Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 12
% mmmmmMúmmk m* 30 ÁR FRÁ UPPREISNINNI í UNGVEPJ ALANDI Frásagnir vitna varpa nýju Ijósi á leyndardómsfullan kaf la í sögu Ungverjalands Hvers vegna gekk Kadar í lið með Rússum? Janos Kadar, leiðtogi ungverska kommúnistaflokks- ins, hefur stjómað Ungverjalandi Í30ár. Hin umdeilda ákvörðun hans að snúa baki við félögum sínum og ganga í lið með Sovétmönnum var upphaf valdaferils hans. í þessari grein, sem birtist í sviss- neska vikublaðinu Die Weltwoche, er fjallað um hvers vegna Kadar steig þetta skref 23. október 1956. Það voru ekki tveir dagar liðnir frá uppreisn ung- versku þjóðarinnar þegar Janos Kadar tók við stjórn ungverska Kommúnistaflokksins. Afstaða hans til uppreisnarinnar var af- dráttarlaus, hann studdi Imre Nagy og frelsishreyfínguna. Hann sagði Yuri Andropov, sendiherra Sov- étríkjanna í Ungverjalandi, að hann myndi berjast gegn sovéskum skrið- drekum "með berum höndum, ef nauðsyn krefur" og tók 1 sama streng á fundi með flokksfélögum sínum: "Ef Rússarnir koma aftur mun ég skjóta á þá." Hann lýsti yfir ánægju með upp- reisnina í útvarpsræðu 1. nóvember 1 og studdi kröfu ríkisstjórnar Nagys um að sovéskur herafli færi úr landinu. "Flokkurinn segir endan- lega skilið við afbrotamenn fortí- ðarinnar og mun verja heiður og sjálfstæði Ungerja gegn öllum." En hann sagði við sama tækifæri: "Ungversk ungmenni fórnuðu ekki lífi sfnu til að koma harðstjórn gagnbyltingasinna til valda í stað harðstjórnar Rakosi. Við höfum ekki barist til þess að verkamanna- stéttin missi námurnar og verk- smiðjurnar úr höndunum og landskikar bænda verði teknir af þeim. Við viljum ekki hverfa aftur til tíma þrælahalds gamla stjórnar- skipulagsins og hrokafullrar yfir- stéttar." Og hann bætti við, myrkur í máli: "Hætt er við að íhlutun er- lends ríkis stuðli að því að örlög Kóreu bíði landsins okkar." Kadar fór frá Búdapest um nótt- ina eftir að ræðunni var útvarpað. íbúar borgarinnar vöknuðu tveimur nóttum seinna upp við drunur sové- skra stórskotasveita þegar þær réðust inn í borgina klukkan fjögur að morgni hins 4. nóvember. Kadar ávarpaði þjóðina á ný í útvarpsræðu tveimur klukkustundum seinna, að þessu sinni frá bænum Szolnok í austurhluta Ungverjalands. Hann lýsti því yfir að hann hefði stofnað nýja ríkisstjórn "verkamanna og bænda". Hann sagðist hafa beðið 'um hjálp sovéskra herliða við að kveða niður uppreisnina og til að bjarga sósíalismanum í Ungverjal- andi. Það er enn óleyst gáta hvað olli því að Kadar gekk í lið með Rúss- um. Ottaðist hann í raun og veru að afturhaldsöflin myndu ná yfir- höndinni ef Rússar létu ekki til skarar skríða? Eða gerði hann sér grein fyrir að stjórnvöld í Moskvu myndu aldrei leyfa Ungverjalandi að losna úr herbúðum sósialismans og gekk hann f lið með Sovétmönn- um til að hlífa landinu við einhverju ennþá verra? Rajk var liflátinn Kadar sagði á sextugs afmæli sínu 1972: "Við vissar aðstæður þarf að gera hluti sem aðeins fáir samtíðarmenn manns fá skilið. Það verður að gera þessa hluti í þeirri von að margir muni skilja ástæð- urnar fyrir þeim seinna." Þjóðarheill og framtíð sósíalis- mans voru varla einu ástæðurnar