Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 1
 tWfo. B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 8. NOVEMBER 1986 BLAÐ 30 AR FRA UPPREISNINNI I UIMGVERJALAIMDI „Göturnarvoru sundurtættar. Hellurnar höfðu veriðrifnaruppog göturnarvoru þaktarflökum sviðinna bifreiða. Ég taldi 40 sovézk skriðdrekahræ. Þegar ég stóð á horni Stalínstrætis brunuðu tveir risa- stórir rússneskir T-34-skriðdrekar fram hjá mér. Þeir drógu lík, sem áttu að sýna Ungverj- um að þannig færi fyrirfrelsishetj- um." etta bar fyrir augu vestræns fréttamanns í Búdapest föstu- daginn 26.októb- er 1956, þremur dögum eftir að uppreisn brauzt út í Ungverjalandi. Hún hófst með friðsamlegum mótmælaaðgerðum þúsunda æskufólks, sem fylltu gö- turnar, sungu frelsissöngva, kröfð- ust þess að harðstjórn fram- kvæmdastjóra kommúnistaflokks- ins, Stalínistans Ernö Gerös, slakaði á klónni og hrópuðu "R u s z k i k h a z a!" ("Rússar, farið heim!"). Sífellt fleira fólk bættist í hópinn og söng frelsissöngva og mót- mælti. Þetta var fólk af öllum aldri og úr öllum stéttum, þúsundirnar urðu að tugþúsundum, tugþúsund- irnar að hundruðum þúsunda og uppreisnin varð að þjóðarbyltingu. I upphafi virtist málstaður lýð- ræðis og frelsis ætla að fara með sigur af hólmi, en síðan var upp- reisnin bæld niður með sovézkum skriðdrekum. Sorgleg endalok vöktu beiskju, sem beindist m.a. gegn vestrænum ríkjum, sem gátu ekkert gert. Fjöldi fólks flýði land. Kröfur uppreisnarinnar voru í aðalatriðum þjóðlegar og ekki beinlinis fjand- samlegar stjórn kommúnista. Fólkið vildi frjálsar og leynilegar kosningar, nýja stjórn undir forsæti Imre Nagy, feitlagins kommúnista sem þótti hófsamur þegar hann var forsætisráðherra 1953-1955, samskipti á jafnréttis- grundvelli við Sovét- ríkin, frjáls verkalýðsfélög, frjálsan landbúnað- an, þatttöku verkamanna í stjórn fyrirtækja, endurskoðun áætlana um vinnuafköst o.fl. "VIÐ VIUUM FRELSI!" Kröfurnar voru fyrst bornar fram á fjöldafundi 23.október 1956 við minnis- merki pólska herforingjans Josefs Bem, sem stjórnaði uppreisn Ungverja gegn stjórn Habsborgara og Rússum 1848. Val fundarstaðar- ins sýndi samúð Ungverja með Pólverjum, sem stóðu líka upp í hárinu á Rússum í október 1956. Mannfjöldinn hrópaði "Við viljum sjálfstæði og frelsi! Við erum engir fasistar! Burt með ykkur!." "Við stöndum á sögulegum krossgötum," sagði formaður ung- verska rithöfunda- sambandsins, Peter Veres. "Leiðtogar flokksins og landsins hafa ekki getað mótað framkvæmanlega stefnu. Ábyrgð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.