Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 8
o 8«^B M6RGUNBLAÐIÐ,-LAUGARDAGUR'8.-NÓVBMBBR-1986 30 ÁR FRÁ UPPREISNINNI í UNGVERJALANDI Uppreisn gegn kúgun og hersetu UNGVERJAR höfðu sennilega meiri ástæðu en aðrar þjóðir Austur- Evrópu, sem Rússar undirokuðu eftir heims- styrjöldina 1939-1945, til að mislíka ástandið og ekki var undarlegt að kúgun Rússa væri hvergi meirien íUngverja- landi. Ungverjar voru ekki Sla- var og eru óskyldir Rússum. Þeir höfðu haft slæma reynslu af skammlífri kommún- istastjórn Bela Kun 1919, sem sigldi í kjölfar hruns austurrísk-ung- verska keisaradæmisins, sem hafði tryggt þeim áhrif og völd. Hægri- stjórn Horthys, flotaforingjans sem drottnaði yfir gresjum Ung- verja- lands á millistríðsárunum, leiddi þjóðina út í stríð við Rússa við hlið Hitlers. Rússar litu'á Ungverjaland sem hernumið leppríki nazista í lok heims- styrjaldarinnar og þessi af- staða þeirra hélt lífinu í megnri andúð mikils hluta landsmanna á kommúnistum. Flestir Ungverjar hötuðu ógnar- stjórn stalínistans Matyasr Rakosi (1945-1952). Engin gagnrýni var leyfð og margir helztu andstæðing- ar hennar urðu hreinsunum að bráð, þeirra á meðal Laszlo Rajk, "þjóð- Rakosi (t.v.), GeröogNagy. legur kommúnisti" sem var tekinn af lífi fyrir "landráð" 1949, og 46 af 92 mönnum sem voru kjörnir í miðstjórn kommún- istaflokksins 1948 og 1951. Tveir helztu aðstoðarmenn Ra- kosis, Ernö Gerö og Mihaly Farkas, voru eins hataðir og hann og leyni- lögreglan AVH rak mikinn fjölda fangelsa og fangabúða, sem and- stæðinguin stjórnarinnar var smalað í. Áætlað hefur verið að á Rakosi- tímanum hafi a.m.k. 150,000 og allt að 200,000 manns verið handteknir og þar af a.m.k. 2,000 teknir af lífi, flestir án dóms og laga. Margir aðrir dóu af völdum pyntinga eða slæmrar meðferðar í fangavistinni. Lífskjör höfðu verið sæmileg fyr- ir stríðið, en fóru versnandi á Rakosiárunum, og mikill munur varð á kjörumn flokksmanna og AVH-manna annars vegar og al- mennings hins vegar. Sífellt háværari kröfur komu fram um bætt lífskjör, minni miðstýringu í efnahagsmálum og aukið frelsi frá Sovétríkjunum. Þessar kröfur voru í samræmi við vilja flestra Ung- verja og svipaðar kröfur voru uppi í öðrum löndum Austur-Evrópu á þessu örlagaríka ári. RAKOSI STEYPT Rakosi var steypt af stóli í júlí 1953, skömmu eftir dauða Stalíns, YURIV. ANDROPOV, sendiherra Rússa í Búda- pest 1956, hringdi í Imre Nagy forsætisráðherra á hádegi 1 .nóvember og var mjúkur á manninn að venju. Hann lasfyrir hann skeyti, sem hann hafði fengiðfrá Moskvu þá um morguninn. Þar með vildi tilvonandi leiðtogi Sov- étríkjanna eyða grun- semdum Ungverja um yfir-vofandiíhlutun Rússa, sem voru komnir ífremsta hlunn með að ráðast á Búdapest, eins og Nagy grunaði. ANDROPOV í Budapest 1956 Iskeytinu sagði að Kremlverj- ar stæðu við yfirlýsingu sína frá 30.október og yildu semja um brottflutning sovézkra iita frá Ungverjalandi. Rússar lögðu til í skeytinu að komið yrði á fót tveimur