Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 + EmnmssmMssnsMnnnEm Hvað varð um IMREIMAGY? ÞEGAR Imre Nagy og félagar hans höfðu leitað hælis í júgóslavn- eska sendiráðinu í Búdapest eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 neituðu þeir að taka mark á ábendingum um að þeir skyldu fara af fúsum og frjálsum vilja til Rúmeníu, því að þar yrði þeim óhætt að vera. Janos Kadar fékk þá til að breyta um skoðun og þeir iðruðust þess. Ai j * ðstoðarmaður utanrík- isráðherra Júgóslavíu var sendur til Búdapest til að ræða við Kadar Tagys. Kadar ítrekaði að Nagy og félagar hans þyrftu ekk- ert að óttast, ef þeir færu úr sendiráðinu. Síðan sagði Kadar í útvarpsá- varpi 16. nóvember: „Við höfum heitið því að höfða ekki mál gegn Imre Nagy og vinum hans vegna þeirra glæpa, sem þeir hafa drýgt ... Við munum standa við þetta lof- orð." Júgóslavar báðu Kadar að fá þetta loforð skrifiegt og stjórn hans varð við þeirri ósk 21.nóvember. Seinna sagði júgóslavneski sendi- herrann í Búdapest, Dalibor Sol- datic: „Mér fannst Kadar tala af einlægni." Tveimur dögum eftir að Kadar flutti útvarpsávarp sitt fóru þrír af samstarfsmönnum Nagys, Zoltan Vas, marxista-fræðingurinn Georg Lukacs og Zoltan Szanto, úr sendi- ráðinu. Um kl. 6 e.h. 22..nóvember fór Nagy úr sendiráðinu ásamt hin- um samstarfsmönnum sínum. Þeir áttu að fara með strætisvagni, sem dr.Feience Munnich varaforsætis- ráðherra hafði sent þangað. Nagy komst að því að sovézkir leynilög- reglumenn voru í vagninum og bflstjórinn hvíslaði: „Varaðu þig, félagi Nagy! Þú færð ekki að fara heim!" Soldatic sendiherra sagði í lágum hljóðum við Nagy á þýzku: „Komdu aftur, farðu ekki!" Nagy hikaði og krafðist þess áður en hann steig upp í vagninn að Rússarnir færu út, en síðan skipaði Soldatic tveim- ur undirmönnum sínum að fara inn í hann. Þegar vagninn lagði af stað óku brynvarðir bílar í veg fyrir hann. Sovézkur ofursti steig upp í vagninn og skipaði Júgóslövunum að fara út.Strætis- vagninn ók siðan burt með Nagy og félaga þeirra, en ekki heim til þeirra, heldur til aðalstöðva sovézka hernámsliðsins við Gorky-breiðgötu. Þeir höfðu lá- tið blekkjast — þeim hafði verið rænt. í Gorky-götu hittu þeir Lukacz, Szanto og Vas, sem höfðu verið fluttir þangað um leið og þeir voru komnir út úr sendiráðinu 18.nóv- ember. Bæði Kadar og Júgóslavar höfðu vitað að þeim hafði verið rænt og þó hafði Soldatic fullvissað Nagy og félaga um að þeir hefðu komizt heim til sín, heilu og höldnu. Nikolai Vasarhelyi, einn félaga Nagys, sannfærðist um að Júgósla- var hefðu komizt að einhvers konar samkomulagi við Rússa LYGAFRÉTT Næsta kvöld var þessi lygafrétt lesin í ungverska ríkisútvarpinu: Kadar: hétgríðum. "Imre Nagy og félagar hans báðu ungversku stjórnina um að verða fluttir til annars sósíalistaríkis. Að fengnu samþykki rúmenska al- þýðulýðveldisins fóru Imre Nagy og félagar hans þangað 23.nóvemb- er." Tito Júgóslavíuleiðtogi bar fram mótmæli. Kadar sagði í svari til hans l.desember að hann ætlaði ekki að refsa Nagy og félögum hans. Ránið á Nagy og samstarfs- mönnum hans vakti mikið uppnám. Verkamenn hvöttu til þess að lýst yrði yfir stuðningi við hann með einnar klukkustundar þögn daginn eftir og öll þjóðin varð við þeirri áskorun. Þá breytti Kadar um að- ferð og sagði sendinefnd verka- manna að hann teldi velferð Nagys skipta mestu máli: „Farþegarnir í strætisvagninum voru ekki fluttir heim til sín öryggis þeirra vegna. Stjórnin hafði ástæðu til að ætla að gagnbyltingaröfl kynnu að myrða Imre Nagy eða einn sam- starfsmanna hans og skella skuld- inni á ungversku ríkis- stjórnina. Við vildum ekki taka þá áhættu." Kadar tilkynnti að Nagy og sam- starfsmenn hans væru farnir frá Ungverjalandi, en á þessari stundu voru þeir staddir á sovézkum flug- veili skammt frá Búdapest. Munnich fór þangað nokkrum sinn- um og bað Nagy að gagnrýna uppreisnina, en án árangurs. TIL RÚMENÍU Nagy og félagar voru loks fluttir með þremur flugvélum til Rúmeníu 27. nóvember og afstaða Kadars í þeirra garð harðnaði: „Imre Nagy breiddi yfír hvíta ógnarstjórn blóð- þyrstrar gagnbyltingar með vanhæfni og aðgerðarleysi og studdi hana síðan. Hann var svo hæfileikasnauður að hann hefði átt