Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 3
MORGuWbLAÐID, LAÚgARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 jf áP skólanemendur, verkamenn, menntamenn, margir hermenn og lögreglumenn. Jafnvel 10 ára drengir og stúlkur börðust með frelsishetjunum. Andstæðingarnir voru fyrst og fremst sovézka hernámsliðið, 30,000 starfsmenn og nokkrar deildir ungverska hersins, sem voru þó óáreiðanlegar. Baráttuhugur sovézku hermannanna var ekki upp á marga fiska. Þótt mörgum sögum færi af grimmdarverkum þeirra voru þeir ekki allir fjandsamlegir uppreisnarmönnum. Að sögn eins leiðtogi uppreisnarmanna töldu þeir að í Ungverjalandi væru 800,000 kommúnistar, en þeir reyndust vart 20,000, og það var þeim mikið sál- rænt áfall að sjá heila þjóð rísa gegn þeim. Sovézkir fangar fengu góða meðferð og mörgum þeirra var ekið burt úr höfuðborginni og sleppt. Smám saman náðu Rússar að mestu undirtökunum í Búdapest og samið var um vopnahlé sunnudag- inn 28. október. Tiltölulega rólegt var í borginni og aðeins barizt umhverfis Kilian-herbúðirnar. Kirkjuklukkum var hringt og kl.ll um morguninn var útvarpað áskor- un til frelsishetjanna í Kilianbúðun- um: "Ef þið leggið niður vopn fáið þið uppgjöf saka og getið farið óhindraðir heim til ykkar." Ekkert mark v'ar tekið á áskoruninni og bardögunum var haldið áfram, þótt rólegt væri í miðborginni. Skrið- drekar voru þar á verði og leitað var að vopnum á vegfarendum, en margir hættu sér út á göturnar og þar hófust fjörugar samræður um horfurnar. BROTTFLUTNINGUR Nagy gaf þessa mikilvægu yfir- lýsingu í útvarpsávarpi: "Ung- verska stjórnin hefur komizt að samkomulagi við sovétstjórnina. Sovézka herliðinu hefur verið skip- að að hörfa þegar í stað frá Búdapest. Við munum koma á fót nýrri lögreglu, sem mun eingöngu sjá um löggæzlu. AVH verður leyst upp þegar í stað." Nagy hét því jafnframt að ganga að öllum öðrum kröfum uppreisnarmanna. Mánudaginn 29.október féllu að- alstöðvar kommúnistaflokksins og Nagy flutti skrifstofu sína í þing- húsið. Lífið virtist vera að færast í nokkurn veginn eðli- legt horf og rússneskir hermenn og ungverskar frelsishetjur sáust ræðast við í bróð- erni. Mikoyan og Suslov komu aftur frá Moskvu og höfðu meðferðis yfír- lýsingu.þar sem Rússar virtust ganga að flestum kröfum byltingar- manna og hétu því að dvöl sovézka herliðsins yrði tekin til endurskoð- unar. Erlend blöð greindu hins vegar frá því að Rússar drægju saman herlið á lands- byggðinni og væru að búa sig undir að berja uppreisn- ina niður. Hvarvetna í landinu var orðrómur á kreiki um að sovézka herliðinu bærist liðsauki. Utan- ríkisráðherra Rússa, Dimitri Shep- ilov, sagði að rússneska herliðið í Búdapest færi ekki þaðan fyrr en uppreisnarmenn legðu niður vopn og neitaði að svara því hvort herlið Rússa færi af landi brott. Þriðjudaginn 30.október, til- kynnti Nagy að Kremlverjar hefðu samþykkt að kalla heim sovézka herliðið og brottflutningur þess hófst samdægurs. Mikoyan og Suslov fóru ásamt Gerö og virtust hafa samþykkt ráðstafanir Nagys til að koma aftur á lögum og reglu. Um leið lýsti Nagy yfír endalokum. alræðis kommúnista, hét frjálsum kosningum og boðaði myndun nýrr- ar stjórnar allra flokka. Kadar lýsti því yfir að "verkamannaflokkur", sem hann var að stofna og átti að leysa kommúnistaflokkinn af hómi, "styddi í einu og öllu allar ákvarð- Mindzenty kardináli: sleppt úr haldi. Imre Nagy í hópi stuðningsmanna. Ættjarðarvinir. anir, sem stjórnin hefurtekið í dag." Á sama tíma stóð hann í viðræðum við Rússa án vitundar Nagys. Þennan dag var Josef Mindez- enty kardinála, k sem hafði verið dæmdur í 15 ára f angelsi 1949, sleppt úr fangelsinu í Felsoepeteny. Þegar hann sneri aftur til Búdapest til að taka á ný við starfi æðsta yfirmanns