Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 ^nmssmmsnnnMnmím ina bera þeir sem hafa tekið saman höndum um að endurvekja ógnar- stjórn Stalíns og Rakosis (þ.e. þægasta skósveins Stalíns)." I hrokafullri og klaufalegri út- varpsræðu kl.8 um kvöldið lagði Gerö áherzlu á að Ungverjar stæðu í mikilli þakkarskuld við Sovétríkin. Hann kallaði stúdenta og verka- menn "fjandmenn þjóðarinnar" og "þjóna afturhaldsins" og sakaðiþá og aðra mótmælendur um "þjóð- rembing". Þar með hellti hann olíu á eldinn: mann- fjöldinn fylltist heift og allt fór í bál og brand. Einn hópurinn steypti af stalli risastóru Stalínslíkneski, sem gnæfði yfir borginni, og dró að húni ungverskan fána, sem rauð stjarna "alþýðulýðveld- isins" hafði verið skorin úr. Annar hópur fór að húsi stjórnarmálgagnsins "Frjáls þjóð" (Szabad Nep) og krafðist þess að það birti verkfallsáskorun. Mótmælin tóku á sig nýja og hættulega mynd þegar fólk safnað- ist saman um líkt leyti við útvarps- húsið og krafðist þess að kröfum þess yrði útvarpað. Þegar því var ekki sinnt ruddust nokkrir inn í bygginguna. Menn úr öryggislög- reglunni, AVH (sem áður hét AVO), skutu á mannfjöidann, en fólkið fékk vopn frá nær- stöddum her- mönnum, sem höfðu samúð með þeim, m.a. ungum Tékkum úr Pe- töfi- herskólanum. Útvarpið flutti danslög til kl.23„ en klukkustundu síðar náðu uppreisnármenn skrif- stofum "Frjálsrar þjóðar" á sitt vald. Um nóttina báðu Gerö og Andras Hegedus forsætisráðherra sovézka hernámsliðið um aðstoð í síma með samþykki Nagys og um kl.4 brun- uðu 70 sovézkir skriðdrekar og 50 brynvarðir bílar inn í Búdapest. Um 200,000 verkamenn streymdu frá úthverfunum inn í borgina og upp- reisnarmenn létu heimatilbúnum sprengjum rigna yfir skriðdrekana, rifu upp götuhellur, veltu sporvögn- um, reistu götuvígi og lögðu eld að opinberum byggingum. Um 350 féllu og 700 særðust um nóttina. Um daginn börðust verkamenn við AVH-menn, eða "Avóa", og hermenn í mörgum verksmiðjum og á öðrum vinnustöðum. Bardagar héldu áfram við útvarpsstöðina og járnbrautar starfsmenn reyndu að ná járnbrautarstöðvum borgarinnar á sitt vald. Námamenn reyndu að ná leggja undir sig tvær námur fyrir utan borgina og fréttir bárust af bardögum í nálægum borgum. Símasamband við Búdapest rofnaði og fréttir urðu óljósar. NAGY KOSINN Miðstjórn flokksins kom til fund- ar í aðalstöðvum flokksins snemma um morgun- inn og skipaði Imre Nagy forsætisráðherra, en skipun hans hafði engin áhrif (Gerö varð áfram framkvæmdastjóri flokks- ins). Neyðarástandi var lýst yfír og skyndiréttarhöldum hótað. Seint um daginn komu Anastas I. Mikoyan og Mikhail A. Suslov, fulltrúar í stjórnmálaráði sovézka kommúnistaflokksins, með flugvél frá Moskvu og fóru rakleitt til aðal- stöðva flokksins. Þeir gáfu til kynna að þeir sættu sig við skipun Nagys (þeir vissu e.t.v. ekki hvernig stjóm hann hygðist mynda) og viður- kenndu að það hefðu verið mistök að kalla út sovézka setuliðið. Morguninn eftir, fimmtudaginn 25.oktðber, réðu sovézkir skrið- drekar lögum og lofum á götum Búdapest. Síðdegis skutu "Avóar" með vélbyssum af húsaþökum á fólk á mótmælafundi á Þinghú- storginu og felldu 600. Uppreisnar- menn ruddust inn í vélbyssu- geymslu og hermenn, sem gengu í lið með þeim, hröktu AVH-menn úr prentsmiðju. Æ fleiri hermenn komu til liðs við uppreisnarmenn og félagar þeirra voru tregir til að láta til skarar skríða gegn verka- mönnum. Útlendingar, sem flýðu frá höf- uðborginni, kölluðu Búdapest "borg ógnarinnar" og "helvíti á jörðu." Svissneskur blaðamaður sagði: "Ég hef séð með eigin augum hvernig 20 leiðtogar mótmælaaðgerðanna í Búdapest voru hengdir í fánastöng- um og götuljóskerum á breiðgö- tunni meðfram Dóná. Menn geta Rússarnir koma: menn úr Rauða hernum í Búdapest; sovézkir skrið- drekar sækja inn í borgina. Líkneski Stalíns var steypt afstóli í upphafi uppreisnarinnar; ömurlegt var um að iitast í lok hennar. ekki gert sér í hugarlund hve hræði- legir atburðirnir í Búdapest eru ... fólki er samalað saman og það er skotið á staðnum." Austurrísk kona sagði: "Ég mun aldrei á ævinni gleyma þessari sjón. Ungverjar gengu fylktu liði gegn rússnesku skriðdrekunum, óttalausir og tóm- hentir með engin vopn í höndunum. Þetta fólk dó fyrir frelsi