Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 61

Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 61 Fum og fálm „ÞAÐ er ef til vlll ótrúlegt en eatt, en ég er reglulega svekkturl Undir venjulegum kringumstæðum vaarl maður það ekki þvf ég áttl góðan leik,u sagði Kristján SigmUndsson markvörður eftir leik- inn. „Þetta var þara óðagot í lokin, ekkert annað. Fum og fálm í síðustu 4 sóknunum sem gerði það að verkum að við töpuðum. Þetta var sorglegur endir á annars mjög góðum leik.“ Hrikalegur kafli „ÞETTA var hrikalegur kafli hjá már í lokin. Ég tapaði þessum leik algjörlega upp á mitt einsdæmi og er að vonurn mjög svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Sigurður Gunnarsson eftir leikinn. „Ég er mjög óhress en það er vonandi að maður lærí eitthvað af þessu, en þetta var alveg hræðilegt," sagði Sigurður og var mjög daufur í dálkinn. Ófyrirgefanlegt „ÉG á ekki til orð. Það er I rauninni ekkert hægt að segja um þetta, þetta var svo hræðilegt. Það er algjöriega ófyrirgefanlegt að tapa þessum leik. Einbeitingin fór algjörlega hjá okkur. Þetta gerðist bara allt ( einu eftir að við áttuðum okkur á að við gátum unnið þá, þá urðu allir svo taugaóstyrkir. Ég á enga aðra skýríngu á þessum úrelitum," sagði Þorgils Óttar Mathiesen fyriliði eftir tapið i gær. Grátlegt „ÉG á enga skýringu á þessu frekar en aðrir,“ sagði Kristján Ara- son um lokakaflann. „Við fórum of fljótt að markinu hjá þeim og enginn þorði að enda sóknina. Við hefðum átt að teygja lengur á sóknunum og stilla upp en það fór allt úr böndunum í lokin hjá okkur. Þetta var grátlegt! Vonandi að maður læri eitthvað af þessu en þetta er f þriðja sinn sem svona lagað gerist. Fyrst voru þaö Júgóslavar, síðan Tékkar og nú þetta. Með svona markvörslu á ekki að vera hægt aö tapa leik. Þetta er alveg hrikalegt," sagði Kristján. Þorgils Óttar stóð fyrlr sfnu í gær, og vel það Morgunbiaðið/Bjarni Martröd „VIÐ lékum vel f S0 mínútur, en siðustu 10 mfnúturnar voru hrein martröð," sagði Bogdan iands- liðsþjálfari eftir leikinn. „Ég hef enga skýringu á þessu. Lokakaflinn var slæmur og þessir leikreyndu menn eiga ekki að geta dottið svona niður. Það var engin hugsun í sókninni síöustu mín- úturnar og strákarnir hreinlega klúðruðu þessu og slíkt gengur ekki. Á sama tíma varði Kristján hvert skotið á eftir öðru og ef við heföum leikið eðlilegan leik hefðum við ekki tapað. Það eina sem ég get sagt er aö svona lagað má ekki koma fyrir aftur." Ingolf Wiegertfyrirliði A-Þjóðverja: Kristián fór á kostum „ÞESSI leikur var mun erfiðari en sá fyrri og við vorum svo sann- arlega heppnir að sigra,“ sagði Ingolf Wiegert, fyrirliði Austur- Þýskalands, eftir lelkinn f gær- kvöldi. Wiegert, sem lók sinn 200. landsleik, sagði leikinn í gærkvöldi með þeim erfiðari. „Viö vorum þrjú mörk undir og lítið eftir, en við vorum ákveðnir í að leggja ekki árar í bát, gefa ekkert eftir, heldur berjast til þrautar. Þaö eina sem komst að, var aö tapa ekki leiknum og þegar flautað var til leiksloka stóðum við uppi sem sigurvegarar. Leikurinn var góður og bæði liö- in léku vel, en enginn betur en Kristján í íslenska markinu. Ég held að hann hafi varið ein sex skot í röð síðustu mínúturnar, en á sama tíma gekk ekkert upp í sókn íslenska liösins og viö náðum að vinna upp þriggja marka forskot og sigra með einu marki á lokasek- úndunum. Að mínu mati var íslenska liðið betra framan af og þá gerðum við mistök, sem það nýtti sér. Áhorf- endurnir voru svo sannarlega með á nótunum, fóru á kostum eins og Kristján, og stuöningur þeirra er gífurlega mikilvægur fyrir (sland, en aö sama skapi truflandi fyrir andstæðingana. Þetta voru skemmtilegir leikir og vonandi fæ ég tækifæri til að leika hérna aft- ur, en ég geri ráð fyrir að hætta eftir Ólympíuleikana 1988,“ sagði Wiegert. Danir sigruðu Finna naumlega Frá Bjarna Jóhannssynl, fróttarttara Morgunblaóslns I Norsgl. Miklir Yfirburðir hjá Sovétmönnum — er þeir unnu Norðmenn örugglega, 4:0 Fri Bjama Jóhannssyni, fróttarhars Morgunblaósins f Noragl. • Oleg Blochin skoraði f leiknum gegn Norðmönnum f gærkvöldi. SOVÉTMENN unnu öruggan sig- ur á heimavelli gegn Norðmönn- um, 