Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 B 11 eftir því. Miklar annir eru hjá ung- verskum tannlæknum og gler- augnasölum. Strönggæzla er enn á landamær- unum, en verðirnir eru kurteisir. Ekki er lengur leitað í farangurs- geymslum bifreiða þegar ferða- menn fara úr landi. Erlendir bílar eru heldur ekki stöðvaðir til að krefja ökumenn þeirra um skilríki. Ungverjar fá að fara til Vestur- landa einu sinni á þriggja ára fresti, jafnvel heilar fjölskyldur ef óskað er. Sumir fá að fara oftar, ef þeir þurfa ekki erlendan gjaldeyri og fá meðmæli frá vinum eða ættingjum. Þó mundu margir flytjast úr landi, ef fjölskyldutengsl og aðrar einka- aðstæður kæmu ekki í veg fyrir það, en af efnahagslegum en ekki pólitískum ástæðum. Fólk sem vinnur rannsóknarstörf, kennarar og alls konar "menntamenn" eru illa launaðir samanborið við verka- menn og hafa minni möguleika á að útvega sér aukavinnu. Flokkurinn hefur smám saman dregið úr eftirliti sínu í atvinnu- og viðskipta- lífinu. Þekking og reynsla eru nú lykill að stöðuhækkunum ekki síður en flokks- skírteini, en þeir sem komast áfram verða að leggja það á sig að sækja námskeið í marxisma. OANÆGJA Sumir segja að Ungverjaland hafi breytzt í bærilegt fangelsi og Kadar sé mjúkmáll og góðlátlegur fangelsisstjóri. Stöðnun síðustu ára hefur valdið vonbrigðum, en þjóðin virðist óánægðust vegna þess henni finnst að henni hafí verið mútað. Pólitískt lýðræði hefur ekki aukizt, þótt vera megi að lýðræði eigi eftir að aukast innan flokksins og Ung- verjar verði frumherjar á því sviði sem öðrum á austur-evrópskan mælikvarða. Ungverjar og Kadar hafa gert með sér nokkurs konar þegjandi samkomulag, sem gæti hljóðað þannig: "Ég skal bæta efnahags- ástandið, veita ykkur talsvert málfrelsi, leyfa ykkur að ferðast til útlanda og lesa þær bækur sem þið óskið, ef þið lofið mér því að sætta ykkur við stjórn kommúnistaflokks- ins og óhjákvæmi- lega leiðsögn Rússa og valdið ekki truflun eða óróa." Sumum Ungverjum finnst þetta jafngilda þvi að þeir hafi selt sálu sína fyrir gúllas! Vel má vera að þeir eigi erfitt með að sætta sig við þetta lengur og hræringa geti orðið vart á nýjan leik. Þeir virðast vera eirðarlausir, þar sem þeim finnist þetta vansæmandi. Ungverjar hafa alltaf verið stolt þjóð á sama hátt og Pólverjar, einu þjóðir Austur- Evrópu sem Rússar hafa borið virðingu fyrir, og ekki er víst að þeir sætti sig við þetta til lang- frama. Kenningar kommúnista hafa ekki haft áhrif á þá og flokkurinn er í varnarstöðu. Yfirgangur hans hefur minnkað og hann þarf að vera á verði gegn skoðunum al- mennings. Saga Ungverja greinir frá mörg- um uppreisnum og ósigrum og þeir hafa oft þurft að ganga til sam- vinnu við eriend hernámsyfirvöld. Þeir lærðu fljótt eftir innrás Tyrkja á 16.öld að ef þeir vildu fá kröfum sínum framgengt borgaði sig að benda á að ef ekki yrði gengið að þeim kynnu þeir að gera uppreisn. Segja má að þeir hafi líka leikið þennan leik gegn Rússum og með þeim árangri að núverandi vald- hafar hafi talsvert svigrúm. Síðan uppreisnin var gerð hafa þeir reynt eftir megni að sníða versta agnúana af kerfi, sem var þröngvað upp á þá í stríðslok. Sovézkt hernámslið er enn í landinu, en þótt Ungverjum hafi ekki orðið að þeirri ósk sinni að tryggja sér frelsi og fullveldi hefur þeim tekizt að varðveita sjálf- stæða þjóðarvitund. GH tók saman. Lestun ms. Isberg Goole: 17/11, 2/12, 17/12. Zeebrugge: 19/11, 4/12, 19/12. Bremerhaven (Hamborg): 20/11, 5/12, 20/12. Esbjerg: 21/11, 6/12. 22/12. Hafnarfjörður: 25/11, 10/12, 26/12. Kælivara — frystivara — gámar — bretti. Ok hf., S: 651622 OG 43933 EFTIR KL 18.00. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eiu með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, veröa reiknaðir dráttarvextir einum mánuði efúr galddaga. Reykjavík, 7. nóvémber 1986. § Ilusnæóisstotnini ríkisins Samband íslenskra kristniboðsfélaga Kristniboðsdagurinn SAMBAND ISLENSKRA KRISTNIBODSFELAGA Ímmt 1986 Kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar er að þessu sinni 9. nóvember. Þá verður kristniboðsins minnst í kirkjum landsins og tekið á móti gjöf- um til starfsins. Sérstakar kristniboðssam- komur verða haldnar á eftirtöldum stöðum: Akureyri: Samkomur í félagsheimili KFUM & K, Sunnuhlíð laugardag 8. nóv. og sunnudag 9. nóv. kl. 20.30. Ræðumaður: Stína Gísladóttir. Akranes: Samkoma í félagsheimili KFUM & K. sunnudag 9. nðv. kl. 20.30. Kristniboðsþáttur Susie Backman. Ræðumaður: Páll Friðriksson. Reykjavík: Samkoma í húsi KFUM & K við Amt- mannsstíg sunnudag 9. nóv kl. 20.30. Kór KFUM & K syngur. Kvikmynd frá Kenya. Ræðumaður: sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Kristniboðsvinum og velunnurum eru fserðar bestu þakkir fyrir trúfestu og stuðning við kristniboðið á liðnum árum og því treyst, að liðsinni þeirra bregðist eigi heldur nú. Samband íslenskra kristniboðsfólaga. Aðalskrifstofa Amtmannsstíg 2B. Pósthólf 651. Gíróreikningur 65100 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.