föður- landsins." Byltingarnefndir og verkamann- aráð uppreisnarmanna tóku völdin í höfuðborgum flestra héraða, sum- ar eftir blóðug átök við lögreglu, og gáfu út flugmiða og tilkynning- ar. Frelsishetjur náðu yfirráðum yfir landamærasvæði milli bæjarins Magyarovar og landamærastöðvar- innar Hegyeshalom með stuðningi ungverskra hermanna. I Magyaro- var féllu 80 borgarar í örstuttri skothríð "Avóa", sem voru sfðan yfirbugaðir. Gat hafði verið rofið í járntjaldið og þúsundir manna streymdu yfir landamærin frá Aust- urríki til að hitta ættingja og vini, sem þeir höfðu ekki séð árum sam- an. Vestur-Ungverjaland, Pecs, Mi- skolc og fleiri borgir í Suður- og Austur- Ungverjalandi urðu öflug vígi uppreisnarmanna. I Györ (Ra- ab)fengu uppreisnarmenn sovézka setuliðið til að hörfa út í skóg og útvarpsstöð þeirra hafði eftir yfir- manni þess: "Að mínu mati er upp- reisn ungversku þjóðarinnar fylli- lega réttlætan- leg." Uppreisnar- menn í Miskolc útvörpuðu kröfum um tafarlausan brottflutning sovézka herliðsins, myndun nýrrar stjórnar, verkfallsrétt og náðun uppreisnar- manna. Nagy gekk að þessum kröfum föstudaginn 26.október og hét því í útvarpsávarpi og hét því að biðja Rússa að flytja her sinn úr landi, ef uppreisnarmenn legðu niður vopn. Nú var Gerö vikið úr stöðu flokksleiðtoga og eftirmaður hans valinn Janos nokkur Kadar, sem fáir könnuðust við, en stalínistar höfðu handtekið nokkrum árum áður fyrir "klofningsstefnu". Stalín- istar voru þó sem fyrr í meiri- hluta í stofnunum flokksins og ríkis- stjórninni eftir þessa breytingu. Kadar reyndi að róa almenning eins og Nagy og viðurkenndi að verkamenn tækju þátt í uppreisn- inni. En ræður og loforð megnuðu ekki að stöðva uppreisnarmenn og bardagarnir héldu áfram. Frelsis- hetjurnar gerðu sér vonir um sigur og treystu því að Sameinuðu þjóð- irnar mundu bjarga ástandinu, þótt það væri út í hött. GOTUR HREINSAÐAR Götur í Búdapest voru hreinsað- ar, en mikilvægir staðir víða í borginni voru á valdi uppreisnar- manna. Bardagarnir héldu áfram, þótt útvarpað væri áskorun þar sem sagði: "Við biðjutn ykkur, sem enn hafið vopn undir höndum og stofnið saklausu fólki í hættu, að leggja þau frá ykkur og þá mun verður ykkur óhætt." Um nóttina biðu sovézku hermennirnir mikinn ósig- ur. Sundurskotin lík hundruða sovézkra hermanna lágu eins og hráviði á götunum eftir hörð átök. Mörg hundruð sovézkir hermenn gáfust upp og báðust vægðar. Sum- ir þeirra fengu að fara úr landi. Seinna þennan dag, laugardag- inn 27.október, fóru Mikoyan og Suslov frá Ungverjalandi og Gerö með þeim. Allt virtist velta á því hvort Nagy gæti mótað stefnu, er Rússar jafnt sem ungverskir ættj- arðarvinir gætu sætt sig við. Þennan dag endurskipulagði Nagy stjórn sína og dró úr völdum stalín- ista. Tveir af leið- togum Smá- bændaflokksins, Zoltan Tildy fv. forseti og Bela Kovacs, fengu sæti í henni og "frjálslyndur" kommún- isti og heimspekingur, Georg Lukacs, varð mennta- málaráð- herra. Lukacs sagði í útvarpsávarpi: "Það er höfuðverkefni þessarar stjórnar að gerbreyta þeirri kreddu- bundnu og þröngsýnu stefnu, sem hefur verið fylgt til þessa, og styðja sérhvert heilbrigt framtak, hver sem í hlut á, svo að framvegis flnn- ist öllum sönnum Ungverjum að hið sósíalistíska ungverska föðurland sé þeirra föðurland." Kovacs sagði: "Ég tel myndun þessarar sam- steypustjórnar nauðsynlega vegna þess að kommúnistaflokkurinn get- ur ekki stjórnað landinu einn. Ástandið krefst þess að aftur verði komið á friði, reglu og öryggi." Nýja stjórnin vakti ekki traust, þar eð margir "rakosistar" áttu sæti í henni, og ppreisnin virtist óstöðvandi. Nagy tilkynnti að hafn- ar yrðu viðræður við Rússa um sambúð landanna. Hann var bund- inn af samkomulagi, sem hann hafði gert við Mikyan og Suslov, en var í stöðugu sambandi við byllt- ingarnefndirnar og samþykkti æ fleiri tilslakanir til að koma á lögum og reglu. Þegar það tókst ekki neyddist hann til að ganga upp- reisnarmönnum að hönd. Stór hluti ungverska hersins var genginn í lið með uppreisnarmönn- um. Kiljan- herbúðirnar í Búdapest urðu aðalmiðstöð andspyrnunnar og Pal Maleter hershöfð- ingi tók að sér stjórnina þar. Kjarni frelsiss- veitanna voru stúdentar, mennta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.