nefndum skipuðum fulltrúum beggja landa til að ræða "pólitísk og tæknileg atriði, sem máli skiptu." Nagy hafði beðið Rússa um skýr- ingu á því hvers vegna þeir virtust hafa sent herlið aftur yfir landa- mærin, þótt þeir hefðu hörfað frá Búdapest, og lét ekki sannfærast: "En hvað um kvörtun okkar? Get- urðu lofað því að liðsflutningarnir verði stöðvaðir þegar í stað?" Andropov sagði ljúfmannlega: "Hersveitirnar fóru aðeins yfir landamærin til að leysa af hólmi hermenn, sem hafa barizt og vern- dað óbreytta rússneska borgara..." "Ég hef ekki áhuga á afsökun- um," greip Nagy fram í fyrir honum. "Ég krefst þess að sovét- stjórnin svari þessum kvörtunum innan einnar klukkustundar. Ég mun biðja Sameinuðu þjóðirnar um vernd, ef straumurinn verður ekki stöðvaður." Andropov hét því að engar fleiri hersveitir yrðu sendar. Nagy og samstarfsmenn hans komust að þeirri niðurstöðui að Rússar vildu egna Ungverja til að ráðast til atlögu og kæfa síðan byltinguna, eða hernema landið, án þess að mæta mótspyrnu. Þeir töldu Búlgania við Krúsjeff: „Komdu, við skulum þvo hendurokkarí skurðhmm (Bombay Standard). að eina leiðin til að bjarga landinu væri úrsögn úr Varsjárbandalaginu og yfirlýsing um hlutleysi þess. ÚRSÖGN Fréttatilkynning þar að lútandi var gefin út eftir fund helztu ráð- herra Nagys og leiðtoga flokksins. Síðan hringdi Nagy í Andropov og sagði reiður: "Hermála- sérfræð- ingar mínir hafa komizt að þeirri niðurstöðu að æ fleiri sovézkar her- sveitir hafi sótt yfir landamærin á síðustu þremur klukkutímum Ríkis- stjórn þín reynir að hernema Ungverjaland á nýjan leik, þrátt fyrir yfírlýsingu ykkar. þess vegna segir Ungverjaland sig þegar í stað úr Varsjárbandalaginu." Síðar um daginn var Andropov kvaddur á fund ríkisstjórnarinnar í þinghúsinu, þar sem Nagy las upp hlutleysisyfirlýsinguna. Andropov sýndi engin svipbrigði. Hann spurði aðeins hvort Ungverjar mundu draga fyrirhugað ákall til Samein- uðu þjóðanna til baka, ef Rússar kölluðu heim herlið sitt frá Ungverj- alandi. Eftir fundinn tilkynnti talsmaður stjórnarinnar að Ungverjar mundu segja sig úr Varsjárbandalaginu og biðja SÞ um vernd. Rússar ákváðu Andropov: „arkitekt" innrásarinnar. þegar í stað að kæfa byltinguna með hervaldi. Síðan uppreisnin hófst hafði An- dropov reynt að tryggja Rússum lagalega átyllu til að skerast í leik- inn í Ungverjalandi. Hinn 27.októb- er gekk hann á fund vinar síns, Andras Hegedus, varaforsætisráð- herra og fv. forsætisráðherra, og minnti hann á beiðni ungverskra leiðtoga aðfaranótt 24. október utn aðstoð við að bæla niður óeirðirnar. Nú vildu Rússar fá skriflega beiðni um slíka aðstoð. Andropov afhenti Hegedus afrit- að eintak af slíkri beiðni og bað hann að fá Imre Nagy til að undir- rita hana. Beiðnin var svohljóðandi: "Fyrir hönd ríkisstjórnar ungverska alþýðulýðveldisins bið ég ríkisstjórn Sovétríkjanna að senda sovézkt herlið til Búdapest til að bæla niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.