
LILLIAN HELLMAN
Lillian Hellman eins og hún
var.
Síðasta sunnudag
var frumsýnt í
London leikritið Lillian,
sem fjallar um lífshlaup
bandaríska rithöfundar-
ins Lillian Hellman, og
er byggt á sjálfsævisögu
hennar. Einu vandræðin
eru þau að sjálfsævisaga
Hellmans er full af lyg-
um og hagræðingu á
sannleikanum.
Hellman, sem lést
fyrir tveimur árum, 79
ára að aldri, er líkast til
best þekkt fyrir leikrit
sitt The Littie Foxes,
sem naut mikilla vin-
sælda í Lundúnum ekki
alls fyrir löngu, með
Elizabeth Taylor í aðal-
hlutverki, sem og
kvikmyndina Julia, Jane
Fonda í hlutverki Lillian
og Vannessu Redgrave
sem hina andfasísku
vinkonu hennar, Júlfu.
í Bandaríkjunum var
Hellman framarlega í
hópi amerískra rithöf-
unda í ein 50 ár. Hún
varð fyrst þekkt 29 ára
gömul, þegar leikrit
hennar um hörmulegar
afleiðingar lygi sló í
gegn. 34 ára gamla var
litið á hana sem eitt af
fremstu leikritaskáldum
Bandaríkjanna.
Heliman þekkti alla,
sem eitthvað voru. Til
borðs með henni sátu
Dashiell Hammett, Ger-
trude Stein, Alice B.
Toklas, Charlie Chaplin,
Paulette Goddard og
Anita Loos, en storma-
samt samband Lillian og
reyfarahöfundarins
Hammets (Möltufálk-
inn), stóð í um 30 ár.
Hún var á Spáni með-
an Borgarastyijöldin
stóð yfir, í Austurríki og
Þýskalandi á stjómar-
ámm nazista, f Rúss-
landi meðan flest
sýndarréttarhöld Stalíns
stóðu yfír og aftur í
Seinni heimsstyrjöld.
Hún var framarlega í
flokki amerískra vinstri-
sinna og beindust því
árásir McCarthys öld-
ungardeildarþingmanns
mjög að henni, þó lítið
biti. Flestum þessara
viðburða lýsti hún svo
af fjálgleik í sjálfsævi-
sögu sinni og fleiri
verkum.
Lillian Hellman var
ekki fögur kona, svo
vægt sé til orða tekið,
en hún gaf af sér góðan
þokka þegar hún vildi
svo vera láta og átti
ætíð vísa förunauta af
gagnstæða kyninu. Það
sem flestir hrifust af
vora gáfur hennar, en
þær fór hún aldrei dult
með. Hún hafði ætíð
rétt fyrir sér, átti alltaf
síðasta orðið og ekkert
var henni óviðkomandi.
Það sem Hellman
lagði þó alla tíð mesta
áherslu á var sannleik-
urinn. Eða svo sagði
hún. í sjálfsævisögunni
sá hún ástæðu til þess
að taka það fram: „Ég
reyndi að segja sann-
leikann í þessum bókum.
Ég hróflaði aldrei við
staðreyndum".
Einn best þekkti kafli
ævi hennar gerðist í
Austurríki fyrir stríð, en
í bók sinni Pentimento
lýsti hún vináttu sinni
við „Júlíu" og starfi
hennar með andnazískri
neðanjarðarhreyfíngu.
Heliman sagði að nafnið
„Júlía" væri uppspuni,
en að allt annað væri
satt. „Júlía“ átti að vera
ung og rík bandarísk
stúlka við læknisnám í
Vín, sem svo gerðist
virkur andstæðingur
nazista.
Hellman lýsti því
hvemig hún smyglaði
fjármunum fyrir Júlíu
út úr Austurríki, morði
nazista á „Júlíu" og
hvemig hún, Lállian
Hellman, ferðaðist með
lík hennar heim til
Bandaríkjanna, lét
brenna það og dreifði
öskunni á afviknum
stað, sem enginn vissi
um nema hún ein. Frá
þessu sagði svo í kvik-
myndinni Julia.
Þá kom þar að árið
1980 að skáldkonan
Mary McCarthy segir í
sjónvarpsþátti Dick
Cavett að Hellman sé
einn raktasti lygari, sem
nokkra sinni hafí sullað
hugsun sinni á pappír.
McCarthy kallaði Hell-
man „óheiðarlegan
rithöfund" og Cavett
spurði 'hvað það væri í
fari hennar sem væri
óheiðarlegt. „Allt...
Hvert orð hennar er lygi,
jafnvel orðið „og“ og
ákveðinn greinir era
lygi“. McCarthy sakaði
Hellman ekki einungis
um að hafa farið með
rangt mál, heldur um
að hafa logið skipulega
og af ásettu ráði. Hell-
man lögsótti hana fyrir
meiðyrði iog krafðist
2.225.000 Bandaríkja-
dala í skaðabætur.
Aldrei kom til lykta
skaðabótamálsins þar
sem að Hellman lést
áður en það fór fyrir
rétt.