fyrir því að Kadar sneri við blaðinu 1. nóvember 1956. Einkahagsmunir hans sjálfs höfðu væntanlega einnn- ig áhrif á ákvörðun hans. Hann ólst upp við fátækt hjá ein- hleypri móður sinni sem var þjónustustúlka. Hann fór í vélfræð- inám og gekk sautján ára í verka- lýðsfélag vélfræðinema. Hann var virkur í starfi verkalýðsfélagsins og gekk brátt í æskulýðshreyfingu Kommúnistaflokksins, en flokkur- inn var bannaður á þessum árum. "Eg gekk í Kommúnistaflokkinn þegar engin viðurkenning hlaust fyrir það," sagði Kadar í viðtali við bandaríska tímaritið Time nú í sum- ar. "Eg gekk í flokkinn og neðan- jarðarhreyfinguna af hreinni sannfæringu." Kadar var marg- sinnis handtekinn og varpað í fangelsi í stjórnartíð Horthys. Marxíski menningarvitinn, Las- zlo Rajk, sem var pólitískur leiðtogi Ungverja á Spáni, sneri heim úr útlegð í Frakklandi árið 1941. Hann tók við forystu í Kommúnista- flokknum en flokkurinn var fámennur vegna ofsókna. Kadar varð náinn vinur Rajks og þeir störfuðu saman í forystu flokksins. Rajk gegndi einnig mikilvægu hlut- verki í andspyrnuhreyfingunni. Kommúnistaflokkurinn komst til valda eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Matyas Rakosi sneri heim frá Sov- étríkjunum og tók við forystu flokksins. Hann skipaði Rajk inn- anríkisráðherra og fól Kadar að endurskipuleggja lögregluna og gerði hann að flokksritara í Búda- pest. Rajk var skipaður utanríkisráð- herra í ágúst 1948 og Kadar tók við innanríkisráðuneytinu af hon- um. Tító sagði skilið við Stalín sama ár. Nokkru seinna fór að bera á ungverskum þjóðernissinnum í röð- um kommúnista sem voru ekki í Sovétríkjunum á stríðsárunum. Rajk missti ráðherraembætti sitt í byrjun júní 1949. Hann var hand- tekinn og ákærður fyrir "impería- listískar-títóistískar-trotzkíistískar njósnir". Kadar var guðfaðir sonar hans og þeir voru enn nánir vinir. Hann heimsótti Rajk í fangelsið fyrir Rakosi og hvatti hann til að gangast við ákærunum á hendur honum opinberlega í þágu flokks- ins. Hann sagði honum að hann yrði væntanlega dæmdur til dauða til málamynda en hann gæti hafíð nýtt líf í Sovétríkjunum. Það er ekki ósennilegt að Kadar hafi sjálf- ur trúað því sem hann fullyiti við vin sinn. Rajk var dæmdur til dauða 15. október 1949. Kadar var meðal þeirra sem undirrituðu aftökuskip- unina. Rakoai Rakosi lét taka samtal Kadars og Rajks í fangelsinu upp á band. Hann treysti ekki Kadar og lét handtaka hann í aprfl 1951. Eftir handtökuna kallaði leynilögreglan Matyas Tenyi, fyrrverandi lögreglu- foringja í borginni Csepel, á sinn fund. Hann er nýlátinn og því er þessi saga nú sögð. Það var farið með hann í aðalbækistöðvar leyni- lögreglunnar og honum skipað að bera vitni gegn Kadar. Honum var sýnt dagblað sem sagði frá hand- töku Kadars. Tenyi trúði þessu ekki og hélt að eitt eintak af blaðinu hefði verið prentað til að leiða hann í gildru. Hann fékk að fara og sjá fleiri blöð sem voru til sölu í blaðsö- luturni. Þá trúði hann þessu og leysti frá skjóðunni. Kadar var heimildarmaður hans á stríðsárun- Fyrirlitning' fólksins Leynilögreglu Horthys tókst að spilla gjörsámlega fyrir Kommúni- staflokknum á stríðsárunum. Baráttumönnunum sem