4:0, f Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu f gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 3:0. Þessi lið eru sem kunnugt er í riðli með íslending- um, Austur-Þjóðverjum og Frökkum. Leikurinn var sýndur hér í Nor- egi í beinni sjónvarpsútsendingu. Yfirburðir Sovétmanna voru miklir og átti norska liðið aldrei mögu- leika, enda vantaði marga af bestu leikmönnum þeirra. Eins og Hall- vars Thoresen, sem leikur með Eindhoven, Erik Thorsvedd, mark- vörð hjá Boruissia Mönchenglad- bach, og Terje Kojedal, sem leikur í Frakklandi. Það var aðeins einn atvinnumaður í liðinu, Andreas Giske. Létt hjá Liverpool NOKKRIR leikir fóru fram f 3. umferð Littlewood bikar- keppninnar á Engalndi í gærkvöldi. Úrslit urðu sem hér segir: Bradford - Portsmoth 3:1 Crystal Palace - Nott. Forest 2:2 Derby-Aaton Vllla 1:1 Uvarpool - Lelceater 4:1 Man. United - Southampton 0:0 Norwich - Mlllwall 4:1 Oxford - Sheff. Unlted 3:1 Tottenham - Blrmlngham 5:0 Watford - Vl/eat Ham 2:3 Litovchenko skoraði fyrsta markið fyrir Sovétmenn á 25. mínútu og kom það eftir auka- spyrnu. Igor Belanov bætti öðru markinu við úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Oleg Blokhin bætti þriðja markinu við á 33. mínútu eftir skemmtilega sókn. Norðmenn náðu sér ekki ó strik í seinni hálf- leik frekar en þeim fyrri og bættu Sovétmenn sínu fjóröa marki við á 59. mínútu er Khidiyatullin skoraði eftir aukaspyrnu. Sovétmenn voru nær því að bæta við fimmta mark- inu en Norðmenn að skora einu sinni. Sovétmenn léku mjög vel og yfirspiluðu norska liðið langtímum saman. Þeir leika hraða og skemmtilega knattspyrnu og verða að teljast líklegir sigurvegar í riðlinum og hafa nú tekið forystu með 5 stig eftir 3 leiki. Norðmenn hafa ekki tapað svona stórt í lang- an tíma og vilja örugglega gleyma þessum leik fljótt. DANIR sigruðu Finna með einu marki gegn engu f fjörugum og skemmtilegum leik f 6. riðli Evrópukeppninnar f knattspyrnu f Kaupmannahöfn f gærkvöldi. Berthelsen skoraði sígurmarkið á 70. mfnútu. Danir léku án nokkurra fasta- manna. Preben Elkjær og Laudrup eru meiddir og Klaus Berggreen og Jesper Olsen tóku út leikbann. Danir stilltu þó upp mjög leik- reyndu liði. Leikmenn með samtals 440 landsleiki að baki, eða um 40 leiki að meðaltali. Finnar byrjuðu vel og áttu þokkaleg færi fyrstu 15 mínúturn- ar. Danir tóku síðan við sér og voru mun betri það sem eftir var hálfleiksins og var það fyrst og fremst fyrir stórleik Frank Andersen. Hann var hreint frábær á vinstri kantinum og mataði framherja liðsins með góðum sendingum en þeim tókst ekki að nýta þær. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, Finnar sóttu og komu Dönum oft á óvart með góðum leik. En þegar líða tók á hálfleikinn komu Danir meira við sögu og uppskáru sigurmarkið á 70. mínútu. Berthelsen fékk þá knött- inn við vitateig Finna og snéri á einn varnarmann og skoraði með góðu skoti. Eftir markið drógu Danir sig til baka og héldu fengn- um hlut. Aderson og Morten Olsen voru bestir í liði Dana. Ungur framherji í liði Dana, Claus Nilsen, vakti athygli en náði ekki að nýta þau fjölmörgu færi sem hann fékk. Llaudhanen, markvörður Finna, var besti leikmaður þeirra og bjarg- aði oft vel. T eanen, ungur framherji í finnska liðinu, var mjög sprækur og er greinilega leikmaður fram- tíðarinnar. Hann mun hafa veriö keyptur til Ajax í Hollandi og fer þangað í næstu viku. 4. riðill: Auðvelt hjá Júgóslövum JÚGÓSLAVÍA vann Tyrkland 4:0 í 4. riðli Evrópukeppni landsliða f gærkvöldi eftir að hafa verið 2:0 yfir í hálfleik. Júgóslavar voru mjög óánægðir með að komast ekki í úrslitakeppni HM og eins og algengt er var skuldinni skellt á þjálfarann, hann látinn fara og Ivica Osim ráðinn. Þetta var fyrsti landsleikurinn und- ir hans stjórn og byrjunin lofar góðu. Þetta var annar leikur í riölinum, en fyrr í mánuðinum unnu Eng- lendingar Norður-íra 3:0 á Wembley. Bobby Robson, lands-^ liðsþjálfari Englands, var á meðal áhorfenda á leiknum í gærkvöldi, en England og Júgóslavía leika eft- ir hálfan mánuð. AÐALFUNDUR Knattspyrnudelldar KR verður haldin í félags- heimili KR í kvöld, 30. október, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.