Hins vegar varð máls-
höfðunin til þess að fleiri
hófu að gagnrýna sagn-
fræði Hellmans. Skáld-
konan Martha Gellhom,
sem var gift Emest
Hemingway tók nefni-
lega til við að kanna
frásögn Hellman úr
Borgarastyrjöldinni á
Spáni. Þá kom í ljós að
ekki stóð steinn yfír
steini í framburði Hell-
man. T.a.m. kom í ljós
að Hellman gat ekki
hafa verið viðstödd loft-
árás á Valenciu, sem
hún þó lýsti fjálglega.
Verstu lygimál Hell-
man vora þó vegna
„Júlíu". Menn sem
kynntu sér sögu and-
spymuhreyfíngarinnar í
Austurríki komust að
)ví að til var kona, sem
um margt líktist „Júlíu“
Hellmans. Sú hét Muriel
Gardiner og hafði, eins
og „Júlía" verið ung, rík,
bandarísk stúlka; hafði
hlotið menntun sína í
Oxford, numið læknis-
fræði í Vín á fjórða
áratugnum og tekið þátt
í andspymunni gegn
nazistum af miklum
móð. — Frásagnimar af
„Júlíu" og Muriel þess-
ari vora mjög svipaðar
að öllu leyti nema einu.
Muriel Gardiner var enn
á lífi. McCarthy hafði
samband við hana og
tjáði Gardiner henni það
að hún hefði aldrei hitt
Hellman.
Árið 1983 gaf Gard-
iner út endurminningar
sínar. Hún fjallaði lítt
um Hellman, en sagði
þó að hún gæti ekki
hafa verið „Júlía“, þar
sem hún Hellman hefðu
aldrei hist. Hins vegar
skýrði hún frá því að
Bandaríkjamenn hefðu
aldrei átt í neinum vand-
ræðum með að koma
fjármunum inn og út úr
Austurríki og Þýska-
landi fram til 1937 og
að eftir það hefði
Chase-bankinn séð um
að koma peningum yfír
landamærin fyrir hana.
Þessvegna var engin
þörf á að smygla pen-
ingum yfír landamærin,
eins og Hellman sagðist
hafa lagt sig í hættu við.
Nú er svo komið að
fátt virðist vera satt sem
Hellman sagði. Hún
sagðist vera hetja. Ekk-
ert bendir nú til þess. A
sínum tíma neitaði Hell-
man því að vera
kommúnisti, en nú er
talið víst að svo hafí
verið. A.m.k. sagði hún
ekki styggðaryrði um
Stalín fyrr en löngu eft-
ir leyniræðu Kruschevs.
Og í erfðaskrá sinni
ætlaði hún 4 milljónum
Bandaríkjadala til út-
breiðslu fagnaðarerindis
Marx.
Þrátt fyrir allt og allt
á Lillian Hellman sér
enn aðdáendur. Frances
de la Tour, sem leikur
hana á Qölunum í Lund-
únum og er félagi í
Byltingarsinnaða
Verkamannaflokknum,
segist enn trúa henni og
þannig leiki hún hana.
Frances de la Tour, sem leikur
Hellman á sviði.
MAZDA EIGENDUR:
AUKIN ÞJÓNUSTA
Nú bjóðum við alla
réttingavinnu og boddívið-
gerðir á verkstœði okkar.
mazoa
BÍLABORG HF
SMIÐSHÖFOA 23, SÍMI68 12 25
Notkun sambyggöra kerfa, þar sem ýmsum forritum er
steypt saman ( eina samstæða heild, hefur farið mjög
vaxandi á undanförnum árum. Eitt slíkt kerfi er Frame-
work II frá Ashton-Tate, framleiöanda dBase III +. Þaó er
sambyggt/samtengt kerfi ritvinnslu, gagnasafnskerfis,
töflureiknis, samskiptaforrits, forritunarmáls og kerfis til
myndrænnar framsetningar gagna. Sllk kerfi eru geysi-
öflug, en krefjast mikils náms, ef ætlunin er að nota alla
þá möguleika sem þau bjóða upp á. Tölvufræösla SFÍ
hefur áður haldið námskeió I notkun Framework, og
býður nú i fyrsta sinn námskeiö i notkun nýrrar og endur-
bættrar útgáfu kerfisins, Framework II.
Markmió: Tilgangur þessa námskeiös eraö kynna undirstööuatriði
við vinnslu I Framework. Farið veröur yfir alla þætti kerfisins en þó
sérstaklega notkun ritvinnslu og töflureiknis. Aö námskeiöinu
loknu munu þátttakendur hafa traustan grunn til að byggja á fyrir
frekara nám á eigin vegum I öðrum þáttum kerfisins.
Efnl:
— Kynning á umhverfi
Framework
— Notkun bakka, ramma og
skáa
— Ritvinnsla
— Töflureiknir
— Gagnasafnskerfi
- Graflk
— Forritun
— Samskiptaforrit
— Samtenging ramma
— Útprentun
Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö notendum einkatölva sem vilja
tileinka sér notkun Framework.
Leiðbeinandi: ivar Gunnarsson, tölvunarfræöingur frá Hl'.
Timi: 10.—13. nóvember, kl. 13.30—17.30.
A
Stjómunarféiag
islands
Ánanaustum 15-Slmi: 621066