sneru heim eftir Spánarstríðið voru boðnir tveir afarkostir. Þeir gátu valið á milli þess að vera dæmdir í margra ára fangelsi eða gerast heimildarmenn lögreglunnar. Rajk kaus frelsið og gerðist heimildarmaður lögreglunn- ar samkvæmt frásögnum vitna. Þetta voru erfiðir tímar og aðeins hinir slungnustu komust af. Það er ekki ólíklegt að harðsnúnir kom- múnistar eins og Rajk og Kadar hafí orðið að sættast á málamiðlun í hita stríðsins til að bjarga eigin skinni. Menn Rakosi pyntuðu Kadar miskunnarlaust árið 1951. Honum var varpað í fangelsi fyrir "þjóðern- ishyggju, landráð og njósnir" án þess þó að dómur væri felldur yfir honum. Hann var látinn laus um sumarið 1954 og hóf strax störf í flokknum. Tító vr aftur kominn í náð í Moskvu. Hann og Khruschev veittu Kadar athygli og töldu hann koma til greina sem eftirmann Rakosi. Ræð- an sem Khruschev hélt um Stalíntímabilið í febrúar 1956 hafði sín áhrif í Ungverjalandi. Kadar ferðaðist um landið ásamt öðrum fyrrverandi föngum, þar á meðal forsetunum Tildy, Szakasits og Dobi, til að biðjast fyrirgefningar á syndum flokksins og til að gera grein fyrir nýrri, endurbættri stefnu hans. Þeir áttu ekki miklum vin- sældum að fagna. "Það vildi enginn sjá þessa gömlu flokkshesta," segir Lazlo Farkas. Forsetunum var borið á brýn að hafa undirritað hundruð dauðarefsinga. "Hvenær verða leið- togar ógnaraldarinnar sóttir til saka?" spurði fólkið. Á einum fundi urðu handalögmál eftir að teikni- kennari greip fram í ræðu Kadars. "Hættið endalaust að tala um þenn- an flokk!", kallaði kennarinn. "Flokkurinn hóf Rakosi til skýjanni í áraraðir en tók Rajk af lífi." Á öðrum fundi voru öll öryggi í fund- arsalnum sprengd og tómötum og fúleggjum grýtt í Kadar. Kadar lýsti yfir stuðningi flokks síns við lýðræði og frjálsar kosning- ar 30. október 1956. Forsætisnefnd sovéska Kommúnistaflokksins ák- vað á leynifundi sama kvöld að binda endi á ungversku uppreisn- ina. Daginn eftir ríkti von og ánægja í Ungverjalandi og engan grunaði hvaða hætta beið þjóðar- innar. Lazlo Farkas man vel eftir þess- um degi fyrir þrjátíu árum. Hann kynntist Nagy árið 1953. Hann var ritari byltingaráðsins í Komitats Somogy í október 1956 og Nagy boðaði hann þá á sinn fund í Búda- pest. Hann kom í þinghúsið ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum. Rautt ljós logaði við dyrnar að skrif- .stofu Nagys og gaf til kynna að forsætisráðherrann væri upptekinn. Hann var á fundi með sendiherra vestræns ríkis. Um 40 til 50 manns voru í salnum fyrir utsn. Kadar, Tildy, Szakasits, Veres og nokkrir aðrir ráðherrar voru meðal þeirra. Kadar heilsaði mönnunum þremur: "Hvað viljið þið, félagar, og hvaðan komið þið?". Samstarfsmaður Fark- as svaraði snöggt: "Við erum borgarar en ekki félagar." Þeir sögðust vera komnir til að tala við forsætisráðherrann en ekki Kadar. Egon Kovacs, sem nú býr einnig í Sviss seginað allir sem komu í sal- inn hafi viljað sjá Nagy. Þeir létu eins og þeir sæju ekki Kadar. Menn röbbuðu saman í salnum á meðan þeir biðu. Farkas heyrði herforingja segja háðslega við Kad- ar: "Þið fáið ekki einu sinni 4%!" Gyliiboð Rússanna Sendinefnd fjögurra stúdenta gekk í salinn. Kadar ávarpaði