Morgunblaðið - 08.11.1986, Side 4

Morgunblaðið - 08.11.1986, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 30 AR FRA herlið sækti aftur inn í Ungveija- land og hann fyrirskipaði myrkvun. Yuri Andropov, sem þá var sendi- herra Rússa í Búdapest, fullvissaði Nagy um að liðsflutningar Rússa væru “í alla staði eðlilegir" og mið- uðu að því að tryggja öruggan brottflutning sovézkra borgara. Um kvöldið hvarf Kadar, skömmu eftir að hann hafði gert grein fyrir endur- skipulagningu flokksins í útvarpsávarpi og lofsam- að bylltinguna. Hann fór til bæki- stöðva sovézka herliðsins til að bjóða þjónustu sína og þaðan til Ukraínu, þar sem hann myndaði gagnbyltingarstjóm. Ekki leið á löngu þar til hann fór að boða her- ferð gegn “gagnbyltingarsinnum í útvarpssendingum frá Uzhgorod, rétt handan landamæranna. Kvíðvænlegar fréttir héldu áfram að berast frá landamærunum 2. nóvember. Sovézkir skriðdrekar streymdu yfir landamærin og um- kringdu flugvelli, jámbraut- ar- stöðvar og stjómarbyggingar. Fréttimar vöktu skelfíngu meðal þjóðarinnar og flóttamannastraum- urinn yfír austurrísku landamærin jókst. Lútherski biskupinn dr.Lajos Ordas, sem þýddi passíusaálmana á ungversku, sagði í ávarpi: “í nafni Krists ákalla ég ykkur — hjálpið okkur!" í Vín sagði Anna Kethly á þingi Al- þjóðasambands jafnaðar- manna: “Eg held að aldrei áður í heimssögunni hafí verið háð eins hetjuleg og skelegg barátta og í Ungveijalandi nú.“ Hún átti ekki afturkvænt til ættjarðarinnar. Nagy skoraði á stórveldin að virða hlutleysi Ungveijalands og skipaði Maleter formann hermála- sendinefndar, sem átti að semja við Rússa um brottflutning her- liðs þeirra, en þeir notuðu viðræðumar til að dylja hemaðaraðgerðir þær, sem þeir voru að undirbúa. Sovézk hermálanefnd kom til þinghússins í Búdapest 3. nóvember, en viðræð- unum var síðan haldið áfram í aðalstöðvum sovézka setuliðs- ins. Kl. 11 um kvöldið hringdi Maleter hershöfðingi í Nagy til að tilkynna að áfram miðaði og lagði ekki tólið á, því að hann vildi ráðfæra sig við hann meðan hann talaði við Rússa. A miðnætti rofnaði sambandið. Ivan Serov hershöfðingi hafði handtekið Maleter og Kovacs, annan aðal- samningamann Nagys. Eldsnemma sunnudaginn 4. nóvemnber vöknuðu íbúar Búdapest við skrölt í sovézk- um T-34-skrið- drekum og fallbyssudrunur. Klukk- an 5.19 flutti Imre Nagy útvarps- ávarp og tilkynnti að rússneskt herlið hefði gert innrás í landið. Ungveijar höfðu búið við frelsi í nokkra daga, minnzt þess á tákn- rænan hátt með því að steypa styttu Stalíns af stalli og fengið að segja skoðanir sínar að vild. Verkamenn höfðu risið upp í réttlátri reiði og líflátið án dóms og laga hundmð Flóttamenn flýja Iand. AVO-menn teknir af lífi (maður- inn til vinstrí komst lífs af). Eitt fórnarlambanna. ao Hosour.,noprry, ho? HoTHiMC Bot rms “ WORKERS’ COUMCIU Z~.l «** UPPREISNINNIIUNGVERJALANDI hataðra AVH-manna, varðhunda stalínistastjómarinnar, en þeir höfðu svarað með vélbyssuárásum á saklaust fólk. Nú vom draumar Ungveija um réttlæti óðum að slokkna. Skothríð Rauða hersins dundi á Búdapest. Rússar sóttu hratt inn í miðborgina, réðust með skriðdrek- um á götuvígi uppreisnarmanna, lögðu undir sig brýmar yfír Dóná og gerðu loftárásir á aðra hemaðar- lega mikilvæga staði. Klukkan sex um morguninn höfðu þeir náð þing- húsinu og þaggað niður í útvarps- stöð uppreisnar- manna. Öll raunveraleg andspyma var brotin á bak aftur. Svipaða sögu var að segja annars staðar í landinu: sprengjuflugvélar og brynsveitir réðust á vígi verkamanna. Upp- reisnarmenn héldu áfram að veita viðnám í Pecz, Dorog, iðnaðar- hverfunum Uipest og Csepel og víðar. Sovézkir skríðdrekar fyrír framan aðalstöðvar kommúnistaflokksins. KADAR KEMUR Þegar bardagarnir stóðu sem hæst birtist Janos Kadar í rússnesk- um skriðdreka í Búdapest og skömmu síðar tilkynnti sóvézka yfírherstjómin að hann hefði myn- dað stjóm. Fyrsta verk hans var að biðja Rússa um aðstoð og af- neita Nagy, sem leitaði hælis í júgóslavneska sendiráðinu seinna um daginn. Uppreisnarmenn festu upp flugmiða, sem á stóð: “Níu milljónir gagnbyltingarsinna og fas- ista, verksmiðjueigendur, banka- stjórar og kardinálar, leynast í landinu. Aðalvígi þeirra em aðals- mannahallir í Csepel og Ujpest. Til allrar hamingju em enn til sex sannir Ungveijar, sem hafa myndað stjóm til að bjarga landinu." Innrás Rússa var geysivíðtæk og þaulskipulögð. Sóknarher þeirra var skipaður a.m.k. tíu herfylkjum, þar af sex eða sjö brynfylkjum, og 4.000 skriðdrekum. Varlega áætlað tóku um 150,000 hermenn þátt í innrá- sinni. Ungverski herinn var í búðum sínum undir stjóm stalínistískra yfírmanna mestallan þann tíma sem uppreisnin geisaði, en lét eitthvað til sín taka þegar dró að lokum hennar. Lið uppreisnarmanna var illa skipulagt, hafði fáar víggirtar stöðvar á sínu valdi og átti lítið af skotfæmm. Frelsishetjumar beittu eftir megni sömu aðferðum og áður gegn sovézka innrásarliðinu: eyði- lögðu einangraða skriðdreka, köstuðu heimatilbúnum sprengjum, komu fyrir sprengjugildram og skutu úr laun- sátri úr gluggum eða af húsaþökum á alla Rússa, sem lét sjá sig. Að þessu sinni sýndu Rúss- ar enga miskunn. Ef skotið var úr einhveiju húsi svömðu skriðdrekar þeirra með fallbyssuskothríð á það. Þótt leikurinn væri ójafn létu Ungveijar engan bilbug á sér fínna. Ungverska fréttastofan hermdi: “Fólk stekkur upp á skriðdrekana, fleygir handsprengjum inn í þá og skellir hlemnum aftur. Ungverska þjóðin óttast ekki dauðann. Það er synd og skömm að við skulum ekki geta varizt lengi ..." Frelsishetjumar sendu örvænt- ingarfullar útvarpsáskoranir, sem vom eins og neyðaróp: “Siðmennt- aðar þjóðir heims! Við grábiðjum ykkur í nafni réttlætis, frelsis, al- menns siðgæðis og virkrar sam-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.