ungversku kirkjunnar var öllum kirkjuklukkum landsins hringt. Trúað fólk kraup á kné á meðfram leiðinni, sem hann fór um, hann blessaði mannfjöldann og margir grétu. I augum sanntrúaðra Ungverja var Mindzenty tákn frels- is, sjálfstæðis og baráttu gegn kommúnisma og sovézku hernámi. Hann hugðist endurreisa flokk kristilegra demókrata, sem hafði starfað fyrir stríð, en sagði erlend- um blaðamönnum að hann styddi Nagy. Rússneskir skriðdrekar og her- sveitir fóru frá Búdapest, en sovézkir verðir urðu eftir við land- varnaráðuneytið, innanríkisráðu- neytið, sovézka sendiráðið og á fleiri stöðum að sögn útvarps upp- reisnaiinanna. Samkvæmt fréttum frá landamær- unum söfnuðu Rúss- ar liði og í ljós kom að þeir mundu ekki hörfa frá landinu. Þvert á móti var hermt "að þúsundir sovézkra skriðdreka streymi inn í land okkar og vélvætt fótgöngulið sæki yfir landamærin." Rússneska herliðið virtist búa sig undir að snúa aftur til Búdapest. Síðasta vígi AVH, útvarpsstöðin í Búdapest, féll þennan dag og ný stöð upp- reisnarmanna tilkynnti: "Kjörorð okkar er sannleikurinn, allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn." Alþýðuher var sett- ur á laggirnar undir stjórn Pal Maleters. Ástandið var skuggalegt eftir átökin. Lík lágu enn eins og hráviði á götum Búdapest. Hætta var á farsóttum og hungursneyð blasti við í mörgum héruðum. Strangar heilbrigðisráðstafanir voru fyrir- skipaðar og lík fjarlægð og jörðuð. Blaðið "Rödd þjóðarinnar" skrifaði: "Börnin svelta, skortur er á elds- neyti, gasbirgðir og rafmagnsbirgð- ir eru á þrotum. Sjúkrahúsin ráða ekki lengur við ástandið. Um leið og kraftar þjóðarinnar þverra eykst hætta á endurreisn harð- stjórnar stalinista og rakosista." Ljós voru tendruð á gröfum fórnarlamba bylt- ingarinnar meðan Rússar bjuggu sig undir árás á Búdapest. Mikið pólitískt uppnám ríkti á Ungverjalandi. Flokkar, sem höfðu verið bannaðir, tóku til starfa á ný, þar á meðal Smábændaflokknur Tiidys og flokkur jafnaðarmanna undir forystu Önnu Kethly. Þeir leiðtogar og þingmenn lýðræðis- flokkanna, sem höfðu ekki verið líflátnir og yoru lausir úr fangels- um, komu aftur fram í dagsljósið og ungverska þjóðin bar greinilega traust til þeirra. Kadar sá þetta og talaði um nýja "þriðju leið, sem mun ekkert eiga skylt við annað hvort titoisma eða kommúnisma Gomulka". HLUTLEYSI Fimmtudaginn l.nóvember lýsti Nagy yfir hlutleysi Ungverjalands og úrsögn landsins úr Varsjár- bandalaginu og bað Sameinuðu þjóðirnar um vernd. Með þessu gekk hann lengra en Gomulka hafði gert í Póllandi og lengra en Rússar g^átu sætt sig við. Þeir óttuðust áhrifin í öðrum fylgiríkjum og stuðnings- menn íhlutunar náðu yfirhöndinni í Kreml. Kremlverjar ákváðu að mynda nýja stjórn í Ungverja- landi undir forystu Kadars, þótt þeir héldu áfram að ræða við Nagy. Næstum því samtímis réðust Bretar og Frakkar á Súez og Vesturveldin höfðu um nóg annað að hugsa en Ungverjaland. Líklega hefur árásin átt þátt í ákvörðun Rússa um að láta til skarar skriða. Sameinuðu þjóðirnar gátu enga vernd veitt Ungverjalandi og hafa sjaldan verið eins máttvana. Rússar beittu neitunarvaldi í Oryggisráðinu gegn ályktun, þar sem hvatt var til brottflutnings sovézka herliðsins. Allsherjarþingið samþykkti sams konar ályktun og skipaði nefnd til að kanna málið, en Rússar neituðu að eiga samstarf við hana og eng- inn árangur náðist. I Súezdeilunni létu Bretar og Frakkar undan þrýst- ingi "almenningsálitsins í heimin- um," en Rússar voru ekki eins áhrifagjarnir og hundsuðu SÞ, sem héldu stormasama fundi, en gátu ekki tekið ákvörðun, jafnvel ekki um að senda fulltrúa til Ungverja- lands til að kanna ástandið. Sama dag og Nagy flutti ræðu sína bárust þær fréttir að sovézkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.