að leggja niður völd." Farið var með útlagana til Snago, fallegs vatnahéraðs skammt frá Búkarest. Þar reyndu valdamiklir rúmenskir kommúnistar einnig að telja Nagy hughvarf, en það bar ekki árangur. Skömmu síðar urðu Nagy og félagar hans fangar rúm- ensku öryggisþjónustunnar. Kadar hafði neitað því að hann ætlaði að lögsækja Nagy, en þegar sambúð Rússa og Tito versnaði í apríl 1957 hófst mikil herferð gegn honum. Munnich skrifaði í „Izvest- ia" að Nagy hefði skipað hernum að skjóta á sovézka hermenn. Síðan var Nagu fluttur aftur til Ungverja- Iands og hafður í haldi í illræmdu fangelsi, Fö Utca, í Búdapest. Réttarhöldin gegn Imre Nagy og "samverkamönnum" hans hófust 28.janúar 1958. Sækjandinn var Nagy: Kadar sveik haaa. dr.Geza Szenasi. Nokkrum dögum síðar ákvað Nikita Krúsjeff sovét- leiðtogi að vingast aftur við Tito og réttarhöldunum var frestað. Um miðjan maí fullvissaði Kadar pólska leiðtogann Wladyslaw Gomulka um að mál Nagys yrði „leyst án blíðsút- hellinga." RÉTTARHÖLD Skömmu síðar barst skipun frá Moskvu um að Nagy skyldi leiddur fyrir rétt og hengdur. Síðari réttar- höldin fóru fram dagana 9. til lö.júní 1958 í herdómssal Fö Utca- fangelsis. Fyrrverandi foringjar í AVH voru verðir í réttarhöldunum og það átti að lýsa þakklæti fyrir hlutverk þeirra í uppreisninni. Vitnastúkan var lýst með kastljósi og vitnin sáu ekki fram í dimman réttarsalinn. Sakborningarnir — Nagy, Zoltan Tildy, Pal Maleter hers- höfðingi, Alexander Kopacsi, Nikolai Gimes, Vasarhelyi og fleiri — sátu í hálfrökkri. Dómarinn var Ference Vida og einn aðstoðarmanna hans var ekkja Imre Mezö, sem féll þegar hann stjórnaði vörn aðalstöðva kommúni- staflokksins á Lýðveldistorgi í uppreisninni. Einn aðstoðarmanna Nagys, Geza Losonczy, var látinn, að því er virðist vegna þess að rey- unt var að neyða mat ofan í hann. Ritari Nagys, Joe Szilagy, var Iíka horfinn. Hann hafði verið mjög ós- amvinnuþýður, sérstök réttar- höld höfðu farið fram gegn honum í apríl og hann lézt sex vikum áður en Nagy- réttarhöldin hófust að nýju. Kopacsi gat spurt Maleter að því hvaða dóm hann héldi að hann fengi. Maleter dró aðra höndina yfir hálsinn. Hinn 14.júní 1958 voru hann, Nagy og Gimes dæmdir til dauða og daginn eftir voru þeir hengdir. Kopacsi fékk ævilangt fangelsi, Donath 12 ára fangelsi, Tildy sex, Janosi átta og Vasar- helyi fimm ára fangelsi. Eftir réttarhöldin komst sá orð- rómur á kreik að Nagy hefði sézt á Krím. Talið var að Kadar hefði þyrmt lífi hins gamla félaga síns, líkt og talið var að hann hefði hei- tið Rajk lífi 1949, ef hann játaði. Nagy hafði ekki játað og það var ófyrirgefanlegasta synd hans. Kona hans og dóttir fréttu ekki fyrr en í ágúst 1958 að hann hefði verið leiddur fyrir rétt og dæmdur til dauða. Þær voru þá enn í haldi í Rúmeniu. Þegar þær komu aftur til Ungverjalands í desember 1958 komst frú Nagy að því að hún hafði verið svipt öllum eignum sínum í samræmi við dóm alþýðudómstóls- ins yfir manni hennar. Nokkrum vikum síðar kom starfsmaður innanríkisráðuneytis- ins heim til hennar og afhenti henni brúnan pakka með persónulegum eigum eiginmanns hennar: fötum hans, innislopp, stígvélum, gullúri af Schaffhausengerð og giftinga- hring. Frú Nagy tók eftir því að þetta var ekki giftingahringur hans og lonniettur hans vantaði. Nagy hefur enn ekki hlotið upp- reisn æru og hvílir ásamt 280 stjórnmálamönnum, stúdentum og verkamönnum, sem voru hengdir eftir uppreisnina eins og hann, úti í einu horni Pest Lorinc-kirkju- garðsins, í ómerktri gröf. Kirkju- garðshornið er þakið illgresi og þangað koma fáir. Fæstir ættingjar mannanna vissu ekki hvað orðið hafði um lík þeirra þar til fyrir fimm árum. „Mennirnir frá 1956" hafa ekki enn fengið uppreisn æru eins og ýmis fórnarlömb Stalíns. Úr- skurðarvaldið er í höndum Kadars, sem sveik þá og virðist nú njóta almennra vinsælda, 30 árum eftir uppreisnina. GH Heimildir: David Irving, „Upris- ing!" (London, 1981); N.Y. Times. Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Við útbúum fallegan jólapakka og sjáum um að hann komist til viðtakanda á réttum tíma. m >4lafossbúöin VESTURGÖTU2, SÍMI 13404 Sendum um allan heim. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.