Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NOVEMBER 1986 •-^B u 5 stöðu að hjálpa okkur. Skip okkar er að sökkva. Ljósin eru að slokkna. Skuggarnir yfir hinni ungversku fósturmold verða dekkri með hverri klukkustundinni sem Iíður. Veitið okkur bróðurlega aðstoð!" Hópar manna héldu áfram að veita viðnám, þótt það væri óðs manns æði vegna skorts á vopnum og slæmra samgangna. Frelsishetj- urnar í Kiljanbúðunum vörðust af mikilli hreysti í þrjá daga undir forystu Maleters. Síðustu 40 menn- irnir hörfuðu þegar þeim hafði verið heitið náðun og voru stráfelldir þeg- ar þeir gengu út. Þegar Rússar bjuggu s'g undir að gera öfluga árás á aðalstöðvar Þjóðvarð- liðsins hörfuðu þeir sem þar voru til varn- ar hörfuðu frá Búdapest, en sovézk- ar þyrlur sveimuðu yfir þeim og röktu slóð þeirra. Landslagið í Ungverjalandi er óhentugt til skæruhernaðar og von- ir um vestræna aðstoð urðu fljót- lega að engu. Barizt var í fimm daga í Búdapest, Pecs, Györ og á fleiri stöðum. Þrjátíu þúsund verka- menn vörðust í Csepel til 14. nóvember, en þá lögðu þeir og síðustu einangruðu andspyrnuhóp- arnir í Búdapest niður vopn. Andspyrnunni var lokið, en verka- menn tóku upp verkföll og skæru- hernað, sem stóð í margar vikur. í, Ujpest og Csepel gættu sovézku innrásarmennirnir þess vandlega að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá verkamönnum. Samkvæmt opinberum tölum féllu 5-6.000 og 13,000 særðust, en 20-25,000 féllu að sögn ind- verska sendiráðsins í Búdapest. Rússar birtu engar tölur um mann- tjón. Varlega áætlað misstu þeir a.m.k. 1500 menn fallna, en 7,000 að sögn Indverja. Eignatjónið var gífurlegt eins og enn má sjá sums staðar í Búdapest. Tuttugu þúsund íbúðir eyðilögðust. Um 200,000 flýðu land skv. opinberum tölum (52 komu til íslands). AVH endurheimti fyrri vðld sín og sendi menn sína út á göturnar í fylgd með sovézkum hermönnum til að smala saman "grunsamlegu fólki". Samkvæmt óopinberum heimildum voru 40,000 fangelsaðir fyrir "gagnbyltingarstarfsemi" og pyntaðir. Nauðungarflutningar ungmenna til Sovétríkjanna hófust ll.nóvember þrátt fyrir mótmæli verkamannaráða. Janos Kadar, hinn nýi forsætis- ráðherra, sveik Nagy þegar bardög- unum var lokið og Rússar brotið síðustu hópa andspyrnumanna á bak aftur með stórskotaárásum. Aðfaranótt 23.nóvember fóru Nagy og nokkrir samstarfsmenn hans úr júgóslavneska sendiráðinu, þegar Kadar hafði heitið þeim því að þeir gætu farið frjálsir ferða sinna. Rússneskir öryggislögreglumenn tóku þá fasta og fluttu þá til Rúm- eníu. Nagy og félagar hans voru teknir af lífi í júní 1958 eftir leyni- leg réttarhöld, ásamt nokkrum öðrum ungverskum leiðtogum, þeirra á meðal Maleter hershöfð- ingja. Þegar Nagy hafði verið dæmdur til dauða sagði hann f skeleggri ræðu, sem var ekki birt fyrr en 10 árum síðar: "Ég veit að einn góðan veðurdag munu fara fram önnur Nagy-réttarhöld og þá fæ ég upp- reisn æru." Þótt margt hafi breytzt á betri veg í Ungverjalandi sfðan uppreisnin var gerð hefur maður- inn, sem sveik hann og tók við af honum, ekki orðið við ósk hans um endurreisn. Hann er eini maðurinn, sem' getur tekið slíka ákvörðun, en hefur enn ekki séð ástæðu til þess. Hann hefur ráðið lögum og lofum f þau 30 ár, sem liðin eru síðan uppreisnin var gerð, en hún er ekki gleymd þrátt fyrir vinsældir svo- kallaðs "gúllaskommúnisma" hans. GH 30 KOLD GRAM JILBRIGÐI :w MEÐ ALLT A HREINU! ? •Kæliskapar meö stórum, litlum eba engum írysti • frystiskápar * frystikistur VAREFAKIA er vottorí dönsku neytendastofnunarinnar um eiginleika vara, sem framldoendur og innflytjendiir geta sent hemi Ul profunar, ef þeir vilja, rneo öorum oroum, ef þeir þora! EKTA DÖNSK CÆDI MEÐ ALLT Á HREINU fyrfr smekk og þarfir NofðurtandaÍHÍa -gaolágoouveríi! þorir og þolir KALDAR STAÐREYNDIR um þai sem máli skiptir, svo sem kslisvfö, frys&getu, dnangrun, styrk- leika, gangtima og rafmagnsnotkun. WW k. A^ Goðir skilmalar Traust þjónusta y onix Hátúni 6a. sími (91) 24420 HAUST. .HAPPDRÆTTT SJALFSTÆÐISFLOKKSLNS VERÐMÆTIR VINMNGAR GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA HRINGIÐ I SIMA 82900 Skrifstofan Háaleitisbraut 1 er opin virka daga frá kl. 9-22 og um helgar kl. 10-17. Sjálfstæðismenn, eflum flokksstarfið, gerum skil á heimsendum happdrættismiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.