þá: "Hverjir eruð þið, félagar, og hvað- an komið þið?" Fyrirliði nefndarinn- ar, sem var um 25 ára gamall, hávaxinn, myndarlegur maður með yfirvaraskegg, svaraði frekjulega: "Hver eruð þér?" "Eg er Kadar." Stúdentinn starði hortugur á hann og hreytti úr sér í skipunartóni: "Heyrið þér. Þér vissuð ekki þegar þér voruð innanríkisráðherra að Rajk var saklaus? Ef það er rétt þá eruð þér asni! En ef þér vissuð að Rajk var saklaus, þér sem voruð vinur hans og létuð samt lífláta hann án þess að mótmæla því einu orði, þá eruð þér svikari, glæpamað- ur. Við viljum ekkert með yður hafa!" Erwin Kovacs staðfestir að þetta hafí átt sér stað. Hann tók einmitt eftir Farkas var sagt að þegja. Kovacs notaði tækifærið til að skoða hendurnar á Kadar. Hann hafði heyrt að leynilögreglan hefði togað af honum neglurnar þegar hann var pyntaður 1951. En hann segir að neglurnar á Kadar hafí verið ósköp venjulegar. Vandræðaleg þögn ríkti í salnum eftir hvöss orð stúdentsins. Kadar folnaði upp, stóð ráðavilltur og horfði stórum augum út í loftið. Síðan gekk hann í átt að skrifstofu Nagys en beygði og hvarf niður stiga. Farkas er sannfærður um að á þessari stundu rann það upp fyrir Kadar að leikurinn var tapaður. Hann myndi ekki aðeins missa völd- in ef lýðræði kæmist á í Ungverjal- andi heldur yrði hann liklega einnig sóttur til saka fyrir aftöku Rajks. Það má skjóta því inn að Rajk var orðinn að þjóðarhetju sjö árum eftir líflát hans. Um 200.000 manns sóttu minningarathöfh sem ríkið stóð fyrir um hann í byrjun október 1956 og beiskjan brann í brjósti þjóðarinnar. Kadar gekk á fund Rússa næsta kvöld, 1. nóvember. Samkvæmt heimildum sagnfræðinga hitti Fer- enc Munnich, sem var gamall kommúnisti og trúnaðarmaður stjórnvalda í Moskvu, Kadar við þinghúsið og þeir óku í átt að so- véska sendiráðinu. Þeir stigu báðir út úr bifreiðinni við sendiráðið og gengu fram og aftur um götuna, ræddust mikið við og böðuðu út höndunum. Einhver kom út úr sendiráðsbyggingunni og að lokum fóru þeir allir þangað inn. Kadar var flogið í herflugvél til sovésku borgarinnar Uzgorod daginn eftir. Laszlo Revesz, sem var prófessor í Búdapest árið 1956 og er nú við háskólann í Bern, telur að Sovét- menn hafí sett Kadar tvo kosti: Annað hvort færi hann í fangelsi eða hann yrði leiðtogi Ungverja- lands. Sagnfræðingurinn Peter Gosztony hefur heyrt svipaða kenn- ingu: "Viltu að Rakosi fari aftur til Ungverjalands eða vilt þú fara þangað sjálfur?" Miklos Molnar, sagnfræðingur í Genf, telur hlé- drægni og samviskusemi Kadars vera lykilinn að ákvörðun hans. Hann lét byltinguna yfir sig ganga á meðan hún stóð. En hann var ekki hrifinn af hinni nýju stjórn sem flokkur hans átti sæti í sem lítilfjör- legur minnihlutaflokkur. Molnar er ekki viss um hvort valdagræðgi hafí ráðið ákvörðun Kadars. "Við vitum það ekki," segir hann. "Kannski taldi hinn 44 ára gamli, ljóshærði, granni, hljóðláti , sjálf- menntaði verkamaður, sem hafði ávallt staðið í skugga Rajks, Ra- kosi og var nú í skugga Nagys, að lokastundin væri runnin upp. Rúss- arnir réttu honum hjálparhönd og hann greip í hana." Þýtt og endursagt, ab.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.